Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 33
VIÐTAL 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 33
Allt er þetta sjálfsagt sama hreyfiafl-
ið en það verður eitthvað svo glat-
að og innantómt þegar það nýt-
ist til að búa til peninga. Ég fylgdist
með velgengni þessara manna og
fannst þetta allt alveg ótrúlegt eins
og flestum. En svo kom í ljós að við-
skiptasnilldin var bara það sem við
kunnum öll, að velta á undan sér
lánaboltum og skuldsetja sig upp í
rjáfur. Þetta geta allir gert í einhvern
tíma en svo kemur að skuldadögum
og í ljós kemur að snilldin er engin
snilld,“ segir Sigmar og bætir við að
allir sem að hruninu komu eigi að
gefa kost á sér í viðtöl til að útskýra
sinn hlut.
„Það þýðir ekkert að fela sig á
bak við rannsóknarskýrsluna eða þá
tuggu að málið sé í rannsókn. Það er
algjör fyrirsláttur. Í einhverjum til-
vikum forðast menn viðtöl því þeir
óttast að almenningsálitinu sé ekki
hægt að breyta. Það er skrítin nálg-
un því í mínum huga snýst þetta
fyrst og fremst um að þessir kall-
ar skulda fólkinu í landinu útskýr-
ingar. Almenningur fjárfesti í þess-
um köppum og þeir eiga að koma
fram, allir sem einn, og útskýra hvað
í fjáranum þeir voru að pæla. Og
þeir eiga að hætta að benda á Seðla-
bankann eða ríkisstjórnina og skoða
bara sinn þátt. Ekkert annað,“ segir
hann og bætir við að kreppan sé því
miður ekki á undanhaldi. „Ég held
að ástandið eigi eftir að verða erf-
itt næstu árin. Niðurskurðurinn er
rétt farinn af stað. Við komumst upp
úr þessu en það verður ekki strax.“
Sjálfur sé hann í ágætisstöðu fjár-
hagslega og þurfi ekki að kvarta. „Ég
er með venjulegt húsnæðislán sem
hefur hækkað helling en ég ætla ekki
að væla, ég hef það ágætt miðað við
marga aðra.“
HAFNAR SLEGGJUDÓMUM
Í jafnvinsælum þætti og Kastljósi,
þar sem menn og málefni eru krufin,
er ábyrgð þáttarstjórnandans mik-
il. Sigmar segist taka gagnrýni þeg-
ar hún sé rökstudd og góð en hafni
öllum sleggjudómum. „Í svona starfi
verður þú að sætta þig við að það
eru aldrei allir sáttir við þig. Eðli
frétta er að segja frá einhverju sem
einhver vill ekki að fréttist og það
er óhjákvæmilegt að menn verða
stundum ósáttir. Oft er gagnrýni á
okkur flokkspólitísk. Ef sjálfstæðis-
maður á undir högg að sækja í þætt-
inum verða flokksfélagar hans fúlir
og gagnrýna okkur óspart. Þeir hrósa
okkur hins vegar í hástert ef einhver
úr Samfylkingunni er tekinn sams
konar tökum í þættinum. Sama gild-
ir um fólkið í hinum flokkunum, það
lætur nákvæmlega eins. Satt best að
segja gef ég lítið fyrir slíka gagnrýni
því hún er flokkspólitísk en ekki fag-
leg. Hún er ekki sett fram af sann-
leiksást eða réttlætiskennd heldur
til að verja flokkinn sinn eða flokks-
félaga. Og ég er þeirrar skoðunar
að þessi flokkshugsun sé allt of rík
í samfélaginu og að flokkarnir ráði
alltof miklu og móti almennings-
álitið of mikið. Þessi trénaða flokks-
hugsun lokar nefnilega á gagnrýna
hugsun. Ég hef unnið nógu lengi
í þessu fagi til að vita að fjölmarg-
ir þingmenn og flokksfólk talar oft
gegn sannfæringu sinni til að vera á
flokkslínunni. Og þegar flokkslínan
skiptir meira máli en sannfæringin,
hvert stefnum við þá? Þessi mein-
loka er stór ástæða fyrir hruninu hér
á Íslandi.“
ROKK OG STJÓRNLAUST SUKK
Fjölmiðlaferill Sigmars hófst í út-
varpi en hann var lengi á rokkstöð-
inni X-inu. Þaðan fór hann yfir á
fréttastofu RÚV, svo á Stöð 2 og næst
í Kastljós. Þótt hann sé enn rokkari
segist hann ekki lengur í sambandi
við gömlu félagana á X-inu. „Tím-
inn á X-inu var mjög skemmtileg-
ur en erfiður líka. Ég var í miklu
sukki á þessum tíma og frasinn
„þetta er ungt og leikur sér“ átti
mjög vel við. Ég var ábyrgðar-
laus og lífið snérist um djamm og
vinnan mætti oft afgangi,“ segir
Sigmar sem á nokkrar meðferð-
ir að baki. „Það er ákveðin pró-
senta af fólki sem er með þenn-
an sjúkdóm sem er alkóhólismi
og í mínum huga er alveg aug-
ljóst að ég átti aldrei séns eft-
ir að ég byrjaði að drekka. Frá
fyrsta fylleríi drakk ég illa og
mikið og lengi og á tímabili yf-
irtók sukkið algerlega líf mitt.
Ég var algerlega stjórnlaus og
réð ekki neitt við neitt,“ segir
hann en vill ekki taka svo djúpt
í árinni að edrúmennskan hafi
bjargað lífi hans. „Um það
veit ég í raun ekkert. Edrú-
mennskan bjargaði kannski
lífi mínu í þeim skilningi að í
dag á ég gott líf en ef ég væri
enn úti að sukka þá væri líf
mitt helvíti dapurlegt. Oft
finnst mér alveg makalaust
að ég skyldi komast í gegnum
þetta því ég var alltaf að reyna
að sameina hefðbundið fjöl-
skyldulíf, vinnu og massíft
sukk og neyslu. Það voru
gríðarleg átök í kringum
þetta, skilnaður, sárindi
og endalaus vonbrigði og
uppgjöf. Maður missir
svo fljótt allt sjálfstraust
og trúna á hið góða þeg-
ar maður er endalaust
að valda fólkinu sínu
svona miklum von-
brigðum eins og ég
gerði ítrekað þegar
ég var sem veik-
astur. Niðurbrot-
ið verður algert
í þessum átök-
um,“ segir Sig-
mar og bætir
við að hann
sakni ekki
HNAKKREIFST
við Þór all
Þá sjaldan sem ég fer niður í bæ iða ég ekk-
ert í skinninu að vera í sama
ástandi og fólkið þar og veit
fátt aulalegra en lið sem slef-
ar drafandi upp í eyrun á
gubbandi fólki.
Sigmar Guðmundsson Sigmar segir
mun erfiðara að ræða við einstaklinga
um persónuleg mál þeirra en peninga
og Icesave. MYND KARL PETERSSON
En það þýðir ekk-ert að væla. Það
er verið að skera niður
alls staðar og auðvitað á
RÚV ekki að vera und-
anskilið.
FRAMHALD
Á NÆSTU
SÍÐU