Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 ALKÓHÓLSKÝ Í GEIMNUM Stjörnufræðingar fundu fyrir nokkrum árum út að 463 milljarða kílómetra langt alkóhólský flýtur djúpt í geimnum. Skýið gef- ur vísindamönnum mynd af því hvernig ævafornar gastegundir geti myndað stjörnu- þokur. Skýið er í laginu eins og brú og úr metanóli sem á íslensku er einnig nefnt tréspíri. Það liggur í vetrarbrautinni okkar. Metanól er lífræn sameind og frændefni et- anóls, sem finnst í áfengum drykkjum okkar mannanna. Menn geta þó ekki neytt met- anóls, og því er loku fyrir það skotið að drykkjusjúkir geimfarar setji stefnuna á skýið í framtíðinni. Tréspíra varð fyrst vart í geimnum árið 2004 þegar stjarneðlisfræðingar komu auga á hann í disklaga þyrpingum sem myndast í kringum stjörnur í fæðingu. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is Rússneskur myndlistarmaður blind- aðist þegar hann steig á jarðsprengju frá seinni heimsstyrjöldinni: Málverkin á síðunni eru flott. Það er eitthvað furðulegt á seyði í þeim. Það sem ger-ir þau sérstök er að lista- maðurinn sem málaði þau er blind- ur. Dmitri Didorenko blindaðist þegar sinnti herskyldu árið 1991. Herdeildin leitaði í skógum Úkraínu að líkams- leifum rússneskra hermanna er létu lífið í innrás nasista í Sovétríkin í síð- ari heimsstyrjöldinni. Jarðsprengja frá þeim tíma sprakk þegar herdeildin rót- aði í moldinni í skóginum og missti Di- dorenko við það sjónina. Hann var nokkuð þekktur listamað- ur fyrir slysið og hafði haldið málverka- sýningar í Moskvu. Eftir slysið gekk Didorenko í gegnum langt tímabil vonleysis og þunglyndis, enda er sjón- in öflugusta tæki málarans. Að áratug liðnum var hann flestum gleymdur í listaheiminum. En þá hringdi gam- all vinur í Didorenko og bauð honum að halda sýningu á verkunum sínum gömlu. Didorenko samþykkti það og málaði nýtt verk til þess að hafa með á sýningunni, til gamans og til að sýna umheiminum að hann væri enn lista- maður. Málverkið kallaði hann „Jafnvel lengsta leiðin hefst með litlu skrefi“. Í fyrstu reyndist það þrautin þyngri að mála en með elju tókst Dmitri með tímanum að ná valdi á penslinum á ný. Hann hefur nú, nokkrum árum síðar, málað nokkur hundruð málverk. Lista- maðurinn hefur á síðustu árum vakið gríðarlega athygli í Rússlandi og víðar fyrir verkin sem þykja varpa fram tær- um formum úr hugarfylgsnum blind- unnar. BLANDA AF HARRY POTTER OG SMÁBORGARA n Jan Peter Balkenende hefur verið forsætisráðherra Hollands síðan árið 2002 og myndað fjórar ríkisstjórnir með ýmsum flokkum. Þrátt fyrir gifturíkan stjórnmálaferil og ótvíræða hæfileika hefur honum stundum verið legið á hálsi fyrir að vera fullþurr, litlaus og „nördalegur“ til þess að leiða Holland, svo orðbragð andstæðinga hans sé notað. Þessi hlið Balkenendes fór líka í pirrurn- ar á Karel De Gucht, þáverandi utanrík- isráðherra Belgíu, sem sagði í viðtali við flæmskt dagblað árið 2005: „Balken- ende er blanda af Harry Potter og smá- borgara.“ Þessi orð ullu smávægilegri ríkjadeilu á milli landanna og neyddist sendiherra Belgíu til að biðja utanríkis- ráðherra Hollands afsökunar. Í kjölfarið sagði Hans Wiegel, fyrrverandi þing- maður á hollenska þinginu, að sér lík- aði betur við Harry Potter en kennileiti Brussel, Manneken Pis (ísl. Peðlingur piss), en það er styttan fræga af drengn- um mígandi. API Á FLÓTTA Í FLÓRÍDA n „Dularfulli apinn í Tampa Bay“ er api af Rhesustegund sem hefur gengið laus og verið á flótta í rúmlega ár nálægt St. Pétursborg í Flórídafylki í Bandaríkjunum. Talið er að apinn sé karldýr og vegi um 15 kíló. Ekki er vitað hvaðan apinn kom. Sumir telja að hann hafi lifað villtur í þjóðgarði í um 150 kílómetra fjarlægð frá St. Péturs- borg. Aðrir segja að hann gæti hafa sloppið úr höndum eiganda sem ekki hafi verið með leyfi til dýrahalds. Nú hafa 60.000 manns skráð sig í Facebook-hóp þar sem rætt er um apann dularfulla. Apinn er fælinn og ekki talinn hættulegur mönnum. Sagt er að apinn líti til beggja átta þegar hann fari yfir umferðargötu. Meðfylgjandi mynd sýnir apann þegar hann braust inn í gróðurhús hjá ónefndum Flórídabúum. Borðstofustólar sem hreyfast Var leiðinlegt við borðhaldið á páskunum? Færðu leiða á sessu- nautnum í boðum eftir örfáar mínútur? Þá ættirðu, kæri lesandi, að kynna þér uppfinningu Sviss- lendingsins Paolos Rais frá 2001. Paolo leiddist að sitja við hliðina á sama ættingjanum við borð- stofuborðið heila kvöldstund. „Ég hugsaði því með mér, hvernig ég gæti stuðlað að því að fleiri gætu rætt saman þegar setið er við langt borðstofuborð,“ sagði hann. Lausnin var 18 sæta lang- borð með rafknúnum mótor með tveimur keðjum. Önnur keðjan keyrir stólana í hring um borðið á meðan hin knýr áfram bakka með mat. Stólarnir snúast eftir borð- inu á 9 sentímetra hraða á klukku- stund svo gestirnir taka varla eftir því að þeir berast hringinn í kring- um borðið og hafa því sífellt ein- hvern nýjan á móti sér. Paolo Rais hefur enn ekki verð- lagt uppfinninguna en skrifaði Elísabetu Bretadrottningu bréf og bauð henni lúxuseintak. „Drottn- ingin gæti rætt við alla gestina í boðinu,“ sagði hann. „En hún svaraði aldrei bréfinu.“ Sjálfur Charles Darwin, höf- undur þróunarkenningarinn- ar, fann upp skrifstofustóla með hjólum á nítjándu öld. Hann kom hjólum fyrir á stólnum í rann- sóknarstofu sinni til að geta rúll- að sér hratt á milli ólíkra sýna og gagna. Hugmyndin breiddist síð- an hratt út. Fann upp skrifstofustólinn Darwin var margt til lista lagt. Málarinn blindi Dmitri Didor- enko gafst ekki upp þrátt fyrir að missa sjónina. Blindur málari SLÆR Í GEGN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.