Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 42
SVARTI SKUGGINN Endurskoðandinn David Lilburn og eiginkona
hans, Ann, voru að þrátta kvöld eitt um miðnæturbil þegar hann heyrði skyndi-
lega rödd sem sagði: „Dreptu hana! Dreptu hana!“ Að sögn Davids, sem var þá
nýbúinn að ná sér í nýja hjákonu, tilheyrði röddin „svörtum skugga“ sem birtist
og skipaði honum að myrða eiginkonuna. David Lilburn var kvennaflagari af
guðs náð og þegar Ann komst að ævintýrum hans hótaði hún honum skilnaði.
Áður en til þess kom birtist svarti skugginn og tók stjórnina í sínar hendur.
Lesið um Lilburn og svarta skuggann í næsta helgarblaði DV.
DÝRKEYPT RÓMANTÍK
Alan Lee Lama féll fyrir loforðum og blekkingum Cathleen Quinn. Hann féllst á að myrða eiginmann Cath-
leen í von um að öðlast ást hennar og félagsskap, en þegar upp var staðið sýndi sig að Cathleen var úlfur í
sauðargæru og Alan Lee uppskar aðeins lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.
Netið er til margra hluta nytsamlegt og Cathleen Quinn og Alan Lee Lama kynntust í gegn-
um spjallþráð á netinu árið 2000.
Fjöldi einmana fólks leitar sálu-
félaga á netinu og sú var einmitt
raunin með Alan Lee. Hann var
þáttargerðamaður á útvarpsstöð í
Arizona, hafði unun af því að leika
væmin ástarlög og leitaði eftir
rómantík og jafnvel smá kynlífi.
Hvað Cathleen Quinn varðar
var ástæðan allt önnur. Hún leit-
aði að einhverjum sem gæti unnið
smá viðvik fyrir hana; myrt eigin-
mann hennar.
Cathleen var 36 ára og eigin-
maður hennar, James, var 37 ára.
James var endurskoðandi og þau
hjónin lifðu ágætis lífi í Rancho
Cucamonga í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum. Hús þeirra var ekki af
ódýru gerðinni, laun James voru
góð og hann var að auki líftryggð-
ur fyrir 350.000 Bandaríkjadali.
Cathleen var þó allt annað en
sátt og ef henni tækist að ryðja
James úr vegi sæti hún ein að hús-
inu og líftryggingu hans.
Einmana og aðlaðandi
Abigail
Alan Lee og Cathleen komust í
samband á spjallrás þar sem hún
kallaði sig Abigail. Hún sagðist
vera einmana en aðlaðandi kona,
leita ástar og félagsskapar og ein-
hvers til að deila með henni heim-
ili.
Fyrir Alan Lee hljómaði þetta
of vel til að geta verið satt og hann
gleypti agnið. Þegar netsamband
þeirra efldist upplýsti Cathleen
að hún væri gift, en hjónaband
hennar væri hamingjusnautt og
komið á endastöð og hún vildi fá
hjálp Alans Lee til að halda fram
veginn.
Alan Lee lét draga sig líkt og
lamb til slátrunar og samþykkti að
koma til Kaliforníu. Á umferðar-
miðstöðinni tók Cathleen á móti
Alan Lee, kynnti sig með sínu rétta
nafni og sagðist vera besta vin-
kona Abigail.
Táldreginn og lofað fé
Alan Lee og Cathleen eyddu nótt-
inni saman á vegahóteli og smátt
og smátt komu áform hennar í
ljós. Hún táldró Alan Lee og lofaði
honum fé, en eitt af því sem gerði
sennilega útslagið var sú yfirlýs-
ing hennar að Alan Lee væri rétti
maðurinn fyrir hana.
Alan samþykkti auðsveipur að
fara heim til Arizona, segja starfi
sínu lausu og koma síðan aftur til
Kaliforníu og flytja inn í íbúð í San
Bernardino. Alan féllst einnig á að
losa konuna óhamingjusömu við
eiginmanninn, enda trúði hann
lygum hennar um barsmíðar eig-
inmannsins og nísku.
Að kvöldi 24. janúar 2001 sagði
Cathleen eiginmanni sínum að
hún elskaði hann enn sem fyrr og
að hún vildi bjóða honum út að
borða. James Quinn varð upp með
sér, enda ekki vanur þessu í seinni
tíð, og þáði boðið með þökkum.
Myrtur við hlið
eiginkonunnar
Að kvöldverði loknum ók Cath-
leen, James til mikillar furðu, á
afvikinn stað við iðnaðarsvæði í
útjaðri bæjarins. Þar lá Alan Lee
í leyni og þegar Cathleen stöðv-
aði bifreiðina á illa upplýstum
stað reif hann upp hurðina far-
þegamegin og stakk James sem
brjálaður væri. Offorsið var slíkt
að eftir sjö hnífsstungur brotn-
aði hnífsblaðið og attur áfram af
Cath leen tók Alan Lee reim úr yf-
irhöfn sinni og notaði hana til að
kyrkja James.
Þegar James var allur ók Alan
Lee á brott á eigin bifreið en Cath-
leen ók með blóðugt líkið af eig-
inmanninum til McDonald‘s-
veitingastaðar í Victorville í 24
kílómetra fjarlægð. Á veitinga-
staðnum skaust hún á salernið
og keypti eitthvað matarkyns
áður en hún yfirgaf stað-
inn.
Blekkti suma,
aðra ekki
Örskammri
stundu síðar
hljóp Cathleen
inn á veitinga-
staðinn aftur og
lék hlutverk hinn-
ar trylltu eiginkonu,
og starfsfólkið velkt-
ist ekki í vafa um
að tárin sem hún
kreisti fram, þeg-
ar hún hringdi í
neyðarlínuna,
væru raunveru-
leg sorgartár.
Þegar lög-
reglan kom
á staðinn
sagðist
hún hafa
komið að
eiginmanni
sínum dán-
um þegar
hún kom út af
veitingastaðn-
um og hún
væri þess
fullviss að
hann hefði
verið myrt-
ur af óþekktum
þrjóti.
En lögreglan var
ekki auðtrúa og rak
strax augun í að inn-
rétting bifreiðarinnar var
öll, nema bílstjórasætið,
útötuð í blóðslettum, og
því ljóst að einhver hafði
setið þar þegar morðið var
framið. „Það var einnig blóð á
henni [Cathleen]. Talandi um
heimsku,“ sagði rannsóknar-
lögreglumaðurinn Dean.
Mikilvægi reimarinnar
Krufning á James leiddi í ljós
að banamein hans var kyrking
en ekki eitt af þeim fjölmörgu
stungusárum sem honum höfðu
verið veitt. Cathleen Quinn var
upphaflega ákærð fyrir morð af
fyrstu gráðu og morð með fjár-
hagslegan ávinning í huga, en
með þeim hætti var mögulegt að
krefjast dauðadóms.
En Cathleen samdi við ákæru-
valdið og játaði sig seka um morð
af annarri gráðu og stóð frammi
fyrir fimmtán ára fangelsisdómi ef
hún bæri vitni gegn Alan Lee.
Við réttarhöldin yfir Alan Lee
í október 2004 lýsti
Cathleen
hvernig þau skipulögðu morðið á
eiginmanni hennar með það fyrir
augum að komast yfir líftryggingu
hans.
Alan Lee fullyrti að hann hefði
verið heima þegar morðið var
framið en reimin sem hann not-
aði til að kyrkja James Quinn varð
honum að falli. Á reiminni fund-
ust lífsýni úr bæði honum og fórn-
arlambinu.
Alan Lee Lama var dæmdur í
lífstíðarfangelsi án möguleika á
reynslulausn og voru margir sem
unnu að rannsókn málsins þeirr-
ar skoðunar að Cathleen hefði
sloppið betur en hún í raun átti
skilið.
UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is
42 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 SAKAMÁL
Alan féllst einnig á að losa konuna óham-ingjusömu við eiginmanninn, enda trúði
hann lygum hennar um barsmíðar eiginmanns-
ins og nísku.
Alan Lee Lama Hann var
auðtrúa einfeldningur.
Cathleen Quinn Hún var
kaldrifjuð eiginkona.