Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010
NAFN OG ALDUR?
„Inga Þyri Þórðardóttir, 28 ára.“
ATVINNA?
„Söngkona og bókari.“
HJÚSKAPARSTAÐA?
„Frátekin.“
FJÖLDI BARNA?
„Einn stjúpsonur.“
HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR?
„Já, ég átti einu sinni kisu og fékk aðra lánaða. Kær-
astinn minn vill ekki gefa mér nýja.“
HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST?
„Hjaltalín á Græna hattinum á Akureyri, það var
svo gaman að ég keypti diskinn.“
HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN?
„Já, ég fékk einu sinni hraðasekt.“
HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU?
„Kjóllinn sem ég er í núna, hann er bara svo sætur.“
HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN?
„Já, en megranir virka öfugt á mig, svo ég hætti.“
HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM MÓTMÆL-
UM?
„Já, en mér finnst það ekkert gaman.“
TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF?
„Já, en ég trúi líka á þetta líf. Maður þarf að gera
sem mest við það sem maður hefur.“
HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ
HAFA HALDIÐ UPP Á?
„Who let the dogs out - Baha Men, ég keypti smá-
skífuna einhvern tíma en endaði svo á að fela hana
vegna áreitis frá vinunum.“
HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR?
„Þessa dagana er það Summertime - DJ Jazzy Jeff &
the Fresh Prince, get ekki beðið eftir sumrinu.“
TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA?
„Sumarsins og svo er ég að fara til Ítalíu í næstu
viku, ég bjó þar 2002-2004 og hef ekkert kom-
ið þangað síðan. Stoppa svo hjá vinkonu minni í
London á bakaleiðinni. Það verður mergjað.“
HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFT-
UR?
„Litlu hafmeyjuna – gömlu útgáfuna. Hún er hrein
klassík.“
AFREK VIKUNNAR?
„Ég lauk stórum áfanga í vinnunni, fór í bústað yfir
páskana og slátraði þremur páskaeggjum, takk fyrir.
Stærsta afrekið er samt upptaka á fyrsta laginu á
næstu plötu 3Radda&Beaturs sem kemur út með
vorinu.“
HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR?
„Amma hefur einu sinni spáð fyrir mér í bolla, mér
fannst það magnað en ég man ekki alveg hvað kom
út.“
SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI?
„Nei, nema röddina auðvitað, hún er hljóðfæri.“
VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ?
„Ég hef ekki kynnt mér það, ég held ekki.“
HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU?
„Að vinna að hamingjunni, hún kemur ekki af
sjálfu sér.“
HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MUNDIR ÞÚ VILJA
HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ?
„Jóhönnu Sigurðar, það væri geðveikt.“
HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYNDIR ÞÚ HELST
VILJA HITTA OG AF HVERJU?
„Ég hitti einu sinni Reggie Watts, hann var töff.
Annars væri ég til í að hitta einhvern góðan umba,
helst með ítök í Asíu svo við í hljómsveitinni gætum
lagt Asíuland undir fót.“
HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ?
„Já, og það er alls ekkert til að hafa eftir,“
NÝLEGT PRAKKARASTRIK?
„Ég laug að systur minni 1. apríl að ég væri bens-
ínlaus á Hellisheiði. Hún var komin gegnum Norð-
lingaholt þegar ég stoppaði hana.“
HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST?
„í Doppelgänger-vikunni á Facebook var ég með
mynd af Yasmine Bleeth úr Baywatch en við vorum
örugglega líkari fyrir svona 10 árum en í dag.“
ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA?
„Ég vildi óska að ég gæti galdrað, eða hreyft hluti
með hugarorkunni. En ég get flogið í svefni og geri
mikið af því.“
Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI?
„Það myndi örugglega gera mikið fyrir ríkissjóð, en
ég veit ekki hvort það sé þess virði.“
HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN?
„101 Austurvöllur.“
Inga Þyri Þórðardóttir söngkona hefur vakið verðskuldaða
athygli undanfarið með hljómsveit sinni 3Röddum. 3Radd-
ir&Beatur vinna nú að annarri plötu sinni og stefna að því að
halda upptökutónleika í lok apríl þar sem áhorfendur fá að
taka þátt í því að velja bestu lögin. Inga Þyri hlakkar mikið til
sumarsins og er á leiðinni til Ítalíu að hitta gamla vini.
„ÉG FLÝG Í SVEFNI“
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og
þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn
úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar
líkamann (detox).
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16
Listmunauppboð á næstunni
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma
551-0400, 896-6511 (Tryggvi),
845-0450 (Jóhann)
Erum að taka á móti verkum núna í
Galleríi Fold við Rauðarárstíg
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -
40
ára
Vörur á verði fyrir þig
skartgripir - skartgripaskrín
íslenskar-myndir - rúmföt o.fl
Kringlunni - Sími: 568 9955
FRÁBÆ
RAR
FERMI
NGAR
GJAFIR
Skartgripatré
www.tk.is
Flottar skinnhúfur