Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 46
MÆÐUR ÓÖRUGGAR EF PABBARNIR STANDA SIG Samkvæmt rann- sókn verða konur óöruggar með sig ef makar þeirra taka meiri ábyrgð en þær í uppeldi barnanna. Höfundur rannsóknarinnar segir þetta til komið vegna þeirrar aldalöngu hefðar að mæður séu aðalumönnunaraðilinn og þótt samfélögin hafi breyst fái þær enn samviskubit ef pabbarnir taki virkari þátt. Ef marka má rannsóknina er mikill munur á kynjunum því sjálfsá- lit karlkynsþátttakenda minnkaði ekki þótt mæðurnar tækju á sig alla ábyrgðina á börnunum. Ný rannsókn sýnir að þeir sem eru komnir af léttasta skeiði eiga auð- veldrara með að leysa félagslegan ágreining, setja sig í spor annarra og viðurkenna að hafi haft rangt fyr- ir sér en ungt fólk. Þetta, segja höf- undar rannsóknarinnar, bendir til þess að fólk sem er komið yfir sex- tugt sé almennt gáfaðra, í þeirra skilningi, en sér yngra fólk. „Því hef- ur lengi verið haldið fram að gáf- urnar aukist með aldrinum og nú höfum við sannað það,“ segir sál- fræðingurinn og aðstandandi rann- sónarinnar Richard Nisbett og bætir við að þjóðfélagsstaða einstaklinga skipti ekki máli í þessu sambandi. Í könnuninni voru 247 þátttak- endum skipt í þrjá aldurshópa, 25 til 40, 41 til 59 og 60 ára og eldri og all- ir látnir segja sína skoðun á frásögn- um af þrenns konar félagslegum átökum. Svör þeirra voru metin eft- ir því hversu vel þeim gekk að leysa vandamálin öllum deiluaðilum í hag. „Það er margt sem fer miður með aldrinum. Við eigum t.d. erfið- ara með að læra nýja hluti þegar við verðum eldri,“ segir Nisbett og bæt- ir við: „Hins vegar, ef við stöndum frammi fyrir félagslegum ágreiningi ættum við að leita til ömmu eða afa og fá þeirra sýn á vandamálið.“ Rannsóknin þykir sanna kosti þess að leita ráða hjá sér eldri manneskju líkt og hefð er fyrir í austurlenskri menningu. „Í hinum vestræna heimi hefur okkur eldri verið ýtt á hliðarlínuna, bæði í fjöl- skyldunni, í vinnunni og samfélag- inu. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þessi hópur hefur yfir mikilli lífsreynslu að búa og af hverju ekki að nýta þá þekkingu?“ sagði Col- in Milner formaður samtaka eldri borgara. indiana@dv.is Samkvæmt nýrri rannsókn á eldra fólk auðveldara með að leysa úr deilum en ungt fólk: AMMA VEIT BEST UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is 46 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 LÍFSSTÍLL 5 FÆÐU- TEGUNDIR SEM GERA ÞIG FALLEGRI 1Möndlur Þessar gómsætu litlu hnetur innihalda trefjar sem gera þig grennri og holla fitu sem er frábær fyrir hjartað og húðina. Möndlur eru einnig fullar af steinefnum sem styrkja vöðvana. 2Feitur fiskur Silungur, lax, túnfiskur og sardínur eru rík af nauðsynlegum ómega-3 fitusýrum sem berjast gegn öldrun húðar og hjartavandamálum. 3Epli Ávöxturinn er fullur af trefjum sem lækkar kólesterólið og C-vítamínum sem verja húðina fyrir UBV-geislum sem valda hrukkum. 4Te Grænt te er mjög ríkt af andoxun- arefninu EGCG. Einn bolli af grænu tei jafngildir heilum skammti af brokkólí, spínati, gulrótum og jarðarberjum. 5Acai-ber Þessi frábæri ávöxtur á rætur að rekja til regnskóga Amazon og er aðeins nýlega orðinn vinsæll á heimsvísu. Berin eru rík af trefjum, ómega-3 og ómega-9 fitusýr- um sem hjálpa til við að halda hjartanu heilbrigðu. Genin skipta ekki mestu máli ef þú vilt lifa vel og lengi heldur er það lífsstíllinn sem þú aðhyllist. Samkvæmt nýrri breskri rannsókn geturðu minnkað líkurnar á hjartaáfalli um helming með því að hreyfa þig meira, borða fisk, ávexti og grænmeti reglulega og forðast reykingar og ofneyslu áfengis. Höfundur rannsóknarinnar, Thomas Perls, mælir með eftirfarandi tíu atriðum ef við viljum ná 100 ára aldri. 1. Ekki hætta að vinna „Í þeim samfélögum þar sem fólk hættir of snemma að vinna er tíðni of feitra gamalmenna hærri en annars staðar,“ segir ít- alski félagsvísindamaður- inn Luigi Ferrucci og bætir við: „Þegar fólk sest í helg- an stein fer það að dunda í garðinum en dettur út úr öðru daglegu lífi. Ef það er ekki annað í boði en að hætta í vinnunni skaltu reyna að finna þér eitthvert verðugt verkefni. Skráðu þig í sjálfboða- starf.“ 2. Notaðu tannþráð Rannsókn sem fram- kvæmd var í New York-há- skólanum árið 2008 sýnir að með því að nota tannþráð fækkar bakteríum í munni. Þess- ar bakteríur eru taldar valda skemmdum á æðakerfinu. Önnur rannsókn bendir til að eftir því sem bakteríurnar séu fleiri því meiri séu líkurnar á hjartavandamálum. 3. Hreyfðu þig „Líkamsrækt er besta leiðin til að við- halda æskunni,“ segir Jay Olshansky læknir við háskólann í Illinios. Fjöl- margar rannsóknir hafa sýnt fram á kosti þess að hreyfa sig reglulega, bæði fyrir skapið, hugann, jafnvæg- ið, vöðvana og beinin. „Áhrifin koma strax eftir fyrstu æfingu. Þú þarft ekki endilega að hanga í rækt- inni tímunum saman. Farðu í hálftíma göngutúr á hverjum degi. Þú getur meira að segja farið í góða skó og skellt þér í Smáralindina og kíkt í gluggana í leiðinni,“ segir Olshansky. 4. Borðaðu trefjar á morgnana Blóðsykurinn helst jafn yfir daginn ef þú borðar trefjaríkan morgunverð samkvæmt rannsókn Ferrucci og félaga en Ferrucci heldur því fram að mikil neysla trefja sporni gegn sykursýki. 5. Sofðu í minnst sex tíma Bættu frekar árum við líf þitt en klukku- tímum við sólarhringinn með því að sleppa svefni. „Líkami okkar notar svefn til að endurhlaða sig og lækna. Settu svefn í forgang,“ segir Perls, höfundur rannsóknarinnar. 6. Borðaðu hollan mat Rannsóknin gefur til kynna að þeir sem fá öll nauðsyn- leg næringarefni, steinefni og víta mín kalki síður í ellinni. Leitaðu uppi litríkustu ávext- ina og grænmetið fyrir hugann og minnið. 7. Slakaðu á „Hreyfðu þig reglulega, farðu í jóga, hug- leiddu eða bara dragðu inn andann djúpt nokkru sinnum á dag og þú eyk- ur líkurnar á að ná 100 ára aldri,“ segir Perls. 8. Taktu upp lífshætti sjöunda dags aðventista Þeir Ameríkanar sem kalla sig sjöunda dags aðventista lifa að jafnaði í 89 ár eða áratug lengur en meðal Banda- ríkjamaðurinn. Aðventistar hugsa vel um líkama sinn sem þeir fengu að láni frá guði, þeir reykja ekki, drekka ekki og borða sjaldan sælgæti. Þeir borða grænmeti, ávexti og hnetur og hreyfa sig mikið auk þess sem þeir leggja mikla áherslu á fjölskyldu og samfé- lagið. 9. Lifðu vanabundnu lífi Samkvæmt sérfræðingi í öldrunar- sjúkdómum lifa þeir lengst sem borða sama matinn og gera sömu hlutina út lífið. „Að fara að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma á hverjum degi er góð leið til að halda líkamanum í jafn- vægi. Að sama skapi á líkaminn erf- iðara með öll frávik eftir því sem við eldumst,“ segir Ferrucci sem segir að óregulegur lífsstíll veiki ónæmiskerfið. 10. Vertu í sambandi Lykillinn að góðu andlegu heilbrigði er að vera í reglulegu sambandi við vini og ættingja. Þunglyndi og andleg van- líðan getur valdið ótímabæru andláti. Sumir sálfræðingar telja að félagslegu samskiptin sem eiga sér stað við lík- amsrækt fullorðinna sé í raun mikilvægari en hreyfingin sjálf. 10 RÁÐ TIL AÐ VERÐA 100 ÁRA Fergie, söngkonan flotta úr Black Eye Peas, lumar á ráði þegar kemur að sjálfsstjórn og aðhaldi en söngkonan segist nota hugann til að leika á sjálfa sig. „Ég tel mér trú um að franskar kartöflur séu eitraðar en þegar kem- ur að girnilegum eftirrétt- um leyfi ég mér að fá einn bita. Ég lít örugglega út eins og fáviti á meðan ég smjatta á þessum eina bita því ég reyni að njóta hans til hins ítrasta.“ FRANSKAR ERU EITUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.