Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Síða 48
SÓLARKNÚIN FLUGVÉL Vel hefur gengið með tilraunaflug
á nýrri flugvél sem eingöngu er knúin sólarorku og ber nafnið
Solar Impulse. Vélin fór í sitt annað reynsluflug á dögunum í
Sviss og var á lofti í 87 mínútur og náði 1200 metra hæð. Væng-
haf vélarinnar er jafnmikið og á Boeing 747 þotu en vélin vegur
álíka mikið og hefðbundinn fjölskyldubíll. Vélin mun fara í ann-
að flug í júlí næstkomandi en framtíðarmarkmiðið er að reyna
hnattflug árið 2012.
MODERN FAMILY
OG IPAD
Í Páskaþætti hinnar geysivinsælu
bandarísku sjónvarpsþáttaraðar
Modern Family fær fjölskyldufaðir-
inn Phil hina nýju iPad-tölvu frá
Apple í afmælisgjöf. Það sem vekur
athygli er að Apple-fyrirtækið virðist
hafa verið í samstarfi við framleið-
anda þáttanna en í upptalningu í
lok þáttarins kemur fram að
fyrirtækið hafi lánað tölvuna sem
notuð var. Þess má geta að
fjölskyldufaðirinn fellur fyrir hinni
nýju tölvu og í lok þáttarins sést
hann renna fingrum létt yfir skjá
tölvunnar og hvísla: „Ég elska þig.“
AOL AÐ SELJA BEBO
Bandaríska vefþjónustufyrirtækið
AOL (America Online) festi kaup á
samskiptavefnum Bebo fyrir tveimur
árum fyrir 850 milljónir Bandaríkja-
dala. Bebo stóð þá á hátindi
vinsælda sinna en mátti síðan lúta í
lægra haldi fyrir útrás samskipavefj-
anna Facebook, MySpace og Twitter.
Það var síðan í vikunni að AOL
tilkynnti starfsmönnum að vefurinn
yrði seldur eða hreinlega lagður
niður á næstu vikum þar sem ekki
væri til staðar nægt fjármagn til að
reka hann lengur.
ÞRÍVÍDD Í
SNJALLSÍMA
Raftækjaframleiðandinn Sharp sýndi
á dögunum LCD þrívíddarskjái sem
fyrirtækið hyggst setja á markað fyrir
stafrænar myndavélar, snjallsíma og
önnur lítil raftæki. Við þrívíddarskjá-
inn þarf engin gleraugu og einnig er
með auðveldum hætti hægt að
skipta úr þrívíddarham yfir í tvívídd.
Sharp mun fljótlega hefja fram-
leiðslu á skjánum fyrir hin ýmsu tæki
en í kjölfarið koma síðan þrívíddar-
snertiskjáir fyrir snjallsíma.
UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is
HÆTTUÁSTAND
Í NETHEIMUM
Í vikunni sem leið mátti sjá ýms-
ar athyglisverðar fyrirsagnir á vef-
miðlum vestanhafs. „Dagurinn
sem Internetið tapaði,“ mátti lesa á
einni af stærri síðunum og The New
York Times hélt sérstaka Internet-
minningarathöfn í tilefni þess að
samkvæmt dómsúrskurði sem féll
á þriðjudag er fjarskipta- og net-
þjónustufyrirtækjum nú heimilt að
loka á eða draga verulega úr hraða
ákveðinna vefsíðna og krefjast þess
í framhaldi að eigendur vefjanna
greiði sérstakt gjald sem tryggi eðli-
legan hraða og aðgengi notenda að
efni þeirra. Úrskurðurinn gerir nú
stórfyrirtækjum á fjarskiptamark-
aði löglega kleift að stýra umferð
á hluta netsins með þvingunum
og vekur upp spurningar varðandi
framtíð netheima og þau lýðræðis-
legu vinnubrögð sem við viljum að
séu viðhöfð þar sem annars staðar.
Fjarskiptastofnun missir valdið
Dómsúrskurðurinn á þriðjudag fell-
ir úr gildi það vald sem Fjarskipta-
stofnun Bandaríkjanna (Federal
Communications Commission) hef-
ur haft til að tryggja hagkvæma, ör-
ugga og aðgengilega fjarskiptaþjón-
ustu og vernda hagsmuni og réttindi
almennings á netinu. Þriðjungur
Bandaríkjamanna hefur sem dæmi
í dag ekkert aðgengi að háhraða-
neti en það var einmitt eitt af mark-
miðum stofnunarinnar að stoppa
í það gat. Með úrskurðinum hefur
boltanum nú verið velt til fyrirtækja
eins og AT&T, Comcast, Verizon og
Time Warner Cable sem hingað til
hafa sýnt lítinn sem engan áhuga á
að byggja upp hagkvæm háhraða-
dreifikerfi sem ná til allra lands-
manna.
Villta vestrið
Ákvörðun dómstóla hefur vakið upp
hörð viðbrögð vestanhafs og er talað
um afturhvarf frá lýðræði því hags-
munir stórfyrirtækja hafi nú meira
vægi en hagsmunir og réttindi al-
mennings.
Hið virta blað The Economist
fjallaði um málið í vikunni og tók
sem dæmi að netþjónustuaðilar
gætu nú fyrirvaralaust stýrt umferð
af leitarvefjum eins og Google að
eigin leitarsíðu og þannig hagnast
verulega vegna aukinnar umferð-
ar. Það er í raun eins og einhver ut-
anaðkomandi skipti um rás meðan
þú horfir á sjónvarpið án þess að þú
fáir nokkru um ráðið. Breytingarn-
ar sem nú eru að verða að veruleika
eru hins vegar nánast ósýnilegar
hinum hefðbundna notanda og þess
vegna hættulegar í eðli sínu. Lögmál
hins Villta vesturs ræður nú ríkjum,
hagnaður stórfyrirtækja á fjarskipta-
markaði allsráðandi á kostnað þess
jafnræðis sem netið á að veita háum
sem lágum.
Keyra frumvarp í gegn
Bretar eru einnig að taka örlaga-
ríkt skref í netmálum. Hið umdeilda
frumvarp bresku ríkisstjórnarinn-
ar (Digital Economy Bill) sem lýtur
að höfundarrétti og aðgerðir gegn
ólöglegu niðurhali hlaut meirihluta
atkvæða í annarri umræðu á breska
þinginu á miðvikudag. Frumvarp-
ið á þá aðeins eftir að fara í gegn-
um lávarðadeildina en þar er talið
nær fullvíst að það verði samþykkt
og verði því að lögum innan tíðar.
Kosningar eru þó handan við hornið
og óvíst hvað ný ríkisstjórn tekur til
bragðs varðandi jafn umdeilda laga-
setningu.
Wikileaks lokað?
Frumvarpið gerir samtökum og
eigendum höfundarréttar kleift
gegn dómsúrskurði að fá aðgang
að nöfnum og heimilisföngum
þeirra sem tengdir eru við ólög-
legt niðurhal og hefja lögsókn gegn
þeim. Það sem mesta athygli hefur
þó vakið í frumvarpinu er klausa
sem veitir viðskiptaráðherra heim-
ild til að fyrirskipa lokun á vefsíð-
um sem; „...hafa verið, eru, eða eru
líklegar til að vera notaðar við at-
hæfi sem varða brot á lögum um
höfundarrétt eða hafa tengsl við
slíkt athæfi.“
Ríkisstjórninni væri því í lófa
lagið að fyrirskipa lokun á síðum
eins og Wikileaks sem birta skjöl
sem eru í nær öllum tilfellum var-
in höfundarrétti eða leynd. Orða-
lag frumvarpsins um síður sem eru
„líklegar til að vera notaðar“ hefur
líka vakið sterk viðbrögð og óvissu
um hvaða völd ríkisstjórnir eru að
fá í hendurnar sem geti ógnað lýð-
ræði og ritfrelsi.
Sterk meðöl en engin breyting
Það sem er umhugsunarvert varð-
andi frumvarp bresku stjórnarinn-
ar er hið sterka meðal sem á helga
tilganginn. Svíar settu lög um ólög-
legt niðurhal í apríl á síðasta ári og
netumferð í landinu dróst saman
um 30 prósent á skömmum tíma.
Áður en lögin tóku gildi var Svíþjóð
í hugum margra gósenland ólög-
legs niðurhals og heimili The Pir-
ate Bay, einnar stærstu deilisíðu á
ólöglegu efni í heiminum. En að-
eins fáum mánuðum eftir að lögin
voru sett hafði netumferð og ólög-
legt niðurhal í landinu aukist á nýj-
an leik og hefur aldrei verið meir
en nú. Ástæðan er einfaldlega sú
að þeir sem eru að sækja ólöglega
kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tón-
list nýta sér nú dulkóðun til að fela
innihald þeirra skráa sem sóttar
eru og nýta sér aðrar leiðir sem fela
slóð þeirra og uppruna. Ástand-
ið sem lögunum var gert að fyrir-
byggja er því óbreytt og lögin því
tilgangslaus.
palli@dv.is
48 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 HELGARBLAÐ
Almenningur í Bretlandi og Bandaríkjunum virðist litlu ráða um ákvarðanir stjórn-
valda þegar kemur að löggjöf sem snertir hagsmuni hins hefðbundna notanda á netinu.
Engar uppljóstranir Bresku stjórninni
væri í lófa lagið að fyrirskipa lokun á
síðum eins og Wikileaks sem birta skjöl
sem eru í nær öllum tilfellum varin
höfundarrétti eða leynd.
Úr höndum stjórnvalda til fyrirtækja Samkvæmt dómsúrskurði sem féll á
þriðjudag er fjarskipta- og netþjónustufyrirtækjum nú heimilt að loka á eða draga
verulega úr hraða ákveðinna vefsíðna og krefjast þess í framhaldi að eigendur vefjanna
greiði sérstakt gjald sem tryggi eðlilegan hraða og aðgengi notenda að efni þeirra.