Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 50
HVAR ER HANN Í DAG?MUSTAPHA HADJI Marokkómaðurinn Mustapha Hadji setti svo sannarlega svip sinn á ensku úrvalsdeildina þegar hann lék með Coventry og Aston Villa á árunum 1999-2004. Hann var hvað best þekktur fyrir leikni sína með boltann og áræðni í að skora mörk. Hjá Coventry lék hann ásamt landa sínum, Youssef Chippo, og komst það í tísku í smá tíma hjá stuðningsmönnum liðsins að bera á höfðinu marokkóskar fez-húfur. Hadji var leystur undan samningi frá Villa 2004 og lék eftir það með Espanyol í eitt ár, stutta stund með Al Ain í Sádi-Arabíu og tvö ár í neðri deildunum í Þýskalandi. Frá árinu 2007 hefur hann leikið með CS Fola Esch í Lúxemborg þar sem hann hefur skorað 24 mörk í 42 leikjum. CS Fola hefur ekki unnið titil í Lúxemborg í 55 ár. 50 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is UM HELGINA Tvö lang-, lang-, langbestu lið Spán- ar á þessu tímabili, risarnir Bar- celona og Real Madrid, mætast í sannkölluðum stórleik í spænsku deildinni á laugardagskvöldið. Leik- urinn sem kallaður er El Clásico vek- ur jafnan mikið umtal en þar mætast þessir tveir turnar spænskrar knatt- spyrnu. Í ár er leikurinn einkar mikil- vægur. Real og Barca eru efst og jöfn í deildinni, bæði með 77 stig, en verði þau jöfn á toppnum í lok tíma- bils skera innbyrð- is viðureignir úr um hvort verð- ur meistari. Barcelona hafði sigur á heima- velli, 1-0, með marki Zlatans Ibrahimov- ic og verð- ur Real því að sækja til sigurs. Alls ekki er ólíklegt að liðin verði jöfn að stigum í lok leiktíðar þar sem þau hafa verið nánast ósigrandi heima fyrir á þessu tímabili. SAMTALS FJÓRIR TAPLEIKIR Real Madrid hefur tapað þremur leikjum á tímabilinu, þar af einum gegn Barcelona. Barca hefur að- eins tapað einum leik en gert fimm jafntefli og því eru liðin með jafn- mörg stig. Real Madrid hefur verið á blússandi siglingu að undanförnu, sérstaklega eftir end- urkomu Cristian- os Ronaldos. Hann virðist ekki geta hætt að skora og er kominn með átján mörk í tuttugu leikjum. Real hefur unnið núna tólf leiki í röð í deildinni en síðast tapaði það fyrir Athletic Bilbao um miðjan janúar. Börsungar léku í miðri viku gegn Arsenal þar sem Lionel Messi fór á kostum. Madrídingar hvíldu á með- an enda liðið sem eyddi ríflega 250 milljónum punda í leikmenn fyrir tímabilið úr leik í deild þeirra bestu, Meistaradeildinni. Barcelona hefur unnið fimm leiki í röð, sjö af síðustu átta, og ekki tapað síðan 14. febrú- ar, þá fyrir Atletico Madrid. Bæði lið koma á fullri ferð inn í leikinn sem ætti að lofa mörkum eins og oft- ast þegar liðin mætast á Santiago Bernabeu. VONAST EFTIR KAKA OG INIESTA Næstdýrasti knattspyrnumaður heims, Kaka, hefur verið meiddur síðustu þrjár vikur en Real ætlar að gera hvað það getur til að tjasla Brassanum saman fyrir leikinn. Þeir, eins og allir í Madrid, vita hversu mikilvægur leikurinn er. Á sama tíma ætti Andrés Iniesta, eða heilagur Andrés eins og Kata lónar kalla hann, að vera klár. Iniesta fékk mik- ilvægar mínútur á þriðju- dagskvöldið þegar Börsungar völtuðu yfir Arsenal í Meist- aradeildinni, 4-1. Miðverðir Barca, Gerard Pique og Carles Puyol, koma líka vænt- anlega inn í liðið eftir að hafa tekið út bann í Meist- ara- deildinni og þá er líklegt að Zlatan Ibrahimovic leiði framlínu meistar- anna. VERÐUR HIGUAIN HETJAN? Allra augu á laugardaginn munu beinast að besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi, og væntanlega einhver að þeim dýrasta, Cristiano Ronaldo. Í báðum liðum eru margir sem geta klárað svona leik en einn gæti auðveldlega stolið senunni í El Clásico á laugardagskvöldið. Gonzalo Higuain hefur verið nær óstöðvandi á Spáni fyrir Real Madr- id en hann fær yfirleitt ekki jafn- mikla athygli og rándýrir félagar hans. Ekki það að hann sjálfur hafi verið gefins þegar Real keypti hann og arfadapr- an félaga hans, Fernando Gago, frá River Plate. Higuan er hvorki meira né minna en að keppa um markakóngstitilinn við sjálfan Lionel Messi, góðan vin sinn úr yngri lands- liðum Argent- ínu, en þeir eru jafnaldr- ar. Higuain hefur skor- að 24 mörk í deildinni en Messi 26. Stærsti leikur ársins í Evrópuboltanum er á laugardaginn þegar Barcelona heimsækir erkifjendurna í Real Madrid. Liðin eru efst og jöfn í deildinni en verði það niðurstaðan í lok tímabils eru það innbyrðis viðureignir liðanna sem skera úr um hvort hampar titlinum. Barca vann fyrri leikinn 1–0 og verða Madrídingar því að sækja til sigurs. SJALDAN MIKILVÆGARI El Clásico NIÐURLÆGINGIN Ein ótrúlegasta sjón á Bernabeu síðustu ár var þegar Börsungar stóðu heiðursvörð fyrir erkifjend- urna en Real var þá orðið meistari. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Í ár er leikurinn einkar mikil- vægur. Real og Barca eru efst og jöfn í deild- inni, bæði með 77 stig. LANGBESTUR Messi hefur verið ótrúlegur á leiktíðinni og gæti toppað allt með enn einni snilldinni í Madríd. HETJAN AFTUR? Zlatan skoraði sigurmarkið á Nývangi í fyrri leik liðanna á árinu. HÆTTIR EKKI AÐ SKORA Cristiano Ronaldo hefur verið sjóðheitur fyrir Real Madrid að undanförnu. FALDA HETJAN Hann fær ekki mikið umtal, en Higuan er markahæstur Madridinga á tímabilinu. Fimm síðustu El Clásico á Santiago Bernabéu: 34. umferð, 2. maí 2009 REAL MADRID 2 - 6 BARCELONA Higuaín (14.), Ramos (56.). - Henry  (18. og 58.), Puyol (25.), Messi (35. og 75.), Piqué (83.). 34. umferð, 7. maí 2008 REAL MADRID 4 - 1 BARCELONA Raúl (12.), Robben (20.), Higuaín  (62.), Nistelrooy (77. víti). - Henry (86.). 7. umferð: 22. október 2006 REAL MADRID 2 - 0 BARCELONA Raúl (3.), Nistelrooy (50.). 12. umferð, 19. nóvember 2005 REAL MADRID 0 - 3 BARCELONA Eto‘o (14.), Ronaldinho (59. og 77.). 31. umferð, 10. apríl 2005 REAL MADRID 4 - 2 BARCELONA Zidane (7.), Ronaldo (20.), Raúl  (46.), Owen (66.). - Eto‘o (29.),  Ronaldinho (73.). Síðustu leikir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.