Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 HELGARBLAÐ
Það eru ýmis boð og bönn sem gilda á Íslandi. Boð og
bönn yfir hluti sem þykja jafnvel sjálfsagðir í öðrum
löndum. Nýlega var til dæmis samþykkt með lögum að
banna nektardans. Í flestum tilfellum er reynt að skapa
öruggara umhverfi fyrir landsmenn en sumir líta á málið
sem forsjárhyggju og skerðingu á mannréttindum. DV
tók saman lista yfir nokkur boð og bönn hér á landi.
BANNAÐ
AÐ BEYGJA Á RAUÐU
n Í flestum ríkjum Bandaríkjanna
og í Kanada er leyfilegt að beygja
til hægri á rauðu ljósi. Þetta er ekki
leyfilegt hér á landi og er ekki algeng
regla í Evrópu heldur. Þessi regla þykir
bjóða hættunni heim en sú lausn sem
lögð hefur verið til hér á landi eru svo-
kölluð framhjáhlaup með biðskyldu.
Nokkrum sinnum hefur þessi breyting
verið lögð fyrir á Alþingi en aldrei náð
fram að ganga.
TAKMÖRKUN Á GJALDEYRI
n Sökum gjaldeyrishaftanna mega Íslendingar ekki kaupa gjaldeyri að vild
eins og hefur verið hægt hér frá því að haftaárunum lauk. Til þess að kaupa
gjaldeyri þarf viðkomandi að sýna flugseðil og vegabréf sem sýnir að hann
sé á leið til lands þar sem viðkomandi gjaldmiðill er notaður. Þá má ekki
kaupa nema visst mikið í einu.
BARA ÍSLENSKT
n Á Íslandi er með öllu bannað að kaupa
eða selja erlent nef- og munntóbak.
Á sama tíma er hins vegar leyfð sala á
íslensku nef- og munntóbaki. Mörgum
þykir þarna skjóta skökku við enda ekki
ósvipað því að selja bara vissar tegundir
af víni eða mat en ekki aðrar.
REYKINGAR
BANNAÐAR!
n 1. júní 2007 voru reykingar bannaðar á Íslandi á kaffihúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Víða úti í heimi
mega reykherbergi vera á veitingahúsum og skemmtistöðum, svo lengi sem það uppfylli ákveðnar kröfur og ekki er
veitt þjónusta þar. Hér á landi eru reykingar einfaldlega bannaðar innandyra á opinberum stöðum. Helst þarftu að læsa
þig inni heima hjá þér og vera undir teppi, langi þig að kveikja í einni.
SPILAVÍTIN
BÖNNUÐ
n Úti um alla Evrópu sópa borgir að
sér skattfé í gegnum spilavíti. Ísland er
þó ekki með á þeirri bylgjulengd frekar
en öðrum. Arnar Gunnlaugsson gerir
hvað hann getur til að fá spilavíti leyfð
hér á landi en hann verður ekki vinsæll
sá alþingismaður sem samþykkir það.
Gífurlega miklar tekjur geta skapast í
skattfé út frá spilavítum sem geta þó
auðvitað farið illa með menn. Einnig
er ólöglegt að spila póker á Íslandi þar
sem mótshaldari eða húsið tekur part af
veltunni en á sama tíma er leyfilegt að
reka spilakassasal þar sem hægt er spila
póker í kössunum.
EKKI 0%, BARA
BANNAÐ!
n Bjórauglýsingar hafa verið áberandi
hér á landi í mörg ár. Til þess að fela að
verið sé að auglýsa bjór er sett örlítið
letur neðst í hornið þar sem stendur 0
prósent áfengi. Hafa þá fyrirtækin alltaf
þurft að hafa í sölu óáfengan drykk sem
heitir það sama. Nú er bannað aftur á
móti að auglýsa léttbjór sem á sér stóra
bróður sem er áfengur. Þá er einnig
bannað að auglýsa allar tegundir af víni
og það sama á við um tóbak.
BANNAÐ AÐ SKJÓTA
ÁLFTIR OG SPÖRFUGLA
n Álftin var friðuð 1913 á sama tíma og haförninn. Álftin
þótti svo fagur fugl. Engu að síður eru margir bændur í mestu
vandræðum vegna hennar. Lóan er einnig friðuð þrátt fyrir að
vera veidd víða um Evrópu. Slík lög gilda einnig um spörfugla.
Reyndar eru öll dýr friðuð samkvæmt dýraverndunarlögum og
svo eru veittar sérstakar undanþágur á þær tegundir sem má
veiða.
EKKI MÁ KAUPA
ÁFENGI ÚTI Í BÚÐ
n Hér á Íslandi er ekki hægt að kaupa sér bjórkippu í búðinni
eða á bensínstöðinni, mörgum til ama. Það mun víst vera leyfi-
legt í nánast öllum öðrum löndum í heiminum. Árið 2005 var
gerð könnun meðal almennings og kom fram í henni að tæp
60 prósent vildu geta keypt áfengi í búðum. Árið 2006 var svo
lagt fram frumvarp til Alþingis sem var ekki samþykkt. Síðan þá
hefur umræðan verið tekin upp öðru hvoru en ekkert gerst.
á Íslandi