Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 HELGARBLAÐ 1. HVAÐ HEITIR MESSI FULLU NAFNI? a) Lionel Andrés Messi b) Lionel Rustari Messi c) Lionel Rosario Messi 2. MESSI LEIKUR Í TREYJU NÚMER 10 HJÁ BARCELONA SEM HANN ERFÐI FRÁ RONALDINHO. EN HVAÐA NÚMER BAR HANN Á BAKINU ÁÐUR EN RONALDINHO YFIRGAF BARCA? a) 18 b) 19 c) 22 3. MESSI SLÓ FYRST RÆKILEGA Í GEGN Á HEIMSMEISTARAMÓTI UNGMENNA ÞAR SEM HANN VAR VALINN BESTI LEIKMAÐURINN OG VAR MARKAHÆSTUR. ARGENTÍNA VANN MÓTIÐ OG SKORAÐI MESSI TVÖ MÖRK Í ÚRSLITALEIKNUM SEM VAR GEGN HVAÐA LIÐI? a) Gana b) Nígeríu c) Fílabeinsströndinni 4. HVAÐ GERÐIST AÐEINS TVEIMUR MÍNÚTUM EFTIR AÐ MESSI KOM INN Á Í SÍNUM FYRSTA LANDSLEIK GEGN UNGVERJALANDI 17. ÁGÚST 2005? a) Hann skoraði með hjólhestaspyrnu b) Hann skoraði sjálfsmark c) Hann fékk rautt spjald 5. HVAÐA TITIL HEFUR MESSI UNNIÐ MEÐ ARGENTÍNSKA LANDSLIÐINU? a) Ólympíumeistaratitilinn b) Suður-Ameríkubikarinn c) Heimsmeistaratitilinn 6. MESSI HEFUR VERIÐ Í HERBÚÐUM BARCELONA FRÁ ÁRINU 2000 EN HJÁ HVAÐA ARGENTÍNSKA FÉLAGI VAR HANN FYRIR KOMU SÍNA TIL KATALÓNÍU? a) Newell’s Old Boys b) Boca Juniors c) River Plate 7. HVAÐ AFTRAÐI MESSI FRÁ ÞVÍ AÐ SPILA ÚRSLITALEIK MEISTARA- DEILDARINNAR 2006 GEGN ARSENAL? a) Leikbann b) Meiðsli c) Ekki valinn í hópinn 8. HVAÐ HEFUR MESSI OFT VERIÐ TILNEFNDUR TIL KNATTSPYRNU- MANNS ÁRSINS HJÁ FIFA? a) Tvisvar b) Þrisvar c) Fjórum sinnum 9. HVAÐ HEFUR MESSI SKORAÐ MÖRG LANDSLIÐSMÖRK, SKEKKJU- MÖRK ERU TVÖ MÖRK? a) 13 b) 17 c) 21 LIONEL MESSI? Svör: 1A, 2B, 3B, 4C, 5A, 6A, 7B, 8B, 9A Hvað veistu um 1. Lærðu eitt nýtt orð á viku og merkingu þess. Leggðu þig svo fram við að bæta því í orðaforðann og nota það í daglegu tali. 2. Leggðu leið þína á eitt safn í mánuði og skrifaðu niður það sem þú lærðir af heimsókn- inni eða upplifun þína. Þannig situr meira eftir. 3. Gerðu þér ferð á bókasafn einu sinni í viku og kynntu þér efni sem vekur áhuga þinn. Skoðaðu rann- sóknir og lestu þér til um málefnið. Einnig getur verið sniðugt að skrifa niður hug- myndir sem fæð- ast við lesturinn og ræða þær við vin eða maka. 4. Fylgstu vel með helstu við- burðum heims- ins í gengum netmiðla, dag- blöð og sjón- varp. Það að vera meðvitað- ur um atburði líðandi stundar hjálpar þér að taka þátt í sam- ræðum við fólk í daglegu lífi. 5. Skráðu þig í bókaklúbb. Það eykur þekkingu þína að lesa og það eykur félagslegan þroska að kynnast nýju fólki. Lestur er líka róandi og ágætis leið til að fá hvíld frá amstri dagsins. 6. Mættu á opnanir á myndlistarsýningum, ljósmyndasýningum og öðrum listviðburðum. Kynntu þér vel listamennina og hugmyndirnar á bak við lista- verkin. 7. Lestu upphátt. Að lesa upphátt er góð æfing, hægt er að lesa einn, fyrir barnið sitt og svo má gera rómantíska stund úr lestrinum og lesa fyrir maka sinn. 8. Sæktu námskeið af ýms- um toga. Í dag er mikið úrval námskeiða í boði sem snýr að því að hjálpa fólki og styrkja það. Einnig er fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða, prjóna- námskeiða, listnámskeiða og ýmissa annarra bæði til gagns og gamans. 9. Ferðastu á nýja staði reglu- lega. Hvort sem þú ferðast inn- an lands eða utan er mikilvægt að kynna sér sögu staðarins áður en haldið er af stað. Einn- ig skaltu drekka í þig eins mik- inn fróðleik og þú getur þegar á áfangastað er komið og upplifa sem mest. Haltu ferðadagbók og skrifaðu litla fróðleiksmola og reynslusögur um hvern stað. 10. Smakkaðu nýjan og framandi mat reglulega á veitingastöðum eða reyndu fyr- ir þér í eldhús- inu. Kynntu þér vel menninguna á bak við matinn og lestu þér til um hráefnin í honum. Deildu matnum með góðum vin- um og leyfðu fróð- leiknum að fljóta með á milli rétta. Menntun er alltaf af hinu góða en ekki má gleyma því að það má læra margt utan skóla. Skóli lífsins er jú enginn smá skóli og þú getur fengið meira út úr þeim skóla en þig grunar. Sestu niður með blað og penna og skrifaðu niður áhugamál þín sem og hluti sem þig langar til að kunna og vita meira um. LÆRÐU! Lifðu og kolbrun@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.