Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Side 61

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Side 61
SVIÐSLJÓS 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 61 Michelle Hunziker eldist ekki: MAMMA MÍA! Svissneska módelið, leik- og söngkonan Michelle Hunzi-ker hefur verið dugleg að heimsækja strendur Kaliforn-íu á síðustu vikum. Papparass-arnir hafa ekki misst af einni ein-ustu sekúndu og mynduðu hina 33 ára gömlu ofurskutlu á strönd-inni um daginn. Hunziker er hvað frægust fyrir að hafa verið gift ít- alska söngvaranum Eros Ramas- otti í fjögur ár en sjálf er hún þekkt stærð í ítölsku og þýsku sjónvarpi. Hún hefur haldið sér í ótrúlegu formi og er með líkama á við ungl- ingsstúlku þrátt fyrir að vera kom- in yfir þrítugt. Nú er bara spurning hver verður fyrstur að landa henni í bandarískt sjónvarp. Gott í dag Farin upp á hótel að slaka betur á. Fyrrverandi elskhugarnir Cameron Diaz og Justin Timberlake skemmtu sér vel við tökur á myndinni Bad Teacher á miðvikudag. Þau leika saman í myndinni en Diaz og Timberlake áttu í löngu sambandi sem lauk árið 2007. Það var meðal annars frægt atvik þegar par- ið réðst að ljósmyndara og tók af honum myndavélina og eyðilagði hana. Timberlake hefur hins vegar verið með leikkonunni Jessicu Biel síðan þá og má ætla að hún sé ekkert sérlega kát með þetta samstarf. Myndin Bad Teacher er gamanmynd sem er væntanleg árið 2012 en í henni leikur einnig gamanleikarinn Jason Segel úr þáttunum How I Met Your Mother. Eftir að hafa verið saman í fimm ár hafa grínkóngur-inn Jim Carrey og brjósta- bomban Jenny McCarthy slitið sambandi sínu. Frá þessu greindi Carrey á Twitter-síðu sinni fyr- ir skemmstu. „Ég og Jenny höfum bundið enda á fimm ára samband okkar. Ég er þakklátur fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum og óska henni alls hins besta.“ Jenny sagði einnig sína skoðun á sambandsslitunum. „Ég er svo þakklát fyrir árin sem ég og Jim áttum saman. Ég mun rækta sam- band mitt við Jane (dóttur Carreys) og Jim mun alltaf eiga stað í hjarta mínu.“ Jenny sló í gegn á sínum tíma sem Playboy-fyrirsæta en hún var líka þekkt fyrir góðan húmor. Hún og Carrey náðu því vel sam- an. Carrey leikur eitt aðalhlutverk- anna í myndinni I Love You Phillip Morris sem nú er sýnd í bíóhúsum landsins. FJÖR MEÐ FYRRVERANDI Cameron Diaz og Justin Timberlake Jim Carrey og Jenny McCarthy Blindfull og sveitt Ofurbomban Pamela And- erson gefur ekkert eft- ir á djamm- inu þótt hún sé orðin ríf- lega fertug. Fyrrverandi strandvarð- argellan skellti sér á næturklúbb í Hollywood og djamm- aði fram undir morgun. Hún tók svo vel á því að lífvörður hennar þurfti að styðja hana út í bíl, svo hún kæmist nú alla leið. Pam- ela hélt um hausinn á sér og sá væntanlega eftir nokkrum kokt- eilum. Það fór ekki á milli mála að hún hefði verið dugleg við dansinn því hún var tiltölulega sveitt, þó aðallega í kringum brjóstin stóru. Pamela tekur á því: HÆTT SAMAN Fyndið par Frægt var þegar Carrey klæddist sundbol Jenny. Jim og Jenny Eru hætt sam- an eftir fimm ára samband.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.