Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Síða 11
FRÉTTIR 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 11 Við vitum hvað konur vilja Clarins fæst á eftirfrandi sölustöðum Lyfju: Lágmúla – Laugavegi – Smáralind – Smáratorgi – Garðatorgi Setbergi – Grindavík – Sauðárkróki – Eskifirði - Selfossi Föstudag – laugardag og sunnudag eru Clarins dagar í Lyfju. 20% afsláttur af öllum Clarins vörum. Einnig fylgir falleg sundtaska ef keyptar eru vörur fyrir 4.000 kr. eða meira. Langar þig í hraustlegt útlit? Clarins býður upp á margar gerðir af brúnkukremum. Delicious Self Tanning Cream inniheldur einstakt efni unnið úr hreinu kakói sem ber í sér sumarið sama hvernig viðrar. Clarins dagar í Lyfju 20% afsláttur -20% KREPPA UNGA FÓLKSINS falt meira en þeir gerðu, gagnvart krónu, fyrir hrun. Þrátt fyrir marg- vísleg úrræði stjórnvalda eru vís- bendingar um að þriðjungur þeirra sé enn á mörkum þess að ná endum saman. Skuldsetning vegna bíla- kaupa gegnir mikilvægu hlutverki í að skapa þann vanda sem fólk á við að etja, að því er segir í kynning- unni. það sem þau lofuðu að gera. „En þau hafa gert það sem þau geta gert. Þetta er kannski ekki í þeirra höndum,“ segir Andri og Lilja tekur undir það. Ekki stórvægileg áföll Arnar Þór Halldórsson, 32 ára stuðningsfullrúi í skóla. „Ég missti vinnuna sem smiður en fyrir utan það eru áföllin ekki stórvægileg fyrir mig persónulega,“ segir Arnar Þór. Hann er ekki með lán sem íþyngja honum. Aðspurður segist hann hafa fengið aðra vinnu eftir ár en hafa nýtt tímann þess á milli til að stunda nám. Spurður hvort margir í kringum hann séu í vanda segir Arnar að það sé ekki stórvægilegt. „Það er auðvitað alvarlegt ef 20 prósent heimila eru að missa allt sitt en ég þekki ekki þessi 20 prósent. Það er allavega enginn sem ég þekki að verða gjaldþrota eða eitthvað slíkt,“ segir Arnar. Spurður hvernig hann meti þá aðstoð sem stjórnvöld hafa lagt fram segir hann að erfitt sé að vinda ofan af kerfi sem hafi verið 15 til 20 ár að byggjast upp. „Þau eru vonandi á réttri leið en mér finnst ég ekki geta dæmt ríkisstjórnina,“ segir hann og bætir við að á meðan vinstri-grænir séu í stjórn hafi hann í það minnsta ekki þá tilfinningu að verið sé að hylma yfir eitthvað. „Eins og sakir standa þá treysti ég þeim best,“ segir Arnar. Mótmæli við heimili Kristjáns Arasonar og Þorgerðar Katrínar: Mætti með barnið til dyra Hópur mótmælenda safnaðist sam- an fyrir utan heimili hjónanna Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, og Kristjáns Arasonar, fyrrum hand- boltahetju, á fimmtudagskvöld- ið. Mótmælendur kröfðust þess að Þorgerður Katrín segði af sér þing- mennsku vegna skuldamála þeirra hjóna en einkahlutafélag Kristjáns, 7 hægri ehf., er sagt skulda um 1,7 milljarða króna. Athygli vakti þegar mómælend- ur höfðu knúið dyra á heimili þeirra þá mætti Kristján Arason með barn sitt til dyra. Vildu mótmælendur af- henda eiginkonu hans yfirlýsingu þar sem krafist er að hún segi af sér þingmennsku. Kristján og Þorgerður voru ekki heima er mótmælin hófust fyrir utan heimili þeirra. Barnfóstra gætti barna þeirra en þau ruku heim þegar þau fréttu af mótmælunum. Meðal mótmælenda var Björn Þorri Viktorsson lögfræðingur sem stendur fyrir hópmálsókn vegna gengistryggðra lána. Þorgerður þarf um helgina að svara fyrir skuldir eig- inmanns síns á flokksráðsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir í Kastljósi á miðviku- dagskvöld að lán sem Þorgerður og Kristján fengu væru óeðlileg. Þor- gerður gegndi embætti mennta- málaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde þegar bankakerfi Íslands hrundi í október árið 2008. Kristján vakti talsverða athygli á fimmtudag þegar hann lýsti því yfir á Eyjunni að þau hjónin væru skuldlaus, þótt félag þeirra, 7 hægri ehf., sé stórskuldugt. Kristján og barnið Kristján Arason mætti með barnið til dyra er mótmæl- endur knúðu dyra. MYND KRISTINN MAGNÚSSON.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.