Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR EKKERT TÚRISTAGOS „Í rauninni er þetta ekkert stórgos. En þetta er meira öskugos en við höfum séð síðustu áratugina, sem segir nú kannski ekki mikið, því flest gos sem við höfum séð hafa verið hraungos og hafa ekki fram- leitt neina ösku. Það sem er því nýtt í þessu er að þetta er stórgos að því leyti að nú eru miklu fleiri flugvél- ar í loftinu en nokkru sinni áður. Og nú verða Norður-Evrópumenn varir við þetta í fyrsta sinn í langan tíma. Þetta er hins vegar algengara við Kyrrahafið en eldfjöllin þar, í In- dónesíu, Alaska og Suður-Ameríku, eru duglegri við að búa til ösku en íslensku eldfjöllin og öskugos miklu tíðari,“ segir Páll Einarsson, jarðeðl- isfræðingur hjá Jarðvísindastofn- un Háskóla Íslands. „Flest það sem gerist í eldgosum sést á mælitækj- um. Við sjáum þetta best í tölvunni hér á stofnuninni. Í dag [fimmtu- dag] höfum við fylgst með gosóró- anum en það er besta mælitækið til að sjá aflið í gosinu. Í morgun urð- um við vör við frekar vaxandi gang í gosinu.“ Ekkert stórgos Páll segir ekki gott að segja til um hversu lengi öskufallið muni vara og hvenær flugumferð gæti komist í eðlilegt horf. „Sú aska sem komin er upp í andrúmsloftið verður þar um einhvern tíma áfram og rignir nið- ur. Það fer alveg eftir veðri hvert hún ratar. En eldfjallið býr líka til stöðugt meira af ösku sem mun einnig ber- ast með veðri og vindum. Og um það getum við ekkert sagt, hversu lengi öskufallið heldur áfram með þessum hætti,“ segir Páll. Hann seg- ir að eldgosið í Eyjafjallajökli sé ekki stórt í sögulegum skilningi. Á hitt beri þó að líta að langt sé liðið síð- an öskugos varð í Norður-Evrópu og íbúar á því svæði því óvanir slíkum atburðum. Mjór strókur En hversu lengi mun öskufall- ið standa? „Gosið getur geng- ið skrykkjótt fyrir sig. Svo fer þetta eftir því hversu mikill ís er til taks. Hann gengur náttúrulega smátt og smátt til þurrðar eftir því sem meira bráðnar. Það gæti því farið þannig að gígurinn í Eyjafjallajökli verði íslaus og þá minnkar öskufram- leiðslan, þó að gosið verði að öðru leyti óbreytt. Þetta fer eftir mörg- um þáttum og auðvitað mjög eftir veðri og því hvernig vindáttin snýr. Strókurinn sem stendur núna yfir er tiltölulega mjór og stendur mjög eindregið í eina átt. Við gætum líka fengið öskuna yfir okkur hér á suð- vesturhorninu og þá lægi flug niðri í Keflavík. Öskufall hér gæti haft tals- verð áhrif. Ef við segjum sem svo að vindurinn stæði núna í öfuga átt, þá fengjum við öskuna yfir okkur. Það er ekki ákjósanleg staða,“ segir Páll og bendir á að hugsanlega gæti fólk með öndunarfærasjúkdóma verið í hættu þá. Kvikusprengingar búa til ösku Hvernig verður aska til? „Það get- ur gerst á tvo vegu, það sem nú er að gerast í Eyjafjallajökli er líklega vegna sprenginganna sem verða þegar kvikan kemst í snertingu við ís og vatn. Þá springur kvikan og sundrast. Í staðinn fyrir að renna sem hraun kemur hún sem fín aska. Hins vegar verða stundum öskugos þegar mikið gas kemur upp með kvikunni og hún springur af sjálfri sér. Þá er kvikan seig, það fer eftir berggerðinni. Sumar bergtegund- ir eru seigar og miklu sprengivirk- ari en aðrar. Kvikan er miklu seig- ari í eldfjöllum við Kyrrahafið og því verða öskugosin þar,“ segir Páll. Hann segir hugsanlegt að gosið í Eyjafjallajökli sé svokallað gúlagos og að aska verði einnig til af þeirra völdum. Göt í ísnum Aðspurður hversu þykk íshellan yfir eldstöðinni í Eyjafjallajökli sé seg- HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, seg- ir að gosið í Eyjafjallajökli sé hugsanlega gúlagos. Frægasta gosið af þeirri gerð var sprengigosið í Mount St. Helens í Banda- ríkjunum árið 1980. Páll segist ekki geta sagt til um hversu lengi gosið muni standa né hvenær hættan af frekari jökulhlaup- um og öskufalli verði liðin hjá. n Hvað er í öskunni? „Askan er að mestu leyti berggler, svartar gleragnir. Kvikan sundrast við áhrif frá vatninu og verður að smáum kornum. Fínustu kornin berast lengst með veðri og vindum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. n Áhrif gosösku á heilsufar Askan er samsett úr fínum ögnum og stærri ögnum. Vindátt og aðrar aðstæður ráða því hvar askan fellur. Askan úr Eyjafjallajökli inniheldur flúor sem getur haft bæði bráð- og langvinn eituráhrif á grasbítandi dýr. Gosaska getur einnig haft áhrif á fólk en helstu einkenni eru frá: Öndunarfærum: n Nefrennsli og erting í nefi n Særindi í hálsi og hósti n Fólk sem þjáist af lungnasjúkdómum, t.d. astma, getur fengið berkjubólgu sem varir í marga daga og lýsir sér í hósta, uppgangi og öndunarerfiðleikum Augum: n Gosaska getur ert augu einkum ef augnlinsur eru notaðar. Helstu einkenni eru: n Tilfinning um aðskotahlut n Augnsærindi, kláði, blóðhlaupin augu n Útferð og tárarennsli n Skrámur á sjónhimnu n Bráð augnbólga, ljósfælni Ráðleggingar til fólks þar sem öskufalls gætir: n Nota öndunarfæragrímur utanhúss. Æskilegt að nota hlífðarföt. n Séu öndunarfæragrímur ekki tiltækar má nota vasaklút eða annan klæðnað sem heldur stærri ögnum frá n Ráðlagt að nota hlífðargleraugu n Börn og fullorðnir með öndunarfærasjúkdóma haldi sig innanhúss Heimild: Sóttvarnalæknir og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Áhrif öskufalls Eldgosið úr geimnum Gosið í Eyjafjallajökli hefur haft áhrif á líf milljóna manna á norðurhveli jarðar. MYND NASA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.