Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR Rannsóknarskýrsla Alþingis gefur nokkuð góða innsýn í atburðarásina þegar íslenska bankakerfið hrundi fyrstu daga októbermánaðar árið 2008. Þar var Davíð Oddsson í aðal- hlutverki. Orð Davíðs fyrir rannsóknar- nefndinni segja margt um andrúms- loftið sem ríkti í bankanum þegar rætt var um tillögur frá Landsbank- anum um sameiningu bankanna. „[...] og þá voru menn búnir að ímynda sér að ég væri pirraður yfir því að Baugur fengi jafnmikið hérna hlutafé í þessum banka eins og ríkið sem legði fram alla þessa peninga,“ segir Davíð í skýrslutöku rannsókn- arnefndarinnar en af orðum hans má ráða að Davíð gerði sér grein fyr- ir að fólk væri hrætt við hann. Össur Skarpéðinsson, þá iðnaðarráðherra, var á fundunum í Seðlabankanum. „… og Davíð alveg snarvitlaus,“ segir Össur í skýrslutökunni. Hleypti illu blóði í samstarfið Þegar frásagnir ráðherra af ríkis- stjórnarfundinum fræga þriðjudag- inn 30. september 2008 eru born- ar saman kemur fram að Davíð hafi hleypt mjög illu blóði í ríkisstjórnar- samstarf Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokksins þegar hann kom inn á fund ríkisstjórnarinnar. „Svo fór ég inn á fundinn og hérna forsætisráð- herra bauð mig velkominn á fund- inn og hann sagði að það væri óþarfi að tala mikið um Glitnismálið eins og það væri, því hann hafði notað tækifærið áður en ég [kom], hann vildi að ég mundi koma til að aðeins að reifa það mál og gaf mér svo orð- ið og þá sagðist ég eiga það erindi að ég teldi að það væru verulegar líkur á því að allt íslenska bankakerfið yrði hrunið á næstu tíu til fimmtán dög- um,“ sagði Davíð í skýrslutöku rann- sóknarnefndar. Í framhaldinu hefði hann rætt um að ef einhvern tíma væri þörf fyrir þjóðstjórn þá væri það nú. „Og þá skyndilega varð þetta aðalatriði fundarins, mér til mikillar undrun- ar, tveir ráðherrar þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir [menntamála- ráðherra] og Össur Skarphéðinsson [iðnaðarráðherra] urðu hin reið- ustu og sögðu að formaður banka- stjórnarinnar hefði ekkert leyfi til þess að koma og gefa fyrirmæli um að mynda þjóðstjórn, þannig að ég bað nú um orðið aftur og sagði að ég hefði ekki verið að gefa nein fyr- irmæli um það [...]“ Þjóðstjórnarhugmyndin „En þarna var hann [Davíð Odds- son] ofsalega reyttur og tættur og eins og ég sagði frá því, eins og blöndu af einhverju taugalosti og sturlun,“ segir Össur Skarphéðins- son, þáverandi iðnaðarráðherra, um innkomu Davíðs á ríkisstjórn- arfundinn. Össur heldur áfram: „Hann kom þarna og „dóserar“. Og hann sagði að þetta væri mesti vandi sem Ísland hefði nokkru sinni stað- ið frammi fyrir, lánalínur væru að hækka, Fitch væri að lækka matið á Landsbankanum og það væri ekkert að gera annað heldur en að sameina alla íslensku bankana. Og kom þessi fræga setning: „Ef einhvern tíma er þörf fyrir þjóðstjórn á Íslandi þá er það núna.““ Össur segir að eftir að Davíð hafi nefnt þjóðstjórnina hafi hann lagt til að „innlendar eignir og skuldir og útlán“ yrðu tekin og sett „… í ís- lenska sérbanka, úr öllum bönkun- um, setja inn íslenskt hlutafé, skilja allt eftir til þess að það tapist.“ Síð- an hafi Davíð sagt að viðgengist hefði „… glæfra mennska og glæpa- mennska af versta tagi, sem hefði verið klappað fyrir. Og við þyrftum að vera viðbúin að gera þetta núna strax í dag. Verið að loka lánalínum á Ísland, núna og á ríkið í dag. Hann var bara í losti, kallinn,“ sagði Össur fyrir rannsóknarnefndinni. Leit mjög illa út Lýsing Björgvins G. Sigurðssonar, þá- verandi viðskiptaráðherra, á fundin- um ber að sama brunni. Hann sagði að Davíð hefði stormað inn á fund- inn. „Í miklu uppnámi og bara alveg leit mjög illa út,“ sagði Björgvin en Árni M. Mathiesen, þáverandi fjár- málaráðherra, segir í skýrslutöku að fundurinn hafi verið skelfilegur. Hann hafi orðið hræddur við orð Davíðs. „Það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða ástand mundi skap- ast,“ segir Árni og bætir því við að umræðan um þjóðstjórn hafi hellt olíu á eld sem hafi leitt til mikils van- trausts á milli Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks. Innkoma Davíðs hafi orðið til þess að frumkvæði í vinnu stjórnvalda hafi flust frá Seðlabank- anum til Fjármálaeftirlitsins. Setti út neglurnar Geir Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, gerir lítið úr merkingu orða Davíðs á fundinum þótt hann segi að áhrifin hafi verið mikil. Í skýrslunni segir Geir: „Nú, síðan, áður en hann fór að ræða þetta, lét hann orð falla sem hefðu kannski verið betur ósögð en voru þó ekki sögð, held ég, í þeim tilgangi að spilla fyrir með neinum hætti. Því þegar hann kemur á fund- inn segir hann svona í þann mund sem hann er að setjast: Ástandið er orðið þannig að ef einhvern tímann var þörf fyrir þjóðstjórn þá tel ég að það sé núna. Einhverjir fundarmenn tóku þetta mjög óstinnt upp en mér finnst þetta vera algjört aukaatriði í atburðarásinni sjálfri, en ákveðn- ir ráðherrar ákváðu að taka þetta mjög óstinnt upp og voru að pæla í þessu á fundinum og svo síðar meir og litu á þetta sem vantraust á nú- verandi ríkisstjórn sem það náttúru- lega var ekki. Þetta var bara almenn athugasemd um það að nú yrðu all- ir að standa saman, ég tók það nú þannig.“ Geir Haarde hafði rætt þjóð- stjórnarhugmynd við Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri-grænna, kvöldið áður. „En því miður þá varð það, að þetta skyldi hrökkva út úr honum við þessar aðstæður, til þess að þetta varð þá þegar algjörlega óraunhæft. Samfylkingin stökk bara upp á afturfæturna og setti út negl- urnar gagnvart þessari hugmynd vegna þess að þeir töldu að hún væri komin frá honum. Þannig var nú andúðin á honum og því sem frá honum kom,“ sagði Geir í skýrslu- tökunni. Vildi Davíð sem formann Í aðdraganda falls bankanna þriggja lagði Geir Haarde fram þá tillögu að skipuð yrði neyðarstjórn sem ætti að stýra þeim aðgerðum sem grípa þyrfti til. Í tillögu Geirs var gert ráð fyrir að fulltrúar þriggja stofnana kæmu að neyðarstjórninni; Seðla- bankans, Fjármálaeftirlitsins og fjár- málaráðuneytisins. „Og þá fannst mér eðlilegt að sá maður sem hefði mest „senioritet“ af þessum þrem- ur mönnum sem þarna var verið að tala um, sem sagt formaður banka- stjórnarinnar, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, ráðuneytisstjóri – að sá sem hefði mest „senioritet“ yrði formaður [Davíð Oddsson],“ sagði Geir Haarde í skýrslutöku rannsóknarnefndarinnar og í fram- haldinu segir hann að komið hafi á daginn að Össur Skarphéðinsson myndi ekki samþykkja Davíð sem formann neyðarstjórnarinnar. Samstarfið í hættu Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, var á þessum fundi og vildi fá fulltrúa viðskipta- ráðuneytisins inn í neyðarstjórn- ina. „En það var ekki inni í tillögunni sem var greinilega samin af Davíð og hann átti að vera formaður og svo áttu þetta að vera fulltrúar frá þess- um tveimur ráðuneytum, enginn frá sem sagt okkur,“ sagði Björgvin og hann gerði tillögu um að Jón Sigurðs- son, fyrrverandi iðnaðarráðherra, yrði formaður neyðarstjórnarinnar. „Og við biðjum svo um fundar- hlé, af því að þarna er Davíð á fund- inum, Davíð og Ingimundur voru þarna, og við förum fram Samfylk- ingarráðherrarnir og segjum að það munum við aldrei samþykkja að Davíð verði formaður hópsins og Össur fer og segir Geir það og hann, honum brá alveg rosalega, bara var mjög brugðið yfir því og held ég að hann hafi sagt, bað hann að gera sér þetta ekki. En það var alveg klárt af okkar hálfu, við hefðum frekar – við vorum alltaf með það á hreinu, alla þessa viku lá undir að menn voru að spá í hvort við ættum að sprengja stjórnina á þessu máli öllu, Glitnis- málinu, og Össur vildi það, en ekki formaðurinn, þannig að það munaði litlu að við gerðum það út af Glitnis- málinu og Davíð Oddssyni og engu öðru, það sauð svoleiðis á mönn- um,“ sagði Björgvin G. Skalf og nötraði „Þá bað ég um fundarhlé og sagðist ekki fallast á það en bað um fund- arhlé og það var fundarhlé og Geir kom og talaði við mig og var mjög stressaður,“ sagði Össur Skarphéð- insson, þáverandi iðnaðarráðherra, um fundinn og heldur áfram: „Ég sagði að það kæmi ekki til greina, hann gæti beðið okkur um að ganga héðan út og rekið okkur úr ríkisstjórninni, en […] ég gæti ekki fallist á þetta, ég hefði ekki heimild til þess. Ég hefði lýst því yfir í ríkis- stjórninni að þessi maður væri ekki hæfur og hann myndi ekki geta byggt það samstarf við ríkisstjórn eins og hefur komið fram, hann væri í reynd að leggja til að hún legði niður störf og önnur stjórn tæki við. Þetta þýddi það að það ætti auðvitað að vera fullkominn trúnaðarbrestur á milli hans líka og Davíðs, og sagði hon- Davíð Oddsson hafði mikil áhrif á samstarf ríkisstjórnarflokk- anna á þeim örlagatímum þegar íslenska bankakerfið var að hrynja. Trúnaðarbrestur kom upp í ríkisstjórninni með frægri innkomu Davíðs á ríkisstjórnarfund og eftir það var andrúms- loftið í stjórninni mjög eitrað. NÆRVERA DAVÍÐS HAFÐI VOND ÁHRIF Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kem-ur fram að pólitísk fortíð Davíðs Oddsson- ar, þáverandi seðlabankastjóra, hafi grafið undan trausti og ruglað samskipti við ráðherra og aðra embættismenn í stjórnkerfinu. JÓHANNES KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Trúnaðarbrestur Á þessum tíma þegar Björgvin G. Sigurðsson og Geir Haarde héldu blaðamannafundi daglega í bankahruninu var kominn upp trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni. „Það sem eitraði hana frá fyrsta degi var tortryggnin og andúðin á milli seðlabankastjóra og okkar í Samfylkingunni,“ sagði Björgvin G. í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.