Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 24
„Þetta er það sem mér liggur á
hjarta gagnvart Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni og öðrum mönnum
sem ollu hruninu,“ segir Berg-
lind Bjarnadóttir, skrifstofukona í
Reykjanesbæ, sem ákvað að senda
opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar, athafnamanns og fjárfestis,
og gagnrýnir hann harðlega fyrir að
hafa skaðað hana og börnin henn-
ar. Hún hafi tapað um hálfri milljón
á því að fjárfesta í Sjóði 9 hjá Glitni
þar sem Jón Ásgeir var aðaleigandi.
Fyrst hafi hún sett bréfið inn á Fac-
ebook fyrir vini og vandamenn en
fengið gríðarleg viðbrögð. Fólk hafi
síðan hvatt hana til þess að birta
bréfið opinberlega. Hún hafi ekki
haft uppi á netfangi Jóns Ásgeirs
en hefði sent honum póstinn ef svo
hefði verið.
Varð fyrir atvinnuskerðingu
Berglind hefur orðið fyrir atvinnu-
missi í kjölfar hrunsins og segir að
allar neysluvörur hafi hækkað í
kjölfarið. Fyrir hrun hafi hún unn-
ið þrjú störf en þarf í dag að láta sér
nægja 40 prósenta skrifstofustarf
hjá flutningafyrirtæki. „Ég myndi
með glöðu geði þiggja fullt starf en
er sátt við að hafa enn eitthvað að
gera,“ segir hún. Margir séu í verri
málum en hún í Reykjanesbæ þar
sem atvinnuleysi er nærri 15 pró-
sent um þessar mundir. Berglind
vonast til þess að fólk bregðist
vel við skrifum hennar. Þetta séu
hennar aðstæður í dag. Líklega sé
stór hluti þjóðarinnar sammála
viðhorfi hennar. Flestir hafi feng-
ið algjörlega nóg af svokölluðum
útrásarvíkingum sem ollu banka-
hruninu með glæfralegum rekstri
á Glitni, Kaupþingi og Landsbank-
anum. „Er einhver annar sem get-
ur gert þetta betur?“ segir Berglind
aðspurð hvort hún sé sátt við að-
gerðir núverandi ríkisstjórnar fyr-
ir heimili landsins. Það hafi ver-
ið aðrir en þau sem hafi brugðist
heimilunum með því að koma ekki
í veg fyrir hrunið í október 2008.
24 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR
Hefur þú, elskulegur Jón Ásgeir, einhverja hugmynd um hvað þú hefur gert mér og
mínum börnum? Ég skrifa meirihlutann af hrakn-
ingum mínum á þig og jú á Lárus Welding líka,
Hannes Smára, Björgólfsfeðga og hvað þeir heita
nú allir þessir apakettir sem stóðu að hruni ís-
lensku þjóðarinnar.
ANNAS SIGMUNDSSON
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Elskulegur Jón Ásgeir:
Ég heiti Berglind Bjarnadóttir, þú þekkir
mig ekki neitt og ég ekki þig sem betur fer,
ef minnið er ekki að svíkja mig þá afgreiddi
ég þig einu sinni í Fríhöfninni þegar ég vann
þar fyrir mörgum árum það var á þeim tíma
sem þú flaugst á meðal almennings, ég vildi
óska að ég hefði vitað þá hvaða mann þú
hefur að geyma því að ég hefði þá hrækt á
þig.
Ég átti í Sjóði 9 í Glitni, ég lagði inn á
hann 2007 og það meira en milljón, millj-
ónina tíndi ég ekki upp af götunni, ó, nei,
aldeilis ekki, ég vann fyrir henni og rúmlega
það. Ég bjó og bý ein með 2 börn, ég vann
þrjár vinnur ásamt því að halda úti heimili
og hugsa um börnin auðvitað en það endaði
með ósköpum því að ég endaði á að hníga
niður og var flutt á spítala. Þetta var 2006.
Ég missti heilsuna og hef aldrei fengið hana
aftur, ég er líkamlega vanheil sko en þú mátt
ekki halda að ég sé andlega vanheil. Ég get
ekki sagt að ég hafi tekið þátt í góðærinu,
ég keypti ekki flatskjá allavega en ég fór til
útlanda 2007 og 2008 og tók bílalán og það
100% erlent! Það er mín þátttaka í góðærinu.
En snúum okkur aftur að peningamarkaðs-
reikningnum mínum, hvað gerðir þú, elsku-
legur Jón Ásgeir, við 458 þúsundin sem ég
glataði? Mig sárvantar þennan pening, af
hverju? Jú, málið er að ég missti meirihlut-
ann af vinnunni minni í kjölfar hrunsins
og ég er bara ekki að meika þetta, allt hef-
ur hækkað, allur matur, bensín, skattar og
svona og ég hef ekki einu sinni lengur efni
á að reykja (fari það grábölvað), það hefur
margt farið miður hjá mér síðastliðin ár sem
ég fer nú ekki að telja upp hérna og er ekki
allt þér að kenna en mjög margt samt. Hef-
ur þú, elskulegur Jón Ásgeir, einhverja hug-
mynd um hvað þú hefur gert mér og mínum
börnum? Ég skrifa meirihlutann af hrakn-
ingum mínum á þig og jú á Lárus Welding
líka, Hannes Smára, Björgólfsfeðga og hvað
þeir heita nú allir þessir apakettir sem stóðu
að hruni Íslensku þjóðarinnar.
Finnst þér, Jón, allt í lagi að hafa leikið
þér að peningum annarra með vinum þín-
um og fjölskyldu? Geturðu sofið, ég bara
spyr!!! Þegar hrunið var 2008 þá hætti ég að
versla í Bónus og sagði upp Stöð 2, ég ætlaði
sko ekki að láta þig og þína hafa krónu meir,
nóg er ég búin að láta þig hafa af peningum.
Ég verslaði ekki í Bónus í heilt ár og varð
svo að játa mig sigraða fyrir því að í Bónus
væri ódýrast að versla en mér líður svo illa
að labba inn í þessa skítabúllu, ég er marg-
búin að borga fyrir vöruna þar inni, þannig
að ég er búin að ákveða að hætta að versla
í Bónus...again, ég kýs að svelta frekar, ÞÚ
FÆRÐ EKKI KRÓNU MEIR FRÁ MÉR, JÓN
ÁSGEIR!!
Ég var á tímabili að pæla í að ásaka Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir hrakninga mína en sá
eftir mikla pælingar að það er ekki við Sjálf-
stæðisflokkinn að sakast heldur þig, elsku
vinur. Tæp hálf milljón eru kannski ekki
miklir peningar í þínum augum en ó mæ
god hvað það eru miklir peningar í mínum
augum, mér þykir það miður að þú hafir
stolið af mér þessum peningum, ég meina
þekkjumst við? Hef ég gert þér eitthvað? Er
einhver séns að þú getir borgað mér þetta til
baka?
Það á fullt af fólki um sárt að binda, á
ekki fyrir mat og ekki þak yfir höfuðið,
það er hellingur af fólki sem glataði miklu
miklu miklu meiri pening en ég, fólk sem
kannski var búið að safna allt sitt líf og
peningarnir bara hurfu á einum degi en
þér finnst það sjálfsagt í lagi svo lengi sem
þú hafir ofan í þig og á og gott betur en það,
þú stalst frá fjölda fólks, Jón, og þú gengur
ennþá laus sem er sorglegt og þar sem þér
er skítsama þá sannar þú siðblindu þína
og veruleikafirringu!! Já, og ekki gleyma
græðginni, þú ert gráðugur, siðblindur og
veruleikafirrtur og svoleiðis fólk á heima
á stofnun en nei þú hefur það gott í út-
löndum bara að tjilla með frúnni og svo-
leiðis. Ég er ekki dramadrottning og kvarta
sjaldan og ég geri mér fulla grein fyrir að
ég er alls ekki í verstu stöðunni, ég hef þak
yfir höfuðið og rétt hef fyrir mat, ég þurfti
reyndar að fara með börnin til tannsa í gær
og vá *svitn* ég þarf örugglega að selja mig
fyrir kostnaðinum, viltu kaupa? Hehe, nei,
djók Jón, ég næ samt að fresta því að selja
mig fram að mánaðamótum þar sem að
ég borgaði tannsa með vísa en það er ekki
þinn hausverkur auðvitað, ég get sjálfri
mér um kennt að hafa átt börn og að þau
séu með tennur!
Takk fyrir að nenna að lesa, elskulegur
Jón, knús í hús til þín og þinna :-**
13. apríl 2010, virðingarfyllst,
Berglind Bjarnadóttir
Bréf Berglindar til Jóns Ásgeirs
OPIÐ BR F TIL
J NS SGEIRS
Berglind Bjarnadóttir,
skrifstofukona í Reykja-
nesbæ, skrifar opið bréf í
DV í dag til Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar. Segir hún
að hann hafi valdið henni
og börnum hennar miklum
skaða. Hún hafi tapað nærri
500 hundruð þúsund krón-
um á Sjóði 9 hjá Glitni þar
sem Jón Ásgeir var aðaleig-
andi. Berglind er tveggja
barna móðir sem vann þrjú
störf fyrir bankahrunið en
þarf að láta sér nægja 40
prósenta starf í dag.
Ósátt við Jón Ásgeir Berglind
Bjarnadóttir, skrifstofukona í Reykja-
nesbæ, segir að Jón Ásgeir Jóhann-
esson hafi valdið henni og börnum
hennar tjóni. Hún hafi tapað nærri 500
þúsund krónum á Sjóði 9 hjá Glitni þar
sem Jón Ásgeir var aðaleigandi.
Aðalleikandi hrunsins Jón
Ásgeir Jóhannesson, athafnamaður
og fjárfestir, var einn aðalleikenda
íslenska fjármálalífsins sem fór á
hliðina í október 2008.