Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR Rússar eru æfir vegna ákvörðunar bandarískrar konu að skila sjö ára gömlum dreng aftur til Rússlands. Ættleiðing piltsins, Artem Saveliev, gekk í gegn í september síðastliðin- um og átti drengurinn sér vonir um að geta hafið nýtt líf í Bandaríkjun- um eftir vist á munaðarleysingja- heimili í Partizansk, afskekktum bæ í austurhluta Rússlands. Draumur piltsins varð hinsvegar að martröð þegar móðir hans, hin 33 ára gamla Torry Hansen, ákvað að hún vildi hann ekki lengur. Sendi hún hann um borð í flugvél til Rússlands með miða sem á stóð: „Ég vil hann ekki lengur.“ Sagður ofbeldisfullur Í bréfi sem Hansen sendi með drengnum kemur meðal annars fram að forsvarsmenn munaðar- leysingjahælisins í Partizansk hafi logið að henni þegar hún ákvað að taka drenginn að sér. Hún hafi fengið þau skilaboð að drengurinn væri ljúfur sem lamb en þegar á hólminn var komið hafi hann ver- ið „ofbeldisfullur“ og „stjórnlaus“. Það var í september síðastliðnum sem pilturinn kom til Bandaríkj- anna en Hansen býr í Tennessee. Á dögunum fékk hún nóg og ákvað að senda piltinn aftur til Rússlands. Var hún búin að ráða ökumann í Rússlandi til að keyra hann að menntamálaráðuneyti Rússlands þar sem forviða starfsmenn tóku á móti honum á fimmtudaginn í síð- ustu viku. Líkamlegir áverkar Málið þykir hið dularfyllsta enda segja rússnesk yfirvöld að dreng- urinn hafi ekki sýnt afbrigðilega hegðun að neinu leyti síðan hann kom til Rússlands. Drengurinn gekkst undir rannsóknir skömmu eftir komuna til Rússlands og að því er fram kemur í rússneskum fjöl- miðlum voru líkamlegir áverkar sýnilegir á drengnum. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og ekki síður Bandaríkj- unum þar sem yfirvöld rannsaka nú hvort móðirin hafi gerst sek um vanrækslu gagnvart drengn- um. Engin kæra hefur hins vegar verið gefin út í málinu og að því er fram kom á blaðamannafundi vegna málsins í Tennessee fyrr í vikunni neitar móðirin að tala við yfirvöld nema kæra verði gefin út. Vegna þess er lítið vitað um mála- vexti að öðru leyti en því sem fram kemur í bréfinu sem móðirin sendi með drengnum. Á blaðamanna- fundinum kom þó fram að móð- irin eigi yfir höfði sér kæru til að komast til botns í málinu. Hyggjast yfirvöld rannsaka hvort eitthvað sé hæft í fullyrðingum rússneskra lækna um að áverkar hafi fundist á drengnum og þá hvort einhver tengdur drengnum hafi veitt hon- um þá. Ættleiðingar frystar í bili Rússnesk yfirvöld líta málið afar alvarlegum augum og vegna þess hafa yfirvöld ákveðið að fresta öll- um fyrirhuguðum ættleiðingum frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Bandarísk sendinefnd er væntan- leg til Rússlands til að ræða málið við þarlend yfirvöld og hafa Rúss- ar sett fram þá kröfu að nákvæmar reglugerðir verði settar áður en ætt- leiðingar til Bandaríkjanna verða leyfðar að nýju. Hafa rússnesk- ir þingmenn gengið svo langt að krefjast þess að alfarið verði tekið fyrir ættleiðingar til Bandaríkjanna. Þá hefur forseti Rússlands, Dmitry Medvedev, lýst því yfir að hann hafi miklar áhyggjur af hag rússneskra barna sem ættleidd eru til Banda- ríkjanna. SKILAÐI ÆTTLEIDDU BARNI TIL RÚSSLANDS Rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að fresta öllum ættleiðingum frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að hin 33 ára gamla Torry Hansen ákvað að skila hinum sjö ára gamla Artem Saveliev aftur til Rússlands en Hansen ættleiddi hann í september. Var pilturinn sendur einsamall í flugvél til Moskvu. ÆTTLEIDD BÖRN HAFA LÁTIST Í BANDARÍKJUNUM Eins og fram kemur í greininni um Saveliev óttast Dmitry Med- vedev Rússlandsforseti um hag ættleiddra rússneskra barna í Bandaríkjunum. Þessi ótti virð- ist ekki vera að ástæðulaus því frá árinu 1996 hafa að minnsta kosti fimmtán rússnesk börn lát- ist vegna barsmíða eftir að hafa verið ættleidd til Bandaríkjanna. Þannig lést sjö ára gamall drengur sem ættleiddur var til fjölskyldu í Pennsylvaníu 25. ágúst 2009 af áverkum sínum. Foreldrar hans voru ákærðir fyrir morð af fyrstu gráðu. Pilturinn var ættleiddur til Bandaríkjanna þegar hann var eins árs. Réttarhöld í málinu standa enn yfir. Aftur til Rússlands Artem var sendur einsamall um borð í flugvél sem flutti hann til Rússlands. Artem með Hansen Torry Hansen sendi piltinn aftur til Rússlands þar sem henni þótti hann ofbeldisfullur. Ósáttur Dmitry Medvedev hefur áhyggjur af hag rússneskra barna sem ættleidd eru til Bandaríkjanna. HOLLYWOOD FYLGIST MEÐ Þó að mál Saveliev sé litið afar al- varlegum augum, bæði af banda- rískum og rússneskum yfirvöld- um, hafa kvikmyndafyrirtæki í Hollywood látið sig málið varða. Árið 2009 kom út myndin Orphan og lýsir hún raunum bandarískr- ar fjölskyldu sem ættleiðir níu ára gamla stúlku frá rússnesku mun- aðarleysingjahæli. Í fyrstu leikur allt í lyndi og stúlkan aðlagast fjöl- skylduaðstæðum vel. En eftir smá tíma fer fjölskylda stúlkunnar að tengja saman hegðun stúlkunnar og fjölda ótímabærra dauðsfalla fólks sem tengist fjölskyldunni. Er stúlkan greinilega ekki öll þar sem hún er séð. Til þess sem málið varðar Ég ættleiddi þetta barn, Artem Sa- veliev, þann 29. september 2009. Þetta barn á við andleg veikindi að stríða. Hann er ofbeldisfullur og er siðblindur. Það var logið að mér og ég afvegaleidd af forsvarsmönnum rússneska mun- aðarleysingjahælisins vegna andlegs ástands hans og annarra vandamála. Starfsfólk munaðarleysingjahælisins vissu klárlega af þeim stóru vandamálum sem drengurinn glímir við. Samt ákváðu þeir að mistúlka vandamál hans, til þess eins að koma honum burt. Eftir að hafa gert mitt besta við barnið þykir mér fyrir því að tilkynna að vegna öryggis míns, fjölskyldu minnar og vina minna vil ég ekki vera forráðamaður barnsins lengur. Þar sem hann er rússneskur ríkisborgari skila ég honum í hendur ykkar og vil að ættleiðingin verði afturkölluð. Bréfið sem móðirin sendi EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamaður skrifar: einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.