Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 28
ANDVARALAUS EN SAKLAUS n Afsökunarbeiðni Björgólfs Thors Björgólfssonar, eins af lykilmönnum bankahrunsins, hefur fengið mis- jöfn viðbrögð. Í yfirlýsingu sinni ítrekar hann af- sökunarbeiðni til þjóðarinnar og lofar að vinna um ókomin ár í þágu lánardrottna. Hann játar þó aðeins á sig andvara- leysi en staðhæfir að hann hafi hvergi brotið lög. Nú velta menn fyrir sér hvort hann hyggist opna allar sínar bækur og leggja fram skýrslu um fjár- muni sína nær og fjær. ÞAKKLÁTUR ÚTRÁSARVÍKINGUR n Landsbankinn var á sínum tíma að stórum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fræg veisla var haldin í Mílanó þar sem bankinn tók á leigu nokkrar breiðþotur til að ferja gesti sína frá Íslandi til Ítalíu. Hápunkturinn var þegar gestirnir átu gull sem sáldrað var yfir risotto. Björgólfur Thor var þar mættur fyrir hönd eigendanna. Athygli vakti þá að Bjarni Gunnarsson, einn af eigendum Nordic Partners sem var umsvifamik- ið í Lettlandi, hélt ræðu þar sem hann þakkaði aðstandendum Landsbank- ans fyrir rausnarlegar lánveitingar. Nú er komið á daginn að bankinn var blekktur og tapaði stórt á því rugli. ÍMYNDARSKELLUR FORSETA n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fær hroðalega útreið í skýrslu sannleiksnefndarinnar. Þar er sérstaklega fjallað um auðmanna- dekur hans og það hvernig hann dansaði í kringum útrásarvíkingana. Ólafur Ragnar var meðal ann- ars tíður gestur í einkaþotu Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Hann náði að rétta af ímynd sína fyrir áramót þegar hann synjaði Icesave-lögunum samþykktar og vísaði þeim til þjóðarinnar. Nú velta menn fyrir sér hvort sú inneign hjá þjóðinni dugi til að hann standi af sér stóradóm nefndarinnar þar sem honum er líkt við nakinn keisarann í ævintýrinu. HEYRNARLAUS ÓLAFUR n Ólafi Ragnari Grímssyni var snemma annt um virðingu sína. Sem ungur drengur krafðist hann þess að sér væri sýnd tilheyrileg virðing. Saga þessu tengd er sögð í nýju bindi í f lokknum Þjóðsög- ur og gamanmál að vestan. Því var lýst þegar amma Ólafs, Sigríður Egilsdóttir á Þingeyri, var að kalla hann í háttinn. Í fyrstu kallaði hún nokkrum sinnum „Óli“ en án ár- angurs. Þá reyndi hún „Ólafur“ en fékk engin viðbrögð frá drengn- um. Þá reyndi gamla konan „Ólafur Ragnar“ en þögnin ein mætti henni. Það var ekki fyrr en hún kallaði „Ólafur Ragnar Grímsson“ að eyru hans opnuðust og hann skilaði sér í háttinn. Mistökin eru gerð til þess að læra af þeim. Svo virð-ist sem Íslendingar hafi hins vegar ekki lært neitt af hruninu eða rannsóknarskýrsl- unni. Heimspekingurinn Vil-hjálmur Árnason, einn höfunda siðfræðihluta rannsóknarskýrslunnar, útskýrði í viðtali við DV í gær hvernig siðferði þjóðarinnar hjálpaði siðlaus- um útrásarvíkingum að þrífast. Þjóð- in ól þá nefnilega sér við brjóst, stolt eins og nýbökuð móðir með skilgetið afsprengi sitt. Vilhjálmur kallar orð- ræðuna á Íslandi í góðærinu „ógagn- rýna sjálfsánægju“. Hún sótti efnivið sinn í víkingaarfinn, svo eitthvað sé nefnt. Útrásarvíkingarnir voru jafnsiðlausir og þjóðin leyfði þeim að vera. Okkur fannst það í lagi á með- an við græddum á því. Svo fannst okkur það ekki lengur í lagi þegar við fórum að tapa á því. Óánægja þjóðarinnar tengist enn sem komið er siðferði ekki baun. Hún snýst ekki um prinsipp, siðareglur eða annað, bara fjárhagsstöðu. Að því leytinu til er þjóðin enn þá alveg eins og útrás- arvíkingarnir. Sama fólkið og ól útrásar-víkinga sér við brjóst er nú yfir sig hneykslað á því að enginn stjórnmálamaður axli almennilega ábyrgð á hruninu. Hver bendir á annan, þótt allir séu sekir. Það er athyglisvert að stjórn- málamennirnir gera nákvæmlega það sama og þjóðin sjálf gerir núna. Enginn stendur upp og segir: Ég var heimskur að kjósa Davíð og taka stórt erlent bílalán og mótmæla aldrei þeg- ar gagnrýnendur voru kæfðir, rægðir og hafðir að háði og spotti! Engin ástæða er til að ætla að stjórnmála- menn eða auðjöfrar í ákveðnu landi öðlist skyndilega miklu hærri siðferð- isvitund en þjóðin sem fóstrar þá. Nú er komið að því að hver og einn Íslendingur líti í eigin barm og geri upp mis-tök sín í góðærinu. Annars erum við engu betri en siðlausu, van- hæfu og gráðugu ómennin sem voru hetjur okkar og leiðtogar. Fyrirgefðu, Davíð, að þú varst dýrkaður brjálaður! Hafðu mig afsakaðan, Hannes Smárason, fyrir að halda þig snilling! Sorrí, Sigurjón Árnason, að ég leit upp til þín! Sýknaðu mig, Sig- urður Einarsson, af því að samþykkja kaupréttarsamninginn! Berðu af mér blak, Bjarni Ármannsson, fyrir að telja þig verðskulda starfslokasamn- inginn! Láttu liggja á milli hluta, Lárus Welding, að ég horfði upp á þjóðina kaupa af þér peninga- markaðssjóðina! Afsakaðu, Björgólf-ur, að ég sagði bravó þegar þú skiptir á bjór- verksmiðju og Landsbank- anum! SORRÍ, BJÖRGÓLFUR! „Ég vænti þess að sjá minnst 2.000 manns í Krik- anum í fyrsta leik, annað væri skandall.“ n Logi Geirsson sem skrifaði undir við FH í vikunni vill fullan Krika í fyrsta leik á næsta tímabili. - DV „Ég held að þetta komi til með að hafa áhrif á alla uppbyggingu í FH.“ n Faðir Loga, Geir Hallsteinsson handbolta- hetja, er ánægður með að fá soninn heim. - DV „I hate Iceland!“ n Drukkinn og reiður Skoti var ekki sáttur við að eldgosið í Eyjafjallajökli eyðilegði fyrir honum flugferðina. - Sky News „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það.“ n Dilana Robichaux sem Íslendingar kynntust í gegnum Rock Star: Supernova vill lítið tjá sig um íslenska rokkóperu sem hún mun syngja í. - Fréttablaðið Ákærum þá alla Skýrsla rannsóknarnefndar Al-þingis varpar skýru ljósi á þá sið-blindu sem ríkti á Íslandi og varð þess valdandi að hrunið átti sér stað. Starf þeirra sem stóðu að skýrslunni er ómetanlegt. Það er þó framvinda mála sem ræður því hvort þjóðin hefur það gagn af skýrslunni sem efni standa til. Þegar eru uppi vísbendingar um að dólgar á sviði viðskipta, stjórnmála og eftirlits eigi að sleppa við formlega rannsókn. Til dæmis er ekki farvegur til þess að koma málum seðlabankastjóranna og forstöðumanns Fjármálaeftirlits í framhaldsmeðferð fyrir dómstólum. Þá er enn óljóst hvort ráðherr- ar sem uppvísir eru að vanrækslu, sem nú kostar hvern einasta Íslending skert lífs- kjör, fari fyrir landsdóm. Augljóst er að inn- an Alþingis er ekki eindreginn vilji til þess að lögsækja fyrrverandi ráðherra. Ástæða er þó til að fagna því að Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrverandi bankamálaráðherra, hefur vikið af Alþingi og sett fram ósk um að landsdómur fjalli um hans mál. Aðrir ráðherrar vanrækslunn- ar hafa brugðist við með því að lýsa sig saklausa. Það er mannsbragur á afstöðu hans. Þegar hafa komið fram þær skoðan- ir félaga sökudólganna að þjóðin eigi að horfa fram á veginn. Þjóðinni er ætlað að slá striki yfir það liðna. Engin leið er til þess að hrunamönnum verði fyrirgefið án þess að lögum verði komið yfir þá. Þetta á við um alla þá sem eiga hlut í hruninu. Útrás- arvíkingar, bankamenn og aðrir sem svínuðu á kerfinu eða sváfu verða að mæta fyrir dóm þar sem skorið verður úr um sekt eða sýknu. Á næstu dögum og vikum verður að liggja fyrir að allir sem greindir hafa verið af rannsóknarnefnd- inni sem dólgar fái framhaldsmeðferð. Þegar einstaklingur hótar öðrum lífláti er lagaskylda að ákæra hann. Það sama verð- ur að gerast í máli þeirra sem framköll- uðu hrunið eða létu það verða með van- rækslu. Það verður að ákæra allt þetta fólk og bera mál þess undir dómstóla. Í því liggur syndakvittun- in. Það er frumskil- yrði þess að þjóð- in nái að gera upp hrunið og hefja nýtt líf undir allt öðrum siðferðisviðmiðum. Ef hálfkák tekur nú við af skýrslunni er ljóst að upp úr mun sjóða í samfélaginu. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Engin leið er til þess að hrunamönnum verði fyrirgefið ... 28 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA Björgum Björgólfi Mikið titraði ég þegar ég las afsökun- arbeiðni Björgólfs Thors í Fréttablað- inu nú á dögunum. Þetta var svo sorg- legt – svo innilega einlægt og beiðnin var nánast einsog biblíutilvitnun eða tilvitnun í bók Styrmis Gunnarsson- ar, þagnarmeistara, tilvitnun í bókina sem var svo uppskrúfuð og dæma- laust útblásin að manni verður flök- urt þegar minnst er á gripinn. Já, ég er að meina bókina sem átti að verða játning en varð aldrei meira en setn- ingar sem byrjuðu á hástemmdu þrugli og enduðu á innantómu bulli. Björgólfur Thor og pabbi hans skulduðu Landsbankanum meira en sem nam því sem kallað er eigið fé bankans. Og svo segir stráksi: Afsakið. Fyrst ég var að minna á hinn innmúr- aða Styrmi Gunnarsson, þá er það ekkert merkilegt að Styrmir skuli í skýrslu um aðdraganda bankahruns segja að íslenskt samfélag sé ógeðs- legt. Hann talar af reynslu og þekk- ingu. Styrmir hefur kynnst vinum sín- um og flokkssystkinum svo náið að hann veit fullkomlega um hverskon- ar lýð hann er að tala. Styrmir Gunn- arsson veit að vinkona hans Sólveig Pétursdóttir skuldar 3.635 milljónir, honum er ljóst að Þorgerður Katrín og eiginmaður hennar skulda 1.683 milljónir, hann veit að Herdís Þórð- ardóttir, mamma eins útrásardelans og systir Ingu Jónu, fékk 1.020 millj- ónir, hann veit að Ármann Kr. Ólafs- son fékk 248 milljónir, Bjarni Bene- diktsson 174 milljónir, Ásta Möller 140 milljónir, Ólöf Nordal 113 millj- ónir. Og Styrmir veit meira að segja að hann sjálfur, eins innmúraður og hann nú er, skuldar u.þ.b. 100 millj- ónir. Þarna erum við að tala um sjálf- stæðismenn sem seldu öðrum sjálf- stæðismönnum Landsbankann á slikk. Hér nefni ég nokkra útvalda og innmúraða einkavini ríkisbubba allra ríkisbubba. Hérna birtist okkur í hnotskurn hin yndislega íslenska spilling. Sjálfstæðisflokkurinn er þar fremstur. Já, jafnvel þótt líkja megi systurflokki hans, Framsóknarflokki, við útbíaða svínastíu þá stendur Sjálf- stæðisflokkurinn uppúr einsog aur- spúandi saurfjall í miðjum viðbjóði þess sem Styrmir Gunnarsson kallar réttilega ógeðslegt samfélag. Já, auðvitað verðum við að fyr- irgefa Björgólfi Thor, hann hefur ekki gert neitt af sér. Hann tileinkaði sér einungis það, sem í stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins þykja sjálfsögð, óheiðarleg og siðlaus vinnubrögð. Ekki berja Björgólf Thor, blessað litla skinnið, hann er orðinn alltof sljór og ekki batnar minnið. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Hérna birtist okkur í hnotskurn hin yndislega íslenska spilling.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 14. – 1 5. APRÍL 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 42. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 Lágmúli 5 |108 Reykjavík S: 590 9200 | www. laekning.is LÆKNISFRÆÐILEG SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA LOKSINS! GEIR H. HAARDE ÁRNI M. MATHIESEN BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON JÓNAS FR. JÓNSSON DAVÍÐ ODDSSON INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON EIRÍKUR GUÐNASON BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON SÖKUDÓLGARNIR AFHJÚPAÐIR AUÐMENN FLÝJA LAND Pálmi í Fons, Ingibjörg Pálmadóttir, Lýður Guðmundsson, Ólafur Ólafsson SIÐLEYSIÐ OG HRUNIÐ n „ÞYRMDI YFIR MIG“ BJARNI TÓK ÞÁTT Í BROTI n FORDÆMIR ÞAÐ SAMA OG HANN GERÐI SJÁLFUR FRÉTTIR FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.