Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 29
„Nei, ekki fyrr en eftir sumardaginn fyrsta.“ JAKOB HILMARSSON 50 ÁRA LAGERSTJÓRI „Nei, mér finnst enn þá vera vetur.“ ANNA STEFANÍA JÓHANNESDÓTTIR 17 STARFSMAÐUR KRÓNUNNAR „Hvað sýnist þér [lyftir upp golfkylfum sem hann heldur á]?“ GUÐJÓN BRAGASON 45 ÁRA MÁLARI „Já, já.“ GUNNAR JÓNSSON 49 ÁRA HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR „Já, já, vorið er löngu komið. Þú sérð það bara!“ SKÚLI SKÚLASON 42 ÁRA SJÓMAÐUR OG HÖRÐUR SKÚLASON 10 ÁRA [ALVEG AÐ VERÐA] ER VORIÐ KOMIÐ? HLYNUR SKÚLI SKÚLASON er fjórtán ára drengur sem tók sig til og stofnaði Facebook-síðu í þeim tilgangi að koma drykknum Rí-Mix í fram- leiðslu á ný. Það styttist óðum í að honum takist ætlunarverkið. EKKI HVORT HELDUR HVENÆR Það leikrit sem góðærið var hófst líklega með valdatöku Davíðs Odds- sonar árið 1991 og lauk með látum haustið 2008. Þá tók við annað leik- rit, ekki í þeirri merkingu að það hafi verið sviðsett, heldur í þeirri merkingu að nú væri nýtt tímabil hafið. Fyrsti þáttur þess leikrits stóð frá hruni og fram að byltingu, síðan tók við hinn langi millikafli sem ein- kenndist kannski einna helst af Ice- save-málinu. Nú er hins vegar komið að loka- þætti þessa tímabils. Uppgjörsþátt- urinn hófst með birtingu skýrsl- unnar, og í næstu atriðum munum við sjá ákærur sérstaks saksóknara. Hvernig næsta tímabil verður ræðst af því sem nú gerist. Svo virðist sem rannsóknarnefndin hafi skoðað í þaula svo til alla þætti sem höfðu áhrif á bankahrunið mikla. En ein- mitt í því liggur vandamál skýrsl- unnar. Alveg frá því bankahrunið varð hafa menn verið duglegir að benda hver á annan. Sjálfstæðismenn benda á auðmenn og auðmenn á sjálfstæðismenn. Raunar er aðdrag- anda þeirrar deilu að finna í góð- ærinu sjálfu, í deilum Jóns Ásgeirs og Davíðs. Verið var að eiga við tvö álíka ill öfl, en fólk skiptist í fylking- ar á milli þeirra og flestir misstu af stóru myndinni. Nóg skotfæri fyrir alla Því miður á rannsóknarskýrslan, þar sem stóra myndin kemur óskekkt í ljós, ekki eftir að breyta þessu. Í henni eru nóg skotfæri fyrir alla að- ila til að halda áfram að skjóta hver á annan og reyna þannig að leiða athyglina frá sjálfum sér. Skýrslan segir að öll þau fyrirtæki sem rann- sökuð voru hafi verið rekin á svip- aðan hátt. Í raun var íslenskt sam- félag orðið ein stór svikamylla þar sem forsetinn veitti blessun sína og fjölmiðlar kóuðu með. Ef einhverj- ir góðir menn leyndust þarna fyrir innan hafa þeir annaðhvort spillst eða verið ýtt til hliðar. Vafalaust lýsir Styrmir Gunn- arsson þessu best: „[É]g er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prins- ipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifæris- mennska, valdabarátta.“ Hvað er hægt að læra? Hvað er hægt að gera í slíku samfé- lagi? Einn möguleikinn er að gera það sama og Sigmundur Davíð gerði í alþingisræðu sinni á mánu- dag, að einfaldlega afneita öllum staðreyndum og kenna vondum út- lendingum um. Þetta er þægileg leið að fara þegar staðreyndirnar eru svona óþægilegar. Þetta er einnig sú leið sem hefur verið farin undan- farna mánuði, þegar efnahagshruni Íslands var snúið upp í milliríkja- deilu um Icesave. Nú hefur komið í ljós að það var eðlilegt að Bretarnir væru fúlir. Þeir voru margoft búnir að vara okkur við, en voru hunsaðir. Því er ekki skrýtið að þeir þráist við að gefa okkur eftir skuldina. Rannsóknarskýrslan er, rétt eins og hrunið sjálft, tækifæri til að gera hreint fyrir okkar dyrum. Ef íslenska þjóðin hefur áhuga á að bæta ráð sitt verða aðeins tveir flokkar eft- ir á Alþingi eftir næstu kosningar, Vinstri-grænir og (Borgara-) Hreyf- ingin, í bland við ótal minni og jafn- vel stærri grasrótarflokka frá vinstri og hægri. Ef Íslendingar eru reiðu- búnir að læra eitthvað af hruninu, hljóta þeir að hafna hrunaflokkun- um þremur, að minnsta kosti þang- að til þeir hreinsa út og taka upp nýrri og betri stefnu. Nokkur ónýt mannorð Þetta virðist þó harla ólík- legt. Einstaka stjórnmála- menn munu falla, lík- lega Þorgerður Katrín og jafnvel Bjarni Ben sjálfur. Mannorð Geirs Haarde og Árna Mathiesen er í rúst. Sjálfstæðismenn geta fyrirgefið það að vera spilltur, en ekki það að virð- ast veikgeðja. Af þessum ástæðum er enn óljóst hvað verður um Davíð. Ekki er þó óhugsandi að hann verði látinn víkja úr núverandi embætti. Hvað auðmennina varðar mun einn og einn falla. Hvort það verða þessir stóru eða þessir litlu á eftir að koma í ljós. Ef kjósendur gera kröfu um smá- vægilegar breytingar verður þetta fólk látið víkja, en verði ekki beð- ið um neinar breytingar yfir höfuð mun það sitja áfram. Ég fagna litlum breytingum frek- ar en engum. Ég er þó ansi hræddur um að þegar upp verði staðið muni það þjóðfélag sem Styrmir lýsir standa í 50 ár í við- bót. Nema að kom- ið verði í veg fyrir slíkt með róttækum breytingum. Núna er tækifæri til slíkra breytinga. Við mun- um ekki fá annað í bráð. Lífið eftir skýrslu UMRÆÐA 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 29 MYNDIN Hver er maðurinn? „Ég heiti Hlynur Skúli Skúlason.“ Hvar ertu uppalinn? „Í höfuðborginni.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „Lítill, hress brettamaður.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Mér finnst skemmtilegast að vera á hjólabretti og snjóbretti með vinum mínum.“ Hvar vildirðu helst búa, ef ekki á Íslandi? „Ég myndi vilja prófa að búa í Ameríku.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Pítsa er í uppáhaldi.“ Hvaða bíómynd sástu síðast? „Síðasta myndin sem ég sá er TV The movie.“ Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Hægar tölvur.“ Hvað varð til þess að þú stofnaðir Facebook-síðuna „Við viljum Rí-Mix drykkinn aftur“? „Ég fann gamla mynd af mér í tölvunni með Rí-Mix og mundi hversu gott mér fannst það og stofnaði síðuna en ég hélt að enginn myndi „joina“.“ Hvað er svona gott við drykkinn? „Drykkurinn er mjög ferskur og góður. Hann er eins og Mix exotic ef einhverjir muna eftir þeim drykk.“ Hvernig tók Ölgerðin þessu framtaki þínu? „Pabbi lét Ölgerðina vita og svo höfðu þeir samband við mig og voru mjög jákvæðir og ánægðir með þetta. Þeir sögðu mér að ef ég næði 10.000 manns á síðuna yrði Rí-Mix framleitt aftur.“ Ertu bjartsýnn á að 10.000 manns gerist aðdáendur síðunnar og að drykkurinn verði framleiddur á ný? „Já, ég er mjög bjartsýnn. Í gær fóru aðdáendur síðunnar úr sjö þúsund í átta þúsund svo þetta gengur framar vonum. Þetta er ekki spurning hvort heldur hvenær.“ Er eitthvað annað fram undan hjá þér? „Spennandi sumar með vinunum á hjólabretti og að drekka Rí-Mix.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt.“ Silfurtríóið Guðmundur Þórður Guðmundsson, Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon leggja á ráðin fyrir tvo erfiða æfingaleiki gegn heims-, ólympíu- og Evrópu- meisturum Frakka. Þremenningarnir hafa stýrt handknattleikslandsliðinu til silfurverðlauna á síðustu tveimur stórmótum. Frakkar hafa haft gott tak á Íslendingum en með góðum stuðningi á heimavelli vonast þjálfararnir til að geta strítt franska liðinu. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.