Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 37
VIÐTAL 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 37 Ísland hefur verið alveg ótrú-lega spillt, lítið land,“ segir fjölmiðlamaðurinn og þjóð-félagsrýnirinn Egill Helga-son um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Egill er einn þeirra fjölmiðlamanna sem hvað mest hafa fjallað um hrunið hér á landi. Aðdraganda þess og afleið- ingar. Egill segir skýrslu rannsóknar- nefndarinnar vera virkilega vel unna og ótrúlega dýrmæta greiningu á ís- lensku samfélagi. Egill segir þörfina á uppstokk- un á íslensku stjórnkerfi og stjórn- arskrárbreytingum æpandi. Hann hefur þó ekki mikla trú á því að nú- verandi stjórnmálamenn muni gera það sem til þarf og það hafi sýnt sig í umræðu leiðtoga flokkanna eftir að skýrslan kom út hversu langt þeir séu frá raunveruleika íslenskra kjósenda. Egill telur þjóðina þó ekki án ábyrgðar. Að landsmenn verði allir að líta í eigin barm í leiðinni því að öll höfum við verið „bullandi með- virk í ruglinu“. Egill segist ekki hafa skuldsett sig í góðærinu og hafi það því ekki slæmt í dag þótt hann eigi lít- ið eftir í húsinu líkt og flestir Íslend- ingar. Hann keyrir um á bíl af árgerð 1993 og er stoltur af fyrirtækjarekstri eiginkonunnar og segir fyrirtækið án lána og rekið af dugnaði. ÞREYTTUR Á FÚSKINU „Ég fór á blaðamannafundinn þeg- ar skýrslan var kynnt og fljótlega eftir að maður hafði fengið hana í hend- urnar fann maður að þetta væri al- vöru. Það gladdi mig mjög mikið því maður er vanur svo miklu fúski í öllu hérna. Það gaf manni von um að kannski gætum við loksins náð okk- ur út úr þessu fúsksamfélagi sem við virðumst vera föst í,“ segir Egill um skýrsluna sem hann telur vera vel unnið verk. „Hún er eflaust ekki gallalaus en hún er geysilega vel unnin og hún kemur með mjög merkilega gagn- rýni, ekki bara á bankamennina, heldur á stjórnmála- og embættis- mennina líka sem hægt er nota til þess að berja í hausinn á þeim sem bera ábyrgð á þessu. Ég er hræddur um að það séu margir sem eigi sér ekki viðreisnar von eftir þetta.“ Egill segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem helst standi upp úr í því sem komi fram í skýrslunni sem sé áfellis- dómur yfir stjórn- og fjármálakerfinu í heild og í raun hugsunarhætti heils þjóðfélags. „Það er samt ótrúlega sérkennilegt hvað bankarnir voru að lána mikið til eigenda sinna. Það hljóta allir stjórnendur bankanna og eigendur þeirra líka að verða dregn- ir fyrir dóm. Annað getur bara ekki verið. Svo líka þessi harði dómur sem stjórnsýslan fær. Þetta lélega kunn- ingjakerfi sem hefur fengið að þróast hérna í gegnum árin og lýsir sér svo- lítið í því að landinu sé alltaf stjórn- að af einhverju tvíeyki úr stjórnar- flokkunum. Halldór og Davíð, Geir og Ingibjörg og Jóhanna og Stein- grímur. Þetta á sér enga stoð í stjórn- arskrá, lögum eða neinum reglum. Þetta bara varð svona og fyrir neð- an sitja ráðherrar sem eru stundum í náðinni og stundum ekki og emb- ættismannakerfi sem virðist að allt of miklu leyti vera samansett af lítil- þægum flokksmönnum.“ Egill telur þessa niðurstöðu kalla á algjöra uppstokkun. „Hún beinlín- is æpir á stjórnarskrárbreytingar.“ DÝPTIN Á ÓGEÐINU Eftir að hafa fylgst með umræðunni síðustu daga og eftir umræðu stjórn- málaleiðtoga flokkanna í sjónvarps- sal á miðvikudagskvöld segist Egill ekki vongóður um að breytinga sé að vænta. „Manni sýnist að þeir flokkar sem nú eru á Alþingi séu algjörlega vanhæfir til þess. Annað líka sem er mjög merkilegt er að maður skynjar dýptina á ógeðinu sem fólk er með á stjórnmálaflokkum. Vantraustið og ógeðið á stjórnmálaflokkum og þess- um hefðbundnu flokkastjórnmálum sem eru stunduð á Íslandi. Ég held hreinlega að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir því. Þegar formenn flokkanna voru saman komnir að ræða þessi mál mátti sjá hversu víðs fjarri raunveru- leika íslenskra kjósenda þeir eru. Þau vonast kannski til að eldgosið bjargi þeim. Fyrra gosið gerði það að sumu leyti, kom á þeim tíma sem hvað mest reyndi á núverandi stjórn. Minni kjósenda og því miður fjöl- miðla er stutt.“ Fjölmiðlar eru einnig í hópi þeirra sem teknir eru fyrir í skýrslunni og segir þar að flestir ef ekki allir hafi sofið á verðinum. Egill telur mikil- vægt að mistökin endurtaki sig ekki og hann er viss um að mikil vakn- ing hafi orðið hjá flestu fjölmiðla- fólki. „Við verðum að passa að þessi skýrsla og allt það bitastæða sem er í henni deyi ekki bara út. Við verðum að halda áfram að vinna úr því fyrir landsmenn.“ ALLT ÞAÐ VERSTA STAÐFEST Eftir að skýrslan kom út segir Eg- ill að tónninn í umræðunni hafi al- mennt breyst. Nú sé það staðfest í opinberri skýrslu að stjórnkerfið hafi brugðist og að öllum líkindum hafi verið framdir glæpir inni í bönkun- um. „Nú er þetta bara staðfest. Allt sem er búið að vera að skrifa og fjalla um, allt það versta sem fólk óttaðist, hefur verið staðfest. Fólk leyfði sér ekki að tala svona strax eftir hrun. Ég man að ég þótti ofsalega djarfur þegar ég fór að tala um að hugsan- lega hefðu glæpir og það stóralvar- legir verið framdir. Ég lít bara til baka á bloggið mitt og get nánast sagt að allt sem hafi komið þar fram sé stað- fest núna.“ Egill segir samt hættu á því að leiði þjóðarinnar á pólitík og mál- efnum tengdum hruninu sé hrein- lega orðinn svo mikill að stjórnmála- menn sleppi léttar en þeir ættu að gera. „Það er hætt við því að leiðinn sé orðinn svo mikill að stjórnmála- menn nái svona að humma þetta fram af sér. Í ljósi þessara hluta voru líka kosningarnar þannig séð á vit- lausum tíma. Þær hefðu eiginlega þurft að vera núna í vor eða í haust, þá hefði kannski verið meiri von um uppstokkun.“ Egill er einnig spenntur fyrir því að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa á komandi sveitarstjórnarkosningar. „Mun fólk almennt hafa geð til þess að kjósa gömlu flokkana? Það eina sem stjórnmálamenn óttast í raun- inni er að missa vinnuna. Verður þeim refsað þar eða fær bara Besti flokkurinn 50 prósenta fylgi?“ seg- ir hann og hlær. „Nei, svona án alls gríns er það bara orðið góð og gild spurning.“ AUGLÝSINGASTOFA ÚTRÁSARINNAR Enginn stjórnmálamaður hefur enn viljað taka neina ábyrgð á því sem fram kemur í skýrslunni. Það virðist hafa áhrif að fordæmi fyrir pólitískri ábyrgð er sama og ekkert á Íslandi. Sem sýnir sig ekki síst í því að aldrei hafi í raun reynt á lög um ráðherra- ábyrgð. „Fólki virðist hreinlega vera fyrir- munað að taka nokkra ábyrgð. Hug- takið er hreinlega ekki til í íslenskum stjórnmálum.“ Egill segir stjórnmála- menn þó ekki ekki eina um það að flýja ábyrgð heldur hafi forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, einnig gert það í fjölmiðlum í vik- unni. „Hann segir í rauninni að það sé allt rétt sem er í skýrslunni nema það sem snýr að honum. Mér fannst mjög alvarlegt að forsetinn væri sá fyrsti til þess að gera lítið úr þessari vinnu. Það er ekki í hans verkahring.“ Egill segir Ólaf hafa sérkenniega sýn á sjálfan sig:. „Hann talar eins og hann sé bara búinn að leysa Ice- save-deiluna og lítur á sjálfan sig sem þjóðhetju. Ég er ekki svo viss um að almenningur sé sammála honum um það. Þegar Ólafur var að rakka niður úttektina á sér hengdi hann sig aðallega í tvær villur. En hvað með allt hitt? Hvað með allar hinar flug- ferðirnar og öll hin bréfin sem er tal- að þar um? Málið með Ólaf er að hann var ekki bara klappstýra útrásarinnar, hann var auglýsingastofa hennar. Hann gaf henni mál og andlit með því að vera sífellt að mæra hana og Íslendinga yfir höfuð. Sem einhver mikilmenni sem vinni hvað eftir annað stórsigra úti um allan heim. Hann bjó að sumu leyti til orðræðu útrásarinnar.“ Agli finnst forsetinn hafa komið sér undan því að svara mikilvægustu spurningunum þótt hann hafi vissu- lega haft mikið til síns máls í öðru. „Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar tók yfir og kom með mjög ít- arlega greiningu á stjórnkerfinu og þeim breytingum sem þar þurfa að gerast. Greining hans á því var alveg rétt en við þurfum hann ekki til þess að segja okkur það. Það er fjöldinn allur af öðrum fræðimönnum sem á mikið frekar að sinna þeim skyld- um.“ Egill kallar þó ekki bara eftir breyt- ingum í stjórnkerfinu. Það eru fleiri staðir sem þarf að taka til á. „Hversu lengi á Mogginn að halda áfram að vera afsökunarplagg fyrir einn aðal- leikenda hrunsins, Davíð Oddsson? Hvað með sögurnar um að Ólafur Ólafsson sé einn af aðaleigendum Arion banka á bak við tjöldin? Sú saga gengur fjöllum hærra. Og með aðra útrásarvíkinga sem eru sagð- ir vera að lauma sér bakdyramegin inn í atvinnulífið. Og á virkilega að byggja bankakerfið, sem nú er allt of stórt, á húsnæðisskuldum almenn- ings? Ef það verða ekki gerðar mjög róttækar breytingar á hlutunum endar þetta allt á sama stað aftur. Þá sitjum við bara aftur uppi með klíku- skapinn, fúskið og spillinguna.“ ENDEMIS LÖMUN Eftir að skýrslan kom út hefur um- ræðan oft á tíðum farið út í það hver beri mesta ábyrgð. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði meðal annars í viðtali að fyrst og fremst bæru bankarnir ábyrgð á hruninu. Morgunblaðið tók í sama streng á forsíðu sinni daginn eftir að skýrslan kom út. Er hægt að benda á einn frekar en annan að mati Egils? „Þetta er auðvitað samspil ákveð- inna þátta. Það er einhver sem opnar dyrnar. Það er einhver sem býr til þetta umhverfi,“ segir Egill og tekur fram að syndir bankakerfisins dragi ekki úr syndum stjórnsýslunnar eða öfugt. „Bankarnir voru auðvitað byggðir á mjög undarlegum grunni. Til dæmis Kaupþing sem býr eiginlega til þessi félög sem það er að lána peningana í. Eins og Exista og Baug og fleiri þar sem þessum félögum er bara haldið uppi á lánsfé. Þetta eru mjög óeðli- leg tengsl banka við eigendur sína og fyrirtæki. Síðan gerðist það á síðustu metrunum að öllu, sem var hrein- lega ekki neglt niður, var bara stolið úr bönkunum. Bara öllu steini léttara og eigendurnir fóru að lána sjálfum sér gífurlega fjármuni. Þetta virkar á mann eins og stórfelld afbrot. Á sama tíma má ekki gleyma hlut stjórnkerfis sem situr og horfir upp á þetta og aðhefst ekki neitt. Ekki á nokkurn hátt. Mér finnst til dæm- is stórmerkilegt bréfið frá Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, sem í apríl býður fram aðstoð er- lendra seðlabanka til þess að vinda ofan af íslenska bankakerfinu. Þetta er rosalega merkilegt boð frá einum voldugasta bankamanni heims og þessu var ekki svarað. Svo sátu menn á samráðsfundum og gerðu sér grein fyrir því að þetta væri allt að hrynja í kringum þá. Hvílík endemis lömun sem greip kerfið hérna.“ ÞREYTTUR á f skinu FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU Það er reynt að troða öllum í þessa blessuðu flokka. Skynsamur í góðærinu Egill missti sig ekki í góðærinu og nýtur góðs af því í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.