Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 40
„Nú er komið að mér að segja takk,“ segir Ásbjörn Morthens, betur þekkt- ur sem Bubbi, um fyrirhugaða tón- leikaferð sína um landið. Bubbi hyggst nota listamannalaun, sem hann fær nú í fyrsta skipti, til þess að fjármagna tónleikaferð um landið þar sem verður frítt inn í tilefni af 30 ára starfsafmæli hans. Bubbi segir um- ræðuna um listamannalaun undan- farið hafa verið sorglega en hann tel- ur þau bráðnauðsynleg listsköpun í landinu. Bubbi er sorgmæddur frekar en reiður eftir að hafa kynnt sér niður- stöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og að enn neiti ráðamenn þjóðarinnar að horfast í augu við ábyrgð sína og lifi í sjálfsblekkingu. Sjálfur skilji hann blekkinguna eft- ir baráttu sína við alkóhólisma og að það geti reynst erfitt en nauðsynlegt að taka ábyrgð á sjálfum sér. Bubbi telur framgöngu Davíðs hneykslanlega og að ferð hans til út- landa rétt fyrir birtingu skýrslunnar sé „epísk gunguganga“ af verstu gerð. Gefur listamannalaunin til baka „Í 30 ár er ég búinn að ferðast um landið. Almenningur hefur alltaf komið á tónleika hjá mér og lands- byggðin hefur alltaf verið sérstak- lega velviljuð gagnvart mér,“ segir Bubbi sem er nú þegar byrjaður að fagna 30 ára starfsafmæli sínu. „Menn voru fyrst að pæla í því að fara í Laugardalshöllina, Egilshöll eða eitthvað álíka en ákváðum svo frekar að fara þá leiðina að spila frítt í flestum framhalds-, fjöl- brauta- og menntaskólum í há- deginu.“ Bubbi hefur nú haldið fjölmarga slíka tónleika en að hann hafi viljað taka hugtakið skrefinu lengra. „Síðan fórum við að skoða þann möguleika að fá styrktaraðila svo að við gætum ferðast allan hringinn og haldið tón- leika fyrir almenning þar sem væri frítt inn. Þetta var ekki að ganga upp. Það tókst ekki að finna styrktaraðila en þá fékk ég listamannalaunin. Þá var þetta komið. Ég ákvað því að nota þau í þetta. Það er komið að mér að segja takk. Takk fyrir að styrkja mig í öll þessi ár. Nú langar mig á afmælis- árinu að gefa ykkur afmælisgjöf.“ Aldrei meiri þörf fyrir list Töluvert hefur verið rætt um listamannalaun- in eftir úthlutun þeirra nýverið en samkvæmt niðurstöðu könnunar MMR voru rúmlega 60 prósent þátt- takenda andvígir því að ríkið greiði slík laun. „Mér finnst þetta helst bara sorgleg umræða því listamannalaun- in eru það mikilvæg menningu okkar. Það vill enginn vera án bókmennta, það vill enginn vera án myndlistar eða tónlistar. Sumir listamenn geta lifað af listinni. Aðrir geta það ekki en eru að gera alveg jafnmikilvæga hluti. Hluti sem eru mikilvægir fyrir tung- una, menninguna og þankaganginn í þjóðfélaginu. Hluti sem eru alveg ómetanlegar perlur.“ Bubbi er nokkuð viss um að tíð- arandinn og umræðan í þjóðfélag- inu hafi líka haft áhrif á niðurstöður könnunar MMR. „Ég held að lista- mannalaun séu kannski þeir styrkir sem eru hvað dýrmætastir í íslensku samfélagi og þegar 60% manna í ein- hverri könnun segir „nei, við erum á móti listamannalaunum“ þá held ég að það sé út af því að Þráinn Bertelsson lét út úr sér í einhverju útvarpsviðtali að 5% manna væru heimsk. Hann hafði alveg eins geta sagt að 100% væru heimsk. Þetta var slysalega sagt hjá manni sem er á heiðurslaunum og tekur önnur laun annars staðar í leiðinni.“ Einmitt nú, þegar harðnar á daln- um, telur Bubbi að listamannalaunin og arfleifð þeirra séu hvað mikilvæg- ust. „Þörfin fyrir listina er aldrei meiri en á svona stundu.“ Heimilin númer 1, 2 og 3 Bubbi hefur talað opinskátt um fjár- mál sín í viðtölum. Þar sem hann hef- ur meðal annars rætt hvernig hann tapaði miklum fjármunum á hluta- bréfakaupum og öðrum viðskiptum. Hann hafi glímt við stökkbreytt hús- næðislán eins og svo margir lands- menn og hafi barist í bökkum við að halda sínu. Í viðtali við Mannlíf lýsti Bubbi sjálfum sér sem þræl. En hvernig líður Bubba og hvaða áhrif hafa þessir hlutir á hann? „Ég er góður. Ég stjórna líð- an minni. Maður er ekki að láta utanaðkomandi þætti stjórna lífi sínu. Ég er bara í mínu ferli með bank- anum. Svo er ég að vinna og er dug- legur þar. Ég tel ástandið samt ekkert gott þegar 24 þúsund heim- ili ramba á barmi gjaldþrots sam- kvæmt skýrslu Seðlabankans. Það gætu ver- ið í kringum 80 til 90 þús- und manns sem standa frammi fyrir þeim hryllingi.“ Bubbi segir að þrátt fyrir það fjaðrafok sem fylgi skýrslu rannsókn- arnefndarinnar skipti mestu máli að missa ekki sjónar á stærsta verkefn- inu. „Nú er skýrslan komin út, látum dómstóla um rest og snúum bökum saman. Brýnasta verkefnið er auð- vitað að bjarga öllum þessum heim- ilum. Ríkisstjórnin þarf að leggja alla áherslu á það.“ Spilling og afneitun dyggðir Bubbi skilur þó vel að fólk sé upptekið af skýrslunni og öllu því sem þar kem- ur fram. „Maður hefur lengi vonast til þess að stjórnmálamenn myndu sjá gjörðir sínar í réttu ljósi en svo virð- ist ekki ætla að verða. Þetta hefur ver- ið þyngra en tárum tekur að hlusta á viðtöl við þá sem voru í eldlínunni fyrir og eftir hrun. Til dæmis við fyrr- verandi forsætisráðherra. Þessu fólki er gjörsamlega fyrirmunað að sjá gjörðir sínar í réttu ljósi. Það er bara rosalegt að verða vitni að þessu. 147 einstaklingar sem neita allir að gang- ast við nokkurri ábyrgð.“ Bubbi segir þetta þó ekkert nýtt í íslenskum stjórnmálum að fólk taki ekki ábyrgð á gjörðum sínum. „Svona hefur íslensk pólitík verið allt frá tím- um Hannesar Hafstein. Að spilling og afneitun séu taldar dyggðir. Og eitt æðsta markmiðið er að koma sínu fólki í allar hugsanlegar stöður í emb- ættismannakerfinu og stjórna þannig landinu.“ Bubbi segir þó öllu verra hvaða skilaboð þetta sendi út í samfélagið. „Þessir menn mega eiga það að þeir koma þó fram fyrir alþjóð en þeir gangast ekki við neinni ábyrgð og þetta eru hrikaleg skilaboð sem þeir eru að senda út í samfélagið. Ef þetta eru leiðbeiningar þeirra um hvern- ig við eigum að takast á við hlutina erum við á beinni leið til helvítis og okkur er ekki viðbjargandi. Við verð- um að fara að gangast við ábyrgð okk- ar. Ég meina, ég hefði aldrei getað orðið edrú nema að viðurkenna að ég væri kókaín- og kannabisfíkill. Gang- ast þannig við ábyrgð minni og taka á hlutunum.“ Bubbi segir bæði þjóðfélagið og ástandið vera sjúkt og bera sterk merki alkó- hólisma. „Hvort sem það eru ráða- menn eða auðjöfrar. Fíkninni er bara snúið yfir á völd og peninga. Það blasir við að það er eitthvað gat innra með mönnum sem þeir reyna að fylla til dæmis með peningum. En það skiptir ekki máli hversu miklu þú treður í þetta gat af peningum, þú öðlast ekki frið og ró. Þú vilt bara meira og meira.“ Gunguganga Davíðs Bubbi segir Davíð Oddsson vera þann aðila sem hvað mest flýr undan ábyrgð sinni. „Hann kemst upp með það sem einn aðalhandritshöfundur hrunsins að fara til útlanda í felur rétt áður en skýrslan kemur út. Ef við setj- um þetta í samhengi við Íslendinga- sögurnar þá er þetta ekkert annað en epísk gunguganga út úr erfiðum að- stæðum.“ Bubbi býst þó við því að Davíð snúi aftur innan skamms. „Eflaust kemur Davíð aftur heim á mánudaginn og á þriðjudag, miðvikudag fá einhverj- ir vel valdir menn viðtöl við hann. Þá byrjar hann að skjóta menn niður, koma með smjörklípur og hnyttin til- svör. Þetta eru vinnubrögð hans.“ Bubbi segir vinnubrögð Davíðs auðsjáanleg á Morgunblaðinu eft- ir að skýrslan kom út. „Afneitunin er svo mikil. Eigum við að lifa við það næstu vikur að forsíða Morgunblaðs- ins sé þannig að þar segi að Jón Ásgeir sé meiri glæpamaður en Davíð Odds- son? Þá leið virðist umræðan vera að fara og mjög líklega mun Mogginn reyna eftir fremstu getu að sannfæra fólk um að þetta sé allt bara bönkun- um að kenna og þeir eru byrjaðir á því. Geir H. Haarde er þegar byrjað- ur á því og forsíða Morgunblaðsins fylgdi í kjölfarið. Það sem við þyrftum að sjá er að Sjálfstæðisflokkurinn bæðist afsök- unar á Davíð Oddssyni og gjörðum sínum. Gerði þetta bara upp á heiðar- legan hátt. Alveg eins og Samfylking- in þyrfti líka að gera. Ingibjörg Sólrún getur ekkert skotið sér undan sinni ábyrgð. Hún hélt viðskiptaráðherra vísvitandi utan við ákvarðanatöku tengda bönkunum. Það voru haldnir leynifundir og haldið frá honum upp- lýsingum. Það er grafalvarlegt mál.“ Nýja Ísland En sama hversu misboðið Bubba er og fólkinu í landinu undirstrikar hann enn og aftur að nú verði fólk að treysta á að dómskerfið standi undir sér og sæki það fólk til saka sem ber ábyrgð. „Nú liggur þetta ljóst fyrir með tilkomu skýrslunnar en við þurf- um sem þjóð að horfa fram á veginn. Við verðum að snúa bökum saman og einbeita okkur að því að byrja að byggja upp landið. Byggja það upp án þessara pólitíkusa sem hafa stýrt landinu í þrot.“ Bubbi ætlar að ræða þessi mál á tónleikaferð sinni en hann segir þó tónlistina í fyrirrúmi. „Ég mun spila göm- ul lög og ný og bara halda skemmti- lega tónleika. Það er nú að- almarkmiðið með þessu.“ asgeir@dv.is 40 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 VIÐTAL Bubbi Morthens ætlar að nota listamannalaun sín til þess að halda fría tónleika um allt land. Hann vill gefa fólkinu til baka sem hefur stutt hann í 30 ár. Bubbi segir sorglegt að horfa upp á blekk- ingarleik íslenskra stjórnmála- og embættismanna. Ekki síst Dav- íðs Oddssonar en hann kallar utanlandsför hans „gungugöngu“. BUBBI ÞAKKAR ÞJÓÐINNI Bubbi Spilar frítt fyrir landsmenn. Við verðum að fara að gangast við ábyrgð okkar. Ég meina, ég hefði aldrei getað orðið edrú nema að viðurkenna að ég væri kókaín- og kannabisfíkill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.