Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Qupperneq 52
VILTU HITTA WINTOUR? Fyrir þær sem eiga sæg af seðlum og áhuga á að kaupa sig inn í tískuheiminn er tækifærið núna. Með því að bjóða dágóða upphæð er möguleiki á að næla í vikustarf hjá tímaritinu Vogue. Nokkrir moldríkir og heppnir ein- staklingar fá að auki að spjalla við hina frægu Önnu Wintour, tvo miða á tískuvikuna í New York, kvikmyndina The September Iss- ue á DVD, bækur og blöð. Uppboðið endar 29. apríl en ágóðinn mun renna til góðgerðarmála. Samkvæmt nýrri rannsókn New York- háskóla eiga unglingsstrákar í jafn- innilegum vinasamböndum sín á milli og stúlkur en prófessorinn Ni- obe Way hefur varið síðustu 15 árum í að spjalla við drengi fyrir rannsókn- ina. Way segir hugmyndir samfé- lagsins hingað til um vináttu ungl- ingsstráka þá að þeir spili tölvuleiki saman og finni sér þannig stað í gogg- unarröðinni en að þeir tali ekki um sín hugðarefni sín á milli. Way við- urkennir að falleg vináttan hafi kom- ið henni á óvart. „Stundum var eins og um rómantískt samband væri að ræða,“ segir hún en drengirnir lýstu vináttu sinni á þann veg að „... vinur myndi ekki hlæja þegar þeir þyrftu að ræða alvarlega hluti“ og „hann er sá sem ég treyst fyrir leyndarmálum mínum“. Way segir vináttusambönd drengja breytast um 16, 17 ára aldur- inn. „Þá draga þeir sig frá vinum sín- um og loka sér tilfinningalega því þeir geta ekki lengur staðist hugmynda- fræðina að vera karlmaður. Þeir hugsa um James Bond og hinar hetj- urnar sínar sem eru karlmannlegir einfarar sem þafnast einskis nema íþrótta og kynlífs.“ Þessi þróun, segir Way, er stórhættuleg. „Ungir menn án vina eru í áhættuhópi vegna sjálfs- víga, þunglyndis, van- rækslu á námi og fíkni- efnamisnotkunar.“ Way segir mikilvægt fyrir þroska ungra drengja að for- eldrar þeirra forðist setningar eins og: „stórir strákar gráta ekki.“ Hún vill enn fremur að foreldrar útskýri fyr- ir sonum sínum að þeir öðlist meiri virðingu innan hópsins ef þeir taka upp hanskann fyrir fórnarlömb ein- eltis en að taka þátt í eineltinu. Ný rannsókn sýnir hvernig ungir karlmenn loka sér tilfinningalega í kringum 17 ára aldur: STRÁKAR DEILA FALLEGRI VINÁTTU UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is MINNKAÐU MITTISMÁLIÐ Hreyfðu þig Þú getur ekki ákveðið að grenna ákveðinn líkamshluta en ef þú eykur hreyfinguna á hverjum degi muntu sjá árangur. Margar konur losna fyrst við fituna á maganum sem gæti verið ein- hvers konar leið líkamans til að losa sig við það óhollasta. Maga- æfingar gera magann stinnari en þú losnar ekki við fituna nema brenna henni. Farðu út að hjóla, ganga eða hlaupa eða í sund. Hugsaðu um það hvað þú borðar Sumir vísindamenn telja að kon- ur geti valið ákveðnar matar- tegundir sem valda því að fitan safnist frekar á mjaðmir en mittið. Vertu vakandi yfir því sem þú set- ur ofan í þig. Sofðu vel Of lítill svefn (minna en sex tímar á nóttu) eða of mikill svefn (meira en átta tímar) auka framleiðslu stresshormóns sem veldur því að fitan sest á mag- ann. Líkleg skýring er sú að þeg- ar líkaminn finnur fyrir stressi komi hann fitunni fyrir á góðum geymslustað til að geta gengið að henni vísri. Forðastu álag Með örlítilli afslöppun á hverjum degi lækkar magn stresshormóna í líkamanum og þú losnar fyrr við fituna á maganum fyrir vikið. Andaðu djúpt, farðu út að ganga, njóttu náttúrunnar eða skelltu þér í yndislegt freyðibað. NÖRTUM VEGNA ÞREYTU Síðan prevention.com býð- ur upp á allavega fróðleik sem snýr að heilsu og heilbrigðum lífstíl. Ritstjóri síðunnar hefur t.d. fundið þau fimm atriði sem valda því að við borðum milli mála. Í fyrsta lagi, segir ritstjór- inn, sleppum við morgunmat og/eða hádegismat og freistumst því þegar við ökum fram hjá veganesti. Önnur ástæðan fyrir því að „rusla“ sé sú staðreynd að orka okkar falli síðdegis og enn önnur ástæða sé að við vitum að kvöldmaturinn verði seint borinn á borð en þurfum mat á stundinni. Í síðasta lagi, segir ritstjóri Prevention, þá erum við að narta vegna þreytu og ættum frekar að leggja okkur. Íslandsmeistaramótið í polefitness var haldið í annað skiptið hér á landi fyrir stuttu. Íþrótta- greinin er tiltölulega ung á Íslandi en fjöldi stúlkna tók þátt. DV ræddi við sigurvegarann Dagnýju Ólöfu Jónsdóttur sem segir fordóma gagnvart íþróttinni byggða á misskilningi. 52 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 LÍFSSTÍLL „Mig langaði alltaf að prufa og ákvað loksins að kýla á þetta,“ segir Dagný Ólöf Jónsdóttir, nýkrýndur Íslands- meistari í polefitness, en hin 23 ára Nanna Yngvarsdóttir var um leið krýnd polefreestyle-dansari ársins 2010. Frábær líkamsrækt Dagný, sem hafði æft íþróttina í sex mánuði áður en hún keppti á Íslands- meistaramótinu, segist hafa prufað af einskærum áhuga en ekki til að reyna að léttast eða komast í betra form. „Ég hef engan grunn í íþróttum og hef ekkert æft, nema fótbolta þegar ég var lítil,“ segir hún en Dagný kemur frá Bolungarvík. „Fyrir utan hvað þetta er skemmtilegt er þetta líka frábær lík- amsrækt og ég hef aldrei verið í betra formi,“ segir Dagný sem hefur fjárfest í súlu til að hafa heima við þótt hún sé ekki búin að koma henni upp. Fordómar gagnvart íþróttinni Dagný segir ákveðna fordóma í sam- félaginu gagnvart polefitness en að þeir séu byggðir á misskilningi. „Fólk tengir þetta við nektardans og nekt- arstaði en þetta er alls ekki súludans og við erum ekki að fækka fötum. Minn áhugi er að læra ný trikk og geta framkvæmt þau vel en ég er mikið að skoða trikkin á netinu og læri þau hjá þjálfaranum mínum og æfi mig þar til ég get þau,“ segir hún og bætir við að hún stefni á að fara til annarra landa og keppa. Aðspurð segir hún dugn- að þurfa til að ná langt í íþróttinni. „Til að vinna svona keppni þarf að mæta á æfingar og sinna þessu af al- vöru. Þetta er frábær íþrótt og ég er al- sæl. Enda Íslandsmeistari í polefitn- ess,“ segir hún hlæjandi og bætir við að lokum að áhugasamir geti fengið nánari upplýsingar á www.polefree- style.is indiana@dv.is EKKERT SKYLT STRIPPINU Dagný Ólöf Jónsdóttir Dagný hafði aðeins æft knattspyrnu þegar hún var lítil en fann sig í polefitness og hefur aldrei verið í jafn góðu formi. MYND KRISTINN MAGNÚSSON Flott trikk Dagný Ólöf segir polefitness ekkert tengd nektardansi. Polefitness sn úist um erfið trikk. MYND ÚR EINKASAFNI Polefreestyle dansari ársins 2010 Nanna Yngvarsdóttir er flottur dansari sem var krýnd Polefreestyle-dansari ársins 2010. MYND ÚR EINKASAFN Þetta er frábær íþrótt og ég er alsæl. Enda Íslands- meistari í polefitness.“ Góðir vinir Way segir unglingsstráka lýsa fallegri vináttu sín á milli. Þegar nær dregur tvítugsaldrinum fari hlutirnir að breytast. MYND: PHOTOS.COM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.