Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Síða 56
WIKIHOW.COM LEIÐBEINIR ÞÉR Wiki-síður njóta mikilla vin- sælda meðal vefrápara, bæði má þar auðveldlega fletta upp ýmsum almennum staðreyndum en að auki hefur það færst í vöxt að ýmsar vefsíður hafi meðfylgjandi sérstaka wiki-síðu sem einskonar ítarefni fyr- ir notendur. Wiki-síðan Wikihow.com nýtur nú sífellt meiri vinsælda en þar má finna leiðbeiningar og leiðarvísa af ýmsu tagi um allt milli him- ins og jarðar. Gildir þá einu hvort bæta eigi samskiptin við makann eða skipta um pústkerfi á bílnum, wikihow er líklegt til að hafa svarið. GOOGLE-PAD Í AUGSÝN? Fréttamiðlar vestanhafs, meðal annars New York Times, eru nú með vangaveltur um að Google-fyrirtæk- ið sé að vinna að nýrri smátölvu í líkingu við iPad-tölvuna frá Apple. Orðrómurinn komst á kreik eftir að annar stofnandi Google, Eric Schmidt, var staddur í veislu á dögunum og á að hafa látið þetta út sér í samtali við einn veislugestanna. Ef rétt reynist er hugmyndin ekki byggð á neinum brauðfótum því Google hefur þegar Android-stýri- kerfið til að keyra á slíkri tölvu og stærstu vefbókaverslun í heiminum sem að sjálfsögðu þarfnast einhverskonar lestölvu sem væri samhæfð kerfinu. FORMULA 1 Á SJÚKRAHÚSI Þeim miklu fjármunum sem varið er í tækniþróun meðal liðanna sem keppa í Formúlu 1-kappakstrinum skila sér ekki eingöngu í keppnina sjálfa heldur rata þaðan ýmsar uppfinningar til annarra staða í þjóðfélaginu. Þannig er sem dæmi tækni frá Mclaren-liðinu sem var ætlað að lágmarka þann tíma sem hver bíll væri í „pit-stop“ nú notuð við flugumferðarstjórn á Heathrow- flugvelli við gerð spálíkana fyrir flugumferð. Hluti þessarar tækni er nú einnig nýttur á sjúkrahúsi í Lundúnum þegar sjúklingar eru færðir frá skurðstofum yfir á gjörgæslu. ÖRYGGISMIÐSTÖÐ Á FACEBOOK Samskiptavefurinn Facebook hefur sett á laggirnar sérstaka upplýsinga- miðstöð sem tekur á helstu þáttum er varða öryggi notenda og þá sérstaklega barna og unglinga. Á síðu upplýsingamiðstöðvarinnar má finna svör við öllum helstu spurningum sem geta vaknað um öryggisþætti hjá almennum notendum en sérstakir kaflar eru ætlaðir foreldrum, skólastofnunum og löggæsluaðilum. Sem dæmi eru veittar skilmerkilegar leiðbeiningar um hvað skuli taka til bragðs varðandi einelti og kynferðisafbrota- menn. UMSJÓN: PÁLL SVANSSON, palli@dv.is Stórfyrirtækið Microsoft hefur verið þátttakandi á far- og snjallsímamark- aðnum í heilan áratug en aldrei tekist að skara jafnmikinn eld að sinni köku þar eins og á tölvumarkaðnum. Microsoft hefur nú lyft hulunni af nýjum snjallsíma sem á að koma á markað á næstu vikum vestanhafs en með þessu útspili vonast fyrirtækið til að geta sótt inn á þann markað þar sem keppinautarnir Google og Apple virðast nú ráða lögum og lofum. Höfðað til yngri hóps Snjallsími Microsoft kallast Kin og mun verða fáanlegur til að byrja með í tveimur útfærslum sem báðar eiga það sameiginlegt að vera hann- aðar með sérstakri áherslu á vefsamskipti. Þar sem rannsóknir sýna að næsta kynslóð vefnot- enda mun að mestu nota snjallsíma og smátölv- ur í stað hefðbundinna borðtölva til að tengjast samskiptavefjum og spjallkerfum hefur það orðið æ mikilvægara fyrir Microsoft að geta komið snjallsíma á markað sem uppfyllir slíkar væntingar almennings. Tvær útgáfur Til að byrja með verður síminn seldur í tveimur útgáfum, Kin One sem er minni útgáfan með fimm megapixla mynda- vél og 4GB flash-minni og síðan Kin Two sem er með átta mega- pixla myndavél, 8GB flash-minni og möguleika á að taka 720p há- skerpumyndskeið. Báðar útgáfur símans eru búnar snertiskjám og QWERTY lyklaborði sem er rennt fram eins og skúffu. Kin Loop Stýrikerfi símans er byggt á nýjasta símastýrikerfi Microsoft, Windows Phone 7, en hefur eina mikilvæga viðbót sem kallast Kin Loop. Loop eða hringrásin eins og hún gæti kallast á íslensku er samfellt og uppfært streymi upplýsinga frá vinahóp notandans. Þar er að finna skilaboð frá spjallforritum, mynd- skeið, ljósmyndir, uppfærslur af Facebook og Twitter auk annarra skilaboða sem notandinn getur skilgreint að eigi að birtast. Stýrikerfið gerir einnig auð- velt fyrir notandann að deila eigin efni til vinahópsins, hægt er að draga efni, hvort sem um er að ræða myndir, myndskeið eða vefsíður, yfir á sérstakan stað á skjánum sem kallast Kin Spot og sendist það þá sjálfkrafa yfir til vinahópsins. Samstillt við Zune Að sjálfsögðu býr Kin einnig yfir eiginleikum hefðbundins snjallsíma eins og IM, SMS, MMS, póstforriti, netvafra og tónlistarspilara. Hægt er að samstilla Kin við Zune tónlist- arhugbúnaðinn frá Microsoft en að auki er FM móttak- ari í símanum til að geta hlustað á útvarp. Kemur í haust Vodafone í Evrópu hefur gert sérstakan samning við Microsoft um sölu á símanum í eitt ár áður en sala hefst hjá öðrum aðilum en áætlað er að síminn komi fyrst á markað innan Evrópu í Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni á síðari hluta ársins. Ekki er enn ljóst hvenær síminn fer að sjást í hillum verslana hér á landi. palli@dv.is 56 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 HELGARBLAÐ Hlutdeild tölvurisans Microsoft á snjallsímamarkaði í Bandaríkjunum hefur dalað síð- asta árið meðan keppinautarnir Apple og Google hafa samanlagt rakað til sín þriðjungi af kökunni. Fyrirtækið reynir nú að spyrna við fótum og höfða til yngri kynslóðar með nýjum snjallsíma sem væntanlegur er á Evrópumarkað síðar á árinu. Smærri útgáfa símans Minnir en margt á Palm Pre. Nettur sími þetta. KIN-SNJALLSÍMINN FYRIR SAMSKIPTIN Stærri útgáfa símans Getur tekið upp myndskeið í 720p HD og skartar 8 megapixla myndavél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.