Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Qupperneq 58
Eftir þrjár fyrstu keppnirnar í For- múlu 1 hefur Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í grein- inni, aðeins níu stig. Endurkoma hans hefur ekki verið jafnglæst og hann sjálfur ásamt mörgum öðr- um vonuðust til. Mercedes-bíll- inn hefur þó haft sitt að segja en hann er ekki nægilega hraður eins og staðan er. Keppt verður í Sjang- hæ í Kína á sunnudaginn en á þeirri braut fyrir fjórum árum vann Schumacher sína síðustu keppni. Það þykir mjög ólíklegt að Schum- acher vinni sína 92. keppni á ferl- inum um helgina. Kastljósið bein- ist að landa hans, Sebastian Vettel, en Sjanghæ er Red Bull-liði hans minnistæð braut. Í fyrra vann Vett- el keppnina sem var fyrsti sigur Red Bull í Formúlu 1. Ekki nógu hraðir Schumacher endaði fyrstu keppn- ina í Barein í sjötta sæti sem þótti lofa góðu. Tíunda sætið í Ástralíu voru vonbrigði en verra var í Mal- asíu í síðustu keppni þegar hann kláraði ekki vegna bilunar. „Ég við- urkenni fúslega að þessar keppnir hafa ekki verið mér góðar en það eru ástæður fyrir því. Ég þekki Form úluna inn og út og þegar ég fór ítarlega yfir síðustu keppnir sé ég að það er allt að ganga eðlilega. Það er bara hægt að taka eitt skref í einu og ég er viss um að við erum að því,“ segir Schumacher. Mercedes-liðið er undir stjórn Ross Brawn sem gerði Jenson Button að heimsmeistara í fyrra. Hann segir Mercedes ekki til- búið í toppbaráttuna eins og staðan er. „Kringum- stæður í fyrstu keppn- unum hafa haft sitt að segja hvað varðar fram- göngu Schumachers. Ég er samt mjög ánægð- ur með ökumennina okkar. Við erum búnir að gera ágætlega miðað við hversu hratt bíllinn kemst núna. Við verðum að líta raunsætt á málið, við erum ekki nægilega hraðir til að keppa við þá bestu akkúrat núna. Þetta er nokkuð sem við erum alls ekki sátt- ir við og erum að reyna laga hið snarasata. Það besta fyrir Schumacher væri að fá eina keppni þar sem hann lendir ekki í neinum ryskingum í brautinni til að sýna hversu langt bíllinn er kominn á veg með það sem við viljum að hann sé,“ segir Ross Brawn. Metin tryggð Fernando Alonso, ökumaður Ferr- ari, var maðurinn sem hafði titil- inn af Schumacher árið 2005 þeg- ar hann vann tvö ár í röð á Renault. Hann segir Þjóðverjann vera sama mann og alltaf og að metin hans, sjö heims- meistaratitla og sigur í níutíu og einni keppni, vera tryggð. „Hann er sami Schumi og hann hefur alltaf verið. Ég virði hann mikið og veit alveg að gæðin hjá honum eru til staðar og þau munu sjást þegar Mercedes-bíllinn verður betri,“ segir Alonso um Schumach- er. Hann segir að fyrrum heims- meistarinn geti farið alla leið á tímabilinu, þrátt fyrir slæma byrjun á því. „Ég trúi því innilega að Mich- ael geti unnið í ár. Í það minnsta eru metin hans tryggð því reglurn- ar eru svo strangar núna. Það er enginn bíll sem er miklu betri en sá næsti eins og Ferrari var á sín- um tíma. Ef þú spyrð mig er ég al- veg klár á því að metin hans verða ekki bætt.“ UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 58 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 LEE SHARPE Partípinninn Lee Sharpe var af alvin- sælustu knattspyrnumönnum Englands á sínum tíma. Hann lék með Manchester United frá 1988-1996 þegar hann skrifaði undir við erkifjendurnar í Leeds. Eftir viðkomu í Sampdoria, Bradford, Portsmouth og Exeter endaði hann á Íslandi, nánar til tekið í Grindavík þar sem hann lék sjö leiki tímabilið 2003. Það var hans næstsíðasta félag en hann endaði ferilinn hjá utandeildarliðinu Garforth Town. Dökkur endir á ferli annars góðs fótboltamanns. Hann hætti knattspyrnuiðkun 2004 og fór þá að einbeita sér að sjónvarp- inu. Bæði tók hann þátt í raunveruleikaþáttum, lék í sápuóperum ásamt því að mæta í hina og þessa fótboltaþætti. Á milli þess sem hann stundar nú golf af krafti er hann reglulega gestaræðu- maður yfir matarborðum stuðningsmanna Manchester United fyrir heimaleiki þess. SCHUMI Í BAKKGÍR Endurkoma sjöfalda heimsmeistarans, Michaels Schumach- er, í Formúlu 1 hefur ekki verið glæst enn sem komið er. Í fyrstu þremur keppnum ársins hefur hann best náð sjötta sæti. Hann vonast til að gera betur þegar keppt verður í Sjang- hæ í Kína um helgina en skiptar skoðanir eru um hvort hann eigi eftir að gera atlögu að titlinum. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is n Úrslit 2009 1. Sebastian Vette, Red Bull 2. Mark Webber, Red Bull 3. Jenson Button, Brawn GP 4. Rubens Barrichello, Brawn Gp 5. Heikki Kovalainen, McLaren n Ráspóll 2009 Sebastian Vettel, Red Bull - 1:36:184 n Fljótasti hringur Rubens Barrichello, Brawn GP - 1:32:592 n Brautarmet Michael Schumacher, Ferrari - 1:32:238 n Fyrri sigurvegarar 2009: Sebastian Vettel - Red Bull 2008: Lewis Hamilton - McLaren 2007: Kimi Raikkonen - Ferrari 2006: Michael Schumacher - Ferrari 2005: Fernando Alonso - Renault (HEIMILD: KAPPAKSTUR.IS) Sjanghæ-brautin Ekki nógu hraður Mercedes- bíll Schumachers er ekki nógu fljótur til að berjast við þá bestu. Ósáttur Sjöfaldi heimsmeistarinn vill gera betur en níu stig. Á flugi Felipe Massa varð fyrir alvarlegu slysi í fyrra en leiðir nú stigakeppni ökumanna. HVAR ER HANN Í DAG? UM HELGINA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.