Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 13
föstudagur 6. ágúst 2010 fréttir 13 RektoRinn sem þRáði útRás verandi samstarfsmaður Runólfs á Bifröst en bendir á að starfshættirn- ir hafi breyst með tímanum: „Þegar góðærið nálgaðist, um og eftir árið 2004, þá var eins og hann eiginlega umturnaðist og vildi byggja upp risa- stórt þorp, þenja skólann í allar áttir og kaupa skóla í útlöndum. Það átti að gera allt.“ Runólfur fór ásamt þá- verandi stjórnarformanni Bifrastar, Guðjóni Auðunssyni, til Eistlands og Litháen sumarið 2006 til þess að kanna möguleika á því að kaupa skóla. En vilji Runólfs í þessum efn- um var sá að Bifröst yrði breytt í hlutafélag. Hugmyndin, samkvæmt heimildum DV, var sú að kaupa nokkra litla skóla erlendis og búa til alþjóðlegan háskóla. „Hann fór í miklar framkvæmdir, sem er vafa- samt hvort hafi verið nauðsynlegar og skuldsetti skólann alveg óhemju- mikið,“ segir þessi fyrrverandi sam- starfsmaður Runólfs. „Hann var búinn að búa til svona heim, sem honum fannst vera raunverulegur, en hann var það ekki.“ Þá bendir hann á að þegar leið á feril Runólfs í starfi hafi farið að halla á þær lýðræðishefðir sem verið höfðu við lýði á Bifröst. „Skólinn var alltaf mjög lýðræðislegur, kennar- ar höfðu mikil áhrif og það var mikil hefð fyrir því að starfa eftir ákveðnum reglugerðum.“ Hann segir rektorinn fyrrverandi hafa farið að sniðganga stofnanir innan skólans sem höfðu farið með ákveðið ákvörðunarvald. Þá segir hann að rektorinn hafi inn- leitt nýja stjórnunarhætti þar sem völd hans voru aukin. Ein breytingin gerði honum kleift, þvert á fyrri lög, að sitja lengur en átta ár sem rektor skólans. Þessi fyrrverandi samstarfs- maður Runólfs segir að um hreina einræðistilburði hafi verið að ræða. Í kjölfar þessara breytinga fór að verða vart við mikla óánægju innan veggja skólans. Krafðist 40 milljóna Haustið 2006 var ástandið á Bifröst heldur betur eldfimt. Haldinn var starfsmannafundur kennara þar sem samin var harðorð yfirlýsing. Þar var lýst yfir miklum áhyggjum með starfshætti stjórnar skólans og rekt- ors og bent á að þær gengju þvert á þær venjur sem Háskólinn á Bifröst hafði tileinkað sér. Þá kom fram að lítið sem ekkert samráð hefði ver- ið haft við kennara og starfsfólk um veigamiklar breytingar á reglugerð og samþykktum sem nýlega höfðu tekið gildi, til dæmis varðandi af- nám fræðslu- og rannsóknarráðs og ráðningarferli og ráðningartíma rektors. Þá tók hópur nemenda sig til og kærði Runólf til siðanefndar skól- ans vegna embættisafglapa, ósæmi- legrar hegðunar og óeðlilegs sam- neytis við nemendur. „Runólfur varð alveg brjálaður yfir þessu, alveg gjör- samlega brjálaður,“ segir fyrrverandi nemandi í samtali við DV. Hann seg- ir Runólf hafa brugðist við með því að fjölrita kæruna og dreifa henni til nemenda skólans og leita svo eft- ir stuðningi við sig með atkvæða- greiðslu. Samstarfsfélagi Runólfs á þessum tíma segir að ef Runólfur hefði brugðist á afslappaðri hátt við kærunni hefðu hlutirnir getað farið öðruvísi, en viðbrögð hans hafi gert útslagið. Að lokum sagði hann starfi sínu lausu, frá og með 1. desember 2006. Runólfur sagði þetta í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér um málið: „Ég hef undanfarin sjö ár gefið þess- um skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið.“ Heimildir DV herma að hann hafi krafist rúmlega 40 milljóna í starfslokasamning frá Bifröst, eða launa fyrir þau tvö ár sem eftir voru af samningi hans. Niður- staðan varð að lokum sú að Runólfur fékk á bilinu 15 til 20 milljónir króna í starfslokasamning. Þá benda heim- ildir blaðsins til að hann hafi notað hluta af þeirri fjárhæð í fjárfestingar þær sem verið hafa til umfjöllunar upp á síðkastið. Ágúst Einarsson tók við af Runólfi í stöðu rektors og benti á miklar skuldir skólans. En í lok stjórnartíðar Run- ólfs var eigið fé Bifrastar 74 milljónir króna og skuldir 678 milljónir. Horft heim Þegar Runólfur hafði lokið störf- um sínum á Bifröst tók hann þátt í að stofna háskólasamfélagið Keili á gamla varnarsvæðinu í Keflavík og sinnti þar stöðu framkvæmdastjóra til ársins 2009. Á því tímabili, eða árið 2007, stóð Runólfur einnig í fjárfest- ingum þeim sem verið hafa til um- fjöllunar undanfarna viku. Ljóst er að Runólfur fékk fyrirgreiðslu til hluta- bréfakaupa eignarhaldsfélags síns frá Sparisjóðnum í Keflavík í tengsl- um við framkvæmdastjórastöðu hans hjá Keili. Runólfur fékk, eins og DV hefur fjallað um, einnig lán upp á 55 milljónir í gegnum annað fjárfest- ingafélag, sem ber sama nafn og fæð- ingarbær hans, Teigur ehf. Vorið 2009 hætti Runólfur svo störfum fyrir Keili og hélt í ferðalag til Ástralíu. Um þetta þriggja mánaða ferðalag ritaði Runólfur ferðasög- una: „Enginn ræður för – reisubók úr neðra.“ Þar lýsir Runólfur því hvernig hann á miðjum aldri stendur frammi fyrir því að þurfa að breyta lífi sínu til að ná líkamlegri heilsu og andlegu jafnvægi.  Kolbrún Bergþórsdóttir sagði hann vel skrifandi í Kiljunni og hrósaði honum fyrir að segja sláandi hluti í stuttum texta. Þá sagði hún höfundinn áhugaverðan og mikinn tilfinningamann. Óvíst er hvað Run- ólfur tekur sér nú fyrir hendur en í lokaorðum reisubókarinnar segir: „Á morgun færi ég heim. Þar er mín fjöl- skylda. Þar er minn klettur.“ Enginn ræður för Reisubók Runólfs um ferðir hans í Ástralíu fékk fína dóma hjá gagnrýnendum og þótti lýsa tilfinningasömum manni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.