Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 2
Fékk 600 milljóna lán við starFslokin n Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrverandi forstjóri Sjóvár og fyrrverandi landsliðs- fyrirliði í handknattleik, fékk tæplega 600 milljóna króna kúlulán frá Íslands- banka til hlutabréfakaupa þegar hann lét af störfum hjá tryggingafélaginu í árslok 2005. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Þorgils Óttars við Sjóvá og í öðrum gögnum sem DV hefur und- ir höndum. Þorgils Óttar hætti hjá Sjóvá því rýma þurfti fyrir Þór Sigfússyni. Lánið frá Íslandsbanka notaði Þorgils Óttar til að kaupa fjörutíu prósenta hlut í fasteignafélag- inu Klasa af Íslandsbanka og Sjóvá. Samkvæmt gögnunum var lánið skilyrt á þann hátt að Þorgils Óttar varð að nota það til að kaupa hlutabréfin í Klasa en hann varð jafnframt forstjóri félagsins í kjölfarið á starfslokunum hjá Sjóvá. milljónaFólkið í orkuveitunni n Æðstu stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur fá vel á aðra milljón króna í mánaðarlaun, auk þess sem sumir þeirra hafa notið ríkulegra hlunninda ofan á mánaðarlaun sín. Hjörleifur Kvaran forstjóri fær til að mynda um 1,9 milljón í mánaðar- laun fyrir störf sín. Rétt á eftir honum kemur Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Orkuveitunni, með um 1,8 milljón í mánaðarlaun. Páll Erland, fram- kvæmdastjóri veitureksturs hjá Orkuveitunni fær tæpa 1,8 milljón króna á mánuði. Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitunn- ar, fylgir þeim svo fast eftir og er með um 1,6 milljón króna í mánaðarlaun. Eftir að DV fjallaði um Mercedes Benz-lúxusjeppa sem fjármála- stjórinn átti að fá afnot af sem hluta af starfskjörum sínum, ákvað hún að skila jeppanum. Sameiginleg árslaun þessara toppa Orkuveitunnar eru um 85,2 milljónir. viðskiptaFélagi runólFs dæmdur Fyrir skjalaFals n Steinbergur Finnbogason, nú- verandi eigandi og stjórnarmaður eignar haldsfélagsins Obduro, sem framan af var í eigu Runólfs Ágústs- sonar, var árið 2002 dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir skjalafals. Eins og DV hefur fjallað um færði Runólfur Ágústsson, sem ráðinn var umboðsmaður skuldara í júlí, eignarhaldsfélag- ið Obduro yfir á lögmanninn Steinberg Finn- bogason árið 2008. Samkvæmt heimildum DV innan úr bankakerfinu þarf að afskrifa rúmlega 500 milljóna króna hlutabréfaskuld félagsins. Samkvæmt upplýsingum af vefsíðu Hæstaréttar var Steinbergur dæmdur fyrir skjalafals í Hér- aðsdómi Reykjavíkur sem og í Hæstarétti Íslands. Ekki er vitað hvers vegna Run- ólfur færði Obduro yfir á Steinberg á sínum tíma eða hvort greitt hafi verið fyrir það. En ljóst er að undir lok árs 2008 skuldaði félagið tæpar 530 milljónir króna. Steinbergur var nemandi í lögfræði við Háskólann á Bifröst þegar Runólfur var rektor og sat meðal annars í háskóla- og íbúaráði skólans. Steinbergur hlaut einnig tvo dóma fyrir skjalafals árið 1990. Árni Páll Árnason félags- og trygginga- málaráðherra kallaði á þriðjudag eftir upplýsingum um skuldamál Runólfs allt frá árinu 2003. Þá bað hann Runólf um að stíga til hliðar sem umboðsmaður skuldara. Runólfur sagði í kjölfarið af sér embætti. 2 3 1 Sölvi á trúnó með Davíðn æviSaga Jónínu Ben í fæðingu n runólfur hættur Sem umBoðSmaður SkulDara LAUNAÐ MEÐ 600 Þorgils Óttar Mathiesen: miðvikuDagur og fimmtuDagur 4. – 5. ÁgÚST 2010 dagblaðið vísir 88. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 n feitur StarfSlokaSamningur frá SJóvá og íSlanDSBanka n fékk lánið á „hagStæðum kJörum“ og án þóknunar n Bað Seinna um afSkrift lánSinS n nýfluttur í einBýliShúS BankaStJóra féLAgi rUNóLfs vAr dæMdUr fyrir skjALAfALs ofurlaun í orkuveitu n StJórar með næStum tvær millJónir á mánuði fréttir n Jón áSgeir JóhanneSSon Batt miklar vonir við SamStarfið við mileStone „StJórna iSB og græða peninga“ fréttir stöð 2: krækti í hjörvAr fréttir fréttir fólk grEiddi sér ArÐ Á tAPÁri steini í kók stendur illa: MiLLjóNA kÚLULÁNi 2 fréttir 4. ágúst 2010 miðvikudagur Steinbergur Finnbogason, núver- andi eigandi og stjórnarmaður eign- arhaldsfélagsins Obduro, sem fram- an af var í eigu Runólfs Ágústssonar, var árið 2002 dæmdur í átta mán- aða skilorðsbundið fangelsi í Hæsta- rétti Íslands fyrir skjalafals. Eins og DV hefur fjallað um færði Runólfur Ágústsson, sem ráðinn var umboðs- maður skuldara í júlí, eignarhalds- félagið Obduro yfir á lögmanninn Steinberg Finnbogason árið 2008. Samkvæmt heimildum DV innan úr bankakerfinu þarf að afskrifa rúm- lega 500 milljóna króna hlutabréfa- skuld félagsins. Samkvæmt upplýsingum af vef- síðu Hæstaréttar var Steinbergur dæmdur fyrir skjalafals í Héraðs- dómi Reykjavíkur sem og í Hæstarétti Íslands. Ekki er vitað hvers vegna Runólfur færði Obduro yfir á Steinberg á sínum tíma eða hvort greitt hafi verið fyrir það. En ljóst er að undir lok árs 2008 skuldaði félagið tæpar 530 milljónir króna. Steinberg- ur var nemandi í lögfræði við Háskól- ann á Bifröst þegar Runólfur var rekt- or og sat meðal annars í háskóla- og íbúaráði skólans. Steinbergur hlaut einnig tvo dóma fyrir skjalafals árið 1990. Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra kallaði í gær eftir upplýsingum um skuldamál Runólfs allt frá árinu 2003. Þá bað hann Runólf um að stíga til hliðar sem umboðsmaður skuldara. Run- ólfur sagði í kjölfarið af sér embætti. Sakfelldur fyrir skjalafals Á vefsíðu Hæstaréttar er að finna upplýsingar um dómsmálið sem er númer 125/2002 í dómasafni Hæsta- réttar. Steinbergur var dæmdur fyrir skjalafals í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. febrúar árið 2002. Hann áfrýj- aði málinu til Hæstaréttar Íslands sem staðfesti dóm héraðsdóms, 26. september 2002. Var Stein- bergur í kjölfarið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir skjala- fals, fyrir að hafa fram- vísað fjórum tékk- um undirrituðum af Guðlaugi Búa Þórð- arsyni, samstarfs- félaga sínum, og var hver þeirra upp á 1.000.000 krónur, og að hafa reynt að innleysa þá og síðan inn- heimta. Í dómi Hæstaréttar þótti sannað að tékk- arnir væru úr hefti í eigu Guðlaugs sem var með undirrituðum en óútfylltum tékkum. Runólfur sagðist í samtali við DV í síðustu viku ekkert hafa fylgst með stöðu félagsins frá því að hann losaði sig við það. Að- spurður af hverju hann hafi selt félagið til Steinbergs árið 2008, sagði Runólfur að hann hefði talið „... eðlilegt að selja fé- lagið á þeim tíma.“ Spurður hvort hann hafi þekkt Steinberg á þeim tíma sagði Runólfur: „Ég vissi alveg hver hann var.“ Opinberrar rannsóknar krafist Í umfjöllun um skjalafölsunarmál Steinbergs á heimasíðu Hæstarétt- ar Íslands kemur fram að forsaga málsins er sú að hinn 21. júní 1999 hafi Guðlaugur Búi Þórðarson kært meintan þjófnað á fjórum tékka- eyðublöðum úr tékkhefti sínu. Guð- laugur Búi mun hafa verið ásamt Steinbergi félagi í spilaklúbbi vor- ið 1998 og geymdi hann tékkhefti á eigin reikning í Landsbanka Íslands í húsnæði klúbbsins. Þá kemur fram að í heftinu hafi verið eyðublöð sem hafi verið undirrituð af Guðlaugi en óútfyllt að öðru leyti. Guðlaugur Búi hafi tekið tékkheftið þegar hann hafi gengið úr klúbbnum en ekki tek- ið eftir því að eyðublöð vantaði fyrr en Steinbergur hafi krafið hann um greiðslu á fjórum tékkum úr heft- inu, hverjum að upphæð ein milljón króna.  Þá hafi komið í ljós að tékk- arnir, sem báru númerin 7360215, -216, -217, -218, voru úr áðurnefndu hefti. Í kærunni var opinberrar rann- sóknar krafist á því hvernig Stein- bergur hefði komist yfir tékkaeyðu- blöðin og hver hefði fyllt þau út. Steinbergur hélt því fram fyrir dómi að Vésteinn Gauti Hauksson hefði afhent sér tékkana í því skyni að tryggja að Vésteinn myndi innan ákveðins tíma greiða um 4.000.000 króna skuld við sig vegna uppgjörs eftir lok samstarfs þeirra. Í Hæstarétti þótti ekki koma nein haldbær skýring frá Steinbergi á því á hverju skuld Vé- steins við hann hefði byggst. Þá and- mælti Vésteinn því fyrir dómi að hafa afhent Steinbergi tékkana og skuldað honum fé. Þegar þessa var gætt þótti ekki hafa komið fram nein haldbær skýring á því hvers vegna Steinberg- ur hefði haft skjölin undir höndum og framvísað þeim í banka í því skyni að fénýta sér þau. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Markús Sig- urbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Gagnrýnir ráðherra Runólfur var skipaður í embætti um- boðsmanns skuldara fyrir hálfum mánuði eftir að níu höfðu sótt um embættið. Rektorinn fyrrverandi var hins vegar metinn hæfastur. Ekki var tekið fram í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu um ráðn- inguna hvernig hæfnismatið fór fram. Í bréfi sem Runólfi barst frá ráðuneyt- inu í gær sagði meðal annars að á um- boðsmanni skuldara hvíli sú ábyrgð að semja fyrir hönd fólks við kröfu- hafa. Ráðuneytið fór þess þá á leit við Runólf að hann upplýsti ráðuneytið um lánaviðskipti og skuldaskil sín og félaga sem eru eða hafa verið í eigu hans frá 1. janúar 2003. Í Kastljósi greindi Runólfur frá því að félags- málaráðherra hefði farið þess á leit við hann að hann segði af sér emb- ætti umboðsmanns skuldara. Það gerði Runólfur en gagnrýndi Árna Pál harðlega og sagði lítinn „mannsbrag“ af frammistöðu hans í því og að hann hefði ekki viljað taka pólitíska höggið sem ráðningunni fylgdi. Viðskiptafélagi Runólfs dæmduR fyRiR skjalafals Steinbergur Finnbogason núverandi eig- andi og stjórnarmaður eignarhaldsfélags- ins Obduro, sem framan af var í eigu Run- ólfs Ágústssonar, var árið 2002 dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir skjalafals. Runólfur færði félagið yfir á Steinberg árið 2008, en þá voru skuldir þess komnar yfir 500 milljón- ir króna. Félagsmálaráðherra bað hann í gær um að stíga til hliðar sem umboðs- maður skuldara. Það hefur hann nú gert. ÍHUGAR AÐ FARA AFTUR Á SJÓINN MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 28. – 29. JÚLÍ 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 86. TBL. 100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 UMBOÐSMAÐUR SKULDARA: SLAPP VIÐ HÁLFAN MILLJARÐ n RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON FÉKK LÁN FYRIR ICEBANK n „ÞESSI VIÐSKIPTI VORU EÐLILEG“ n SPARISJÓÐURINN VERÐUR AÐ AFSKRIFA n FÆRÐI GJALDÞROTA FÉLAG Á KUNNINGJA n „VIÐSKIPTIN FÓRU FRAM AÐ FRUMKVÆÐI BANKANS“ SKULD UGUR SKULD A- RÁÐGJ AFI n BJÖRN VALUR GÍSLASON ER ÞREYTTUR Á ÞINGMENNSKU ELÍAS HELGI KOFOED-HANSEN: Á TRÚNÓ MEÐ AXL ROSE FÓLK JÓN VIÐAR DÆMIR HALLVEIGU EHF. MERKISKONA Á „SKEGGJAÐRI SKÁLMÖLD“ FÓKUS GÖTUSALAR FLÆMDIR ÚR MIÐBORGINNI BUFFETT VILDI FJÁRFESTA Í ORKU Á ÍSLANDI n ROSS BEATY SVARAR ENGU UM AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR FRÉTTIR 10 ÓDÝRARMÁLTÍÐIR Í MIÐBORGINNI TORTÓLALÁN BJÖRGÓLFA RANNSAKAÐ n SUMARHÖLLIN Í PORTÚGAL ENN TIL SÖLU FRÉTTIR jón bjaRki maGnúSSOn blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með þessari háttsemi hafi Steinbergur notað fölsuð skjöl í þeim tilgangi að blekkja með þeim í lögskiptum og telst Steinbergur með því hafa fullframið brot gegn 1. málsgrein, 155. greinar al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skjalafals SteinbergurFinnbogason tókviðeignarhaldsfélagiRunólfsárið 2008,enþáskuldaðiþaðtæpar530 milljónir.Steinbergurvarárið2002 fundinnsekurumskjalafals. 28. júlí 2010 8 fréttir 4. ágúst 2010 miðv ikudagur Topparnir í Orkuveitu Reykjavíkur hafa tæpar tvær milljónir króna á m ánuði, þrátt fyrir erfiða fjárhags- stöðu fyrirtækisins. Auk forstjóra, fjármálastjóra og nokkurra framkvæm dastjóra, er fjöldi sviðsstjóra með rétt undir milljón á mánuði. Vefstjóri Orkuveitunnar er með 879 þúsund á mánuði og upplýsingafulltrúi er með 821 þúsund krónur. MILLJÓNAFÓLKIÐ Í ORKUVEITUNNI Æðstu stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur fá vel á aðra millj- ón króna í mánaðarlaun, auk þess sem sumir þeirra hafa notið ríku- legra hlunninda ofan á mánaðar- laun sín. Hjörleifur Kvaran forstjóri fær til að mynda um 1,9 milljónir í mánaðarlaun fyrir störf sín. Rétt á eftir honum kemur Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Orkuveitunni, með um 1,8 millj- ónir í mánaðarlaun. Páll Erland, framkvæmdastjóri veitureksturs hjá Orkuveitunni fær tæpar 1,8 milljón- ir króna á mánuði. Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitunnar, fylgir þeim svo fast eftir og er með um 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Eftir að DV fjallaði um Mercedes Benz-lúxus- jeppa sem fjármálastjórinn átti að fá afnot af sem hluta af starfskjör- um sínum, ákvað hún að skila jepp- anum. Samanlögð árslaun þessara toppa Orkuveitunnar eru um 85,2 milljónir. Fjórtán sviðsstjórar Fleiri lykilstarfsmenn Orkuveitunn- ar hafa um og yfir eina milljón króna í mánaðarlaun. Þeirra á meðal er Loftur Reimar Gissurarson, sem er einn framkvæmdastjóra Orkuveit- unnar með 1.083.142 krónur á mán- uði. Þrátt fyrir að hjá Orkuveitunni sé starfandi forstjóri, auk nokkurra framkvæmdastjóra, ákvað meiri- hluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík að Harald- ur Flosi Tryggvason yrði starfandi stjórnarformaður Orkuveitunnar með um 920 þúsund krónur á mán- uði. Við það fjölgaði enn í hálaun- aðri yfirstjórn fyrirtækisins. Auk forstjórans, framkvæmdastjóranna, stjórnarformannsins og fjármála- stjórans eru svo 14 sviðsstjórar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Laun margra þeirra eru rétt undir einni milljón króna á mánuði. Ingólfur Hrólfsson, sviðsstjóri nýrra virkjana fær til að mynda 893.606 krónur í mánaðar- laun og Ólöf S. Pálsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs fær 762.680 krónur í laun á mánuði. Elín Smáradóttir, lögfræðing- ur sem er titluð framkvæmdastjóri auðlinda og laga, fær 929.000 krón- ur í laun á mánuði. Ingi J. Erlingsson sviðsstjóri fjár- og áhættustýringar er með svipuð laun eða um 961.227 krónur á mánuði. Vefstjóri með 879 þúsund Það eru ekki aðeins lykilstjórn- endur Orkuveitu Reykjavíkur sem njóta hárra launa. Eiríkur Hjálm- arsson upplýsingafulltrúi fyrirtæk- isins er með um 821 þúsund krónur í mánaðarlaun. Annar starfsmað- ur af upplýsingasviði, Helgi Péturs- son, sem er titlaður vefstjóri, fær 879 þúsund krónur á mánuði í sinn hlut. Starfsmannastjóri fyrirtækis- ins, Skúli Waldorff, fær 905 þús- und krónur í laun á mánuði. Rann- veig Tanya Kristinsdóttir, sviðsstjóri reikningshalds og launa, fær um 800 þúsund krónur á mánuði. Laun endurskoðuð Fram hefur komið að meirihluti Sam- fylkingar og Besta flokksins hefur boðað allsherjarúttekt á starfshátt- um Orkuveitunnar. Þessari úttekt á að vera lokið um miðjan ágúst. Meðal þess sem tekið er til skoðunar í úttekt- inni er hár launakostnaður fyrirtækis- ins. Í Fréttablaðinu á þriðjudag kom fram að meðallaun starfsmanna fyr- irtækisins eru um 470 þúsund krón- ur á mánuði. Meðallaun hafa hækk- að um 16 prósent á þremur árum og heildarlaunakostnaður fyrirtækisins nam um 3,7 milljörðum króna á síð- asta ári. Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður hefur boðað niður- skurð í rekstri Orkuveitunnar til þess að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins. Auk þess eru fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá. Á sama tíma og Orkuveitan, sem er opinbert fyrirtæki, greiðir hluta starfs- manna sinna mjög há laun, glímir fyr- irtækið við mjög erfiða skuldastöðu. Talið er að Reykjavíkurborg þurfi að taka frá um 10 milljarða á ári til að vernda fyrirtækið greiðslufalli. Fjár- hagsstöðu Orkuveitunnar má rekja til erlendra lána sem tekin voru fyrir bankahrun og hafa skuldirnar hækk- að mikið eftir að gengi krónunnar hrundi. VaLgeir örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is rannVeig Tanya KrisTinsdóTTir Sviðstjórireikningshalds. Mánaðarlaun: 802.463 kr. HjörLeiFur KVaran Forstjóri. Mánaðarlaun: 1.905.335 kr. anna sKúLadóTTir Framkvæmdastjórifjármála. Mánaðarlaun: 1.608.932 kr. LoFTur reiMar gissurarson Framkvæmdastjórioggæðastjóri. Mánaðarlaun: 1.083.142 kr. guðMundur Þóroddsson Fyrrverandiforstjóri. Mánaðarlaun: 1.050.748 kr. HaraLdur FLosi TryggVason Formaðurstjórnar. Mánaðarlaun: 920.000 kr. guðLaugur gyLFi sVerrisson Fyrrverandiformaðurstjórnar. Mánaðarlaun: 791.668 kr. eiríKur HjáLMarsson Upplýsingafulltrúi. Mánaðarlaun: 821.000 kr. KrisTján n. óLaFsson Sérfræðingur. Mánaðarlaun: 1.017.000 kr. Þorgeir einarsson Rafmagnsverkfræðingur. Mánaðarlaun: 850.000 kr. PáLL erLand Framkvæmdastjóri. Mánaðarlaun: 1.778.570 kr. eLín sMáradóTTir Framkvæmdastjóriauðlindaoglaga. Mánaðarlaun: 929.280 kr. ingóLFur HróLFsson Sviðsstjórinýrravirkjana. Mánaðarlaun: 983.606 kr. óLöF s. PáLsdóTir Sviðsstjórifjármálasviðs. Mánaðarlaun: 762.680 kr. ingi j. erLingsson Sviðsstjórifjár-ogáhættustýringar. Mánaðarlaun: 961.227 kr. sKúLi WaLdorFF Sviðsstjóristarfsmannamála. Mánaðarlaun: 905.020 kr. HeLgi PéTursson Vefstjóri. Mánaðarlaun: 879.026 kr. laun innan or Haraldur Flosi Tryggvason Laun:920.000 anna skúladóttir Laun:1.608.932 Hjörleifur Kvaran Laun:1.920.000 Auk forstjórans, framkvæmda- stjóranna, stjórnar- formannsins og fjár- málastjórans eru svo 14 sviðsstjórar hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Starfsfólk Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum mokaði í þrjá risastóra hauga öllum þeim útilegubúnaði sem skilinn var eftir í Herjólfsdal á mánudag. Um kvöldið og daginn eftir leituðu leiðir gestir til nefndarinnar því þeir söknuðu verð- mæta sinna. hitt málið 2 fréttir 6. ágúst 2010 föstudagur • Hindrar blöðrumyndun – verndar fætur • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka • Gervihúð sem andar Compeed plásturinn „Ég hef oft farið á Þjóðhátið í Eyjum en ég mun nú hugsa mig tvisvar um áður en ég fer þangað aftur. Seinni- partinn á mánudag var búið að taka hústjaldið mitt, ásamt fullt af verð- mætu dóti, og demba því á mikla tjaldhauga því starfsmenn voru greinilega búnir að ákveða að ég væri farinn frá Eyjum. Mér finnst það lágmark að leyfa fólki að fara áður en þeir fara að hreinsa dalinn,“ seg- ir reiður gestur sem sótti Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Fleiri slíkar frásagnir hafa borist DV eftir að Þjóðhátíðinni lauk þar sem hátíðargestir sakna verðmæta sinna, tjalda og annars útilegubún- aðar. Páll Scheving, formaður Þjóð- hátíðarnefndar, staðfestir að öllum þeim útilegubúnaði sem lá á víða- vangi síðla mánudagsins hafi ver- ið mokað í þrjá risastóra hauga. Það segir hann hafa verið gert þar sem von var á vondu veðri. Þrír haugar „Ég fór ekki frá Eyjum fyrr en snemma á þriðjudagsmorgun en ég var staddur í öðru tjaldi í vonsku- veðri þegar tjaldið mitt var tekið. Allt dótið mitt var tekið; ferðataska full af dýrum fötum, svefnpokar, stólar og alls konar útilegubúnaður. Síð- an stóð ég þarna við haugana með fjölda fólks sem var að leita að dót- inu sínu. Þarna var til að mynda mið- aldra fólk sem hafði skroppið inn í bæ til að borða og á meðan var öllu dótinu þeirra hent á haugana,“ segir reiði þjóðhátíðargesturinn. Páll segir að hópur gesta hafi leit- að til sín með slíkar frásagnir og far- ið fram á bætur. Aðspurður segir hann bætur ekki standa til boða en reynt hafi verið að aðstoða gestina við að finna eigur sínar. „Fólk hef- ur haft samband við mig út af svona málum og við höfum getað hjálpað einhverjum með því að finna dótið í haugunum. Það var farið að blása all hressilega og flestir búnir að yf- irgefa tjaldsvæðið. Þarna lágu tjöld út um allt og við drógum einfaldlega allt þetta drasl í hauga á svæðinu til að við þyrftum ekki að vera tína þetta úr fjöllunum næstu daga á eftir,“ seg- ir Páll. Gat leitað „Við þurftum að bregðast við að- stæðum og tókum það sem lá á víða- vangi. Það sem var heillegt var dreg- ið í þrjár stórar hrúgur og þar gat fólk leitað að sínu glataða hafurtaski. Þar fyrir utan er það þekkt víða á útihá- tíðum að haldnar séu tjaldbrennur en við erum í öðru umhverfi því hér er meira um dýran búnað sem skil- inn er eftir,“ segir Páll. Fyrir utan þann búnað sem fólk saknaði segir hann gífurlegt magn af búnaði sem var einfaldlega skil- inn eftir. Hann bendir á að farið hafi verið með verðmæta hluti á lög- reglustöðina. Aðspurður segir Páll einnig nokkuð um að stolið hafi ver- ið úr tjöldum. „Það er stundum eins og fólk standi upp á mánudegin- um, hristi sig aðeins og gangi síðan í burtu frá öllum búnaði. Síðan er það nú því miður þannig að fólk er einn- ig að yfirgefa tjöldin sín með verð- mætum í og þegar svo er gert er allt- af hætta á gripdeildum. Því miður er bara lífið þannig,“ segir Páll. Verðmætin fóru beint á haugana trausti hafsteinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Mér finnst það lágmark að leyfa fólki að fara áður en þeir fara að hreinsa dalinn. stemning á Þjóðhátíð Þráttfyrir góðastemninguáÞjóðhátíðurðu nokkrirgestirsárirútístarfsfólkÞjóð- hátíðarnefndar.Mynd hörður sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.