Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 25
föstudagur 6. ágúst 2010 erlent 25 Talið er að bankinn hafi geymt um 20 milljarða Bandaríkjadala, um 2.300 milljarða íslenskra króna, á leynilegum reikn- ingum viðskiptavina sinna og aflað UBS um 200 milljóna dala á ári í gróða. ingana sína í UBS. Líkt og Michael Bronner, blaðamaður Global Post, komst að orði, jafnaðist það á við dauðasynd í Sviss, þar sem banka- leyndin er orðin eitt af þjóðarein- kennunum. Blaðamaður Global Post segir að svo virðist sem dagar hinnar miklu svissnesku bankaleyndar séu taldir og að það sé einvörðungu Birken- feld að þakka. „Birkenfeld verður að telja til mikilvægustu uppljóstrara allra tíma. Aleinn gerði hann árið 2009 á árinu þegar heimurinn gat loksins barist af alvöru á móti skatt- svikum,“ skrifuðu leiðarahöfundar Tax Notes, sem er bandarískt fag- tímarit um skattamál og útnefndu hann mann ársins. En hvers vegna situr Bradley Birkenfeld í fangelsi, fyrst hann er jafn mikil hetja og af er látið? Dæmdur í fangelsi „Ef herra Birkenfeld hefði ekki gengið inn um dyr dómsmálaráðu- neytisins sumarið 2007, efast ég um að Bandaríkjastjórn hefði uppgötv- að þessi gríðarlega umfangsmiklu skattsvik. Hann hefur verið ákaf- lega hjálpsamur og sagt rétt frá,“ sagði Kevin Downing, lögmaðurinn sem fór fyrir rannsókninni á hend- ur UBS, í réttarsalnum í ágúst í fyrra eftir að Birkenfeld hafði játað sök í einu ákæruatriði. En tæpum stund- arfjórðungi síðar kom hann öllum í réttarsalnum í opna skjöldu. Hann snerist skyndilega gegn uppljóstr- aranum hjálpsama. „Við krefjumst þess að hann sæti fangelsisvist,“ sagði lögmaðurinn og benti á Birk- enfeld. Líkt og Global Post útskýrir kom refsigleði bandarískra stjórn- valda gegn Birkenfeld mjög á óvart þar sem uppljóstrarar eru sjaldnast sendir í fangelsi, hvað þá ákærðir. Birkenfeld var dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Síðan þá hafa verjendur hans reynt að fá dóminum hnekkt og í júlí skrifaði Birkenfeld Obama forseta bréf og bað um náðun. Stakk demöntum í tannkremstúbu Í starfi sínu hjá UBS-bankanum beittu Birkenfeld og starfsbræð- ur hans ýmsum ráðum til að lokka auðmenn til að færa fjármuni sína inn á leynireikningana í Sviss. Hver starfsmaður sá um hundruð við- skiptavina og þurfti að fljúga vítt og breitt um heiminn til að funda með þeim. Birkenfeld þurfti þó aðeins að annast 40 viðskiptavini. Það var vegna þess að hann sat á gullkálfi; einum auðmanni sem kom fyrir yfir 200 milljónum Bandaríkjadala á reikninga sína hjá UBS. Igor Olenic- off, bandarískur milljarðamæringur af rússneskum ættum, var gullkálf- ur Birkenfeld hjá UBS, en varð óvin- ur hans eftir uppljóstranirnar. Olenicoff, hafði áður en Birk- enfeld hóf störf hjá UBS, verið skjólstæðingur hans hjá öðrum bankastofnunum sem höfðu kom- ið fjármunum hans fyrir í skatta- skjóli á Bahamaeyjum. Birkenfeld hefur ýmislegt á samviskunni hvað þá gjörninga varðar en hann hefur viðurkennt að hafa eitt sinn keypt demanta í Evrópu, stungið þeim í tannkremstúbu og sent þá til Olen- icoff, til að fela umræddar 200 millj- ónir dala. Hann viðurkenndi einnig að hafa búið til flóknar viðskipta- fléttur til að fela fjármunina í bönk- um í Liechtenstein og Danmörku. En Birkenfeld sagði lögmannin- um Kevin Downing ekki frá því fyrr en eftir að sá síðarnefndi hafði yfir- heyrt Olenicoff. Bandarísk stjórn- völd töldu að Birkenfeld hefði leikið tveimur skjöldum og ekki við- urkennt allan þátt sinn í hinum víð- tæku skattsvikum. Dómarinn í mál- inu sagði að ekki væri hægt að horfa framhjá þessum alvarlegu glæpum. Óréttlæti? Bradley Birkenfeld segir hins vegar í samtali við blaðamann- inn Mic hael Bronner í viðtalsher- berginu í fangelsinu að lögmenn bandaríska dómsmálaráðuneytis- ins séu einfaldlega fúlir og öfund- sjúkir. „Þeim hefði aldrei tekist að skúbba þetta. Og ég gerði það. Ég kenndi þeim að vinna vinnuna sína. Ég eyðilagði fyrir svo mörgu valdamiklu og ríku fólki. Ég var uppljóstrari og þeir hata það.“ En eins og Global Post bendir á hlýtur að vera ergilegt fyrir Birk- enfeld að dúsa í fangaklefanum – af öllum þeim sem játuðu sök í stærsta skattsvikamáli sögunnar, yfirmenn UBS, Igor Olenicoff og fimmtán þúsund aðrir skattsvik- arar – situr hann einn í súpunni, eftir að hafa ljóstrað upp um allt saman. Uppljóstrarinn sem dúsir í steininUm Bandaríkjamaðurinn Bradley Birkenfeld gerði eina mestu upp- ljóstrun samtímans þegar hann sagði bandarískum yfirvöldum frá kerfisbundnum skattsvikum bandarískra auðmanna sem stunduð voru í svissneska bank- anum UBS, þar sem hann starfaði. Birkenfeld hóf fyrr á þessu ári þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvist í rammgirtu fangelsi vestra. Margir hafa furðað sig á því að Birkenfeld sitji í steinin- um, á meðan helstu leikend- urnir í svikamyllunni, sem hann ljóstraði upp um, gangi lausir. Hetja eða skúrkur? Bradley Birkenfeld hjálpaði bandarískum auðmönnum að svíkja undan skatti en uppljóstraði um gríðar- lega umfangsmikil svik um allan heim. Á myndinni sést hann fyrir utan fangelsið, daginn sem hann hóf afplánun. Fjallað er um fjölmörg aflandsfélög föllnu íslensku bankanna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem fyrst og fremst voru notuð til að fela eignarhald þar sem komist var hjá yfirtökuskyldu og hækka verð á hlutabréfum í bönkunum. Hinir svokölluðu útrásarvíkingar áttu einnig fjölmörg félög sem skráð voru á aflandseyjum víða um heim. Þessi félög má finna á stöðum eins og á Kýpur, Panama, Bresku Jómfrúaeyjunum, Delaware-fylki í Bandaríkjunum, Cayman-eyjum og fleiri stöðum. Allt eru þetta þekkt aflandssvæði þar sem mjög erfitt getur reynst að fá upplýsingar um raunverulega eigendur félaganna. Talið er að yfir 90 skattaskjól séu í heiminum í dag þar sem milljónir huldufélaga eru starfrækt. Í mörgum tilfellum er aflandsfélag sett upp af banka- stofnun í landi sem býr við mikla bankaleynd, til dæmis Lúxemborg, Sviss eða Liechtenstein. Starfsmenn í þessum bankastofnunum stjórna félögunum og eru þeir einu sem vita hverjir raunverulegir eigendur aflandsfélaganna eru. 90 skattaskjól í heiminum Bankaleynd Í Genf í Sviss eru margar fjármálastofnanir þar sem vitneskju um aflandsfélög víða um heim er að finna. Bankaleyndin í landinu er það mikil að sjaldnast tekst að fá upplýsingar um raunverulega eigendur aflandsfélaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.