Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 22
22 fréttir 6. ágúst 2010 föstudagur segja vinkonurnar og halda áfram að berja saltið úr saltfiskinum.   Símnúmerakerfið Það tekur sjálfsagt ekki langan tíma að muna símanúmer eyjarskeggja. Þau byrja öll á 467-31 og svo í númeraröð. Stella Gunnarsdótt- ir er starfsmaður í handverkshús- inu í Grímsey. Hún segir að þetta númerakerfi hafi lengi verið við lýði. „Það er dálítið fyndið þegar einhver sem ekki býr í eynni hring- ir og spyr um númerið hjá ein- hverjum íbúanna. Þá svarar maður til dæmis 07,“ segir Stella brosandi. Hún hefur alla tíð búið í Grímsey og á tvö börn. Eiginmaðurinn er á sjó. Þar sem enginn formlegur leikskóli er í Grímsey segist Stella stundum vera spurð að því hvort hún losni þá aldrei frá börnunum. „Ég svara því nú þannig til að ég var ekki að eignast börn til að losna við þau,“ segir hún, en í fyrravetur var gerð tilraun með opnun leik- skóla samhliða barnaskólanum. „Það gekk bara mjög vel og við ætl- um að gera þetta aftur í vetur.“  Johnsen fékk Lunda Lundinn er alltaf dálítið einmana- legur þar sem hann stendur á syll- um og fikrar sig nær brún þegar mannfólkið nálgast hann. Svo flýg- ur hann. En það eru margir lundar sem enda á matarborði fjölskyldn- anna í Grímsey og víðar því Gríms- eyingar eru farnir að útvega lunda til Vestmannaeyja. „Árni Johnsen bað mig um að senda sér nokkra lunda,“ segir Garðar Ólason en hann hefur upp á síðkastið fengið mörg símtöl þar sem Vestmanna- eyingar eru að biðja um lunda. Ekki stóð á svari hjá einum eldri Grímseyingi sem reyndar er brott- fluttur. „Það eru helvítis flottrollin sem eru að drepa öll seyði. Þetta er alveg vitað. Og svo eru menn hissa á því að lundanum fækki.“  Matarkista Grímsey er matarkista bæði á landi og legi. Fuglarnir, fiskurinn og svo slæðist einn og einn hvalur í veið- arfæri sjómannanna í Grímsey. Íbúarnir eiga kjötstykki af hnýs- um, höfrungum og öðrum hvala- tegundum til í frystikistunum. „Ég vil bara geta farið út og skotið mér til matar þegar ég vil. Þannig lífi vil ég lifa,“ segir einn Grímseyingur- inn, en eini landbúnaðurinn sem stundaður er í Grímsey byggist á nokkrum rollum, íslenskum hæn- um og örfáum gæsum.   Karlalaus eyja Í gegnum aldirnar hafa fræknar sögur verið sagðar af svaðilförum á sjónum hringinn í kringum landið. Grímsey er þar enginn undantekn- ing. En á meðan karlarnir eru á sjó eru konurnar heima og sjá um bú og buru. Færri sögur eru til af þeim þrátt fyrir mikla vinnu og heimilis- hald á heimili sem getur verið ansi fjölmennt og stórt. „Við erum bara heima á meðan karlarnir eru á sjó og sjáum um allt,“ segir ein kona sem hefur búið í Grímsey frá fæð- ingu. „Við þurfum ekkert á sögum um okkur að halda, en auðvitað getur það verið erfitt og þreytandi að vera án kallsins í kannski nokkra mánuði,“ segir konan en hér á árum áður fóru karlmennirnir oft á ver- tíðir vítt og breitt um landið til að þéna fyrir heimilið. „Það er stund- um þannig hér í Grimsey að við erum nánast alveg karlalausar,“ seg- ir konan.   Hættan í klettunum Klettarnir umhverfis Grímsey eru ægifagrir. En þrátt fyrir fegurð- ina eru þeir hættulegir – það vita heimamenn. Á síðustu sextíu árum hafa þrír einstaklingar látist eft- ir hrap í klettunum. Það setur sitt mark á eyjarskeggja og krökkunum eru lagðar harðar lífsreglur um ná- býlið við klettana. Það er þvernhýpt niður í sjóinn og fuglarnir fá alveg að vera í friði, að undanskildum tíma eggjatökunnar.   Félagslífið gott Veturinn í Grímsey er dimmur og þá er eins gott að félagslíf eyjarskeggja sé gott – sem það virðist vera. Þar eru Lionsklúbburinn og kvenfélag- ið fremst í flokki þeirra sem skipu- leggja ýmsa viðburði í eynni. Spila- kvöldin eru vinsæl en konurnar hittast líka til að prjóna reglulega. Svo eru böll og ekki má gleyma veitingastaðnum Kríunni sem hef- ur opið á hverjum degi yfir sumar- tímann. „Stundum er ekkert að gera fram eftir kvöldi en þá allt í einu kemur hópur af fólki sem vill borða eða fá sér í glas,“ segir Gutti kokkur sem reynir að komast til Grímseyjar á hverju sumri til að vinna á Kríunni sem systir hans rekur. „Þetta er bara algjörlega nauðsynlegt fyrir mig – hér hleð ég mín batterí.“  Geitungarnir komnir Ung stúlka í kaffipásu sagðist hafa séð geitung. „Grímsey hefur verið án geitunga og ég bara trúi því ekki að þeir séu að fara að koma núna. Sjitt hvað ég er hrædd við þá,“ sagði stúlkan en hún segist hafa sagt ömmu sinni þetta í gær sem svar- aði um hæl: „Nú jæja, þá kemur það helvíti.“ Í Grímsey eru heldur eng- ar mýs og engar randaflugur. Það er ekki laust við að mont sé í svip eyj- arskeggja þegar þetta er tilkynnt. Kalt norðan við bauginn Við gistiheimilið Bása í Gríms- ey sem er rétt við flugvöllinn er minnismerki. Þar er heimskauts- baugurinn sagður liggja yfir eyna. Á hverju ári færist hann og er nú komin að enda flugbrautarinnar er sagt. Erlendir ferðamenn sem margir koma til Grímseyjar bara til að komast norður yfir heimskauts- baug mæta sumir með gps-tæki til að finna nákvæma staðsetningu. Það á þó ekkert að færa merk- ið. „Við göngum þá aðeins norð- ar og segjum við fólk að nú séum við komin yfir bauginn,“ segir kona sem lóðsar útlenda hópa um eyna. „Stundum segi ég þeim að finna hvað það sé miklu svalara þarna norðan megin við bauginn. Og um leið og þau stíga yfir hann þá segj- ast þau finna fyrir kuldanum,“ segir hún með bros á vör. „En auðvitað er þetta allt í gríni gert og við segj- um þeim það.“ Sjö fyrir hvern Grímseying „Þessir helvítis fréttamenn úr Reykjavík segja fréttir sem skipta engu máli. Það er þetta hér sem skiptir máli,“ segir sjómaður þar sem hann stendur við löndun á bryggjunni og bendir út á sjó. „Á ég að segja þér hvað það þarf marga höfuðborgarbúa til að skapa jafn- miklar gjaldeyristekjur og einn Grímseyingur? Mér er sagt að það þurfi sjö.“  Nítján mínútur Flugferðinni til Akureyrar var flýtt um einn og hálfan tíma. Það voru nefnilega engir túristar með flugvél Flugmálastjórnar sem var nýlent í Grímsey til að flytja farþega til Ak- ureyrar. Ef túristar hefðu kom- ið með vélinni þá hefðu þeir farið í eins og hálfs tíma skoðunarferð um eyna og flogið til baka. „Hún var ekki nema sextán mínútur út í eyju,“ segir maður sem er á leiðinni í land. „Það er ekki dónalegt að fá að fljúga með þessari skal ég segja þér,“ bætti hann við. Krían hefur áhrif á flugið. Áður en vélin tekur á loft þá þarf flug- vallarbíllinn að aka brautina á undan vélinni til að fæla kríuna frá. Svo er gefið í og tekið á loft. Þrjár kríur drápust í þessu flugtaki. Nú eru engir útlendingar með vélinni og allir eru rólegir í leðurklæddri flugmálastjórnarvélinni. Ferðin til Akureyrar tekur 19 mínútur. Grímsey hefur verið án geit- unga og ég bara trúi því ekki að þeir séu að fara að koma núna. Lífið er fiskur Fiskurinn er Grímseyingum mikil- vægur. Þessi ungi maður sést hér gera að fiski. Stokkið á múkka Strákarnir í Grímsey láta það ekkert á sig fá þó sjórinn sé kaldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.