Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 64
n Þýðandinn Lára Hanna Einars- dóttir sem um langt skeið hefur verið í hópi vinsælustu bloggara landsins er hætt að blogga. Þetta tilkynnti Lára Hanna lesendum sín- um í pistli á vef Eyjunnar á fimmtu- dag. „Þetta er líklega erfiðasti pist- ill sem ég hef skrifað,“ sagði Lára Hanna en ástæðan fyrir því að hún segir skilið við bloggið er sú að of mikill tími fer í færslurnar. „...Ég get ekki hugsað mér að skrifa fimm setninga færslur eða eitthvað aðeins lengra af og til eins og marg- ir bloggarar gera. Ann- aðhvort geri ég þetta á minn hátt eða sleppi því alveg,“ segir Lára Hanna. Sá er hugaður! Vinsæll bloggari kVeður Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? Dreifikerfi RARIK er mikið að vöxtum enda þjónar það bæði fjölmörgum þéttbýlisstöðum um land allt og strjálbýlinu. Traust dreifikerfi rafmagns er lykillinn að öflugu samfélagi. www.rarik.is n Geir Gunnlaugsson, landlækn- ir og formaður félags áhugafólks um málefni Afríku, flytur nú inn til landsins hljómsveitina Super Mama Djombo frá Gíneu-Bissá. Þetta er í annað skipti sem hljóm- sveitin kemur til landsins á veg- um Geirs, en hann bjó sjálfur um árabil í Afríkuríkinu og heillað- ist af menningu landsins. Super Mama Djombo verður með tón- leika á Nasa á afrískri tónlistar- og dansveislu. Þá verð- ur hljómsveitin á Græna Hattin- um á Akureyri á laugardag og svo verður hljómsveitin með lokatón- leika á sunnu- dagskvöldið á Land- náms- setrinu í Borgar- nesi. landlæknir flytur inn super MaMa djoMbo n Hugi Jens Halldórsson, sem sló eftirminnilega í gegn sem Ofurhugi í Strákunum og 70 mínútum fyrir nokkrum árum, er meðal þeirra sem sækja um starf sveitarstjóra í Skagafirði. Hugi hefur komið víða við á undan- förnum árum en auk þess að koma fram í sjónvarpi hefur Hugi komið að knattspyrnuþjálfun. Þá spilaði hann um tíma með Tindastóli á Sauðárkróki þar sem hann er fædd- ur. Annar þekktur einstaklingur af vettvangi fjölmiðla er einnig á meðal umsækjenda um starfið í Skagafirði. Það er Pálmi Jón- asson fréttamað- ur á RÚV til fjöl- margra ára. ofurhugi Vill Verða sVeitarstjóri DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 Fréttaskot 512 70 70 sólarupprás 04:50 sólsetur 22:15 Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri fjárfestingafélagsins Gnúps, var með nærri 11 milljónir á mánuði árið 2007 fyrir að stýra Gnúpi, sam- kvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar það árið. Þessi laun Þórðar Más þýða að ef hann hefur fengið alla þessa upphæð frá Gnúpi hafa heildarlauna- greiðslur til hans frá félaginu numið nærri 130 milljónum króna. Fyrir skömmu greindi DV frá helstu tölum úr ársreikningi Gnúps fyrir árið 2007 en búið var að bíða eftir reikningnum með nokkurri eft- irvæntingu vegna þess hversu mik- ilvægt fall Gnúps var í ljósi íslenska efnahagshrunsins. Segja má að hrun- ið 2008 hafi byrjað með falli Gnúps árið 2007. Skilanefnd Glitnis stýrir Gnúpi í dag en Glitnir yfirtók Gnúp í ársbyrjun 2008 vegna skulda félags- ins. Ársreikningi félagins var hins veg- ar ekki skilað fyrr en nú í sumar. Í árs- reikningnum kom fram að Gnúpur hefði greitt níu starfsmönnum félags- ins rúmar 405 milljónir króna í laun árið 2007. Þetta var gert þrátt fyrir að tap Gnúps hefði numið nærri 34 milljörðum króna árið 2007. Launatölur Þórðar Más fyrir árið 2007 sýna að forstjóri Gnúps hefur persónulega fengið meira en fjórð- ung af þeim rúmlega fjögurhundruð milljónum króna sem Gnúpur greiddi í laun til starfsmanna félagsins á árinu 2007. Þórður Már Jóhannesson fékk greitt ríkulega fyrir að stýra Gnúpi í strand: 130 Milljónir í laun á fallári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.