Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 18
18 fréttir 6. ágúst 2010 föstudagur Baltasar Kormákur er með margar stór- myndir í burðarliðnum. Hann ætlar að gera kvikmynd byggða á sundafreki Guð- laugs Friðþórssonar, sem sjálfur er ekki hrifinn af framtakinu. Hann hefur áður stigið á fæturna á fólki. Fyrirtæki hans hafa skilið eftir sig mörg hundruð millj- óna skuldir, en á öðrum myndum hefur hann grætt. Baltasar býr sjálfur á glæsi- legum hestabúgarði í Skagafirði þar sem ekkert hefur verið til sparað. skuldir og deilur Baltasars Baltasar Kormákur er 44 ára leikari og leikstjóri sem hefur bæði sleg- ið í gegn á ferlinum og misstigið sig. Hann hefur grætt og tapað, borg- að starfsfólki kvikmynda sinna ríku- lega bónusa og skilið eftir sig risastór gjaldþrot. Hann hefur fengið stór- stjörnur til liðs við sig og erlendir að- ilar hafa treyst honum til þess að gera kvikmynd sem á að kosta milljarða króna. Þrátt fyrir að ferilinn hafi ver- ið upp og ofan, þá virðist hann ekki á flæðiskeri staddur, enda er hann gift- ur Lilju Pálmadóttur til 14 ára, dótt- ur og erfingja Pálma í Hagkaup og systur Ingibjargar Pálmadóttur, sem er eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Baltasar Kormákur er því tengdur fjölskylduböndum inn í eitt stærsta viðskiptaveldi Íslands. Á yngri árum var hann að eig- in sögn kvensamur næturlífskóng- ur í miðborginni og Kaffibarinn var hans varnarþing. Baltasar og Lilja voru meðal annars um tíma eigend- ur Kaffibarsins, þar til þau seldu at- hafnamanninum Þorsteini Stephen- sen barinn árið 2007, enda hentaði ráðsettu fjölskyldufólki ekki endi- lega að eiga einn frægasta djamm- stað miðborgarinnar. Baltasar setti sjálfur tappann í flöskuna fyrir átta árum og hætti að drekka. Hann hef- ur viðurkennt að drykkjan hafi orðið til þess að hann sinnti ekki fjölskyld- unni eins og hann hefði viljað. Kvikmynd um sjóslys í óþökk eftirlifanda Baltasar Kormákur hefur stundum stigið á tær annarra og þrátt fyrir velgengnina hefur hann skilið eftir sig hundraða milljóna króna skuld- ir eins og rakið verður hér. Hann vinnur nú að gerð kvikmyndarinnar Djúpið sem byggð er á leikriti Jóns Atla Jónassonar og fjallar um hörmu- legt sjóslys sem átti sér stað þegar báturinn Hellisey VE 503 fórst árið 1984. Fjórir sjómenn fórust í slysinu en Guðlaugur Friðþórsson er sá eini sem komst lífs af, en hann vann mik- ið þrekvirki þegar hann synti fimm kílómetra í svartamyrkri í köldum sjónum við hrikalegar aðstæður, þar til hann náði landi í Vestmannaeyj- um. Þá komst hann við illan leik yfir hraunbreiðu þar til honum var bjarg- að. Kvikmyndin verður byggð á at- burðunum en skáldskapur verður fléttaður inn í söguna. Baltasar hef- ur fengið Ólaf Darra Ólafsson til þess að leika Guðlaug í myndinni. Guð- laugur hefur sjálfur lýst yfir andstöðu sinni við að nafn hans verði dregið inn í myndina. Í samtali við frétta- vefinn Eyjafréttir í Vestmanneyjum sagði Guðlaugur: „Það hefur tvisvar verið haft samband við mig vegna þessarar myndar en í bæði skiptin var það eftir að búið var að ákveða að gera hana. Hefði kannski verið eðli- legra að heyra í manni hljóðið áður en lagt var af stað en greinilega hef- ur maður lítið að segja um þetta.“ Þá sagði Guðlaugur að frá sínum bæj- ardyrum séð væri búið að skrifa nóg um atburðinn og að hann efaðist að haft hefði verið samband við ætt- ingja þeirra fjóru ungu manna sem fórust í sjóslysinu. „Atburðirnir sem gerðust kvöldið 11. mars 1984 eru í mínum huga ekki leikrit heldur ís- kaldur raunveruleikinn.“ Sjálfur hefur Baltasar sagt að að- eins vaki fyrir honum að gera þess- ari mögnuðu sögu góð skil og heiðra minningu þeirra sem létust. Töpuðu dómsmáli um landamerki Þetta eru ekki einu deilurnar sem Baltasar hefur staðið í upp á síðkast- ið. Í júlí á síðasta ári töpuðu Baltas- ar og Lilja eiginkona hans dómsmáli fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra, sem þau höfðuðu til þess að fá viður- kenndan eignarétt sinn á landspildu sem þau töldu að tilheyrði jörð- inni Hofi í Skagafirði, þar sem hjón- in búa. Deilurnar um landspilduna teygðu sig marga áratugi aftur í tím- ann. Meðal málsgagna sem stuðst var við í dómnum voru landamerki sam- kvæmt landa merkja bréfi þinglesnu árið 1882. Í málinu var einnig stuðst við þinglýst gögn frá árinu 1922. Lilja og Baltasar keyptu jörðina í gegnum félagið Hofstorfan slf. sum- arið 2003 og höfðu hjónin talið spild- una vera í sinni eigu. Í dómnum kemur fram að Lilja hafi við kaup- in á Hofi gengið á landamerki með fyrrverandi eiganda jarðarinnar og staðið í þeirri trú að spildan tilheyrði jörðinni Hofi. Síðar hafi hún hitt eig- anda jarðarinnar Þrastarstaða og af tilviljun nefnt einhvers konar deilu um landamerkin. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Baltasar og Lilja væru ekki eigendur spildunnar sem deilt var um. Glæsilegur hestabúgarður Síðan Baltasar og Lilja keyptu jörð- ina Hof árið 2003 hafa þau ráðist í miklar framkvæmdir á staðnum og reist þar glæsileg mannvirki. Íbúðar- hús þeirra á Hofi hefur vakið heims- athygli fyrir frumlegan arkitektúr og var meðal annars tilnefnt til Mies van der Rohe-verðlaunanna í fyrra. Verð- launin eru nefnd eftir arkitekt sem er í hópi frumkvöðla nútímaarkitektúrs. Á jörðinni hafa þau einnig byggt veglegt hesthús og reiðhöll og stend- ur til að gera reiðvöll utandyra á jörð- inni. Hjónin stunda hestamennsku af miklum krafti og segir viðmælandi DV sem er kunnugur búskapnum á jörðinni að þar hafi hvergi verið til sparað. Um sjötíu hross eru á jörð- inni og hafa hjónin keypt mörg hross, sum hver fyrir milljónir króna. Þau eru með margar ræktunarmerar og eiga orðið stórt safn af topphestum. Mikið var lagt í reiðhöllina og hest- húsin munu vera glæsilega innréttuð með dýrum innréttingum. Auk þess hafa þau ráðið menn til starfa til þess að skipta um allar girðingar á jörð- inni. Þá hafa smiðir síðustu miss- eri unnið að því að gera upp gamla íbúðarhúsið á jörðinni, sem afi Lilju átti upphaflega. Nokkrir aðrir starfs- menn hafa starfað á búgarði þeirra hjóna, svo sem tamningamenn og ráðskona. Baltasar hefur sjálfur sagt að sér líði afskaplega vel á Hofi. „Þetta er besti staðurinn á jörðinni til þess að slaka á sem er mjög mikilvægt fyr- ir mig að gera inn á milli. Auðvitað vinn ég þarna í handritum og svona en það er ákveðið áreiti sem ég losna við. Veran þarna endurnærir mig mikið og heldur oft í mér lífinu,“ sagði Baltasar í viðtali við DV fyrr á þessu ári. Vel liðin í Skagafirði Vegna umsvifa þeirra hjóna á Hofi og á svæðinu í kring eru þau vinsæl og vel liðin af flestum í Skagafirði. Viðmælandi DV segir veru þeirra í Skagafirði atvinnuskapandi fyrir svæðið. Þau hafi keypt hross af fólki í sveitinni og borgað hátt verð fyr- ir þau. Það hafi glætt talsverðu lífi í byggðina í sveitinni að fá þau. Í lok mars á þessu ári opnaði ný sund- laug á Hofsósi, sem var gjöf Lilju og Steinunnar Jónsdóttur til bæjarfélag- ins. Ljóst má vera að framkvæmd af þessu tagi var mjög kostnaðarsöm. Baltasar og Lilja eru mjög sýnileg í Skagafirði og taka virkan þátt í félags- lífinu. Þau eru dugleg að mæta á við- burði sem tengjast hestamennsku, meðal annars í Meistaradeildinni í hestaíþróttum og um verslunar- mannahelgina voru þau meðal gesta á hestamannahátíðinni Fákaflug, sem haldin var á Vindheimamelum í Skagafirði. Baltasar hefur einnig tekið fram skóna á síðustu árum og spilað nokkra leiki með liði Neista frá Hofs- ósi í þriðju deildinni í knattspyrnu. Risastórt gjaldþrot Baltasar er jafnan talinn meðal far- sælustu leikstjóra landsins og er margverðlaunaður fyrir kvikmyndir sínar. Hann hefur leikstýrt myndum á borð við 101 Reykjavík, Brúðgum- ValGeiR öRn RaGnaRSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is leikstjóri nBrúðguminn -2008 nMýrin -2006 nALittleTriptoHeaven-2005 nHafið -2002 n101Reykjavík -2000   leikari nEnglaralheimsins -2000 n101Reykjavík -2000 nDjöflaeyjan -1996 nDraumadísir -1996 nAgnes -1995 nVeggfóður:Erótískástarsaga -1992 Framleiðandi nSumarlandið -2009 nReykjavik-Rotterdam -2008 nTheAmazingTruthAbout QueenRaquela -2008 nBrúðguminn -2008 nMýrin -2006 nALittleTriptoHeaven -2005 nDís -2004 nStormyWeather -2003 nHafið -2002 n101Reykjavík -2000 nPoppíReykjavík -1998 KviKmyndir Baltasars Um sjötíu hross eru á jörðinni og hafa hjónin keypt mörg hross, sum hver fyrir milljónir króna. Farsæll Baltasarhefursentfrásérmargarafvinsælustukvikmyndumsíðustuáraenhefureinnigmisstigiðsig.mynd BRaGi þóR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.