Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 54
54 úttekt 6. ágúst 2010 föstudagur Helstu fræðimenn í forsetafræðum Bandaríkjanna hafa kveðið upp úr-skurð sinn um hver hafi verið sá versti og hver sá besti af þeim sem vermt hafa forsetastólinn í gegnum tíðina. Hvað verstu forsetana varðar koma Nixon og Bush upp í hugann, en samkvæmt könnun sem gerð var á meðal áðurnefndra fræðimanna var George W. Bush ekki eins slæmur og Richard Nixon, hann var verri. Nixon skýtur einnig hnetubóndanum Jimmy Carter ref fyrir rass, en hann er gjarna talinn hafa verið meinleysisgrey og léttvægur í embætti. Um George W. Bush hefur margt verið sagt og flest niðrandi og eflaust má til sanns vegar færa að hann hafi uppskorið líkt og hann sáði. Bush á það sameiginlegt með Richard Nixon að hafa leitt bandarísku þjóðina út í styrjaldir sem grundvallaðar voru á hræðsluáróðri og blekk- ingum. Báðir yfirgáfu forsetaskrifstofuna rúnir trausti þjóðarinnar og fylgi, en hvor með sínum hætti. Richard Nixon var neyddur til að segja af sér eða horfast ella í augu við möguleg réttar- höld og fangelsisvist, en George W. Bush yfir- gaf sviðið með einhverju sem túlka mátti sem reisn. Einkunnir í tuttugu flokkum Þrátt fyrir að brotthvarf Nixons hafi verið væg- ast sagt dramatískt og undir formerkjum vafa- sams framferðis af hans hálfu fær hann mun betri dóm, af hálfu stjórnmálasérfræðinganna sem Siena Research Institute leitaði til, en George W. Bush. Forsetunum eru gefnar einkunnir í tuttugu flokkum frá einum, sem er best, upp í fjöru- tíu og þrjá, sem er verst. Flokkarnir varða bak- grunn, menntun, samskiptahæfileika (talað mál og ritað), stefnu í utan- og innanríkismál- um, heilindi, merkileg afrek heima fyrir og fleira. Forsetinn Franklin Roosevelt hefur bor- ið höfuð og herðar yfir stallbræður sína í hverri einustu könnun síðastliðin tuttugu og átta ár. tvEir roosEvElt-ar Sem fyrr segir trónir Franklin Roosevelt í efsta sæti. Roosevelt fær góða einkunn í öllum flokk- um, allt frá utan- og innanríkisstefnu til sam- skiptahæfileika. Honum tókst að mati fræði- mannanna að forðast afdrifarík mistök, en fékk frekar slaka einkunn hvað heilindi varðar. Næstbesti forseti Bandaríkjanna, að mati fræðimannanna, er Teddy Roosevelt sem var í embætti frá 1901 til 1909. Þrátt fyrir að mögu- lega hafi fennt yfir minningu Teddys Roosevelt hjá meginþorra almennings í Bandaríkjunum er sú ekki raunin hjá sérfræðingunum sem eru þeirrar skoðunar að hann hafi haft að bera marga þeirra eiginleika sem prýddu Franklin. Teddy fær fyrstu einkunn í þremur flokkum þeirra á meðal áhættusækni og hugmynda- flugi. Teddy var þekktur fyrir afstöðu sína gegn hagsmunum stórfyrirtækja heima fyrir en hugnaðist ágætlega heimsveldislegir tilburðir utan landssteinanna. fastir liðir Eins og vEnjulEga Á hæla Roosevelt-unum er fátt um nýja menn. Abraham Lincoln, George Washington og Thomas Jefferson verma þriðja, fjórða og fimmta sætið og skammt undan eru Dwight Eisenhower og John F. Kennedy, sem tók við af Eisenhower. Kennedy fær þokkalega einkunn í nánast öllum flokkum nema heilindum þar sem hann fær 35 stig. Sitjandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sem átti að vera ljósberi nýrra tíma fyr- ir bandarísku þjóðina, situr í fimmtánda sæti og má kannski vel við una því hann tók við afar bágbornu búi af George W. Bush. Á meðal þess sem Obama er talið til tekna eru hugmyndaflug hans, samskiptahæfileikar og greind. En hon- um hefur hins vegar ekki tekist að forðast af- drifarík mistök að mati fræðimannanna. Leik- arinn Ronald Reagan er þremur sætum neðar en Barack Obama og vega lágar einkunnir fyrir bakgrunn (fjölskylda, menntun og reynsla) og greind meðal annars þungt í heildarútkomu hans. Reagan fékk 34 fyrir bakgrunn og 36 fyr- ir greind. ÓhEilindi og grEindarskortur Richard Nixon mætti vel una við þann dóm sem forsetafræðingar Bandaríkjanna hafa fellt yfir honum. Hann er þrátt fyrir allt í þrítugasta sæti af fjörutíu og þremur. Háar einkunnir fyrir hug- myndaflug, utanríkisstefnu og greind bjarga því sem bjargað verður hjá Nixon. En heilindi og hæfileiki til að forðast afdrifarík mistök voru greinilega ekki á meðal helstu kosta hans því í þeim flokkum fékk hann lægstu einkunn. Af síðari tíma forsetum er það George W. Bush sem fær verstu útreiðina og hafnar hann í 39. sæti af 43, og geri aðrir betur. Það er aðeins í heppni og vilja til að taka áhættu sem hann fær þokkalega einkunn. Í öðrum liðum fær Bush slæma einkunn og í fimm flokkum fær hann næstlægstu einkunnina, samskiptahæfi- leikum, hvernig hann tókst á við efnahagsmál landsins, hæfileikum til málamiðlana, árangri í utanríkismálum og greind. Aðeins Warren Harding er talinn hafa minni greind til að bera en Bush yngri, en Harding er samkvæmt nið- urstöðu könnunarinnar þriðji versti forseti Bandaríkjanna frá upphafi. mánuður í Embætti Hvað sem meintum samskiptahæfileikum George W. Bush líður þá tókst honum engu að síður að sannfæra þjóðina um nauðsyn styrj- aldar og tókst að auki að telja leiðtoga annarra þjóða á að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Reyndar má leiða líkur að því að Bush hafi tekist að vinna fylgi fjölda stefnumála sem Bandaríkin hefðu verið betur stödd án. Fjögur neðstu sætin skipa forsetar sem nán- ast alltaf hafa orðið þess vafasama heiðurs að- njótandi að vera taldir til verstu forseta Banda- ríkjanna: Franklin Pierce, James Buchanan, Warren G. Hardin og, í neðsta sæti, Andrew Johnson. Það kann að vekja furðu að George W. Bush er talinn jafnvel verri forseti en William Henry Harrison, sem er í 35. sæti. Harrison var níundi forseti Bandaríkjanna, en sökum þess að hann sat aðeins einn mánuð í embætti vannst hon- um sennilega ekki tími til að gera nein axar- sköft. hEimskur, hEimskari Sérfræðingar í forsetafræðum telja George W. Bush ívið vitgrennri en áðurnefndan William Henry, því Bush lenti í 42. sæti hvað greind varðar, en William Henry í því 31. Engu að síður má velta fyrir sér hvort William Henry Harrison eigi skilið svo „góðan“ dóm því frægt er þegar hann flutti innsetningarræðu sína í mars 1841. En fyrst er vert að drepa aðeins á forsögu hans. Árið 1811 fór William Henry Harrison fyr- ir her Bandaríkjanna gegn Shawnee-indján- um í bardaga sem síðar var kenndur við Tippe- canoe. Bandaríkjamenn höfðu sigur þótt áhöld séu um hversu glæsilegur hann hafi verið. Fyrir vikið varð William Henry Harrison, þá rétt inn- an við fertugt, hetja í augum bandarísku þjóð- arinnar. Á köldum og blautum degi, þrjátíu árum síð- ar, lét hann sig hafa það að standa án yfirhafn- ar eða hatts í kalsaveðri og halda innsetning- arræðu sína. Ræðan var tveggja klukkustunda löng og hafði þó verið stytt eitthvað. Einnig fór William Henry í opnum vagni um götur Wash- Sagan hefur farið misblíðum höndum um Bandaríkja- forseta. Sérfræðingar í forsetafræðum felldu nýlega dóm sinn um forsetana og tóku tillit til ýmissa þátta í fari þeirra. Í efstu sætum eru fastir liðir eins og vana- lega. barack obama lendir í fimmtánda sæti, en forveri hans fær frekar háðulega útreið. BusH ekki Hátt skrifaður barack obama og forveri hans í starfi George W. Bush fær falleinkunn á nánast öllum sviðum. mynd rEutErs abraham lincoln Fáir sérfræðingar velkjast í vafa um ágæti Lincolns. mynd WikipEdia dýrkeyptir karlmennskutilburðir William Harrison varð ekki langlífur í embætti. mynd WikipEdia
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.