Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 42
42 skrýtið umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is 6. ágúst 2010 föstudagur Hinn 1. apríl 1957 birtist í breska fréttaskýringaþættinum Pano rama á BBC þriggja mínútna löng frétt um stóraukna spagettíuppskeru í suðurhluta Sviss. Uppskeran góða var rak- in til milds vetrar og hvarfs spagettíbjöllunn- ar. Áhorfendur hlustuðu á Richard Dimbleby, einn virtasta sjónvarpsmann Bretlands, ræða um smáatriði spagettíræktunar og sáu hreyfi- myndir af svissneskri fjölskyldu sem tíndi spagettí af trjám og setti í fötur. frægasta aprílgabbið Þessi frétt Panorama er eitt frægasta og best heppnaða aprílgabb sögunnar. Talið er að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem sjónvarpsformið var notað í aprílgabbi. Spagettítrés-gabbið hlaut gríðarlega athygli, en talið er að átta milljónir hafi horft á Panorama 1. apríl 1957. Þúsund- ir hringdu á skrifstofur BBC og vildu fá að vita hvernig þeir gætu ræktað sín eigin spagettítré. Yfirmenn BBC sömdu staðlað svar við spurn- ingunni: „Setjið spagettístrimla í tómatsósu- dollur og vonið það besta.“ Símtölunum ætlaði að aldrei að linna þetta kvöld. Leonard Miall, yfirmaður hjá BBC, gekk að símaborðunum til að sjá hvað væri í gangi. „Það var hringt án af- láts. Sum símtölin voru frá áhorfendum sem höfðu notið brandarans, einn hringdi frá Bris- tol og vildi benda okkur á að spagettí yxi ekki lóðrétt heldur lárétt, að sjálfsögðu. En flest sím- tölin voru frá æstu fólki sem bað BBC um að út- kljá harðvítugar deilur innan fjölskyldunnar: Eiginmaðurinn vissi að það hlyti að vera rétt að spagettí yxi á tré þar sem Richard Dimbleby hafði sagt það en eiginkonan vissi að það væri búið til úr vatni og hveiti, en hvorugt þeirra gat sannfært hitt,“ skrifaði Miall í æviminningum sínum. uppruni spagettís ráðgáta Þrátt fyrir að margir vissu að von væri á apr- ílgabbi í fjölmiðlum, það var nú einu sinni 1. apríl, virtust sárafáir trúa því að Panorama, með hinn gríðarlega virta og hátíðlega Richard Dimbleby í fararbroddi, myndi brydda upp á þessu. Önnur ástæða fyrir trúgirni sjónvarps- áhorfenda var að spagettí var ekki útbreitt í Bretlandi á sjötta áratugnum. Þrátt fyrir að vin- sældir þess hefðu aukist eftir síðari heimsstyrj- öldina var spagettí í hugum margra exótískur, útlendur réttur og uppruni þess var greinilega í raun ráðgáta fyrir sumum. Króaði undirmanninn af Á meðal þeirra sem hlupu apríl þetta kvöld var Sir Ian Jacob, æðsti yfirmaður BBC. Honum hafði verið sent bréf þar sem hann var varaður við þættinum, en hann hafði ekki fengið bréf- ið. Hann vissi því ekki hverju hann átti að trúa þegar hann horfði á þáttinn. Daginn eftir króaði Jacob Leonard Miall af á ganginum í byggingu BBC og sagði: „Þegar ég sá þessa frétt sagði ég við konuna mína: „Ég held að spagettí vaxi ekki á trjám,“ og því næst flettum við því upp í Britannica-alfræðiorða- bókinni. Vissirðu, Miall, að Britannica minnist ekki einu orði á spagettí?“ BBC gabbaði bresku þjóð- ina hinn 1. apríl 1957 með því að sýna frétt um spag- ettíræktun í Sviss. Sagt var að spagettí yxi á trjám. Milljónir trúðu fréttinni, enda var spagettí enn exót- ískur og útlenskur réttur í hugum Breta sem vissu lít- ið um pastagerð. Þúsundir manna hringdu á skrifstof- ur BBC og vildu fá að vita hvernig þeir gætu sjálfir ræktað spagettí. Frábær spagettíuppskera Textinn sem lesinn var í frétt BBC, 1. apríl 1957: Það er ekki bara í Bretlandi sem vorið í ár hefur komið öllum á óvart. hér í Ticino, á landamær- um sviss og Ítalíu, hafa hlíðarnar yfir lugano-vatni blómgast mun fyrr en venjulega. Þið munið spyrja hvað snemmbúin koma býflugna og blóma hafi með mat að gera, en veturinn sem leið, einn sá mildasti sem við munum eftir, hefur haft víðtæk áhrif og það sem skiptir mestu máli er gríðarlega góð spagettíuppskera. spagettíbændur hafa ávallt miklar áhyggjur í síðari hluta mars. Þá má búast við frosthörkum sem eyðileggja bragðið og gera bændum erfitt fyrir að fá rétt verð fyrir uppskeruna, sem eyðileggst þó ekki alveg, á heimsmarkaði. en nú eru þessar hættur að baki og spagettíræktin gengur vel. svissnesk spagettíræktun er að sjálfsögðu ekki jafngríðarlega umfangsmikil og sú ítalska. mörg ykkar hafa líklega séð myndir af gríðarlega stórum spagettíökrum Pó-dalsins. Í sviss er umfangið miklu minna. menn búast við mikilli sprettu í ár af annarri ástæðu, hvarfi spagettíbjöllunnar, en eyðilegg- ingarmáttur dýrsins smáa hefur oft valdið miklum áhyggjum. eftir að spagettíið hefur verið týnt af trjánum er það látið liggja í hlýju alpaloftinu. margir eiga erfitt með að skilja hvernig spagettí getur orðið jafnlangt og raun ber vitni, en það er ávöxtur margra ára nákvæmnisvinnu bændanna sem hafa náð að framleiða hið fullkomna spagettí. nú er uppskerunni fagnað með hefðbundinni máltíð. skálað er fyrir nýju uppskerunni og svo koma þjónarnir með hátíðlegan rétt, sem er auðvitað spagettí, sem tínt var af trjánum snemma morguns, þurrkað í sólinni og borið ferskt úr garðinum á matarborðið, en þannig bragðast það best. unnendum þessa réttar finnst ekkert jafngott og heimaræktað spagettí. dreymdi um spagettítré Milljónir breta góð uppskera samkvæmt frétt BBC var spagettíuppskeran í sviss frábær þetta árið, enda hafði veturinn verið mildur og spagettíbjallan ekki sést lengi. spagettíræktun spagettístrimlarnir eru tíndir af trjánum og svo þurrkaðir úti í sólinni. Virtur maður Richard Dimbleby var frægasti og virtasti sjónvarpsmaður Bretlands. Áhorfendur trúðu hverju orði sem hann sagði. rifist yfir sjónvarpinu starfsmenn BBC þurftu að útkljá fjölskylduerjur sem hófust eftir að fréttin um spagettítrén birtist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.