Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 52
52 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 6. ágúst 2010 föstudagur verið erfitt Það er engin barnaleikur að mæta til leiks í ensku úrvalsdeildinni sem nýliði. Það munu Blackpool, Newcastle og WBA upplifa þegar deildin hefst annan laugardag. Newcastle og WBA kannast þó aðeins betur við sig á með- al þeirra bestu. Í gegnum átján ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið lið sem slá í gegn á fyrsta ári og svo lið sem hefðu betur verið niðri. Hér eru nokkur dæmi um góð og slæm fyrstu ár í úrvalsdeildinni. fyrsta árið getur Leicester 1994/1995 21. sæti 29 stig (19 stigum frá öruggu sæti ) (22 liða deild) Leicester var komið aftur upp í efstu deild eftir sjö ára fjarveru og þá hafði liðið tapað tveimur úrslitaleikjum um sæti í úrvalsdeild- inni í röð áður en það komst loksins upp. Brian Little var stjóri liðsins en hann var einn eftirsóttasti ungi þjálfari Englands á þessum tíma. Þegar Little hvarf á braut til Aston Villa í nóvember var útlitið orðið vel svart hjá refunum eins og Leicester er kallað. mark mcGhee tók við af Little en honum tókst ekki það ótrúlega. Á endanum féll Leicester löngu áður en tímabilið var búið. sunderLand 2005/2006 15 stig (23 stigum frá öruggu sæti) sunderland hefur verið jójó-lið frá stofnun úrvalsdeildarinnar þó það hafi nú haldið sér uppi núna í nokkur ár samfleytt. Eitt alversta lið til að spila í ensku úrvalsdeild- inni var þó sunderland-liðið 2005/2006 sem setti stigamet. Því tókst ekki að vinna nema þrjá leiki og endaði samtals með fimmtán stig. Það gekk allt á afturfótunum hjá sunderland á þessari leiktíð, nema hvað liðið átti tvö flottustu mörk ársins. Þetta tímabil keypti sunderland jonathan stead í janúarglugganum og þá er vitað að lið er á leiðinni niður. derby 2007/2008 20. sæti 11 stig (25 stigum frá öruggu sæti) Þegar enginn hélt að hægt væri að gera verr en sunderland frá árinu 2006 mætti Derby og sló vafasamt met þess með stæl. Þetta Derby-lið er án efa það allra slakasta sem spilað hefur í úrvalsdeildinni eins og árang- urinn gefur til kynna. Fyrir tímabilið styrkti Derby sig ekkert af viti. Það gaf óbeint út að það ætlaði að hirða peninginn sem fékkst fyrir að komast upp, vera í úrvalsdeildinni og falla, allt án þess að eyða miklu á móti. Hverju það átti að skila veit engin því Derby hefur ekki sést síðan það féll. boLton 1995/1996 20. sæti 29 stig (9 stigum frá öruggu sæti) Bolton snéri aftur á meðal þeirra bestu eftir fimmtán ára útlegð árið 1995. nýr þjálfari var í brúnni, Roy mcFarland, eftir að Bruce Rioch hvarf á braut til Arsenal. Fyrri hluti tímabilsins hjá Bolton var alveg skelfing og kostaði liðið í raun sætið í úrvalsdeildinni. mcFarland var rekinn og Colin Todd, að- stoðarmaður hans, tók við. Árangur Todds með liðið var magnaður og segir tölfræðin að undir hans stjórn hefði liðið endað í 14. sæti. Bolton var þannig séð ekkert langt frá því að halda sæti sínu en samt var það óvinnandi vegur eftir fyrri hlutann. Watford 2006/2007 20. sæti 28 stig (10 stigum frá öruggu sæti) Að vera tíu stigum frá öruggu sæti hljómar kannski ekkert illa, hvað þá fyrir Watford. staðreyndin er þó sú að liðið hefði getað gert svo miklu betur. Það gerði heil þrettán jafntefli en hefðu nokkur þeirra breyst í sigra hefði niðurstaðan getað verið önnur. Það var þó afar erfitt fyrir Watford að breyta jafntefli í sigur því liðið skoraði langminnst allra í úrvalsdeildinni. Hrottinn marlon King sem átti að sjá um markaskorun gerði afar lítið í þeim efnum og því fór sem fór. neWcastLe 1993/1994 3. sæti 77 stig (22 liða deild) Á öðru ári úrvalsdeildarinnar mætti newcastle aftur á meðal þeirra bestu eftir fimm ára útlegð. Kevin Keegan var við stjórnvölinn og gerði heldur betur flotta hluti eftir að hafa unnið B-deildina. Peter Beardsley snéri aftur og myndaði eitrað sóknarpar með hinum unga Andy Cole. saman skoruðu þeir 59 mörk í úrvalsdeild- inni og tryggðu newcastle sæti í Evrópu á ný. Andy Cole var valinn besti ungi leikmaður ársins en hann skoraði 41 mark í öllum keppnum. nottingham forest 1994/1995 3. sæti 77 stig (22 liða deild) nottingham Forest snéri aftur upp í efstu deild eftir fallið með Brian Clough. Frank Clark fékk það verkefni að vera eftirmaður goðsagnarinnar og gerði vel. Hann vann B-deildina og skilaði Forest-mönnum í Evrópu á sínu fyrsta ári. Ein helsta ástæða þessa árangurs var stan „The man“ Collym- ore sem skoraði 22 mörk þetta tíambilið. Hann var síðan seldur um sumarið á 8,4 milljónir punda sem þótti ágætis peningur í þá daga. sú sala átti reyndar eftir að hafa mjög neikvæð áhrif á Forest. sunderLand 1999/2000 7. sæti 58 stig Það voru liðin nokkur ár frá því að úrvalsdeildin hafði séð alvöru öskubuskuár þegar sunderland mætti enn og aftur til leiks. Þetta árið undir stjórn Peter Reid var liðið þó ekki á leiðinni niður. Hið magnaða framherjapar niall Quinn og Kevin Phillips fór illa með margar varnirnar og endaði sunderland ofar en það hafði gert í marga áratugi. Kevin Phillips skoraði 30 mörk á leiktíðinni og varð um leið fyrsti Englend- ingurinn til að hljóta gullskó Evrópu. Hann er enn sá eini sem hefur hlotnast sá heiður. ipsWich 2000/2001 5. sæti 66 stig Árið eftir ævintýri sunderland var komið að traktora-strákunum frá Ipswich með engan annan en Hermann Hreiðarsson innanborðs. Ipswich-liðið fór hreinlega á kostum þetta árið og leit lengi vel út fyrir að það kæmist í meistaradeildina. Evrópu- keppni félagsliða var þó niðurstaðan sem var ekki slæmt fyrir þetta litla lið sem hafði ekki verið í Evrópu 40 ár. skotinn geðþekki George Burley var kosinn þjálfari ársins eftir tímabilið. skildi engan undra. reading 2006/2007 8. sæti 55 stig Annað lið með Íslendinga innanborðs, Reading, sló í gegn og vann hug og hjörtu manna þegar það mætti í úrvalsdeildina í fyrsta skipti í mjög langan tíma. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru partur af frábærri liðsheild sem náði á endanum áttunda sætinu og spilaði ávallt glimrandi fótbolta. Annað tímabilið varð liðinu þó of erfitt og féll það í lokaumferðinni. steve Coppel var þjálfari liðsins en þessi árangur dugði honum ekki til að verða valinn þjálfari árins. gOttslæmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.