Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 16
„Þú sækir ekki vel að mér. Ég er í fríi með fjölskyldunni og er að hlaupa á milli sundlauga og fótboltaæfinga,“ sagði Ari Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxem- borg, þegar DV náði tali af honum. Hann er einn eigenda fyrirtækisins Reviva Capital sem sér um að inn- heimta kröfur skilanefnda Glitnis og Landsbankans í Lúxemborg. Ari fékk 170 milljóna króna kúlulán til hluta- bréfakaupa í Glitni í maí 2008 eða sama dag og bankinn veitti 16 stjórn- endum sínum 8,5 milljarða króna kúlulán til hlutabréfakaupa í bank- anum. Lán Ara stendur í 232 millj- ónum króna í dag. Friðrik Sophus- son, stjórnarformaður Íslandsbanka, tilkynnti nýlega að eignarhaldsfélög fyrrverandi starfsmanna Glitnis yrðu rekin í þrot. „Ég tjái mig ekki um þær skuldir og sé ekki að þær komi mál- efnum Reviva Capital neitt við,“ sagði Ari þegar blaðamaður spurði hann hvort hann ætlaði sér að greiða 232 milljóna króna kúlulán sitt vegna hlutabréfakaupa í Glitni. Fyrrverandi stjórnendur að baki Reviva Að frumkvæði skilanefndar Glitnis og Erics Collard, starfsmanns KPMG og skiptastjóra þrotabús Glitnis í Lúxemborg, var Ara og nokkrum öðrum fyrrverandi stjórnendum Glitnis í Lúxemborg leyft að stofna fyrirtækið Reviva Capital í maí 2010. Félagið er í eigu Ara, annarra starfs- manna og þrotabús Glitnis. Reviva sér um að innheimta útlán þrotabús Glitnis. Aðallega er um að ræða útlán sem tengd eru fasteignaverkefnum. Þess skal getið að skilanefnd Glitnis í Lúxemborg hefur yfir að ráða eign- um sem eru metnar á einn millj- arð evra eða nærri 160 milljarða ís- lenskra króna. Auk þessara verkefna kemur fram í tilkynningu frá skila- nefnd Landsbankans þann 22. júlí síðastliðinn að Reviva sjái einnig um að innheimta stóran hluta af kröfum þrotabús Landsbankans í Lúxem- borg eða um 70 prósent af öllum lán- um bankans í stýringu. Ekki í vinnu hjá skilanefnd „Félagið var stofnað til að sjá um eignaumsýslu á eignum Glitnis í Lúx- emborg. Það var gert í samráði við slitastjóra þrotabúsins sem er endur- skoðandi í Lúxemborg. Ástæðan var sú að það er eðli þessarar starfsemi að innheimta eignir og gera úr þeim verðmæti. Þar sem starfsemi þrota- bús Glitnis í Lúxemborg minnkar stöðugt þá óttuðumst við að ef þetta væri áfram í þrotabúinu myndum við missa hæfa starfsmenn. Til að bregð- ast við því var Reviva Capital stofnað. Það gerir starfsmönnunum kleift að sækja sér önnur verkefni,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Að sögn Árna hefur skilanefnd Glitnis ekki greitt Ara laun né önn- ur fríðindi frá því að skilanefndin hóf störf. Það geri þrotabúið í Lúxemborg en það var yfirtekið af stjórnvöldum í Lúxemborg og því kemur skilanefnd Glitnis ekki að rekstri þrotabúsins í Lúxemborg. Hann hafi því sem dæmi ekki ákvörðunarvald um það að víkja Ara frá störfum heldur hefði það ver- ið í höndum slitastjóra þar ytra ef slíkt hefði komið upp áður en Reviva var stofnað. Náinn samstarfsmaður Lárusar Ari var á sínum tíma framkvæmda- stjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mentis en var ráðinn forstöðumað- ur viðskiptaþróunar tekjusviða viðskiptabanka Glitnis árið 2006. Nokkru síðar var hann gerður að framkvæmdastjóra fjármögnunar Glitnis. Vorið 2008 gerði Lárus Weld- ing, þáverandi forstjóri Glitnis, Ara að framkvæmdastjóra Glitnis í Lúx- emborg. Fyrsta verk Ara var að fækka starfsfólki Glitnis í Lúxemborg úr 60 í 20. Auk þess reyndi Glitnir að koma sér út úr fasteignaverkefnum á sama tíma. Með því móti ætlaði bankinn að afla sér um 100 milljarða króna í lausafé. Samkvæmt heimildum DV var Ari einn af nánustu samstarfsmönnum Lárusar eftir að hann tók við Glitni í maí 2007. Sömu heimildir herma að með því að gera Ara að fram- kvæmdastjóra Glitnis í Lúxemborg í apríl 2008 hafi Lárus Welding ætlað Ara að stórauka innlánssöfun Save & Save reikninganna en Glitnir byrjaði með þá innlánsreikninga í lok júní 2008. Þeir voru þó aðeins í boði á Ís- landi og í Noregi. Við skýrslutöku hjá rannsóknar- nefnd Alþingis sagði Lárus að stefnt hafi verið að því að koma á fót Save & Save reikningum í Bretlandi og öðr- um löndum í gegnum Lúxemborg í upphafi árs 2009. Líklega mega Ís- lendingar þakka sínum sæla að Lár- usi og Ara hafi ekki tekist ætlunaverk sitt. Sama fyrirkomulag var á þessum reikningum og Icesave-reikningum Landsbankans og Edge-reikningum Kaupþings. Glæsihýsi og Audi-jeppi Ari Daníelsson býr í þriggja hæða glæsihýsi í Cent-hverfinu í Lúxem- borg sem er ekki langt frá miðbæn- um. Ari og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, eru nágrannar en hús Hreiðars Más er einungis nokkur hundruð metrum frá Ara. Samkvæmt heimildum DV nem- ur leigan af húsi Ara 5.000 evrum á mánuði eða nærri 800 þúsund ís- lenskum krónum. Þann kostnað hef- ur þrotabú Glitnis greitt frá því í lok árs 2008. Ekki er vitað hvort breyting hefur orðið á þessu fyrirkomulagi eft- ir að Ari stofnaði félagið Reviva Capi- tal. „Ég tjái mig ekki um mín per- sónulegu mál. En nei, ég er hvorki starfsmaður Glitnis né þrotabús Glitnis í Lúxemborg,“ sagði Ari að- spurður um launamál sín. Auk þess að búa í glæsihýsi ekur Ari um á nýlegum Audi Q7 glæsi- jeppa sem vart er metinn á minna en tíu milljónir króna. Í byrjun júní hélt Ari glæsilega opnunarveislu fyrir Reviva Capital í anda 2007. Var þjónustufólk á hverju strái og meðal veislugesta var Hreiðar Már Sigurðs- son, nágranni Ara. 16 starfsmenn hjá Reviva Capital Morgunblaðið greindi nýlega frá því að Reviva Capital væri að sækjast eft- ir því að fá íslenska viðskiptavini frá Havilland-bankanum sem áður var útibú Kaupþings í Lúxemborg. Þó kom fram að Reviva væri eingöngu þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki en sinnti ekki útlánastarfsemi. Sam- kvæmt heimasíðu félagsins reviva- capital.com eru 16 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Auk Ara starfa þeir Sig- þór Guðmundsson og Arnar Ómars- son hjá fyrirtækinu en þeir voru áður stjórnendur hjá Glitni í Lúxemborg. Einnig Brandur Thor Ludwig. Brand- ur Thor var áður eigandi fyrirtækis- ins Investum sem er einna þekktast fyrir að hafa veitt tryggingafyrirtæk- inu Sjóvá ráðgjöf við kaupin á hin- um frægu turnum í Macau sem DV fjallaði ítarlega um. Í stjórn Reviva sitja Ari Daníelsson, Eric Collard og Kristján Óskarsson, framkvæmda- stjóri þrotabús Glitnis á Íslandi. 16 fréttir 6. ágúst 2010 föstudagur Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur K 6.91 M Plus Þrýstingur: 20-150 bör max Vatnsmagn: 550 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m Sápuskammtari Stillanlegur úði K 7.80 M Plus Þrýstingur 20-160 bör max Stillanlegur úði Sápuskammtari K 7.85 M Plus Þrýstingur: 20-160 bör max Vatnsmagn: 600 ltr/klst Stillanlegur úði Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% 12 m slönguhjól Vatnsmagn: 600 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS K 5.91 M Plus Þrýstingur: 20-140 bör max Vatnsmagn: 490 ltr/klst Lengd slöngu: 7,5 m Stillanlegur úði Túrbóstútur + 50% Sápuskammtari Ýmsir aukahlutir Snúningsdiskur Kúlulánþeginn Ari Daníelsson sem var framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxemborg áður en bankinn fór í þrot fékk nýverið að stofna eigið félag til að sjá um innheimtur á kröfum Glitnis og Landsbankans í Lúxemborg. Félagið heitir Reviva Capital. Ari býr auk þess í glæsihýsi sem þrotabú Glitnis greiðir fyrir auk þess að aka um á Audi Q7. KÚLULÁNAKÓNGUR RUKKAR KRÖFUR SKILANEFNDA Í LÚX ANNAs siGmuNDssoN blaðamaður skrifar: as@dv.is Þú sækir ekki vel að mér. Ég er í fríi með fjölskyldunni og er að hlaupa á milli sundlauga og fótbolta- æfinga. innheimtir kröfur þrotabúa Ari Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxemborg, fékk að stofna eigið fyrirtæki til að innheimta kröfur þrotabúa Glitnis og Landsbankans. myND: moRGuNbLAðið DV1008055716 Ari Daníelsson býr í þessu glæsihýsi í Lúxemborg en þrotabú Glitnis greiðir leiguna sem er talin nema nærri 800 þúsund krónum á mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.