Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 53
föstudagur 6. ágúst 2010 sport 53 Á laugardaginn fer fram bardagakeppnin UFC 117. Keppnin er sýnt beint á Stöð 2 sport. Um er að ræða bardagaíþróttina MMA, blandaðar bardagalistir sem hefur tröllriðið Bandarísk- um almenningi á undanförnum árum. UFC er nokkurs meist- aradeild MMA, þar mætast bestu bardagamennirnir og er meistari UFC talinn sá besti í heiminum. DV skoðaði bardaga kvöldsins nánar. Á laugardaginn fer fram bardagakeppnin UFC 117. Keppnin er sýnt beint á Stöð 2 Sport. Um er að ræða bar- dagaíþróttina MMA, blandaðar bardagalistir, sem hefur tröllriðið bandarískum almenningi á undanförnum árum. UFC er nokkurs meistaradeild MMA, þar mætast bestu bardagamennirnir og er meistari UFC talinn sá besti í heiminum. DV skoðaði bardaga kvöldsins nánar. Brasilía gegn Bandaríkjunum Hverjir: Anderson Silva gegn Chael Sonnen Hvað er í Húfi: Millivigtartitill UFC Hvað er að fara gerast: Anderson Silva hefur haldið þéttingsfast í heimsmeistaratitil sinn frá því að hann vann hann árið 2006. Hann er einn besti bardagamaður í heiminum og enginn stenst honum snúning standandi. Anderson gleymdi sér í gassagangi í síðustu tveimur bardögum og er fyrir vikið ekki í náðinni. Chael Sonnen er kjaftor bandarískur glímukappi, sem segist muna taka Anderson auðveldlega niður og punda á honum þar. Hver vinnur: Anderson Silva bakar hann, hvernig sem á það er litið. Hann hefur einfaldlega of margar leiðir til að vinna bardagann. Gerist í lok fyrstu eða snemma í annarri. Hverjir: Jon Fitch gegn Thiago Alves Hvað er í Húfi: Sá sem vinnur fær að vera með í veltivigtartitilumræðunni. Hvað er að fara gerast: Jon Fitch og Thiago Alves hafa báðir freistað gæfunnar gegn meistaranum Georges St-Pierre, með slæmum árangri. Báðir eru frábærir bardagamenn og nú berjast þeir til að halda nafni sínu á lofti í annars pökkuðum þyngdarflokki. Fitch mun líklega vilja koma bardaganum í gólfið sem fyrst á meðan Alves notar yfirburða hnefaleikatækni og glímutækni til að tromma á nefinu á Fitch. Hver vinnur: Erfitt að segja. Sama hver vinnur þá verður það ljótt. Fitch með því að gjörsam- lega kæfa Alves í gólfinu í þrjár lotur. Eða Alves með því að taka Fitch í sundur högg fyrir högg í þrjár lotur. Hverjir: Glay Guida gegn Rafael Dos Anjos Hvað er í Húfi: Fyrir Guida: endurnýjun lífdaga í UFC. Fyrir Anjos Enn eitt skrefið í átt að titlinum. Hvað er að fara gerast: Clay Guida er eins og „energizer“-kanínan með sítt hár, glímuhæfilega og fjögurra únsu hanska. Það sem Clay skortir tæknilega, bætir hann upp með þrótt og þoli. Rafael Dos Anjos er þrautþjálfaður í brasilísku jiu jitsu og með tæknina á hreinu. Hann hefur sýnt það í undanförnum bardögum að menn þurfa að fara gefa honum gaum. Hver vinnur: Rafael Dos Anjos nær Guida í þétt tak í lok annarrar lotu, í annars mjög skemmtilegum bardaga. Hverjir: Roy Nelson gegn Junor Dos Santos Hvað er í Húfi: Tækifæri á titilbardaga Hvað er að fara gerast? Roy Nelson sigurvegar TUF þáttanna er snillingur í gólfinu og afar þunghentur standandi. Junior Dos Santos hefur hins vegar sýnt fram á boxtækni sem minnir á ungan David Tua. Hann er snöggur, högg- þungur og alltaf í sókn. Hver vinnur: Junior Dos Santos er að fara rota Nelson. Hrottalega fast. Hverjir: Matt Hughes gegn Ricardo Almeida Hvað er í Húfi: Fyrir Almeida, heiður og góður staður í WW deildinni. Fyrir Hughes, sönnun á því að hann er enn með þetta. Hvað er að fara gerast: Matt Hughes er fyrrum WW meistari UFC en hefur á undanförnum árum elst hratt og örugglega. Ricardo Almeida er hinsvegar að sanna sig upp á nýtt, í nýjum þyngdarflokki. Matt Hughes þrífst á því að fara með menn í gólfið og lumbra á þeim þar. Ricardo Almeida hins vegar veit ekkert betra en að draga menn á dýnuna og binda rembihnút á útlimi þeirra. Hver vinnur: Ricardo Almeida fer létt með hann og sýnir öðrum í WW deildinni að hann sé mættur. ufC UFC 117 keppnin er sýnd á Stöð 2 Sport á laugardaginn. anderson silva Einn besti bardagamaður í heimi í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.