Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Side 53
föstudagur 6. ágúst 2010 sport 53 Á laugardaginn fer fram bardagakeppnin UFC 117. Keppnin er sýnt beint á Stöð 2 sport. Um er að ræða bardagaíþróttina MMA, blandaðar bardagalistir sem hefur tröllriðið Bandarísk- um almenningi á undanförnum árum. UFC er nokkurs meist- aradeild MMA, þar mætast bestu bardagamennirnir og er meistari UFC talinn sá besti í heiminum. DV skoðaði bardaga kvöldsins nánar. Á laugardaginn fer fram bardagakeppnin UFC 117. Keppnin er sýnt beint á Stöð 2 Sport. Um er að ræða bar- dagaíþróttina MMA, blandaðar bardagalistir, sem hefur tröllriðið bandarískum almenningi á undanförnum árum. UFC er nokkurs meistaradeild MMA, þar mætast bestu bardagamennirnir og er meistari UFC talinn sá besti í heiminum. DV skoðaði bardaga kvöldsins nánar. Brasilía gegn Bandaríkjunum Hverjir: Anderson Silva gegn Chael Sonnen Hvað er í Húfi: Millivigtartitill UFC Hvað er að fara gerast: Anderson Silva hefur haldið þéttingsfast í heimsmeistaratitil sinn frá því að hann vann hann árið 2006. Hann er einn besti bardagamaður í heiminum og enginn stenst honum snúning standandi. Anderson gleymdi sér í gassagangi í síðustu tveimur bardögum og er fyrir vikið ekki í náðinni. Chael Sonnen er kjaftor bandarískur glímukappi, sem segist muna taka Anderson auðveldlega niður og punda á honum þar. Hver vinnur: Anderson Silva bakar hann, hvernig sem á það er litið. Hann hefur einfaldlega of margar leiðir til að vinna bardagann. Gerist í lok fyrstu eða snemma í annarri. Hverjir: Jon Fitch gegn Thiago Alves Hvað er í Húfi: Sá sem vinnur fær að vera með í veltivigtartitilumræðunni. Hvað er að fara gerast: Jon Fitch og Thiago Alves hafa báðir freistað gæfunnar gegn meistaranum Georges St-Pierre, með slæmum árangri. Báðir eru frábærir bardagamenn og nú berjast þeir til að halda nafni sínu á lofti í annars pökkuðum þyngdarflokki. Fitch mun líklega vilja koma bardaganum í gólfið sem fyrst á meðan Alves notar yfirburða hnefaleikatækni og glímutækni til að tromma á nefinu á Fitch. Hver vinnur: Erfitt að segja. Sama hver vinnur þá verður það ljótt. Fitch með því að gjörsam- lega kæfa Alves í gólfinu í þrjár lotur. Eða Alves með því að taka Fitch í sundur högg fyrir högg í þrjár lotur. Hverjir: Glay Guida gegn Rafael Dos Anjos Hvað er í Húfi: Fyrir Guida: endurnýjun lífdaga í UFC. Fyrir Anjos Enn eitt skrefið í átt að titlinum. Hvað er að fara gerast: Clay Guida er eins og „energizer“-kanínan með sítt hár, glímuhæfilega og fjögurra únsu hanska. Það sem Clay skortir tæknilega, bætir hann upp með þrótt og þoli. Rafael Dos Anjos er þrautþjálfaður í brasilísku jiu jitsu og með tæknina á hreinu. Hann hefur sýnt það í undanförnum bardögum að menn þurfa að fara gefa honum gaum. Hver vinnur: Rafael Dos Anjos nær Guida í þétt tak í lok annarrar lotu, í annars mjög skemmtilegum bardaga. Hverjir: Roy Nelson gegn Junor Dos Santos Hvað er í Húfi: Tækifæri á titilbardaga Hvað er að fara gerast? Roy Nelson sigurvegar TUF þáttanna er snillingur í gólfinu og afar þunghentur standandi. Junior Dos Santos hefur hins vegar sýnt fram á boxtækni sem minnir á ungan David Tua. Hann er snöggur, högg- þungur og alltaf í sókn. Hver vinnur: Junior Dos Santos er að fara rota Nelson. Hrottalega fast. Hverjir: Matt Hughes gegn Ricardo Almeida Hvað er í Húfi: Fyrir Almeida, heiður og góður staður í WW deildinni. Fyrir Hughes, sönnun á því að hann er enn með þetta. Hvað er að fara gerast: Matt Hughes er fyrrum WW meistari UFC en hefur á undanförnum árum elst hratt og örugglega. Ricardo Almeida er hinsvegar að sanna sig upp á nýtt, í nýjum þyngdarflokki. Matt Hughes þrífst á því að fara með menn í gólfið og lumbra á þeim þar. Ricardo Almeida hins vegar veit ekkert betra en að draga menn á dýnuna og binda rembihnút á útlimi þeirra. Hver vinnur: Ricardo Almeida fer létt með hann og sýnir öðrum í WW deildinni að hann sé mættur. ufC UFC 117 keppnin er sýnd á Stöð 2 Sport á laugardaginn. anderson silva Einn besti bardagamaður í heimi í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.