Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 4
BISKUP FÉKK
GÓÐ RÁÐ
n Ólafur Skúlason biskup virðist
hafa verið vinsæll meðal valda-
manna í samfélaginu og sann-
ast þar ákveð-
in samtrygging
hvítra, mið-
aldra yfirstétt-
arkarla. Hann
sagði sjálfur frá
því að forsæt-
isráðherrann
Davíð Odds-
son hefði gefið
honum góð ráð. Auk þess segir Þór
Jónsson, blaðamaður á Pressunni,
frá því að Jón Ólafsson, þá eigandi
Stöðvar 2, hefði gefið biskupi góð
ráð um hvernig bregðast mætti
við „almannatengslavandanum“.
Miðað við viðbrögð Ólafs í fjölmiðl-
um fékk hann þær ráðleggingar að
þræta fyrir allt og bíða gleymsku
fjölmiðla og þjóðar. Það virkaði
mjög vel.
NÍUTÍU ORÐUR
Á EINU ÁRI
n Vigdís Finnbogadóttir forseti
veitti Ólafi Skúlasyni biskupi fálka-
orðuna eigi sjaldnar en fjórum
sinnum á árun-
um 1982 til 1992.
Þetta kann að
þykja merkilegt,
en einungis ef
horft er fram hjá
því að enginn
kvóti er á veit-
ingu fálkaorð-
unnar. Þannig
fengu yfir níutíu manns fálkaorðu
árið 1996, árið sem ásakanirnar
gegn Ólafi fóru hæst. Grínið í síð-
asta áramótaskaupi um að fálka-
orður fengjust með Cheerios-pökk-
um var ekki svo fjarri lagi.
BÍÐA SPENNTIR
EFTIR SJÓVÁ
n Áhugamenn um viðskipti og
efnahagsmál bíða nú spenntir eft-
ir því að greint verði frá því hver
fái að kaupa
tryggingafélagið
Sjóvá af Glitni,
Íslandsbanka og
íslenska ríkinu.
Eins og kom-
ið hefur fram
í fjölmiðlum á
fjárfestahópur
í tengslum við
Heiðar Má Guðjónsson, fjárfesti
og fyrrverandi samstarfsmann
Björgólfs Thors Björgólfssonar,
í viðræðum við Íslandsbanka en
bankinn sér um söluna á trygg-
ingafélaginu. Heiðar Már mun vera
eini aðilinn sem starfsmenn bank-
ans ræða nú við. Ekki liggur fyrir
hvenær gengið verður frá sölunni
á tryggingafélaginu fræga en ætla
má að það verði fyrir lok þessa árs.
SANDKORN
4 FRÉTTIR 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
LAGERSALA
www.xena.is
Mikið af
fínum skóm í
leikfiminano1 - st. 28-35 verð kr. 3995.-
no2 - st. 41-47 verð kr. 7995.-
no3 - st. 36-41 verð kr. 7495.-
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
Félag spennusagnahöfundarins greiddi 7 milljónir í arð:
Tapaði rúmri milljón
Eignarhaldsfélag Yrsu Sigurðar-
dóttur, spennusagnahöfundar og
verkfræðings, skilaði tapi upp á
rúmlega 1,2 milljónir árið 2008.
Þetta kemur fram í ársreikningi fé-
lags Yrsu fyrir það ár. Yrsa, sem er
einn af þekktari spennusagnahöf-
undum þjóðarinnar, er því ansi
langt frá því að hafa náð sams kon-
ar fjárhagslegri velgengni og Arn-
aldur Indriðason, þekktasti glæpa-
sagnahöfundur þjóðarinnar. Félag
Arnaldar skilaði tæplega 80 millj-
óna hagnaði árið 2008.
Félag Yrsu heitir Yrsa Sigurðar-
dóttir ehf. og er tilgangur þess bók-
ritun, útgáfa og fjárfestingar er-
lendis. Yrsa hefur orðið þekkt hér
á landi á liðnum árum fyrir bæk-
ur eins og Sér grefur gröf, Ösku
og Auðnina og nýtur hún nokk-
urrar hylli erlendis þar sem bæk-
ur hennar hafa verið gefnar út á
fjölda tungumála.
Þó að félag Yrsu hafi skilað tapi
árið 2008 skilaði félagið hins vegar
nærri 1,5 milljónum í hagnað árið
2007. Þá var eiginfjárstaða félags-
ins jákvæð um nærri níu milljón-
ir króna. Þessi staða félagsins árið
2007 gerði Yrsu kleift að greiða sér
nærri 7 milljónir króna í arð árið
2008 en þá var eiginfjárstaðan já-
kvæð um nærri 7,5 milljónir króna.
Ársreikningur Yrsu sýnir því að
hún er annar spennusagnahöf-
undur sem hefur ágætlega upp úr
því að skrifa og selja bækur, jafnvel
þó félag hennar hafi skilað tapi á
árinu 2008.
ingi@dv.is
6,8 milljónir í arð Yrsa greiddi sér
6,8 milljónir króna í arð árið 2008
vegna rekstrarársins 2007, þá skilaði
félagið hagnaði.
Náin samskipti voru milli forsvarsmanna Geysis Green Energy og Magma Energy
annars vegar og iðnaðarráðuneytisins hins vegar um uppkaup Magma á HS Orku.
Tölvupóstar sem DV hefur undir höndum leiða í ljós þessi samskipti sem snérust fyrst
og fremst um lagalegar hliðar málsins.
„Sæll félagi Össur og til hamingju
með úrslit kosninganna,“ skrifar Ás-
geir Margeirsson, forstjóri Geysir
Green Energy, í tölvupósti til Össurar
Skarphéðinssonar, þáverandi iðnað-
arráðherra, þann 27. apríl í fyrra.
Tölvupóstar sem DV hefur undir
höndum gefa mynd af samskiptum
embættismanna í iðnaðarráðuneyt-
inu og ráðherra við Ásgeir og aðra
um sölu HS Orku til Magma Energy.
Ásgeir segir jafnframt í umrædd-
um tölvupósti að viðræður standi yfir
við Magma Energy. „Við erum á kafi
í viðræðum við Magma Energy og
Reykjanesbæ um framtíðarmunst-
ur orkumálanna á Suðurnesjum.
Það væri mjög gott ef hægt væri að
fá stund með þér næstu daga til að
gera grein fyrir stöðunni. Ég þarf vart
að taka fram að hluti málsins er sala
auðlindanna til sveitarfélaga.“
Ásgeir gerir Össuri síðar grein fyr-
ir því að Magma-menn verði á land-
inu innan tíðar og gott væri að geta
gert honum grein fyrir stöðunni.
Degi síðar svarar Kristján Skarp-
héðinsson, ráðuneytisstjóri í iðnað-
arráðuneytinu, að Pétur Örn Sverr-
isson og Guðjón Axel Guðjónsson
ráðuneytismenn muni hitta Magma-
menn við komuna til landsins.
Viljayfirlýsing
Ásgeir Margeirsson þakkar góð við-
brögð í svarpósti sínum og kveðst
vera að vinna að samkomulagi Mag-
ma, GGE og Reykjanesbæjar um fjár-
festingar í HS Orku „sem miða að
því að Reykjanesbær selji mest allan
sinn hlut og Geysir og Magma kaupi,
þannig að Geysir verður meirihluta-
eigandi. Geysir selur ennfremur hlut
sinn í HS-Veitum til Reykjanesbæj-
ar. Auðlindir HS Orku verða auk þess
seldar Reykjanesbæ.“
Ásgeir lýkur bréfi sínu með því að
segja að hugmyndin með fundinum
sé að fræða gestina (Magma Energy)
um lagalegt umhverfi orkumarkaðar
hér á landi.
Kristján ráðuneytisstjóri lét í það
skína að ráðherranum þætti best að
fá menn í sófann til sín.
Niðurstaðan varð sú að Ásgeir,
Ross Beaty og Eyjólfur Árni Rafns-
son, stjórnarformaður GGE á þess-
um tíma, boðuðu komu sína til Öss-
urar iðnaðarráðherra.
Viku efir fundinn sendi Ásgeir
Margeirsson Össuri tölvupóst og
þakkaði góðan fund. „Vinna þessa
viðfangsefnis gengur vel og það verð-
ur vonandi hægt að segja frá eftir ca.
2 mánuði eða rúmlega það. Það þarf
að klára nokkur mál í millitíðinni.“
Þann 15. maí í fyrra sendir Ásgeir
svo tölvupóst til iðnaðarráðuneyt-
isins ásamt uppkasti að viljayfirlýs-
ingu. Í viljayfirlýsingunni er gert ráð
fyrir að viðsemjandi iðnaðarráðu-
neytisins sé Magma Energy Sweden
AB, það er að segja Magma í Svíþjóð.
Gert er ráð fyrir að samningurinn feli
í sér að Magma festi kaup á meiri-
hlutanum í HS Orku. Jafnframt er
tekið fram að Magma tryggi raforku-
sölu til álvers í Helguvík.
Snúum ofan af vitleysunni
Málinu vindur fram og fjallað var um
það í fjölmiðlum á þessm tíma. Þann
8. júní í fyrra sendir Ásgeir tölvupóst
til Kristjáns Skarphéðinssonar ráðu-
neytisstjóra. „Já þetta gæti farið í loft-
ið á fimmtudag í tengslum við bæjar-
ráðsfund í Reykjanesbæ. Mér finnst
mjög gott ef ég fæ tækifæri til að upp-
lýsa ráðherra en það hugsanlega ger-
ist,“ segir í póstinum.
Fjölmiðlaumfjöllun heldur áfram
um málið og þann 3. júlí í fyrra virð-
ist Ásgeir orðinn áhyggjufullur og
skrifar Össuri og Kristjáni ráðuneyt-
isstjóra eftifarandi: „Sælir kapp-
ar. Nú er suðið komið fram sem við
áttum von á. Við erum að undirbúa
svör um málið og það er virkilega
þörf á að það komi fram frá yfirvöld-
um að gjörningar okkar séu í takt við
og vegna þeirrar löggjafar sem við
búum við. Getið þið ekki komið fram
skýringum á málinu til að „snúa ofan
af vitleysunni“?“
Í kjölfar þessa eru allir fullvissað-
ir um að sala á viðbótarhlutum í HS
Orku til Magma Energy séu í sam-
ræmi við landslög. Kemur það með-
al annars fram í béfi sem Unnur G.
Kristjánsdóttir, formaður nefndar
um erlenda fjárfestingu, sendi Júlíusi
Jónassyni, forstjóra HS Orku.
Allt í eigu Magma
Salan á HS Orku fór fram í áföngum
eins og margir muna. Frá síðasta ári er
þannig gert ráð fyrir að hlutur Magma
í Svíþjóð aukist úr liðlega 40 prósent-
um í HS Orku yfir í nær 99 prósent.
Athygli vekur tölvupóstur Ásgeirs
til ráðuneytismanna þann 11. júlí.
Þar er vísað í frétt RÚV sem benti til
þess að fulltrúar iðnaðarráðuneyt-
isins hefðu gefið Magma-mönnum
leiðbeiningar um stofnun félags í Sví-
þjóð. „Ég skýrði út að á fundi í ráðu-
neytinu höfðum við fengið skýringar á
lögum og regluverki um erlendar fjár-
festingar aðila á EES svæðinu. Magma
hafi tekið ákvörðun um stofnun félags
í Svíþjóð að fengnum ráðum sinna
ráðgjafa, ekki ráðuneytisins.“ Síðan
afsakar Ásgeir ef mátt hafi skilja hann
á þann veg að ráðuneytið hafi gefið
einhverjar leiðbeiningar um stofnun
Magma í Svíþjóð.
Um þetta atriði var síðan gefin út
sérstök fréttatilkynning af hálfu iðnað-
arráðuneytisins.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Kristján ráðu-neytisstjóri lét
í það skína að ráðherr-
anum þætti best að fá
menn í sófann til sín.
„SÆLL FÉLAGI ÖSSUR“
Ráðherrann Össuri Skarp-
héðinssyni þótti betra að fá
mennina í sófann til sín til
þess að tala við þá.
Slagurinn um orkuna Eignarhaldið
á HS Orku færðist í þrepum til Magma
Energy í Svíþjóð.