Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Page 8
BISKUPINN OG BÖLVUNIN n Umræðan um meint kynferð- isbrot Ólafs Skúlasonar biskups hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðustu daga eft- ir að DV opnaði málið upp á gátt með viðtali við Guðrúnu Ebbu dóttur hans þar sem hún sagði að gera þyrfti málið upp. Núverandi biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, er kominn í nokkuð erfiða stöðu vegna málsins og spurning hvort honum sé áfram sætt í embætti. Í ljósi þessarar um- ræðu barst DV eftirfarandi vísa frá skáldmæltum manni: „Í tafli fáir treysta á Guð, tilgangsleysið alltaf vex og bölvun drepur bænasuð ef biskup fer á einar sex.“ HLEGIÐ AÐ BJÖRGÓLFI n Þau tíðindi berast úr íslensku bönkunum að margir starfsmenn þeirra hafi hlegið að tíðindunum um meint skuldauppgjör Björ- gólfs Thors Björgólfssonar fyrir skömmu. Þá gaf fjárfestirinn það út að hann ætlaði að gera upp allar skuldir sínar, þ.e.a.s. greiða þær. Sannleikurinn mun hins vegar vera sá að íslenskir kröfuhafar Björgólfs munu afskrifa megnið af skuldum Björgólfs og félaga hans við bank- ana. Í staðinn munu bankarnir fá einhvern hluta af söluverðmæti hlutar Björgólfs Thors í Actavis þeg- ar hann verður seldur. Því er spurn- ing hvort kalla beri uppgjör Björg- ólfs Thors skuldauppgjör þar sem lykilatriðið í því snýst um stórfelld- ar afskriftir en ekki endurgreiðslu. UMDEILD RÁÐNING n Ráðning Ástu Bjargar Pálmadótt- ur í starf sveitarstjóra Skagafjarð- ar hefur vakið ótvíræða athygli. Ásta starfaði áður sem útibússtjóri Landsbanka Íslands í Skagafirði og er ritari í stjórn Kaupfélags Skaga- fjarðar. Sautján umsóknir bárust um stöðu sveitarstjóra en þeim var öllum hafnað af hálfu meirihluta Framsóknar og Vinstri grænna. Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknar, sagði við það tilefni að nafn þess sem leitað var að væri ekki á þeim lista. Var því leitað til Ástu Bjargar og hugsa menn nú um þau ítök sem Kaupfélagið hefur í sveitarfélaginu, en það rekur einn stærsta vinnustaðinn í Skagafirði. EKKI BARA YFIR- HEYRSLUR n Fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um komu Sigurðar Einarssonar hæstráð- anda Kaupþings forðum og yfirheyrsl- ur yfir honum hjá embætti sérstaks saksóknara. Hljótt er hins vegar um viðræður Sigurðar við menn inn- an viðskiptalífsins, en sagan segir að hann leggi ríka áherslu á að fá að kaupa tiltekið fyrirtæki hér á landi. Jafnframt hafi hann menn til þess að fara fyrir slíkum fjárfestingum án þess að nafn hans komi þar nærri. Glöggur maður í viðskiptalífinu telur að Sigurður sækist eftir kaupum á fjár- málafyrirtæki og ekki sé skortur á fé til kaupanna. Eitthvað verða menn að hafa að gera þegar hamförunum lýkur. SANDKORN 8 FRÉTTIR 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR FU RS TY NJ AN Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell Hnífaparatöskur f/12m. 72 hlutir margar gerðir Hitaföt - margar gerðir Líttu á www.tk.is ÍTALSKUR KRISTALL K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 40 ára Vörur á verði fyrir þig Ótrúlegt glasaúrval á frábæru verði Verum vinir á - mikið úrval RÚMFÖT afsláttur Fallegar gjafir Fjárfestarnir Björgólfur Thor Björg- ólfsson og Róbert Wessmann áttu saman félagið Mainsee 516 sem skuldaði Glitni rúma 11 milljarða króna um haustið 2008. Þetta kem- ur fram í lánayfirliti frá Glitni banka sem DV hefur undir höndum fyrir tilstilli heimasíðunnar Wikileaks. Mainsee var lyfjafyrirtæki í Þýska- landi sem fjárfestarnir tveir keyptu saman á meðan Róbert var forstjóri íslenska samheitalyfjafyrirtækisins Actavis og Björgólfur Thor var einn stærsti hluthafi fyrirtækisins. Eignarhald þeirra Björgólfs Thors og Róberts á félaginu er áhugavert í því ljósi að engir kær- leikar hafa verið á milli þeirra um nokkurra ára skeið eða síðan Ró- bert hætti hjá Actavis og Björgólf- ur fjármagnaði yfirtöku á félaginu með láni frá Deutsche Bank. Meðal annars hefur Róbert stefnt Björg- ólfi Thor út af viðskiptum sem þeir áttu sín á milli og í síðustu viku var greint frá deilum þeirra tveggja um starfslok Róberts hjá Actavis – Björ- gólfur sagðist hafa rekið Róbert út af slælegri frammistöðu en þessu hafnaði sá síðarnefndi. Ábyrgðirnar fyrir láninu frá Glitni voru meira en 19 milljarðar króna. Íslenska eignarhaldsfélag- ið Mainsee Holding ehf. hélt utan um eign þeirra Björgólfs Thors og Róberts í þýska félaginu en félög í þeirra eigu, sem skráð eru í Lúx- emborg, eiga 50 prósent í því, sam- kvæmt ársreikningi ársins 2008. Keypt eftir að Actavis var tekið af markaði Róbert Wessmann segir aðspurð- ur að ástæðan fyrir sameiginleg- um kaupum þeirra á Mainsee árið 2007 hafi verið sú að Actavis sjálft hafi ekki verið í aðstöðu til að kaupa félagið og því hafi þeir keypt það í sameiningu. Hann segir að ástæðan fyrir þessu hafi meðal annars verið sú að búið hafi verið að taka Actavis af markaði á þess- um tíma. „Þetta félag er keypt eft- ir að Actavis var tekið af markaði. Actavis var á þeim tíma ekki í stöðu til að kaupa þetta félag þannig að við keyptum þetta saman. Actavis er í dag búið að kaupa þetta félag af okkur.“ Skuldirnar hvíla á Björgólfi og Róberti Aðspurður hvort þetta þýði að Actavis sé búið að yfirtaka skuld- ir Mainsee segir Róbert að svo sé að mestu leyti en að hluti skuld- anna hvíli þó ennþá á honum og Björgólfi. „Þeir yfirtóku hluta skuldanna en ekki þær allar,“ seg- ir Róbert, en þeir voru báðir í per- sónulegum ábyrgðum fyrir hluta skuldanna sem enn hvíla á þeim. Því má reikna með að skuldir Mainsee séu hluti af skuldaupp- gjörum þeirra Björgólfs Thors og Róberts við íslensku bankana. Í svari Ragnhildar Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs Thors, um mál- ið kemur fram að Mainsee-skuldin hafi verið hluti af skuldauppgjöri hans sem greint var frá í júlí. „BTB gerði að fullu upp sinn hluta þeirr- ar skuldar við Glitni við skulda- uppgjör sitt, sem skýrt var frá nú í júlí.“ Aðspurð hvort þetta þýði að Björgólfur hafi gert þessa skuld upp í beinhörðum peningum seg- ir Raghildur að það verði ekki gefið upp. „Eins og fram kom við skulda- uppgjörið gerði BTB allar skuld- bindingar sínar við íslenska banka og fjölda erlendra banka upp að fullu. Það persónulega uppgjör verður ekki útlistað nánar en svo, enda hlýtur þetta að vera megin- málið: Fullt uppgjör skulda.“ Því liggur ekki fyrir hvernig Björgólfur gerði upp Mainsee-skuldina eða aðrar skuldir sínar í uppgjörinu. Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessmann skulduðu Glitni rúma 11 millj- arða króna um haustið 2008 vegna þýsks lyfjafyrirtækis sem þeir keyptu. Actavis hefur keypt félagið af þeim og tekið yfir hluta skuldanna. Hluti skulda Mainsee hvílir enn þá á Björgólfi Thor og Róberti. Skuldir Mainsee voru hluti af skuldauppgjöri Björgólfs. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Skuldirnar yfir á Actavis 11 milljarða króna skuldir Mainsee, félags Björg ólfs Thors og Róberts, fóru að mestu yfir á Actavis þegar lyfjafyrirtækið keypti Mainsee af tvímenningunum. Keyptu félagið saman Róbert segir að þeir Björgólfur hafi keypt Mainsee vegna þess að Actavis hafi ekki verið í aðstöðu til að kaupa félagið þar sem búið hafi verið að taka það af markaði. SKULDUÐU GLITNI 11 MILLJARÐA Actavis er í dag búið að kaupa þetta félag af okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.