Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Síða 13
FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2010 FRÉTTIR 13
ÍSLAND GRIKKLAND LETTLAND UNGVERJA-
LAND
DANMÖRK
2008
81,1%
2009
104,4%
2008
-13,5%
2009
-9,1%
2008
-7,7%
2009
-13,6%
2008
-4,1%
2009
-9%
2008
-3,8%
2009
-4%
2008
+3,4%
2009
-2,7%
2008
99,2%
2009
115,5%
2008
19,5%
2009
36,1%
2008
72,9%
2009
78,3%
2008
34,2%
2009
41,6%
2009
-6,5%
2010
-2,9%
2011*
+2,3%
2009
-2%
2010
-3%
2011*
-1%
2009
-18%
2010
-4%
2011*
+2,7%
2009
-6,3%
2010
0,0%
2011*
+3,2%
2009
-4,9%
2010
+1,6%
2011*
á ekki við
2010
8,9%
Jóhanna
Sigurðardóttir
George
Papandreou
Valdis
Dombrovskis Viktor Orbán
Lars Løkke
Rasmussen
Reykjavík
318 þúsund
2010
11%
Aþena
11,3 milljónir
2010
20%
Riga
2,2 milljónir
2010
11,2%
Búdapest
10 milljónir
2010
7,1%
Kaupmannahöfn
5,5 milljónir
*Spá AGS
Atvinnuleysi
ESB-meðaltal
2010: 9,6%
Forsætis-
ráðherra
Höfuðborg
Íbúafjöldi
Skuldir
sem hlutfall af
landsframleiðslu
ESB-meðaltal
2008: 61,6%
2009: 73,6%
Opinber
hallarekstur
sem hlutfall af
landsframleiðslu
ESB-meðaltal
2008: -2,0%
2009: -6,8%
Hagvöxtur
sem hlutfall af
landsframleiðslu
ESB-meðaltal
2009: -4,2%
2010: 1,0%
Verðbólga
sem hlutfall af
landsframleiðslu
ESB-meðaltal
2009: 1,0%
2010: 2,1%
2009
12,1%
2010
4,8%
2011*
3,8%
2009
1,3%
2010
5,5%
2011*
1%
2009
3,3%
2010
-0,7%
2011*
-2,5%
2009
4%
2010
3,6%
2011*
2,5%
2009
1,1%
2010
2,1%
2011*
á ekki við
*Spá AGS
LANDIÐ RÍS EN KRÓNAN EKKI
SKULDIR HÆKKUÐU EN ERU VIÐRÁÐANLEGAR Skuldir
ríkissjóðs fóru úr 560,5 milljörðum króna árið 2007 í 1.535
milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er nokkuð
minna en var áætlað upphaflega.
DREGUR ÚR VERÐBÓLGU Hratt hefur dregið úr
verðbólgu frá því í apríl þegar hún var 8,3 prósent. Hún
mældist 4,5 prósent í ágúst og er spáð að hún lækki frekar á
næstu mánuðum.
MINNA ATVINNULEYSI Steingrímur segir ríkisstjórnina hafa
gert ýmislegt til að örva atvinnulífið og að í farvatninu séu miklar framkvæmdir,
nýbygging Landspítala og Búðarhálsvirkjunar auk tvöföldunar Suðurlandsvegar.
Atvinnuleysi nú mælist minna en var áætlað.
LANDSFRAMLEIÐSLA FRAMAR VONUM Í fyrra var verg landsframleiðsla
fimmtíu milljörðum króna meiri en gert hafði verið ráð fyrir, eða 1.500 milljarðar,
og gert er ráð fyrir 2,5 til 3 prósenta hagvexti á næsta ári, eða 70 til 100 milljörð-
um króna meira en fyrstu spár eftir hrun gerðu ráð fyrir. Hagvöxtur mælist fyrr
en var áætlað.
HAGSTÆÐ VÖRUSKIPTI
Vöruskiptajöfnuður hefur verið
jákvæður frá því í fyrra ólíkt því
sem var árin áður. Hann hefur
verið jákvæður sem nemur 200
milljörðum króna á þessu ári.
MERKI UM BATA
SKULDIR HÆKKUÐU EN ERU VIÐRÁÐANLEGAR Skuldir ríkissjóðs fóru úr 560,5
milljörðum króna árið 2007 í 1.535 milljarða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er
nokkuð minna en var áætlað upphaflega.
GJALDEYRISHÖFT OG GJALDEYRISMÁL Gjaldeyrishöft eru
enn við lýði og er alls óvíst hvenær þau verða afnumin, meðal
annars vegna dóms hæstaréttar um ólögmæti gengis-
tryggðra lána. Veruleg óvissa ríkir um hvaða áhrif það hefur
ef höftin verða afnumin.
BREYTINGAR Á SKATTKERFI Steingrímur fjallar ekki um
almennar skattahækkanir eins og á áfengi og eldsneyti.
ÚRBÆTUR FYRIR SKULDARA Steingrímur segir ríkisstjórnina
hafa gripið til margra aðgerða við skuldavanda heimila. Stofnað hafi verið embætti
umboðsmanns skuldara, nauðungarsölum frestað, fólki gert kleift að taka út sér-
eignarlífeyrissparnað, samið við fjármálastofnanir um samræmd
greiðsluerfiðleikaúrræði, gengistryggð lán fryst tímabundið,
vaxtabætur hækkaðar og lög sett um greiðsluaðlögun.
Steingrímur segir aðgerðir í þágu heimila hafa miðast að því
sem væri viðráðanlegt fyrir ríkissjóð. Margir hefðu þó viljað
að gengið yrði lengra. Viðskiptabankarnir högnuðust til að
mynda um 51 milljarð króna í fyrra og finnst mörgum sem
þeir hefðu getað komið lengra til móts við skuldara. Magnús
Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, viðraði þá hug-
myndir um bankaskatt sem hafa þó ekki komið til framkvæmda.
BROTTFLUTNINGUR OG FÓLKSFÆKKUN Landsmönnum fækkaði í fyrsta sinn
í fyrra frá lokum 19. aldar, eða um hálft prósent. Árin fimm þar á undan hafði
landsmönnum fjölgað um 1,6 prósent árlega að jafnaði. Í greinaflokknum segir
Steingrímur aftur á móti að það hafi verið öfugmæli þegar alið var á ótta við
landflótta.
ICESAVE OG ÁHRIF ÞESS Á LÁNSHÆFISMAT RÍKISINS
Nýlega var greint frá því að Landsvirkjun hefði ekki fengið
lán frá Fjárfestingabanka Evrópu (EIB) í júlí vegna þess að
Icesave-deilan var óútkljáð. Í mars var samningum íslenskra
stjórnvalda við Breta og Hollendinga hafnað í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Talið hefur verið að fjárskuldbindingar
ríkissjóðs vegna þessa gætu orðið 640 til 680 milljarðar króna.
Aðgengi að fjármagni versnaði með efnahagshruninu og er enn
slæmt.
GENGISTRYGGING LÁNA OG HUGSANLEG RÍKISINNSPÝTING Fjármálaeftirlitið
hefur áætlað að ríkið gæti þurft að leggja bankakerfinu til hundrað milljarða króna
vegna dóms hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra bílalána. Endanleg niður-
staða um endurreikning á vaxtakjörum slíkra lána næst hugsanlega í hæstarétti
í haust. Óvíst er aftur á móti hvort meirihluti er fyrir því á Alþingi að ríkið leggi
bönkunum til aukið fé.
SAMKEPPNISHÖMLUR Í sumar hefur mikið verið fjallað um að sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra hafi tekið ákvarðanir sem hafi hamlað
samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur.
ERLEND FJÁRFESTING Ríkisstjórnin ákvað í byrjun
mánaðarins að setja á fót rannsóknarnefnd til að fara yfir
fjárfestingu Magma Energy í HS Orku. Þar verður einnig farið
almennt yfir fjárfestingu einkaaðila í orkugeiranum.
VAXTAKOSTNAÐUR Sextán prósent af útgjöldum ríkissjóðs
á fyrsta ársfjórðungi voru vegna vaxta af lánum. Er ljóst að
vaxtakostnaður er þungur baggi á ríkissjóði. Í greinunum verður
Steingrími aftur á móti tíðrætt um útgjöld ríkissjóðs án vaxtagjalda sem hafi
verið lækkuð úr 44 prósentum árið 2008 í 29 prósent á yfirstandandi ári.
STÖÐUGLEIKASÁTTMÁLI Aðilar launþega og atvinnurekenda hafa sagt sig frá
stöðugleikasáttmálanum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Steingrímur skrifar aftur
á móti að það megi ekki tala sáttmálann niður og um nauðsyn
þess að setjast við samningaborðið á ný.
FYRIRTÆKI SEM RÍKIÐ HEFUR TEKIÐ YFIR Ríkið hefur
tekið beint og óbeint yfir rekstur fjölda fyrirtækja eða lagt
þeim til fé, einkum fjármálastofnunum. Þetta var að hluta
til leyst þegar Vestia, félag Landsbanka Íslands, var selt
Framtakssjóði Íslands.
HELSTU UMHUGSUNAREFNIN
2015