Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði Straumur-Burðarás þarf að fá greiðslustöðvun sína og nauðasamning samþykktan fyrir dómstóli á Cay- man-eyjum og í Kanada til að samningarnir öðlist gildi. Mál Straums verður tekið fyrir á Cayman-eyjum í byrjun september. Talsmaður Straums segir að eignir Straums á Cayman séu fyrst og fremst ýmiss konar sjóðir. Hann segir að málareksturinn á Cayman sé formsatriði. Fjárfestingabankinn Straumur- Burðarás á töluverðar eignir í skatta- skjólinu Cayman-eyjum. Þetta kem- ur fram í tilkynningu til kröfuhafa bankans sem hefur verið send til þeirra í tengslum við dómþing sem fram fer á vegum bankans á Cay- man-eyjum í byrjun september. Til- kynningin um dómþingið var birt á vef Straums-Burðaráss og á heima- síðu Lögbirtingablaðsins á fimmtu- dag. Dómþingið er háð á Cayman-eyj- um vegna þess að Straumur á „um- talsverðar eignir“ þar eins og það er orðað í tilkynningunni til kröfu- hafa bankans. Á dómþinginu verð- ur leitað eftir staðfestingu kröfu- hafa á nauðasamningi Straums en hann var staðfestur hér á landi fyrir skömmu. Með staðfestingu nauða- samningsins hér á landi öðlaðist hann einnig staðfestingu í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðis- ins (EES). Cayman-eyjar eru, eins og liggur í augum uppi miðað við legu þeirra í Karíbahafinu, ekki hluti af Evrópska efnhagssvæðinu og því þarf að heyja dómþing vegna nauða- samningsins á Cayman-eyjum sem og í Kanada svo hann öðlist gildi þar í landi. Formsatriði segir talsmaður Straums Stefán Broddi Guðjónsson, sem sér um samskipti við fjölmiðla hjá Straumi, segir að einungis sé um formsatriði að ræða. Hann segir að Straumur þurfi að fá staðfestingu á samningnum á Cayman-eyjum og í Kanada til þess að hann öðlist gildi þar í landi. Í tilkynningunni frá Straumi um málaferlin í Kanada var tilgangur málaferlanna orðaður á eftirfarandi hátt: „Greiðslustöðvun- ar- og nauðasamningsferlið á Íslandi fær sjálfkrafa staðfestingu í öllum löndum á Evrópska efnhagssvæðinu en ekki utan þess. Þar sem fyrirtæk- ið á umtalsverðar eignir í Kanada, Bandaríkjunum og á Cayman-eyjum var tekin ákvörðun um að leita eftir staðfestingu á bæði greiðslustöðv- uninni og nauðasamningi bank- ans í báðum þessum löndum. Lög í Kanada og Cayman-eyjum kveða á um að senda beri tilkynningar í tölvupósti til allra kröfuhafa og að birta beri þær á heimasíðu bankans. Bandaríkin gera ekki sambærilega kröfu.“ Stefán Broddi segir að hann telji þó ekki að í þessu felist að kröfuhafar bankans í þessum löndum geti hafn- að greiðslustöðvun og nauðasamn- ingi Straums og að því sé einungis um formsatriði að ræða. „Við þurf- um einfaldlega að fá greiðslustöðv- unina og nauðasamningana stað- festa utan EES svo fyrir liggi að þetta ferli hafi átt sér stað.“ Eiga sjóði á Cayman Stefán Broddi segir, aðspurður um hvaða eignir Straumur eigi á Caym- an, að um sé að ræða sjóði sem skráðir eru þar í landi. „ Þetta eru eignir í sjóðum sem Straumur á,“ segir Stefán Broddi. Því liggur ekki fyrir hversu miklar eignir er um að ræða sem Straumur á þar í landi né af hverju bankinn á eignir þar. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is STÓREIGNIR Á CAYMAN Tikynningin um dómþingið í Lögbirt- ingablaðinu: „Hér með tilkynnist að dómþing verður háð fyrir dómstóli Cayman Eyja 8. september 2010 klukkan 9:30 árdegis. Tekin verður fyrir krafa Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. (félagsins), sett fram í nafni aðstoðarmanns félagsins á greiðslu- stöðvunartíma, um dómsúrskurð þess efnis að kröfuhöfum félagsins við verði óheimilt að höfða mál gegn félaginu. Kröfuhafar félagsins eiga kost á að mæta á dómþingið. Hyggist kröfuhafi félagsins, einn eða fleiri, mæta á dóm- þingið, skal viðkomandi, eigi síðar en við lok viðskiptadags föstudagsins 3. september 2010, tilkynna það Barnaby Gowrie of Walkers, sem fer með málið fyrir hönd félagsins.“ TILKYNNINGIN Við þurfum ein-faldlega að fá greiðslustöðvunina og nauðasamningana stað- festa utan EES svo fyrir liggi að þetta ferli hafi átt sér stað. Málaferli á Cayman Straumur-Burðarás þarf að fá staðfestingu á greiðslustöðvun bankans og nauðasamningi fyrir dómstóli á Cayman-eyjum í Karíbahafinu. Ástæðan er sú að bankinn á umtalsverðar eignir á Cayman-eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.