Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 22
22 ERLENT 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Í kjölfar alþjóðlegu fjármálakrepp- unnar hafa stjórnvöld, þjóðþing, fræðimenn og margir fleiri víða um lönd reynt að móta mögulegar um- bætur í fjármálakerfum heimsins sem gætu forðað okkur frá sambærilegum stórslysum í framtíðinni — og stuðlað að réttlátari heimi þar sem jöfnuður og sjálfbærni yrðu höfð að leiðarljósi. En hugmyndir manna um möguleg- ar formbreytingar á peningakerfinu eru ólíkar. Margir segja að fyrr en var- ir verði fjármálafyrirtæki aftur farin að hvetja til afnáms reglna. Nóbels- hagfræðingurinn Joseph Stiglitz hefur varað við því og segir að almenningur í lýðræðisríkjum verði að standa vörð um lög og reglur. Aðrir segja að lausn- in felist ekki í því að koma böndum á gamla kerfið heldur frekar að finna nýjar lausnir sem færi völdin í hagkerf- inu til fólksins. Ýmsar umbætur Bandaríkjaþing samþykkti í júlí frum- varp Obama um umbætur í fjármála- kerfinu sem eiga að koma í veg fyrir að fjármálakreppan árið 2008 endurtaki sig. Obama hefur sagt að lögin eigi eft- ir að veita bandarískum neytendum betra skjól en nokkru sinni í sögunni. Samkvæmt frumvarpinu mun sjálf- stæð neytendastofnun, sem minn- ir á embætti umboðsmanns skuldara hér á Íslandi, starfa innan bandaríska seðlabankans. Hún á að gæta hags- muna skuldara gegn óhóflegum inn- heimtuaðgerðum banka. Lögin færa einnig stjórnvöldum vald til þess að grípa inn í stjórnir illra staddra fjármálafyrirtækja eins og Lehman Brothers. Þá verður sett á fót stofnun á vegum stjórnvalda sem á að vakta allar hugsanlega hættu sem staf- ar af fjármálakerfinu. Í lögunum er hin svokallaða Volcker-regla tekin upp; bönkum verður bannað að stunda spákaup- mennsku fyrir eigin reikning, þ.e.a.s. að stunda fjárhættuspil á fjármála- mörkuðum með sína eigin peninga. Evrópusambandið hefur ákveðið að bankar greiði sérstakan skatt sem verði látinn renna í sjóð sem notaður verður til að bjarga bönkum í fram- tíðinni. Ný ríkisstjórn Bretlands hefur sett lög sem gjörbreyta eftirlitsstofn- unum og eiga að draga úr áhættu- sækni í kerfinu. Fjármálageirinn vilji ekki taumhald „Fjármagn er leið til að ná ákveðnu markmiði, ekki markmiðið sjálft. Það á að þjóna hagsmunum samfélags- ins, ekki öfugt. Að koma böndum á fjármálamarkaði verður ekki auðvelt Um allan heim reyna stjórnvöld að endurskipuleggja fjármála- kerfi heimsins til að atburðir ársins 2008 endurtaki sig aldrei. Ný lög hafa verið sett í Bandaríkjunum og í mörgum Evrópulönd- um. Margir fagna lögunum en aðrir segjast aðeins sjá gamalt vín á nýjum belgjum. Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að fjármálageirinn vilji ekki láta koma taumhaldi á sig og að það verði að setja reglur til að knýja hann til þess. FJÁRMÁLAGEIRINN ÞJÓNI HAGKERFINU HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Þar sem lýðræðið er veikt og spill-ing landlæg hefur fjármálageir- inn úrræði til að sporna við breytingum. Christian Clausen, forstjóri Nordea, stærsta banka Norður- landanna, segir að hin viðtekna hugmynd um að stjórnmálamenn komi óábyrgum bönkum ávallt til bjargar sé hreinlega vond. „Vondir bankar eiga að fara á hausinn og viðskiptavinirnir eiga að tapa sínu. En það hefur verið pólítískt óhugsandi að gera það vegna viðskiptavinanna,“ sagði Clausen nýlega í viðtali við Lederne, danskt fagtímarit fyrir stjórnendur. Hann bendir á að ríkið bjargi ekki gjaldþrota flugfélögum og byggingafyrirtækjum. „Menn eiga að velja sér byggingaverktaka sem mun lifa af. En sjálfsábyrgðin, sem felst í að velja sér banka sem neytendur hafa trú á, hefur vikið til hliðar vegna hugmynd- arinnar um að þeir séu of stórir til að hrynja,“ sagði Clausen og bætti við að hann vonaði að alþjóðlegar reglur á fjármálamörkuðum myndu fela í sér að bankar verði látnir fara á hausinn í kreppum framtíðarinnar. „Það er skynsamlegast. Þegar lesendur byrja að taka eftir undarlegum auglýsingum á ótrúlegum fjármálalausnum handa einstaklingum í næstu bólu ættu þeir að grípa til gagnrýnnar hugsunar — líkt og þeim er ætlað að gera í öðrum tilvikum,“ segir hann. Þrátt fyrir að Clausen viðurkenni að bankar og önnur fjármálafyrirtæki hafi borið mikla ábyrgð á því hvernig fór í kreppunni segir hann að menn ættu ekki að gera Nordea að blóraböggli. „Nordea varð ekki valdur að kreppunni. Þúsundir starfsmanna okkar þurfa að biðjast afsökunar á ótrúlegustu hlutum. En við vitum hvað umheimurinn er að hugsa, við skiljum að bankar bera ábyrgð og við viljum koma í veg fyrir nýja kreppu,“ sagði Clausen. BANKAR EIGI AÐ FARA Á HAUSINN Neytendur velji Forstjóri stærsta banka Norð- urlanda, Christian Clausen, segir að neytendur eigi að beita gagnrýnni hugsun í bankaviðskipt- um og að ríkið verði að leyfa óráðdeildarsömum bönkum að fara í þrot. MYND NORDEA Hvað gerist næst? Kreppan kom illa við kaunin á venjulegum almenningi um allan heim. En hvað getum við gert til að hún endurtaki sig aldrei? Er ætlunin að breyta fjármálakerfum heimsins eða munum við drekka gamalt vín á nýjum belgjum? MYND REUTERS Varar við fjármálageiranum Nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að fjármálageirinn kæri sig ekki um regluverk. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.