Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 28
SANNLEIKURINN VAR ALDREI ERFIÐURSagt er að lífið líði hratt hjá fyrir aug-um manns rétt áður en maður deyr. Ég hef þó komist nokkrum sinnum nærri því að deyja, en flestir myndu eflaust bara kalla það eitthvað væl í mér. Það væri eflaust rétt hjá þeim því ég sá ekki glefsur úr lífi mínu á þeirri stundu líkt og gerist fremur oft í bíómyndunum. Engu að síður þá varð mér hugsað til lífshlaups míns þegar ég stóð í svokallaðri leigubílaröð í miðbæ Reykja- víkur á Menningarnótt. Ég hef forðast þennan viðburð eins og heitan eldinn. Þegar ég var í menntaskóla á Ísafirði horfði ég löngunaraugum til þessa svaka-lega viðburðar og þótti eitthvað mikið til hans koma. Viðburðirnir sem slíkir á Menningarnótt eru eflaust góðra gjalda verðir. Það var þó brjálæðið sem einkennir mannfjöldann á Menningarnótt sem varð til þess að ég ákvað að stíga aldrei aftur fæti í miðbæ Reykjavíkur á með- an þessi merkisviðburður stendur yfir. Ég er þó ekki bestur í að halda loforð þegar kemur að sjálfum mér og hef ég með einbeittum brotavilja svikið sjálfan mig vegna þessa loforðs og einu sinni varð ég að vera í miðbænum vegna áhugamáls míns. Það var síðastliðna Menningarnótt og þegar öllu var lokið ákvað ég að reyna að komast heim til mín í leigu- bíl eftir að hafa fengið mér einum of mikið til þess að geta talist ökuhæf- ur. Ég sá leigubílaröðina og leist ekki á blikuna. Á minn mælikvarða var hún ógnarlöng. Ég ákvað þó að harka það af mér og þræla mér í gegnum hana. Ég fer aftast og og hef þessa ógnarlöngu bið. Þegar tíu mínútur voru liðnar fannst mér röðin ekkert hafa hreyfst. Á meðan mér fannst röð-in ekkert hreyfast varð mér litið til fólksins sem gekk framhjá röðinni. Ég hélt að það væri að ganga heim til sín. Sú var sko aldeilis ekki raunin. Ég sá fólk- ið ganga framhjá röðinni og fara í fyrsta leigubíl. Það neitaði einfaldlega að standa í röð. Sá ekki tilganginn í því. Ég er ekki frá því að sú hugsun hafi farið í gegnum huga minn að ég ætti í raun bara að gera slíkt hið sama. Eitthvað stoppaði mig þó. Hvort sem það skrifast á hræðslu við reiði þeirra sem biðu í röðinni eða almenna kurteisi skal ég ekki segja. Reiður horfði ég í fólkið í unnvörpum svindla sér áfram í röðinni. Jæja,“ hugsaði ég með sjálfum mér og ákvað að að kyngja þessari reiði. Hvort maður var reiður yfir fólkinu sem taldi sig ekki þurfa að bíða í röð eða út í sjálfan sig fyrir að vera svona heimskur að bíða í röð skal ég ekki fjölyrða. Þarna beið ég í dágóða stund og velti fyrir mér hvort einhver ætlaði ekki að gera eitthvað. Ætlaði enginn að segja neitt við þessu? Þegar ég var hálfnaður í bið minni gengur upp að mér kona og gerir mér tilboð sem ég átti vart að geta hafnað. Hljóðaði tilboð- ið á þá vegu að hún fengi far hjá mér ef hún fengi að svindla sér fram fyrir í röðinni. Henni gekk ekki vel að semja við mig en vatt sér þá að konunni á bak við mig. Sú kona neitaði henni og spurði hvar hún ynni. Kom þá í ljós að umrædd kona, sem virtist hafa óbilandi trú á sannfær- ingarmætti sínum, vann í banka. Eftir að hafa varist gylliboðum bankastarfsmannsins hélt biðin áfram. Fyrir aftan mig var par á fimmtugsaldri. Karlinn var frem-ur ölvaður og reyndi ítrekað að komast fram fyrir mig í röðinni. Konan sem var með honum togaði reglulega í höndina á honum og bað hann vinsamlegast að hætta að troðast fram fyrir sig. Þegar ég var orðinn einn af þeim fremstu í röðinni og biðin var nærri því að taka enda, sá ég hvers kyns var hjá leigubílunum. Fólkið sem gekk framhjá röðinni gekk einfaldlega aðeins lengra eftir röðinni og settist upp í bíl og fór heim. Fyrir framan mig í röðinni stóð ungt par. Þegar röðin var komin að þeim að stíga upp í leigubíl vildi leigubílstjórinn ekki taka þau upp í. Þau benda á mig og biðja mig um að koma. Þau töldu leigubíl-stjórann hafa átt erindi við mig en hann veifaði mér í burtu og benti á eldra parið sem var fyrir aftan mig í röðinni. Reyndist maðurinn, sem hafði reynt að ryðjast fram fyrir mig, vera frændi leigubílstjórans og vildi bílstjórinn taka hann fram fyrir í röðinni. Þarna var mér á endan- um öllum lokið og muldraði nokkur vel valin orð með sjálfum mér sem ég get því miður ekki haft eftir hér. Að lokum komst ég þó upp í leigubíl og þar með heim. Hvort þessi leigubílaröð hafi endurspeglað líf mitt síðastliðin ár kemur örugglega aldrei í ljós. Maður á allavega alltaf mjög auðvelt með að upplifa sig sem eitthvert fórnarlamb í þessum heimi og að vera fljótur að grípa til sjálfsvorkunnar þegar hlutirnir fara ekki eins og maður býst við. Reyndar átti maður allt eins von á því að þetta myndi gerast þegar mikill fjöldi fólks reyndi að komast heim til sín á köldu kvöldi. Þá tekur oftast nær sjálfsbjargarviðleitnin við og biðlundin kem- ur þér ekki langt. Hún kemur þér þó á endanum heim og með hreina samvisku. Biðin langa Hvað ætla séra Vigfús Þór, séra Pálmi Matthíasson, séra Hjálmar Jónsson og Karl Sigurbjörnsson biskup að gera núna? Nöfn þeirra allra komu upp á yfirborðið þeg- ar árið 1996, þegar biskupsmál- ið komst fyrst í hámæli. Þá þegar upplýsti Sigrún Pálína Ingvarsdótt- ir að hún hefði leitað til þeirra í von um aðstoð við að fá kirkjuna til að horfast í augu við að æðsti yfirmað- ur hennar væri kynferðisglæpa- maður. Þá þegar fengum við að vita að þeir hefðu í fyrstu brugðist vel og kurteislega við og ekki efast um frá- sögn hennar. Og þá þegar fengum við líka að vita að þeir hefðu á end- anum brugðist henni – ýmist látið sig hverfa eftir bestu getu, eða bein- línis farið að ganga erinda Ólafs Skúlasonar. Þá þegar árið 1996 urðu þeir fyrir einhverri gagnrýni vegna þessa, en við – jafnvel þau okkar sem trúðu og studdu Sigrúnu Pál- ínu, þó ekki væri nema úr fjarlægð – jafnvel við létum hjá líða að horfast í augu við hvað það þýddi að þeir hefðu brugðist. Því auðvitað eiga Vigfús Þór, Pálmi, Hjálmar og Karl að skamm- ast sín, bæði fyrir það sem þeir gerðu og gerðu ekki árið 1996, og líka fyrir það að hafa ekkert aðhafst til að bæta sitt ráð á þeim fjórtán árum sem síðan eru liðin. Sjálfsagt segja þeir og stuðnings- menn þeirra sér til afbötunar að það hafi verið svo erfitt að kveða upp úr um sannleikann í málinu – það hafi jú verið þetta fræga „orð gegn orði“ sem er Jóns Steinarsvörnin í kyn- ferðisbrotamálum – og þeir hafi ekki vitað hverju þeir ættu að trúa. Það er eins og hvert annað rugl. Ég man vel eftir biskupsmálinu, ég talaði um það í útvarpið þó nokkr- um sinnum og gott ef ekki skrif- aði eitthvað í blöðin líka, og eft- ir að hafa kynnt mér málið bara þokkalega, þá var ég aldrei í nokkr- um einasta minnsta vafa um hver væri að segja satt í þessu máli. Frá- sögn Sigrúnar Pálínu bar einfald- lega öll augljós merki sannleikans, og hefði maður nú samt viljað trúa því að hún gæti ef til vill hugsan- lega kannski verið bara svo flinkur lygari, eða geðsjúklingur (eins og stuðningsmenn biskups reyndu sí- fellt að telja mönnum trú um), þá tók það af öll tvímæli þegar fram komu aðrar konur sem einnig báru Ólaf Skúlason þessum sömu eða svipuðum sökum. ALDREI ERFITT! Það er best að ítreka – því nú síðast í viðtalinu alræmda í Kastljósi síð- astliðinn mánudag – þá virðist Karl biskup hafa gefið í skyn að það hafi verið svo erfitt að segja til um hver væri að segja satt í þessu máli, þá er sem sagt best að ítreka að það var aldrei erfitt. Það var alltaf augljóst hver sagði satt. En þeir Vigfús Þór, Pálmi, Hjálm- ar og Karl kusu að líta framhjá því. Þeir eru alveg áreiðanlega ekki verr gefnir en ég, og vafalaust betri menn að upplagi, svo það sem ég skildi strax (og fjöldi annarra), að Sigrún Pálína sagði frá upphafi sannleik- ann, það hafa þeir án nokkurs vafa vitað líka. En þeir viku af vegi sannleikans, þeir viku sér undan honum af því það var þægilegra fyrir þá. Af því það var illskárra að ein kona úti í bæ væri kannski eitthvað ósátt, heldur en að vinir þeirra og kollegar innan kirkjunnar væru í öngum sínum yfir því að yfirmaður þeirra væri kyn- ferðisglæpamaður. Þetta þurfa Vigfús Þór, Pálmi, Hjálmar og Karl nú að horfast í augu við – þótt þeir hafi í fjórtán ár spilað fína menn og meira að segja sum- ir talið sig þess verða að setjast á Bessastaði sem forseti Íslands. Það er gott og blessað ef skipuð verður sannleiksnefnd til að fara yfir mál- ið frá byrjun – en best hefði auð- vitað verið ef dómsmálaráðherra hefði skipað þá nefnd í stað þess að kirkjuráð skipi hana. KIRKJURÁÐ LÉT GUÐRÚNU EBBU BÍÐA Í HEILT ÁR! Kirkjuráð tók á móti Sigrúnu Pál- ínu Ingvarsdóttur eftir dúk og disk í fyrra, afgreiddi beiðni hennar um lausn málsins undir liðnum „Önn- ur mál“ og gaf svo út almenna yfir- lýsingu að harma hitt og þetta, en hvergi var tekið af skarið um að ráð- ið tryði frásögn hennar. Þetta sama kirkjuráð beið í heilt ár með að taka á móti Guðrúnu Ebbu Ólafsdótt- ur, sem vildi fá að koma fyrir það og ræða mál föður síns. Sú töf staf- aði því miður alveg áreiðanlega af því að ráðið grunaði á hverju væri von, þegar Guðrún Ebba kæmi loks á fund þess. Í heilt ár var hugrökk kona, sem þráði að fá að segja afar sársaukafullan sannleika um sín innstu leyndarmál, látin bíða. Sú bið, eins og því miður flestallt annað í þessu máli, er kirkjunni til skammar. Og meira að segja þegar kirkju- ráð og biskup eru nánast pínd til þess á miðvikudaginn var, að lýsa því yfir að frásagnir Sigrún- ar Pálínu, Guðrúnar Ebbu og fleiri kvenna um Ólaf Skúlason væru sannar, þá var ekki hægt að komast afdráttarlaust að orði. Karl biskup sagðist „ekki rengja“ konurnar. Það er kannski bara blæbrigðamunur á því að segjast „trúa“ en sá blæbrigðamunur get- ur skipt mjög miklu máli. Sömu- leiðis þegar Karl gat ekki stunið því upp að frásagnir kvennanna væru „sannar“, heldur aðeins að þær væru „trúverðugar“. En það hefur legið fyrir í fjór- tán ár. Það var ekki hægt að sýna þá náð að segjast einfaldlega trúa sannleikanum. Nei, það var af einhverjum ástæðum talið heppilegra að segj- ast „ekki rengja“ frásagnir sem væru „trúverðugar“. ERU ÞEIR ENN HRÆDDIR VIÐ ÓLAF? Við hvað eru þessir menn hrædd- ir? Halda þeir að Ólafur Skúlason birtist á stofugólfinu hjá þeim með sína þrumuraust og helli sér yfir þá blóðugum skömmum, eins og hann átti víst til að gera? Sá hefur þá innrætt þeim óttann! Viðtalið við Sigrúnu Pálínu í Kastljósi í gær var einstaklega áhrifamikið. Þessi manneskja var svo augljóslega sönn, ólíkt þeim manni sem höktaði gegnum við- talið á sama stað á mánudaginn var. Reynum nú að draga einu sinni réttan lærdóm af erfiðu máli. Aðal- sökudólgurinn í málinu er vissu- lega horfinn yfir móðuna miklu – það var messað yfir honum með miklum bravúr þegar hann kvaddi – en eftir sitja bæði fórnarlamb og minni sökudólgar. Til dæmis og ekki síst þeir Vigfús Þór, Pálmi, Hjálmar og Karl. Hvað ætla þeir að gera í því? Þeir eiga að gera hreint fyrir sín- um dyrum. Þeir eiga vitaskuld allra helst að hverfa útum þær dyr. 28 umræða 27. ágúst 2010 föstudagur bIRgIR oLgEIRSSoN skrifar helgarpistill trésmiðja illuga Það var alltaf augljóst hver sagði satt. Illugi Jökulsson hvetur til þess að prestar sem brugðust Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur á sínum tíma geri hreint fyrir sínum dyrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.