Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Síða 34
34 úttekt 27. ágúst 2010 föstudagur Ólafi kynntist Dagbjört í Réttarholts- skóla þar sem hann kenndi henni ensku í fjórða bekk gagnfræðaskóla. Engin persónuleg tengsl urðu á milli þeirra en þegar hún kom of seint í loka- prófið hringdi hann í menntamála- ráðuneytið og fékk fyrir hana leyfi til þess að taka prófið þar. „Við það fer Ól- afur í dýrlingatölu hjá mér sem guðs- maður. Svo líður einhver tími þar til hann hringir aftur og segir að honum þyki útkoman í prófinu ekki nógu góð, ég eigi betra skilið og geti því komið upp í kirkju og tekið prófið aftur. Hann fer í enn meiri dýrlingatölu við það. Ég leit á hann sem góðan mann og góðan prest,“ segir Dagbjört. Hún gifti sig ung og þurfti leyfisbréf. „Ég gifti mig í hvítu í Bústaðakirkju og með fyrir andlitinu. Í dag get brosað að þessari mynd því þetta er eins og fermingarmynd. Ólafur gifti okkur og talaði um þessa hreinu ást, þó að við værum ung vissum við hvað við vild- um. Ég eignaðist svo dreng og Ólafur kemur inn á heimili foreldra minna og skírir hann.“ Óþægilegt vinarþel Um haustið hélt Dagbjört til Dan- merkur þar sem fyrrverandi maður- inn hennar var að hefja nám. Móð- ir hennar hitti Ólaf í Bankastræti og hann spyr frétta af Dagbjörtu og fjöl- skyldunni. Móðir hennar greinir hon- um frá því að Dagbjört sé flutt til Dan- merkur og hann fær símanúmerið hjá henni. Nokkru síðar á Ólafur erindi til Danmerkur þar sem hann sat nor- rænt kirkjuþing fyrir hönd íslensku kirkjunnar. „Svo hringdi hann í mig og bauð mér út að borða. Hann bauð bara mér, ekki manninum mínum. En þar sem ég hafði lent í því áður að eldri maður áreitti mig kynferðislega var ég alltaf hrædd við menn á þess- um aldrei. Þannig að ég tók manninn minn með mér.“ Þegar þau komu upp á hótelið sem var á horninu á Istedgade og Helgol- andsgade var Dagbjört beðin um að fara upp á herbergi til Ólafs. „Við för- um upp og það kemur á hann þeg- ar hann sér að við erum þarna bæði. Hann byrjar á að bjóða okkur í glas en við þáðum það hvorugt. Síðan spyr hann hvort við höfum einhverjar til- lögur að veitingastað. Við erum 19 ára gömul og óttalegir hvolpar. Við förum á Hereford því við vissum að það væri góður staður. Á Hereford sit ég á móti manninum mínum og Ólafur situr við hliðina á mér. Það er hvítur dúkur á borðum og Ólafur er alltaf að strjúka á mér lærið. Það var óþægilegt en hann fór aldrei alveg upp. Ég hélt jafnvel að það væri aðeins um vinahót að ræða þar sem hann var fjölskylduvinur og prestur. Árás á veitingastað Stuttu eftir að borðhald hófst afsakaði Dagbjört sig. Þetta var í fyrsta skipti sem sonur hennar var í pössun og hún var búin að komast að því að það væri peningasími á neðri hæðinni. „Maður labbaði niður tröppur og þá var síminn á veggnum og klósettin voru niðri. Ól- afur afsakar sig stuttu eftir að ég er far- in niður og segist verða að fara að nota snyrtinguna. Um leið og ég lýk samtal- inu og sný mér við stendur hann þétt- ingsfast upp við mig og hann skellir mér á vegginn. Áður en ég veit af þá er hann búinn að setja aðra höndina á brjóstið á mér og reynir að setja tung- una upp í mig. Hann biður mig um að senda fyrrverandi manninn minn heim þar sem sig langi svo til að sýna mér næturlífið í Kaupmannahöfn. Ég næ að slá hann utan undir, hleyp upp og segi fyrrverandi manninum mín- um hvað gerðist. Við stöndum bæði upp. Ólafur er að koma upp stigann þegar við erum að ganga út af staðn- um. Við náum leigubíl hjá Hovedban- egården en Ólafur nær að opna hurð- ina á leigubílnum og segja að ef okkur vanhagi um eitthvað í lífinu megum við leita til hans. Þetta eru mín síðustu samskipti við Ólaf Skúlason.“ Dagbjört tók þetta nærri sér. Ekki síst af því að hún hafði lent í þessu áður. „Ég grét mikið og fór í algjöra niðurrifs- starfsemi gagnvart sjálfri mér. Það hlyti að vera eitthvað að mér. Ég velti fyrir mér spurningum eins og: „Af hverju lenti ég í þessu?“ Þetta var gróf kyn- ferðisleg áreitni af hans hálfu. Í raun var þetta bara árás. Þegar þú hugsar til þess þá gaf hann mér ekkert svig- rúm. Ég komst hvergi. Þetta var eins og köttur sem er að leika sér að músinni. Ég hef svo oft spurt sjálfa mig hvernig í ósköpunum manninum gæti dottið í hug að ég væri til í eitthvað. Hann var ég var hrædd Dagbjört Guðmundsdóttir gerði tilraun til þess að afhenda kirkjunni ljótt leyndarmál árið 1996. Leyndarmálið var atvik sem hún lenti í úti í Kaupmannahöfn árið 1979 þar sem Ólafur Skúlason réðst að henni með kynferðislegum tilburðum. Eftir mikinn þrýsting dró Dagbjört mál sitt til baka yfirbuguð af sársauka og sorg. Hún gerir nú aðra tilraun til þess að stíga fram, í fyrsta skipti undir nafni og mynd. Prestar beita þrýstingi n Að eigin frumkvæði báðu tveir prestar biskup um að leita sátta. Það voru þeir sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl Sigurbjörnsson. Þeir beittu einnig konurnar töluverðum þrýstingi um að láta mál sín niður falla. Ein þeirra, Dagbjört Guðmundsdóttir lét undan þrýstingi og dró frásögn sína til baka. Sagt var frá því í DV að prestarnir hefðu reynt með handafli að fá konurnar til að falla frá ásökununum á hendur biskupi. Karl átti við yfirlýsingu Sigrúnar Pálínu svo að það liti út fyrir að hún félli frá ásökunum á hendur Ólafi eftir fund með þeim og biskupi. Sr. Geir Waage, sem þá var formaður Prestafélags Íslands, lagði fram ályktun á fundi félagsins. Ályktunin var felld en í henni fólst að Ólafur hlyti að þurfa að segja sig úr embætti. Í ályktuninni segir Geir: „Vegna hinnar alvarlegu kröfu um algjöran trúnað getur ósannaður áburður um trúnaðarbrest ónýtt stöðu prests til að gegna þjónustu sinni og haldið vakandi efasemdum um heilindi hans og hæfi til að gegna embætti ... Sé um alvarlegt trúnaðarbrot að ræða gildir einu hvort það varðar við lög eða ekki. Brotið eða ásakanir um brot fyrnist ekki.“ Ólafur njÓsnar n „Hann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningu þar sem hann velti upp þess- ari kenningu, að ég og mínir menn, eða þeir sem stóðu með mér, værum að sóða út biskupinn með því að kalla þessar konur út og fá þær til þess að bera fram þessar ásakanir. Þetta var samsær- iskenning sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Sr. Flóki Kristinsson í DV 25. ágúst 2010 Hvatning Davíðs n Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins sat í embætti forsætisráðherra árið 1996 og hvatti Ólaf Skúlason til þess að segja ekki af sér embætti, þrátt fyrir ásakanirnar. Í bókinni „Ólafur biskup – Æviþættir“ kemur fram að Ólafur ráðfærði sig við Davíð Oddsson, sem taldi að málið „hlyti að fara að ganga yfir.“ Þá sagði hann engu líkara en að einhver leikstjóri væri að atburðarásinni „sem héldi þessu leikriti gangandi.“ þrýstingur Presta n Hjálmar Jónsson og Karl Sigurbjörnsson reyna sáttaleiðina við Ólaf fyrir hönd Sigrúnar Pálínu og Dagbjartar. Eftir árangurslausar tilraunir brotnuð þær báðar saman og Dagbjört dró mál sitt til baka. Þær segja báðar að yfirlýsingunni sem send var út hafi verið breytt af kirkjunn- armönnum. Það var síðar notað gegn Sigrúnu Pálínu og Stefaníu að Dagbjört hefði bugast. 1996

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.