Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Qupperneq 35
föstudagur 27. ágúst 2010 úttekt 35 ljótur. En ég fæ víst aldrei svör við því. Ég átti yndislega ömmu og afa. Ég hringdi hágrátandi í afa minn um kvöldið og segi honum frá þessari lífs- reynslu minni. Hann vissi alveg að ég er mikil tilfinningamanneskja og hann fann hversu brotin ég var. Daginn eftir hringdi hann í mig og segist hafa sagt samstarfsfélaga sínum hjá Eimskip- um frá þessari reynslu minni og ég eigi ekkert að vera leið því Ólafur hafi alla tíð haft orð á sér fyrir að vera mikill kvennamaður. Þetta var leið afa til þess að hugga mig. Ég hef aldrei jafnað mig á þessu. Ég er að reyna núna.“ Fylltist reiði Þegar hún flutti aftur heim til Íslands árið 1983 kynntist hún ungri konu í gegnum sameiginlega vinkonu. Sú kona er látin í dag en hún lenti líka í Ól- afi Skúlasyni. „Þar hitti ég í fyrsta skipti konu sem á þessa sögu með mér. Ég fylltist ofboðslegri reiði. Ólafur Skúla- son var dómprófastur þegar hann leit- aði á mig. Þannig að ég hringdi í bisk- upsstofu til að spyrja af hverju það eru ekki landsmenn sem kjósa biskup. Af hverju það sé í höndum örfárra manna að velja æðsta mann kirkjunnar. Þá spyr viðkomandi mig að því hvort ég sé ósátt við Ólaf Skúlason. Ég svara því játandi, hann hafi gift mig og skírt son minn en hann hafi líka reynt við mig. Þá fæ ég þessi svör: „Ert þú flugfreyjan?“ Dagbjört starfaði sem dagmóðir og af þessum svörum varð henni ljóst að starfsfólk biskupsstofu vissi af fleiri konum sem höfðu lent í Ólafi. Heyrði af öðrum konum Besta vinkona Dagbjartar á systur sem hefur sömu menntun og Sigrún Pál- ína. „Á endurmenntunarnámskeiði áttu þær að segja frá bestu lífsreynsl- unni eða þeirri verstu og Sigrún Pál- ína sagði frá því þegar Ólafur reyndi að nauðga henni í Bústaðakirkju. Syst- ir vinkonu minnar segir þá: „Skrýt- ið, besta vinkona systur minnar hefur líka lent í honum.“ Þannig heyrðum við hvor af annarri. Það var enginn að smíða neitt á bak við tjöldin.“ Seinna varðist Ólafur Skúlason þessum ásökunum með því að segja að þær hefðu komið sér saman um þessar ásakanir og að séra Flóki Krist- insson stæði að baki þeim. Það varð til þess að Flóki hrökklaðist frá embætti í Langholtssókn og fékk preststöðu á meginlandi Evrópu. „Við ákváðum að leggja þetta fyrir siðanefnd eftir að við hittum konu sem hélt sjálfstyrkingarnámskeið og sagð- ist hafa heyrt fullt af sögum af Ólafi Skúlasyni. Ég var beðin um að koma á þennan fund á Café Mílanó og tók þá ákvörðun með eiginmanni mínum að afhenda kirkjunni þetta ljóta leyndar- mál. Ég áttaði mig á því að ég var ekki eina fórnarlamb hans og ekki heldur Sigrún Pálína. Ég var þegar búin að hitta aðra konu sem hafði lent í hon- um. Ég á þrjú börn, þar á meðal stúlku. Ég var ofboðslega hrædd um hana. Það hefur enginn leyfi til þess að gera svona. Þegar fólk verður fyrir kynferð- isofbeldi er verið að eyðileggja eitt- hvað í því. Við lifum en við erum ekki að lifa lífinu. Ég finn það nú í dag að ég er ótrúlega sködduð eftir þetta. En við tókum þá ákvörðun á þessum tíma að taka þetta ljóta, ljóta leyndarmál og gefa þeim það.“ Sök Flóka Dagbjört sendi erindið í ábyrgðar- bréfi. Tveimur dögum síðar hringdi Stöð 2. „Mig minnir að það hafi verið klukkan hálfníu sem það var hringt og spurt hvort það væri rétt að ég væri að kæra Ólaf Skúlason. Það varð allt vit- laust,“ segir hún og fær sér dágóðan sopa af kaffinu. „Börnin mín, þetta var hræðilegur tími, þau grétu og spurðu: „Mamma og pabbi, af hverju þurftuð þið að gera þetta?“ Ég var að ferma miðson minn og þá var Flóki dreginn inn í þetta mál eins og hann bæri einhverja sök á því. Eina sök Flóka er að hann hafði það verk- efni að ferma son minn. Flóki starf- aði öðruvísi en aðrir prestar sem ég hef kynnst. Í tengslum við fermingar- fræðsluna var hann með fræðslu fyr- ir foreldra. Ég fór á þennan fund með Flóka en faðir barnanna vildi verða eftir, hann vildi ekkert eiga saman að sælda við kirkjuna eftir atvikið með Ólaf Skúlason og kom bara í ferming- una. Á þessum fundi upplýsti Flóki okkur um ýmis trúarleg atriði og þar á meðal prestklæðin. Út frá því spunn- ust umræður. Ég reyndi að halda aftur af mér, ég ætlaði ekki að spyrja hann en svo var eins og ég missti tökin og spurði hvort prestur væri bara prestur í prestklæðum en ekki í jakkafötum. Því ég trúi því að prestar eigi að hafa sterk- ar siðferðisreglur. Það kom á Flóka og ég sagði honum að presturinn sem bæði gifti mig og skírði börnin mín hefði líka reynt við mig. Eftir fræðsluna biður hann mig að bíða aðeins. Hann horfði í augun á mér og spurði hvort hann mætti spyrja mig einnar spurn- ingar: „Var þetta Ólafur Skúlason?“ Við það varð ég ofboðslega reið. Ég lét ým- islegt flakka á Flóka; hvernig það stæði á því að þeir kysu svona mann yfir sig, þeir vissu þetta allir. Það sem Flóki gerðist svo sekur um er að tveimur kvöldum síðar hringdi hann í mig af því að hann var miður sín. Hann hafði svo miklar áhyggjur af mér. Hann vildi veita mér sálarhugg- un. Ég hitti Flóka einu sinni á heimili hans þar sem hann sýndi mér Tímót- eusarbréfið þar sem stendur svart á hvítu hvað biskup þurfi að hafa til að bera. Þetta eru okkar einu samskipti. Það er alrangt að Flóki hafi staðið fyrir því að ég afhenti kirkjunni þetta leynd- armál mitt.“ Treysti kirkjunni Siðanefnd presta boðaði Dagbjörtu svo á fund. Þar voru bornar upp und- arlegar spurningar sem Dagbjört skildi ekki að kæmu málinu við. Eins og hvort hann hefði verið í jakkafötum. Eða hvort það hefði verið áfengislykt af honum. „Ég afhenti kirkjunni þetta leyndarmál mitt fyrir fjórtán árum. Ég er engin manneskja til að bera ábyrgð á því. Ég gerði ekkert. Ég er fórnarlamb Ólafs Skúlasonar,“ segir Dagbjört með tárin í augunum. Sársaukinn er þarna enn. „Ég treysti kirkjunnar mönnum fyrir þessu með þá hugsun að leið- arljósi að ef hægt væri að bjarga einu barni væri tilganginum náð. Að ég skuli lenda í hringiðunni sem vond manneskja ...“ segir hún og röddin brestur. Hún heldur áfram: „Að það skuli reynt að setja þann stimpil á mig að ég sé geðsjúk, eins og Ólafur og frú Ebba gerðu í Mannlífi að mig minn- ir, það tekur á. Ég get samt ekki verið reið út í Ebbu, ég finn virkilega til með henni. Ég finn til með henni og móð- ur minni. Þær höfðu ekki þessi verk- færi sem við höfum í dag. Ég vil ekki væna mömmu mína um það að hún hafi verið vond kona þó að það væri of- beldismaður á heimilinu. Ég vorkenni þeim af því að þessi kynslóð sópaði öllu undir mottuna. Ég vona að við sem yngri erum lærum að þora, hafa kjark. Að ég leyfi ekki einhverju fólki úti í bæ að telja mér trú um annað ef ég veit í hjarta mínu að ég er að segja sannleikann. Ég lít á það sem hluta af bataferli mínu. Ég er að loka þessu.“ Börnin grétu og grétu Stuttu eftir að fjölmiðlar hófu umfjöll- un um málið var ástandið á heimilinu orðið óbærilegt. „Börnin mín grétu og grétu. Þau óttuðust að vera ein heima. Eins og fólk gerir stundum þegar það lendir í hörmungum náði dóttir mín að loka á þessar minningar. Það er leið til þess að lifa af. Þó að ég sé að stíga fram í fyrsta skipti olli ágangur frétta- manna og eilífar símhringingar álagi. Meðvirkni mín hjálpaði ekki. Því ég var svo hrædd og ég grét. Þau sáu mig. Ég var ein taugahrúga svo ég noti bara rétta orðið yfir það. Ég var gríðarlega hrædd.“ Dagbjört var þó aldrei eins hrædd og þegar Ólafur ákvað að kæra þær Sigrúnu Pálínu vegna ærumeiðinga. Þá skarst Hjálmar Jónsson í leikinn og reyndi að róa hana niður þegar hún var viti sínu fjær af hræðslu. „Hjálmar fór á fund Ólafs Skúlasonar af því að hann kærði okkur. Það var aðdáunar- vert hvað fréttamenn voru góðir við mig. Það hringdi í mig fréttamaður frá RÚV og sagði mér að hann hefði vitn- eskju um að Ólafur hygðist leggja fram kæru á hendur okkur. Af því að þetta hafði snúist svo í höndunum á okk- ur fékk ég áfall. Algjört. Stefanía steig svo fram. Hún var aldrei með okkur í upphafi. Þetta vorum bara við Sigrún Pálína sem ætluðum að afhenda kirkj- unni þetta leyndarmál okkar. Við ætl- uðum aldrei að kæra. Ég skil ekki hvað- an þetta orð kom. Við ætluðum að gefa prestunum þetta, siðanefndinni.“ Hótanir Ólafs Ólöf var beitt þrýstingi. „Ólafur kærir mig. Ég er lítil og hrædd. Hótanirnar komu frá Ólafi Skúlasyni. Hann reyndi að sverta mannorð mitt. Það átti að setja þennan stimpil á okkur. Hann sakaði okkur um lygi. Ólafur var bara brjálaður. Það er svo skrýtið með ís- lensku þjóðkirkjuna, ég upplifi hana eins og stjórnmálaafl. Það voru þarna til Ólafsmenn. Menn voru annaðhvort með eða á móti. Þessir prestar hafa gleymt að sinna hlutverki sínu gagn- vart fólkinu. Þeir verja hver annan. Ég hef verið svikin. Það var sárt þegar þrjátíu prestar tóku sig saman og gáfu út yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir stuðningi sínum við Ólaf. Síðan þá hef ég forðast að fara í íslenska kirkju.“ Hún telur samt að Hjálmar hafi reynt að gera sitt besta. „Ég held bara að Ólafur Skúlason hafi verið svo hel- sjúkur. Það var bölvun fyrir íslensku kirkjuna að kjósa hann yfir sig, við ber- um þann skugga enn. Við ákváðum að ná sáttum við kirkj- una en aldrei vildum við draga mál- ið til baka, aldrei söguna. Ég var ekki sátt við það hvernig kirkjunnar menn settu þetta fram. Þeir gerðu breyting- ar á orðalaginu eftir að við afhentum þennan sáttmála við þjóðkirkjuna. Við vildum bara komast út úr þessu máli. Þetta átti aldrei að fara svona. Við vor- um fyrst og fremst að vernda börnin okkar. Það er ekki til í mér að ég vilji vera í stríði við fólk úti í bæ. Ég hef fullt í fangi með sjálfa mig.“ Yfirbuguð á fundi Karls Hún hitti Karl Sigurbjörnsson í Hall- grímskirkju. „Þessi fundur er í móðu. Þar var sársaukinn mestur. Það segir sig sjálft að ég dró mál mitt til baka af því að ég sá að Ólafur Skúlason ætlaði að beita sér af afli. Hann var allsráð- andi. Þetta var ekki eins og kirkja, þetta var eins og fyrirtæki þar sem hann var forstjórinn. Ef þú vannst ekki eftir að- ferðum hans varðstu að passa þig. Ég var hrædd við hann. Ég var bara yfirbuguð. Við þráðum frið. Við vildum fá gamla lífið okkar til baka. Við sáum að það var farið að nota okkur. Þetta voru eins og pólitísk öfl, líkt og Davíð og Steingrímur væru að takast á. Eða þá að þeir trúðu okk- ur ekki, ég veit það ekki. Kirkjan brást okkur að minnsta kosti hrikalega. „Ég er viss um að Karli líður illa“ Eftir að þau hjónin komust að þeirri niðurstöðu að best væri að skrifa und- ir þennan sáttmála varð Karl vitni að eftirminnilegum atburði í Hallgríms- kirkju. „Aðstandandi minn sem stóð með mér í þessu máli brotnaði niður í Hallgrímskirkju, yfirbugaður af sorg, og Karl varð vitni að því þegar hann brotnaði algjörlega saman og grét og grét. Karl kemur til hans og á milli ekkasoganna náði hann að stynja því upp hvernig í ósköpunum það gæti verið að sannleikurinn væri svona sár. Hvernig það væri hægt að snúa svona máli. Karl gat ekki veitt honum neina huggun. Án þess að það væri sagt berum orðum fékk ég þau skilaboð að ég hefði átt að taka þetta með mér í gröf- ina. „Hvað er að þér, kona?“ Ég skynj- aði það þannig. Karl vissi alltaf að ég væri að segja satt. Það er enginn vafi á því að þjóðkirkjan brást mér, ég þarf engan annan til þess að segja mér það. Ég er viss um að Karli líður illa í dag. Hann er ekki vondur maður. Það er erfitt að taka á svona málum. Eflaust eru margir sem hugsa af hverju verið sé að kalla á uppgjör núna þegar mað- urinn er látinn. Maður eigi ekki að ráð- ast á fólk sem er látið. Ég er alveg sam- mála því. Hann getur ekki varið sig. En þetta er fyrst og fremst forvarnarstarf. Og kirkjan er ekki látin. Stofnunin þarf að taka til hjá sér ef hún vill að fólk geti treyst sér.“ Brotnaði aftur saman í fyrra Sjálf vonast hún líka til þess að fá að lifa hamingjusamlega með eiginmann- inum sínum og læra að njóta lífsins. „Vera ekki alltaf í þessari niðurrifsstarf- semi og fara að lifa eftir æðruleysis- bæninni. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir er búin að hjálpa mér mikið. Ég brotn- aði algjörlega saman þegar Sigrún Pál- ína opnaði þetta mál aftur í fyrra. Ég vissi ekkert að hún væri að fara að gera það fyrr en hún hringdi í mig og sagði að Jón Ársæll hefði áhuga á að fá mig í viðtal. Bara við það að heyra það byrj- aði ég að titra og skjálfa og gráta. Þegar Jón Ársæll hringdi fékk ég taugaáfall. Svo pakkaði ég mér saman og bretti upp ermarnar og hélt áfram. Þegar þetta mál kom aftur upp núna þá rótaði það aftur upp tilfinn- ingunum. Ég er með svo brotna sjálfs- mynd og ég var svo hrædd. Á meðan ég var að bíða eftir þér tókst ég stöðugt á við sjálfa mig. Ég var mjög nálægt því að hringja og hætta við en svo taldi ég í mig kjark. Ég get þetta. Ég sé tilgang með þessu. Ég hef alltaf verið þessi þriðja kona, konan úti í Kaupmanna- höfn. Nú fær alþjóð að sjá að þetta er ég. En um leið er ég að biðja fólk um að leyfa mér að halda áfram með mitt líf. Leyfið mér að finna út hvernig það á að vera. Þetta mál er algjörlega í höndun- um á kirkjunnar mönnum. Þeir verða að finna út úr því hvernig þeir ætla að bæta mér upp skaðann því að það eru þeir sem sköðuðu mig.“ Lögreglan harmaði yfirheyrsluna Hjálmar fylgdist með Dagbjörtu í hér um bil tvo mánuði. Hringdi af og til og spurði hvernig hún hefði það. Ól- afur féll frá kæru á hendur henni fyrst hún féllst á að draga mál sitt til baka en hún var engu að síður kölluð til vitnis hjá rannsóknarlögreglunni. „Lögregl- an var ótrúlega góð. Ég get ekki kvart- að undan henni því hún fór ekki illa með mig. Við upphaf yfirheyrslunnar sagði hún að þetta væri eitthvað sem hún yrði að gera en hún harmaði að ég þyrfti að fara í þessa yfirheyrslu. Bæði Hjálmar og Karl gerðu sér fullkomlega grein fyrir því á sínum tíma að ég kaus ekki fjölmiðla og ég vildi gefa kirkjunnar mönnum frið til þess að vinna þetta mál. Ég gerði mér fullkomlega grein fyrir því að þetta mál væri viðkvæmt og erfitt. Sérstaklega gagnvart fjölskyldu Ólafs. Mig langar til að það komi fram að ástæðan fyrir því að ég steig ekki fram á sínum tíma var af tillitssemi við aðstandendur Ól- afs. Ég sjálf varð fyrir kynferðislegri áreitni af náskyldum ættingja en ég gat alltaf leitað til ömmu og afa þar sem ég átti skjól. Ástæðan fyrir því að afi og amma gátu ekki hjálpað mér var að afi lenti í því að keyra á bróður minn fyrir mörgum árum og hann dó,“ segir hún og tárin leka niður kinnarnar. Aftur á byrjunarreit Þegar Sigrún Pálína fór á fund kirkju- ráðs í fyrra átti Dagbjört von á símtali frá Karli. „Svona er ég barnaleg. Ég beið eftir því að biskupsstofa myndi hafa samband við mig eftir að Sigrún Pálína fékk þennan fund. Ég virkilega hélt að Karl myndi sjálfur óska eftir því og hafa löngun til þess. Bara horfa framan í mig. Mér leið ótrúlega illa þegar ég hlustaði á Karl í Kastljósinu. Þetta var svipað og að eiga happdrættismiða og vera ótrúlega nálægt tölunum mín- um. Skyldi hann segja tölurnar mínar? Hugur minn var sérstaklega hjá Guð- rúnu Ebbu þegar hann var spurður að því hvort hann tryði okkur. En hann er flæktur í mjög flókið mál.“ „Ég hef óskað eftir fundi með Karli. Á þann fund ætla ég að fara með manninum mínum. Mig langar að leggja tvær spurningar fyrir hann og ég vil horfast í augu við hann þegar hann svarar þeim: „Hefðir þú virkilega þurft frekari sönnunargögn fyrir því að vær- um að segja sannleikann en það sem þú varðst vitni að í Hallgrímskirkju? Af hverju þorðu kirkjunnar menn ekki að standa með okkur?“ ingibjorg@dv.is Hefðir þú virki-lega þurft frek- ari sönnunargögn fyrir því að værum að segja sannleikann en það sem þú varðst vitni að í Hall- grímskirkju? framhald á næstu síðu biskup kærir n Séra Ólafur kærði Sigrúnu Pálínu, Stefaníu Þorgeirsdóttur og Guðrúnu Jónsdóttur sem þá starfaði hjá Stígamótum til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ólafur gerði kröfu um opinbera rannsókn og málshöfðun vegna rangra ásakana og ærumeiðandi aðdróttana. Ólafi var í framhaldi ráðlagt af ríkissak- sóknara að draga kærur sínar til baka. Fjórða konan, Dagbjört Guðmunds- dóttir, var ekki kærð vegna þess að þá hafði hún skrifað undir yfirlýsingu, fyrir tilstuðlan Karls Sigurbjörnssonar, þar sem hún dró framburð sinn til baka. stuðnings- yfirlýsingar n Prófastar senda frá sér tilkynningu og lýsa yfir stuðningi við Ólaf. Það gerir einnig kirkjuráð og sömuleiðis vinir og vandamenn Ólafs. siðaráð dæmir ólaf n Siðaráð ályktaði um njósnir Ólafs um samskipti sr. Flóka og Sigrúnar Pálínu og sagði Ólaf sekan um slíkan trúnaðarbrest. fall ólafs n Sr. Ólafur tilkynnti afsögn sína um mitt ár 1996, í opnunarræðu á prestastefnu. Brot úr ræðu hans: „Annað atriði sem einnig gjörbreytir stöðu prestsins er aukin umfjöllun um kynferðislega áreitni og skýrari meðvitund um það í hverju hún felst. Það fer ekki milli mála að kynferðisleg valdbeiting eða áreitni er eitthvað það ógeðfelldasta og ógeðslegasta sem þjakar mannlegt samfélag. Kyn- ferðisleg misnotkun barna veldur líka öllu heilbrigðu fólki miklum áhyggjum enda vitum við það að misnotkun barns, sérstaklega af nánum ættingja eða þeim sem það hefur borið traust til, hefur áhrif allt lífið. … Kirkjunni ber að koma slíku fólki til aðstoðar. Kirkjunni ber að sinna því ekki síður en þeim öðrum sem eiga við vandamál að stríða.“ Alþýðublaðið 26. júní 1996 stefanía stígur fram n Stefanía Þorgrímsdóttir steig fram og lýsti sárri reynslu sinni af Ólafi Skúlasyni. Atvikið gerðist árið 1963 þegar Stefanía var tólf ára. Ólafur var þá æskulýðsprestur. systir gegn systur n Lögmenn Ólafs Skúlasonar biskups sendu frá sér yfirlýsingu 1996 frá systur Stefaníu Þorgrímsdóttur sem ber sakir á biskup. Þar segir konan að hún muni ekki til að umræddur atburður hafi gerst. Bróðir Stefaníu sendi einnig frá sér yfirlýsingu sama efnis. Stefanía sagðist ekki ætla að hvika frá ásökunum þrátt fyrir þetta. Sigrún Pálína sendi við þennan atburð frá sér yfirlýsingu til stuðnings konunni og sagðist heldur ekki víkja frá sínum framburði og að sannleikurinn væri hennar styrkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.