Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Side 39
föstudagur 27. ágúst 2010 viðtal 39
en mér fannst mjög erfitt að taka við þessum
upplýsingum og varð oft bara reið,“ segir Arna
hugsandi og bætir svo við: „Auðvitað hugs-
ar maður margt eftir á en ég gerði allt sem ég
gat fyrir hana. Dyr mínar stóðu alltaf opnar fyr-
ir hana þegar hún var edrú. Það erfiðasta sem
ég hef gert var að þurfa að reka hana í burtu en
í fyrrasumar, þegar hún hafði verið í burtu í tíu
mánuði, birtist hún hérna í neyslu. Ég fékk áfall
því ég hafði aldrei séð hana svona illa útlítandi.
Sonur hennar var hér heima og ég gat ekki leyft
honum að sjá hana og sagði henni að fara. Ég
hef ekki jafnað mig á því. Sem betur fer komst
hún inn á geðdeild en þetta var í síðasta skiptið
sem hún kom hingað.“
Vonleysi í augum
Síðustu jól munu líklega aldrei renna Örnu úr
minni en fjölskyldan eyddi jólunum saman fyrir
sunnan. „Ég þrýsti á öll systkinin að koma og við
fengum þann litla í heimsókn til okkar á jóla-
dag. Sigrún fékk bæjarleyfi og átti að skila sér á
meðferðarstofnun á jóladagskvöld. Ég gleymi
aldrei hvað hún leit vel út en ég sá vonleysið í
augum hennar. Ég þurfti hreinlega að loka mig
af til að gráta og ég sagði við pabba hennar að
ég hefði aldrei séð hana svona og að ég héldi að
þetta væri að verða búið hjá henni. Það hafði
alltaf verið svo gaman hjá systkinunum þegar
þau hittust en þarna haggaðist hún ekki. Fíknin
togaði í hana. Á jóladag brotnaði hún niður. Ég
held að hún hafi skynjað að hún hafi verið búin
að missa öll tengsl við litla strákinn sinn. Henni
leið svo illa og sagðist ekki geta þetta lengur.
Eftir á að hyggja var kannski ekki sniðugt fyrir
hana að hitta okkur þarna en þessi tími var okk-
ur ómetanlegur,“ segir Arna sem kvaddi dóttur
sína á jóladag með þeim orðum að nú yrði hún
að standa sig. „Ég sagði við hana að hún mætti
ekki gefast upp. Hún yrði að klára meðferðina
því ef hún færi út núna myndi hún deyja. Ég
sagði að þetta væri hennar síðasti möguleiki.
Tveimur dögum síðar var hún farin út.“
Veit ekki hVort hún dó ein
Sigrún var aftur komin á götuna milli jóla og ný-
árs. Í það skiptið heyrði Arna lítið í henni. „Hún
hafði alltaf haft samband við mig eða mömmu
og pabba og látið okkur vita af sér. Hún var
mjög náin afa sínum og ömmu. Þegar ég heyrði
ekkert af henni í nokkra daga hafði ég miklar
áhyggjur enda skelfilegt að fara að sofa á kvöld-
in vitandi af barninu sínu á götunni. Barnsfaðir
hennar var alltaf mjög góður við hana og þegar
ég hafði ekkert heyrt lengi gat ég leitað til hans
og hann gat spurst fyrir og látið mig vita,“ segir
Arna.
„Auðvitað er maður aldrei tilbúinn til að taka
á móti svona fréttum, þegar einhver deyr, en ég
var búin að finna á mér að eitthvað væri að ger-
ast,“ segir Arna en Sigrún lést þann 13. febrúar
síðastliðinn. „Ég veit ekki hvort hún var ein þeg-
ar hún dó eða hvort hún var dáin þegar sjúkra-
bíllinn kom. Ég er búin að reyna að fá þessar
upplýsingar en hef ekkert fengið að vita. Ég fór
suður til að ræða við lögregluna en það var mik-
ið um að vera á lögreglustöðinni þennan dag-
inn enda verið að handtaka einhvern mann fyr-
ir efnahagsbrot og mér fannst eins og þeir hefðu
engan tíma fyrir mig. Ég upplifði það þannig. Ég
veit að hún dó inni á einhverjum gististað en ég
vil fá að vita meira. Þótt það hjálpi ekkert myndi
mér líða betur að vita að einhver hafi verið hjá
henni þegar hún dó,“ segir hún og sársaukinn
leynir sér ekki í rödd hennar.
afmælisdagurinn fram undan
„Ég veit ekki hvernig foreldri kemst yfir að missa
barnið sitt en þetta verður að hafast. Fyrir strák-
ana hennar og hin börnin mín. Mesta sjokkið
fyrir mig var þegar hún féll aftur. Ég hef aldrei
náð mér eftir það. Þetta er ekki bara búið að vera
erfitt síðan í febrúar. Aðdragandinn er búinn að
vera svo langur,“ segir Arna sem kvíðir fyrir 20.
september en þá hefði Sigrún orðið þrítug. „Ég
er búin að vera lasin meira og minna í allt sumar
sem ég tel að séu hreinlega eftirköst og álag. Ég
verð að reyna að byggja mig upp en það er erfitt.
Ég bara verð, ef ég ætla að halda heilsu. Ég kvíði
mikið fyrir afmælisdeginum hennar svo það er
erfiður tími fram undan. Sonur okkar sem býr
í Noregi hefur boðið okkur til sín og ferðalagið
hittir einmitt á afmælisdaginn hennar. Ég var
nú ekki hrifin af því en við fjölskyldan ætlum að
halda afmæli í vikunni á undan þótt það verði
ekki einmitt á afmælisdaginn hennar.“
Vogur gafst upp
Arna og eiginmaður hennar, Viðar Gunnarsson,
sem kom inn í líf Sigrúnar strax á fyrsta ári og
hefur verið henni sem faðir síðan, eiga þrjú önn-
ur börn. Arna segir öll systkinin hafa verið náin
og að Sigrúnu hafi tekist að halda sambandi
við þau öll þrátt fyrir óreglu. „Þetta hefur reynst
börnunum mjög erfitt en hún og sonur okkar,
sem var næstur henni í aldri, voru mjög náin.
Þegar hann og kærasta hans eignuðust barn
hjálpaði hún þeim mikið og hélt sér edrú í mán-
uð. Eldri dóttir okkar býr í Reykjavík og var allt-
af í sambandi við Sigrúnu þegar henni gekk vel
og hún tekur missinn mjög nærri sér. Hún hefur
ekki unnið úr þessari reynslu og getur varla tal-
að um hana,“ segir Arna og bætir við að yngsta
dóttirin búi á Akureyri og hafi verið í mjög miklu
sambandi þegar Sigrún eignaðist yngri strákinn.
„Þær voru mjög góðar vinkonur. Hún saknar
hennar mikið en er samt ótrúlega dugleg og fer
reglulega og heimsækir leiðið hennar.“
Sigrún átti margar meðferðir að baki en hún
hafði einnig setið tvisvar inni í Kvennafangels-
inu í Kópavogi. Mamma hennar segir starfsfólk-
ið á geðdeild Landspítalans hafa reynst henni
best en að hennar mati hafi Vogur brugðist
dóttur hennar. „Það var enginn möguleiki á að
koma henni þar inn. Þeir höfðu hreinlega gefist
upp á henni. Fyrir okkur foreldrana var það ekki
hægt. Í hvert skipti sem hún varð edrú varð ég
að hafa von um að nú tækist þetta. Pabbi henn-
ar var alltaf bjartsýnni en ég og sagði mér að
halda í vonina því ef við hefðum ekki von ætt-
um við ekkert.“
sjálfri sér Verst
Sigrún var jarðsungin frá Glerárkirkju. Mamma
hennar segir útförina hafa verið fallega og fjöl-
menna. „Ég man lítið eftir þessum degi, þetta
var allt svo óraunverulegt. Það var ekki fyrr en
löngu seinna að raunveruleikinn skall á mér. Ég
hef átt mjög erfitt frá því í vor. Stundum gleymi
ég að hún sé dáin og ætla að fara segja henni
eitthvað en þá man ég að ég á aldrei eftir að sjá
hana aftur. Ég hef hvorki getað lesið minning-
argreinarnar né farið yfir dótið hennar. Hún átti
ekki mikið dót og það eina sem kom að sunn-
an voru myndirnar hennar af strákunum. Hún
var alltaf með þær á sér, sama hvað gekk á. Það
er ótrúlegt að hún hafi ekki verið búin að týna
þeim.“
Arna segir sögu dóttur sinnar sanna að eng-
inn sé óhultur þegar kemur að fíkniefnum. „Það
hefði enginn getað trúað því að þessi mann-
eskja hefði endaði svona, því ljúfari mennskja
var ekki til eins og sést á minningargreinunum.
Hún talaði aldrei illa um neinn og hefði látið
sinn síðasta aur ef systur hennar vantaði pen-
ing. Hún var líka alltaf svo fín og mátti ekki vera
með rót í hárinu, jafnvel þegar hún var nýkom-
in af götunni. Sigrún var góð manneskja en var
sjálfri sér verst.“
indiana@dv.is
Fíknin öllu
yFirsterka i
saknar mömmu sinnar
Eldri sonur Sigrúnar saknar
bæði mömmu sinnar og litla
bróður. mynd Bjarni eiríksson
átta ára martröð Allt breyttist þegar
Sigrún fór að heiman frá tveggja ára
syni sínum og fór á kaf í neyslu. Eftir að
hafa átt þrjú góð ár féll hún aftur og
kom ekki heim aftur. mynd Bjarni eiríksson