Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2010, Blaðsíða 54
54 sport umsjón: sigurður mikael jónsson mikael@dv.is 27. ágúst 2010 föstudagur spænski boltinn rúllar af stað real madrid Líkt og í fyrrasumar hefur Real madrid verið áberandi á leikmannamarkaðinum og fjárfest í sex leikmönnum fyrir samtals 75 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 11,5 milljörðum íslenskra króna. Ber þar helst að nefna Argentínu- manninnn Angel di maria sem keyptur var frá Benfica á 25 milljónir evra og þýsku landsliðsmennina mesut Özil (€15 m.) og sami Khedira (€12 m) sem slógu í gegn á Hm í suður-Afríku í sumar. Auk þeirra hefur Real keypt unga og bráðefnilega spánverja, þá Pedro Leon (€10 m. Getafe) og sergio Canales (€5 m. Racing santander). mourinho fékk Ricardo Carvalho frá Chelsea á 8 milljónir evra og mun Portúgalinn koma með yfirvegun í vörn Real. Það verður þvílíkur lúxushausverkur hjá mourinho að stilla upp byrjunarliði í vetur og er nema von að menn velti fyrir sér hvað hann eigi að gera við allar þessar stjörnur sem augljóslega munu ekki leika alla leiki. Of margar stjörnur voru farþegar í fyrra, eins og Kaká og Karim Benzema. Það má ekki henda aftur. Real hefur misst mikla reynslu í gulldrengnum Raúl og miðjumanninum útsjónarsama Guti sem voru látnir fara frá liðinu. Takist mourinho hins vegar að mynda liðsheild úr öllum þessum stjörnum sínum og verði Cristiano Ronaldo í álíka stuði og í fyrra, meiðslalaus, gæti tveggja ára bið madrid-inga eftir titli verið á enda. Það verður þó ekki auðvelt. Valencia Það kom mjög á óvart í fyrra þegar liðið náði þriðja sæti deildarinnar og tryggði sér sæti í meistaradeild Evrópu. Það er erfitt að sjá liðið endurtaka leikinn enda hefur það selt báða sína bestu leikmenn. David Villa og nafna hans David silva sem fór til manchester City fyrir 30 milljónir evra. Valencia hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum undanfar- in misseri og var sala þessara leikmanna óumflýjanleg. Roberto soldado (€10 m. Getafe) á að fylla í skarð David Villa og þá hefur liðið sömuleiðis keypt Alberto Costa (€6.5m. montpellier) til að fylla í skarð silva. Þrátt fyrir að soldado hafi skorað 20 mörk í deild og bikar fyrir Getafe á síðasta tímabili verður Valencia í vandræðum með að halda stöðu sinni meðal sterkustu liða spánar. sevilla eða Atletico madrid munu gera harða atlögu að þriðja sætinu. seVilla Andalúsíuliðið hefur látið lítið fyrir sér fara í sumar eftir að hafa nælt sér í fjórða sæti deildarinnar á síðasta tímabili eftir harða baráttu við spútniklið mallorca. sem fyrr verða jesús navas, Luis Fabiano, Diego Capel og Didier Zokora aðalmenn liðsins sem aðeins hefur keypt Tiberio Guarente frá Atalanta á 5,5 milljónir evra og Alexis Ruano á fimm milljónir frá Valencia. skemmtilegt og léttleikandi lið sem gæti komið á óvart í vetur. Liðið mun blanda sér í toppbaráttuna nái það sér á strik. dýrustu mennirnir DaviD villa 40 milljónir evra til Barcelona frá Valencia angel Di Maria 25 milljónir evra til Real Madrid frá Benfica Mesut Özil 15 milljónir evra til Real Madrid frá Werder Bremen saMi KheDira 12 milljónir evra til Real Madrid frá Stuttgart filipe luis KasMirsKi 12 milljónir evra til Atletico Madrid frá Deportivo la Coruna 1 2 3 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.