Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 8. september 2010 MIÐVIKUDAGUR „Dagurinn [mánudagurinn, innsk. blm.] var ekki nema rétt hálfnaður þegar þau tíðindi bárust úr velferð- arráðuneytinu að verkefnið Karlar til ábyrgðar fengi þessa aura sem upp á vantaði til að geta haldið starfsem- inni gangandi af fullum krafti,“ segir Ingólfur V. Gíslason verkefnisstjóri. DV greindi frá því á mánudaginn að 800 þúsund krónur vantaði upp á að hægt væri að starfrækja meðferð- arúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi inni á heimilum út árið. Svo var kom- ið að allt leit út fyrir að loka þyrfti í nóvember og fram yfir jól, þar til ný fjárveiting frá félagsmálaráðuneytinu bærist. Á bilinu 22 til 25 karlar sækja nú meðferð hjá sálfræðingum á veg- um verkefnisins. Að óbreyttu hefði þurft að senda þá heim yfir jólavertíð- ina, án þess að þeir gætu haldið með- ferð sinni áfram. „Það væri hörmulegt að þurfa að loka,“ sagði Ingólfur í DV á mánudaginn. Nýtt velferðarráðuneyti, undir stjórn Guðbjarts Hannessonar, brást fljótt við fréttunum og rétti hjálpar- hönd í formi peninga sem duga til rekstursins út árið. Ingólfur segist afar ánægður með lyktir málsins en yfir 200 manns hafa sótt meðferð síð- an verkefnið var fyrst sett á laggirnar árið 1998. Það var í gangi í tilrauna- skyni til ársins 2002 en lagðist þá af vegna skorts á fjárheimildum. Það hefur síðan verið starfrækt óslitið frá árinu 2006 en Karlar til ábyrgðar er eina meðferðarúrræðið sem stendur þeim körlum sem beita heimilisof- beldi til boða. baldur@dv.is Ráðuneyti velferðar bregst við fjárskorti: Ofbeldismenn fá meðferð Þarf ekki að loka Ofbeldismenn geta nú verið óslitið í meðferð við hegðun sinni. Enn á neyðarstigi Þrátt fyrir að eldgosinu í Eyjafjalla- jökli hafi að mestu lokið í maí er al- mannavarnadeild ríkislögreglustjóra enn með hæsta viðbúnaðarstig vegna gossins. Það ræðst í fyrsta lagi í næstu viku hvort viðbúnaðarstigið verði lækkað en þá munu Almannavarn- ir hafa ráðfært sig við vísindamenn. Þar á bæ eru menn varkárir og vilja ekki lækka viðbúnaðarstigið nema að vissa sé fyrir því að allt sé búið. Ágúst Gunnar Gylfason hjá Almannavörn- um segir varkárni fyrst og fremst ráða þessu fremur en að menn telji að eitt- hvað meira muni gerast í jöklinum. Þekkt sé þó að Eyjafjallajökull tók sér langa pásu við síðasta gos. Fátækt á Íslandi Hópur mótmælenda kom saman fyrir utan Stjórnarráðið á þriðju- daginn og tók á móti ráðherrum eftir ríkisstjórnarfund. Markmið hópsins var að vekja athygli á fá- tækt á Íslandi sem og að kynna borgarafund um sama málefni í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld, mið- vikudagskvöld, klukkan 20. Meðal þeirra ráðherra sem mótmælend- ur stöðvuðu á leið sinni úr Stjórn- arráðinu voru Guðbjartur Hannes- son og Jón Bjarnason. Búist er við fjörlegum fundi í kvöld þar sem talsmenn öryrkja og aldraðra auk fulltrúa hjálparsamtaka munu koma ráðherrum, þingmönnum og fulltrúum hagsmunasamtaka í skilning um alvarleika málsins. Íslandsbanki jákvæður Afkoma Íslandsbanka á fyrsta árs- hluta 2010 var samkvæmt árshluta- reikningi jákvæð um 8,3 milljarða króna og er tekjuskattur tímabilsins áætlaður 2.347 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankan- um en eiginfjárhlutfall hans var 21,5 prósent sem er talsvert hærra en það 16 prósenta lágmark sem Fjármála- eftirlitið hefur sett bankanum. Arð- semi eigin fjár var 17,1 prósent. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á fyrri helm- ingi ársins og verið í takt við fyrri áætl- anir. „Það er ljóst að bankinn hefur allar forsendur til að koma í auknum mæli að fjármögnun atvinnulífsins.“ Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 23.750 kr. HAFNAR 200 MILLJARÐA KRÖFU RÍKISINS Kröfu íslenska ríkisins í þrotabú Icebank hefur verið hafnað. Krafan nam rúmlega 200 milljörðum króna. Ein af ástæðunum sem gefnar eru fyrir synjun kröfunnar er að tilgangurinn með lánveitingunni hafi verið að viðhalda trausti á íslenska fjármála- kerfinu. Jafnframt telur slitastjórn bankans að Seðlabankinn hafi verið meðvitaður um þá erfiðu stöðu sem íslenska fjármálakerfið var komið í þegar lánið var veitt. Slitastjórn Sparisjóðabankans, Ice- bank, hefur hafnað rúmlega 200 milljarða króna kröfu íslenska rík- isins í þrotabú bankans. Þetta kom fram á kröfuhafafundi Sparisjóða- bankans sem haldinn var á þriðju- daginn. Í glærukynningu fyrir kröfu- hafa bankans eru gefnar ástæður fyrir synjuninni. Krafa ríkisins er sú langhæsta í bú bankans en heildar- kröfur í búið nema tæpum 367 millj- örðum króna. Eignirnar nema aftur á móti ekki nema tæpum 119 milljörð- um króna og duga því hvergi nærri upp í kröfuna. Krafa ríkisins er vegna lána sem Seðlabanki Íslands lagði Sparisjóða- bankanum til fyrir bankahrunið árið 2008 í svokölluðum endurhverfum viðskiptum. Sparisjóðabankinn lán- aði þessa fjármuni svo til stóru við- skiptabankanna þriggja sem skorti lausafé á þessum tíma. Eftir banka- hrunið gerðu Seðlabankinn og ríkis- sjóður með sér samkomulag um að ríkið yfirtæki þessar kröfu þar sem viðskiptin höfðu gert Seðlabankann tæknilega gjaldþrota. Þess vegna setur ríkið nú kröfuna fram en ekki Seðlabankinn sjálfur. Endurhverfu viðskiptin voru ákveðin af íslenska ríkinu, viðskipta- bönkunum og sparisjóðum lands- ins og var megintilgangur þeirra að styrkja lausafjárstöðu íslensku bank- anna þegar harðnað hafði á dalnum hjá þeim. Landsbankinn og Kaup- þing fengu samtals 85 prósent af lánsfénu sem rann út úr Seðlabank- anum í þessum viðskiptum. Fjár- munir sem Seðlabankinn lánaði í þessum endurhverfu viðskiptum töpuðust svo í íslenska bankahrun- inu. Með synjuninni er slitastjórn Ice- bank að segja að íslenska ríkið muni ekki fá þessa fjármuni til baka frá bankanum. Samantekin ráð Í glærukynningunni sem sýnd var kröfuhöfum Sparisjóðabankans á þriðjudaginn kemur fram að kröfu ríkisins hafi verið hafnað vegna þess að Icebank hafi í raun verið notaður til að reyna að viðhalda trú manna á íslenska fjármálakerfinu. „Tilgang- ur lánveitinganna var í raun að veita lausafé til stóru viðskiptabankanna þriggja á Íslandi, á tímum þar sem aðstæður á markaði voru mjög erf- iðar, til að viðhalda traustinu á fjár- málakerfi landsins.“ Segja má að túlka megi þessi rök skilanefndarinnar sem svo að Spari- sjóðabankinn hafi með lánunum verið að fórna sér fyrir liðið eða land- ið, ef svo má segja. Að þegar þarna var komið sögu hafi hið opinbera og fjármálafyrirtæki á markaði lagst á eitt um að reyna að varðveita ís- lenska fjármálakerfið. Önnur ástæða sem slitastjórnin nefnir í glærukynningunni er sú að Seðlabankinn hafi á þessum tíma verið meðvitaður um hversu erf- ið staða væri komin upp í íslenska fjármálakerfinu en að bankinn hafi látið það ógert að vara Icebank við þeirri hættu sem bankinn legði sig í með því að lána viðskiptabönkunum þremur á þessum tíma. Þriðja ástæðan er sögð sú að lán- veitingin til Icebank hafi verið brot á reglugerð um starfsemi Seðlabank- ans og eigin reglum bankans. Á þessum forsendum hafnar bankinn kröfu íslenska ríkisins. Óvíst með kröfuna Í kynningunni kemur fram að talið sé að 20 kröfur sem deilt er um fari fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar kemur fram að nú þegar sé vitað að úrskurð- að verði um fimm kröfur fyrir dómi. Ekki er vitað hvort krafa ríkisins er ein þessara krafna. Þar segir einnig að hægt sé að áfrýja úrskurði héraðs- dóms til Hæstaréttar Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu liggur ekki fyr- ir hvernig íslenska ríkið bregst við höfnuninni á kröfuninni. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn DV kemur fram að ráðherra og starfs- menn ráðuneytisins þurfi að skoða málið áður en svör verða veitt við því hvernig brugðist verður við. DV náði ekki tali af Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra vegna málsins á þriðjudag. ingi f. vilhjálmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Tilgangur lánveitinganna var í raun að veita lausa- fé til stóru viðskiptabankanna. Kröfunni hafnað Kröfu íslenska ríkisins í þrotabú Icebank hefur verið hafnað af slita- stjórn Sparisjóðabankans. Fjármálaráðuneytið setti kröfuna fram fyrir hönd íslenska ríkisins. Steigrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sjást hér. Bankastjórinn Agnar Hansson var forstjóri Sparisjóðabankans fyrir íslenska efnahagshrunið þegar bankinn tók þátt í viðskiptunum við Seðlabankann sem umrædd krafa snýst um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.