Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 13
miðvikudagur 8. september 2010 fréttir 13 „Ég hÉlt þessu leyndu fyrir öllum“ sem hann vildi að þeir gerðu. Þessi fundur var bara djók.“ Vigfús Þór segist ekki vita hvaða fimm presta Ólafur átti við. Hann kannast ekki við að hafa heyrt um þetta hvorki fyrr né síðar. Guð blessi þær Síðan hafa leiðir Vigfúsar Þórs og Sigrúnar Pálínu ekki legið saman. Mánudaginn 30. ágúst buðu fjög- ur fórnarlömb Ólafs prestum á sinn fund til þess að hlýða á sögu sína. Um fimmtíu prestar mættu á fund- inn. Vigfús Þór kom ekki á fundinn þar sem hann var með kistulagn- ingu. En hann vill að „Guð blessi þessar konur og styrki á þessari veg- ferð.“ Við þessar konur vill hann segja: „Við trúum ykkur. Og það er rétt, við brugðumst.“ Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Afþakkaði fund með Karli Karl Sigurbjörnsson biskup kom ekki heldur á þennan fund presta með fórnarlömbum Ólafs. Hann kom að málinu árið 1996 þegar hann reyndi ásamt Hjálmari Jóns- syni að ganga á milli Ólafs og kvenn- anna og ná fram sáttum. Síðar sök- uðu bæði Sigrún Pálína og Dagbjört Guðmundsdóttir hann um að hafa breytt orðalagi í yfirlýsingu sem þær áttu að skrifa undir. Sögðu þær hann hafa tekið út lykilsetningu í yf- irlýsingunni, þar sem sagði að þær drægju sannleikann ekki til baka þó að þær drægju málið til baka. Sig- rún Pálína neitaði að skrifa undir en Dagbjört dró málið til baka. Dag- björt er eitt af fórnarlömbum Ólafs og steig hún fram í fyrsta skipti und- ir nafni og mynd og sagði sögu sína í DV þann 27. ágúst. Þar sagði hún meðal annars frá því að hún hefði átt von á símtali frá biskupi eftir fund Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur með Karli og kirkjuráði árið 2009. „Svona er ég barnaleg. Ég beið eft- ir því að Biskupsstofa myndi hafa samband við mig eftir að Sigrún Pál- ína fékk þennan fund. Ég virkilega hélt að Karl myndi sjálfur óska eftir því og hafa löngun til þess. Bara að horfa framan í mig,“ sagði Dagbjört. Beið í þrjár vikur eftir biskupi Hún sagði einnig frá því að hún hefði síðan óskað sjálf eftir fundi með Karli um leið og umfjöllun um biskupsmálið hófst á ný í DV þann 11. ágúst, en þá birtist fyrsta frétt um bréf Guðrúnar Ebbu Ólafsdótt- ur til kirkjuráðs. Á fundinum með Karli ætlaði Dagbjört að leggja tvær spurningar fyrir hann. „Mig lang- ar að leggja tvær spurningar fyr- ir hann og ég vil horfast í augu við hann þegar hann svarar þeim: Hefði hann virkilega þurft frekari sönnun- argögn fyrir því að værum að segja sannleikann en það sem hann varð vitni að í Hallgrímskirkju? Og: Af hverju þorðu kirkjunnar menn ekki að standa með okkur?“ Þegar viðtalið við Dagbjörtu var birt þann 27. ágúst, hafði hún enn ekki fengið svar frá Biskupsstofu um fundinn. Dagbjört var svo boðuð á fund biskups í síðustu viku en þá afþakkaði hún fundinn, enda hafði hún þegar fundað með prestum og sagt þeim sögu sína. Þar með hafði Dagbjört gert skyldu sína gagnvart kirkjunni og afhent henni „þetta ljóta leyndarmál,“ eins og hún orð- aði það, en frá því að málið hófst árið 1996 var það alltaf markmið hennar. Eins og fyrr segir þá kom Karl ekki á þann fund, en hefði get- að komið þangað hefði hann viljað hlýða á hana. Afsökunarbeiðni Pálma og Hjálmars Hjálmar Jónsson, sóknarprest- ur í Dómkirkjunni, kom ekki held- ur á fundinn. Sigrún Pálína sakaði Hjálmar um að hafa brugðist sér í þessum sáttatilraunum og gengið erinda biskups. Í messu þann 29. ágúst bað hann Sigrúnu Pálínu af- sökunar. „Ég var allur af vilja gerður til að hjálpa konu sem kom til mín í marsbyrjun 1996. Hún hafði kom- ið til margra annarra en ekki fengið þá hjálp sem hún leitaði að. Nú var komið að mér. Ég vildi heils hug- ar greiða úr fyrir henni. En það var endaslepp hjálp, því miður. Ég olli henni vonbrigðum og var ekki fær um að veita þá hjálp sem hún leit- aði. Það sem ég gerði var ekki nóg. Fyrir það bið ég hana fyrirgefningar.“ Pálmi Matthíasson kom aftur á móti á þennan fund presta og fórn- arlamba Ólafs. Pálmi var fyrsti prest- urinn sem Sigrún Pálína leitaði til vegna þessa máls og kvartaði hún undan aðgerðaleysi hans við siða- nefnd. En hann hlýddi á sögur þess- ara kvenna, tók utan um þær og bað þær afsökunar. Í lögregluskýrslu kemur fram að þegar Sigrún Pálína leitaði til hans sagði hann að sig tæki sárt að heyra þessa sögu, en um leið, að hann væri þess ekki umkominn að leggja dóm á sannleiksgildi orða hennar. Þá kvaðst hann hafa bent Sigrúnu Pálínu á að ef hún hefði svo alvar- legar ásakanir fram að færa væri rétt af henni að leita lögformlegra leiða til að koma máli sínu í réttan farveg. Í þessu samhengi kveðst hann hafa bent henni á að leita til rannsókn- arlögreglu ríkisins og vegna kynna sinna af starfsmönnum þar, sem vanir væru að fást við mál af þess- um toga, fullvissaði hann hana um að þar yrði tekið vel á móti henni og hún fengi leiðbeiningar um réttar- stöðu sína og lögformlega mögu- leika í máli þessu. Um leið kveðst Pálmi hafa bent Sigrúnu Pálínu á að málið kynni að verða erfitt í meðförum ef langt væri liðið frá meintum atvikum. Í skýrslunni kemur einnig fram að samtalinu hafi lokið á þann veg að Pálmi hafi boðið henni að hafa samband við sig síðar en hún hafi ekki gert það og því hafi þessi fundir verið einu samskipti hans við Sigrúnu Pál- ínu og Alfreð Wolfgang, eiginmann hennar. Við yfirheyrsluna var Pálmi spurður að því hver tilgangur Sig- rúnar Pálínu hafi verið þegar hún leitaði til hans og til hvers hún hafi ætlast af honum. Pálmi kveðst hafa litið svo á að Sigrún Pálína vildi og hefði þörf fyrir að tjá sig um að hún hafi orðið fyrir áfalli með sína kirkju. Hann minntist þess ekki að hún hefði beðið hann um einhverj- ar aðgerðir eða beðið hann um að ræða þetta við aðra. Hún hafi ekki leyst hann undan neinum trúnaði í þessu máli. Guð blessi þessar konur og styrki á þessari vegferð. Vigfús Þór Árnason Biður Guð að blessa fórnarlömb Ólafs. Hann segir það rétt að hann og fleiri hafi brugðist þeim í þessu máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.