Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt umsjón: símon örn reynisson simon@dv.is 8. september 2010 miðvikudagur lönd heimsinsDV tók saman lista yfir þau tíu lönd sem hættulegast er að ferð-ast til. Á listanum er tekið tillit til morð- og glæpatíðni, átaka í viðkomandi landi og auðvitað hættunnar sem gæti stafað af náttúruhamförum. En tölur eru auðvitað ekki allt, því mestu máli skiptir að nota hyggjuvitið og fara varlega. Sómalía Sómalía trónir á toppi listans sem hættulegasta land heims í dag. Stríðsherrar og skæruliðar berjast um yfirráð í landinu, en þar hefur staðið yfir borgarastyrjöld frá árinu 1991. Ekki bætir úr skák að þar er allt krökkt af sjóræningjum, en upp- gangur þeirra varð í kjölfar flóðbylgja sem gerðu út af við stærsta hluta útgerða til fiskveiða við strendur landsins. Þessir sjóræningjar hafa vakið athygli fyrir skips- og mannrán, bæði á láði og legi. Glæpatíðni í landinu er mjög há, en átök á milli íslamskra öfgahópa og ríkishers landsins eru tíð. Margar ríkisstjórnir hafa gefið út viðvörun gegn ferðum þangað, þar sem áréttað er að best sé að sleppa slíkri för. Morðtíðni á hverja 100.000 íbúa: Liggur ekki fyrir HÆttUleGUStU Haítí Haítí hefur lengi talist fremur hættulegur stað- ur, en í kjölfar uppreisnar árið 2004 varð ástand- ið þar mjög óstöðugt og mikið hefur verið um erjur á milli fylgjenda mismunandi stjórnmála- afla. Jarðskjálftinn sem varð í janúar á þessu ári bætti gráu ofan á svart og grunnstoðir í landinu voru í rúst. Aðeins hluti af íbúum landsins hefur aðgang að hreinu vatni og nauðsynjum. Helstu hætturnar fyrir ferðamenn auk þessa eru rán, ofbeldisfullir glæpir og hin almenna lögleysa sem fylgir oft náttúruhamförum. Höfuðborgin Port-Au-Prince er glæpahrjáð og mikið er um morð og mannrán þar. Morðtíðni á hverja 100.000 íbúa: Liggur ekki fyrir Jamaíka Stundum er sagt að Jamaíka sé tveir ólíkir heimar. Annar heimurinn samanstendur af fullkomum strönd- um og nærri því vernduðu umhverfi fyrir ferðamenn. Hinn heimurinn er sóðaleg fátækrahverfi í borgum þess- arar litlu eyju. Þar fara glæpagengi með völdin, beint og óbeint. Tveir af stærstu stjórnmálaflokkunum hafa bein tengsl við glæpagengin í land- inu. Ekki er að sjá að yfirvöld í land- inu séu að ná tökum á ástandinu því morðum þar hefur fjölgað ár frá ári. Af hverjum hundrað þúsund íbúum í landinu eru 58 myrtir. Morðtíðni á hverja 100.000 íbúa: 58 Simbabve Meðalmaðurinn í Simbabve getur búist við því að ná 44 ára aldri. Meðalævi íbúa í landinu er ein sú lægsta í heiminum. Algjört efnahagslegt hrun varð í landinu í kjölfar þess að land- eignir hvítra manna voru gerðar upptækar og þeim dreift að nýju. Við það féll landbúnaðar- framleiðsla landsins saman og efnahagur landsins hefur ekki komist á réttan kjöl eftir það. Gjaldmiðillinn er verðlaus, en bandaríski dollarinn er mikið notaður í stað hans. Sjúkdómar og hætta á vopnuðum átökum eru hluti háskans, ásamt hárri morð- og glæpatíðni. Morðtíðni á hverja 100.000 íbúa: 49

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.