Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 8. september 2010 miðvikudagur Björgólfur Thor Björgólfsson, fjár- festir og fyrrverandi eigandi Lands- bankans, fær nokkurra ára frest til að greiða Arion banka þá sex milljarða króna sem hann skuldar bankanum. Fjárfestirinn er í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu sem var tekið í árslok árið 2005 vegna fjárfestinga í félaginu Samson Properties. Þetta samkomu- lag við Arion banka var liður í skulda- uppgjöri Björgólfs sem nokkuð hefur verið í umræðunni í sumar. Ekki ligg- ur ljóst fyrir með hvaða hætti Björg- ólfur ætlar sér að greiða lánið upp eða hvaða skilyrðum það er háð. Lán þetta er frægt þar sem greint var frá því, fyrst eftir að það komst í hámæli í fjölmiðlum í fyrra að lán- ið væri ógreitt, að um væri að ræða lán sem tekið var í Búnaðarbankan- um til að kaupa Landsbankann árið 2002. Síðar kom í ljóst að um annað lán væri að ræða. Björgólfur Thor og faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, voru í sameiginlegri ábyrgð fyrir láninu sem færðist frá Búnaðarbankanum til Kaupþings og þaðan aftur til Arion banka eftir hrunið 2008. Eftir að við- ræðurnar um uppgjör lánsins kom- ust í umræðuna í fyrra kom fram að Björgólfur væri að reyna að semja þannig við bankann að hann greiddi sinn hluta skuldarinnar en að hluti föður hans yrði afskrifaður. Samningurinn við Arion banka bætist við samkomulag sem Lands- bankinn gerði við Björgólf fyr- ir skömmu sem felur það í sér að Björg ólfur fær frest til að standa skil á 27 milljörðum króna sem hann er í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Ef Björgólf- ur nær að selja samheitalyfjafyrir- tækið Actavis fyrir það verð sem ráð- gert er, og ef Landsbankinn fær eins mikið af peningum út úr því og ráð- gert er, munu persónulegar ábyrgð- ir hans við bankann falla niður og hann verður laus við ábyrgðirnar. Kyrrstöðusamningur Samningurinn sem gerður var við Björgólf er svokallaður kyrrstöðu- samningur, en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum upp á síðkastið að margir slíkir samningar hafi ver- ið gerðir upp nýverið. Meðal annars sendi Arion banki frá sér tilkynningu eftir að greint hafði verið frá því að gerður hefði verið slíkur kyrrstöðu- samningur við Baugsfélagið Gaum. Í þeirri tilkynningu kom eftirfar- andi fram: „Bankinn leitar allra leiða til að tryggja hagsmuni sína sem kröfuhafa í þessu máli sem öðrum. Kyrrstöðusamningar eru í ákveðnum tilvikum leið til að verja slíka hags- muni og eru í eðli sínu tímabundin frysting lána á meðan unnið er að greiningu og úrlausn vandans. Arion banki hefur tímabundið fryst lán hjá hundruðum viðskiptavina sinna, einstaklingum sem fyrirtækjum, á undanförnum mánuðum. Í öllum þessum tilvikum væntir bankinn þess að eitthvað það gerist áður en fresturinn er úti sem verði til þess að bankinn sjái hagsmunum sínum bet- ur borgið sem kröfuhafi.“ Slíkir samningar eru því gerð- ir til að tryggja hagsmuni kröfuhafa, frekar en með hagsmuni skuldar- ans í huga. Í báðum tilfellum, bæði hvað snertir Arion banka og Lands- bankann, hafa fjármálafyrirtækin metið það sem svo að meira fengist upp í kröfur þeirra með því að setja Björg ólf ekki í þrot. Slíkt hefði vænt- anlega þýtt að Actavis hefði verið selt á brunaútsölu og að söluverðmæt- ið hefði runnið nær allt til Deutsche FÆR FREST TIL AÐ BORGA 6 MILLJARÐA Björgólfur Thor Björgólfsson fær frest til að stand skil á sex milljarða króna láni sem hann er í sjálfskuldarábyrgð fyrir við Arion banka. Áður hefur verið greint frá fresti sem hann fær til að greiða Landsbankanum 27 milljarða sem hann er í ábyrgð fyrir. Talskona Björgólfs segir að kröfuhafar Björgólfs hafi talið hagsmun- um sínum betur borgið með því að fresta ábyrgðunum. ingi f. vilhjálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is LAGERSALA www.xena.is Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Frábær verð no1 st. 36-41 verð kr. 8995.- no2 st. 36-41 verð kr. 8995.- no3 st. 36-41 verð kr. 8995.- no4 st. 36-46 verð kr. 8995.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 „Skammastu þín“ Kaj Leo Johannesen, lögmaður Fær- eyja, sagði í samtali við færeysku útvarpsstöðina Kringvarpið að Jenis av Rana ætti að skammast sín fyrir ummæli sín um Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra. Jenis sagði í gærkvöldi í samtali við Vágaport- alinn að hann myndi ekki setjast til borðs með Jóhönnu og Jónínu Leós dóttur, eiginkonu hennar, vegna þess að þær eru samkynhneigðar. Hann tekur því undir með Högna Hoydal, formanns Tjóðveldisflokks- ins, en Högni sagði á þriðjudaginn í grein á vef Vágaportalsins að orð Jenis endurspegluðu engan veginn viðhorf færeysku þjóðarinnar. Forsetinn í Kína Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er nú á ferð í Kína. Hann átti í gærmorgun fund með vara- forseta Kína, Zi Jingping, en hann er ásamt Hu Jintao forseta og Wen Jiabao forsætisráðherra helsti ráða- maður Kína. Fundurinn fór fram í Ziamen þar sem Ólafur Ragnar og Jingping fluttu setningarræður á alþjóðaþingi sem Viðskipta- og þró- unarstofnun Sameinuðu þjóðanna heldur í landinu. Í dag mun Ólafur svo flytja ræðu á sérstökum fundi á þinginu þar sem hann fjallar um ábyrga þróun í fjármálaviðskiptum. Hann mun fjalla um þann lærdóm sem draga megi af reynslu undan- farinna missera. Ökumenn undir áhrifum Sjö ökumenn voru teknir á höfuð- borgarsvæðinu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna um helgina. Allt voru þetta karlar og eru þeir allir á þrítugsaldri. Tveir þeirra reyndust vera próflausir, annar hafði verið sviptur ökuréttindum en hinn hafði aldrei öðlast þau. Tíu ökumenn voru einnig teknir fyrir akstur undir áhrif- um áfengis á höfuðborgarsvæðinu. greiðslu Arion- lánsins frestað Skuldinárætursínar aðrekjatilársins2005 entveimurárumáður hafðiBjörgólfurkeypt Landsbankannvið þriðjamann. Bank. Með slíkum samningum reyna kröfuhafar Björgólfs því að fá meira upp í kröfur sínar með því að fresta endanlegu uppgjöri um nokkur ár. Betra fyrir bankana segir Ragnhildur DV hafði samband við Ragnhildi Sverrisdóttur, talskonu Novators og Björgólfs Thors, til að spyrja hana hvort Björgólfur hefði gert slíkan kyrrstöðusamning við Arion banka vegna sex milljarða króna skuldar- innar frægu. Ragnhildur vildi hvorki staðfesta það né neita að slíkt sam- komulag hefði náðst við Arion. Orðrétt sagði Ragnhildur í svari sínu við fyrirspurn DV: „Það hefur ít- rekað komið fram að Björgólfur Thor er bundinn trúnaði við lánardrottna sína og getur því ekkert tjáð sig um einstök efnisatriði skuldauppgjörs síns. Það hefur hins vegar kom- ið fram að þetta lán sem þú nefn- ir er hluti af því uppgjöri. Það hefur líka komið fram, að markmiðið með skuldauppgjörinu var auðvitað að hámarka verðmæti eigna Björgólfs Thors og fyrirtækja hans, svo heimt- ur lánardrottna gætu orðið sem allra mestar. Í grein þinni í DV sl. föstudag lýsir þú því einmitt ágætlega hvernig lánardrottnar töldu sig standa miklu betur að vígi með því að taka þátt í samningum um uppgjör. Björgólfur Thor skýrði sjálfur frá því í viðtali við Viðskiptablaðið í lok júlí, að bank- arnir hefðu hæglega getað gengið að þessum ábyrgðum og þar með keyrt hann í þrot. Það ákváðu þeir hins vegar að gera ekki, enda hefðu heimtur þá orðið lélegar, eignir far- ið á brunaútsölu og verðmæti gufað upp. Þess í stað fóru bankar þá leið að fresta ábyrgðunum þar til upp- gjör hefur átt sér stað.“ Síðustu setninguna í svari Ragn- hildar má því skilja sem svo að ábyrgð Björgólfs sem er útistand- andi við Arion banka hafi enn ekki verið greidd. Í þessu felst líka að Arion banki hefur metið það sem svo að hagsmunum bankans sé bet- ur borgið með þessum hætti frekar en að sækja að Björgólfi með gagns- litlum aðgerðum. Þessi skuld við Ar- ion banka er því enn eitt dæmið um lán sem var hluti af fullu skuldaupp- gjöri Björgólfs sem þó enn stendur ógreitt. Viðræður við kaupanda tryggingafélagsins langt komnar: SalanáSjóváálokastigi Sala Íslandsbanka á trygginga- félaginu Sjóvá er nú á lokastigi samkvæmt heimildum DV. Fyrir- tækjaráðgjöf Íslandsbanka sér um söluna á félaginu. Einn áhugasam- ur kaupandi mun vera eftir í ferlinu en það er fjárfestahópur sem vog- unarsjóðsmaðurinn Heiðar Már Guðjónsson fer fyrir. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæm- lega hvenær gengið verður frá söl- unni en það mun styttast í það. Samkvæmt heimildum strand- ar söluferlið fyrst og fremst á því hversu flókin salan á fyrirtækinu er en ekki á deilum um verð. Óljóst er hversu hátt verð mun fást fyrir Sjóvá en sérfræðingar á tryggingamark- aði sem DV ræddi við fyrir skömmu töldu að verðið gæti hlaupið á bil- inu 2 til 5 milljörðum króna. Nánast má því fullyrða að ís- lenska ríkið muni tapa hluta af þeim 11 milljörðum sem það lagði inn í tryggingafélagið í fyrra til að bjarga því frá gjaldþroti. Samtals lögðu ríkið, Glitnir og Íslandsbanki félaginu til 16 milljarða króna til að bjarga því. Sjóvá stóð þá frammi fyrir gjaldþroti eftir stormasama eigendatíð Karls Wernerssonar og eignarhaldsfélags hans, Milestone, en félagið gekk svo á eignasafn Sjó- vár að það stóð frammi fyrir gjald- þroti. ingi@dv.is fær brátt nýja eigendur Trygginga- félagiðSjóváfærbráttnýjaeigenduren þaðhefurveriðísöluferlihjáÍslands- bankaumnokkurtskeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.