Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. september 2010 ERLENT 17 eftir mannránið hafi hljóðið í kvalara hennar breyst. „Hann sagði skyndi- lega við mig: „Þú ert ekki lengur Nat- ascha. Nú tilheyrir þú mér.“ Og hann fletti síðustu tætlunum af mér með því að skipa mér að velja mér nýtt nafn. Ég valdi nafnið Bibiane og það var sú sem ég var næstu sjö árin. Skömmu síðar sagði hann mér fyrst hvað hann sjálfur hét: Wolfgang Priklopil. Ég vissi um leið og hann sagði nafnið að hann myndi aldrei hleypa mér lifandi úr húsinu,“ skrifar hún. „Þegar ég varð 12 ára og komst á kynþroskaaldur, breyttist hegðun mannræningjans svo um munaði. Hann hóf að koma fram við mig eins og ég væri skítug og ógeðsleg. Hann sparkaði í sköflungana mína eða kýldi mig þegar ég gekk framhjá. Hann beitti mig smávægilegum kynferðis- legum árásum, áreitti mig á hverjum degi. Það var líka þá sem hann fór að láta mig sinna húsverkunum uppi. Ég skrúbbaði og þreif appelsínugulu og brúnu flísarnar á baðherberginu hans, en þær voru aldrei nógu hreinar. Án viðvörunar var skyndilega sparkað í síðuna á mér eða í sköflunginn. Aft- ur og aftur, þangað til allt var skínandi hreint. Hann þoldi ekki þegar ég grét af sársauka. Hann átti þá til að grípa um hálsinn mér, draga mig að vask- inum, ýta höfðinu á mér niður í vatn- ið og kreista á mér barkann þangað til ég missti næstum meðvitund,“ skrifar hún. Stöðugt brotin niður „Þegar ég var 14 eyddi ég fyrst nótt á efri hæðinni. Ég lá skelfingu lostin á rúminu þegar hann lagðist við hlið mér og læsti annan úlnlið minn við sinn með plasthandjárnum. Þegar ég fann andardrátt hans á hnakkanum reyndi ég að hreyfa mig eins lítið og mögulegt var. Bakið á mér, sem var svart og blátt eftir barsmíðar hans, var svo aumt að ég gat ekki legið á því og handjárnin skáru í húðina.“ Kampusch segir að hún hafi aldrei getað slakað á vegna ofsóknarbrjál- æðis Priklopils. „Ég þurfti að standa og ganga í sömu fjarlægð frá honum – einn metri, hvorki minna né meira – annars brjálaðist hann. Ef ég grét lokaði hann mig inni í kolsvartri dýfl- issunni. Þegar ég minntist á foreldra mína, brjálaðist hann. „Ég er fjölskyld- an þín. Ég er þér allt núna. Þú átt enga fortíð. Ég bjó þig til.““ Kampusch nefn- ir fjölmörg dæmi um brögð sem kval- ari hennar beitti til að niðurlægja hana stöðugt og brjóta niður sálfræðilega. „„Ég er konungur þinn og þú ert þræll- inn minn,“ sagði hann mér. „Mig hefur alltaf langað til að eiga þræl.““ Svelti „Að svipta mig mat var eitt af árang- ursríkustu brögðum hans við að halda mér niðri. „Að horfa á þig. Þú ert feit og ljót,“ sagði hann mér þegar ég var 12 ára og fyllti mig af hatri á sjálfri mér. Ég held að hann hafi líklega sjálfur bar- ist við anorexíu, sem hann reyndi svo að smita mig af. Síðar, þegar ég var 16 ára, voru skammtarnir minnkaðir nið- ur í um fjórðung af því sem fullorðnir þurfa á að halda.“ Hann lét hana vinna húsverkin hálfnakta og krúnurakaða. „Ég hlýt að hafa verið hrikaleg ásýndum. Rif- beinin á mér stungust út, hendurn- ar og fæturnir voru þaktir sárum og kinnarnar magrar. En honum fannst ég greinilega líta vel út. Því eftir það lét hann mig vinna húsverkin hálfnakta.“ 200 högg á viku „Þegar ég var 15 kýldi ég hann tvisvar í magann. Hann var nokkuð hissa en svo greip hann mig og tók mig hálstaki og ég átti auðvitað enga möguleika á að berjast við hann. Brjálæðisköstin urðu æ algengari, hann kýldi mig oft í höfuðið svo mér varð óglatt, stundum kýldi hann mig oftar en 200 sinnum á viku. Ég skráði höggin niður í dagbæk- ur, sem ég á enn þann dag í dag. “ Kvalarinn hafði komið fyrir hátal- arakerfi í dýflissunni og gaf Natöschu skipanir í gegnum það. „Þegar hann gat ekki sofið, heyrðist rödd hans tím- unum saman í hátölurunum í dýfliss- unni. Og stundum gerði hann mér ein- faldlega lífið leitt: „Hlýddu! Hlýddu! Hlýddu!“ endurtók hann í sömu tón- hæð.“ Þetta skrifar mannránsfórnar- lambið Natascha Kampusch í væntan- legri ævisögu sinni um þolraunir sínar þá 3.096 daga sem hún var í haldi kval- ara síns og hún lifði af með því að sýna ótrúlega þrautseigju og hörku. 3.096 DAGAR Í HELVÍTI Ég uppgötvaði að fyrir dyrunum „upp“ var ferlíki úr járnbentri steinsteypu. Ég get varla komið því í orð hvernig mér leið þegar ég sá hurð- ina. Ég hafði verið hjúpuð steypu. Brjálæðisköstin urðu æ algeng-ari, hann kýldi mig oft í höfuð- ið svo mér varð óglatt, stundum kýldi hann mig oftar en 200 sinnum á viku. Ég skráði höggin niður í dagbækur, sem ég á enn þann dag í dag. Dýflissan Hér þurfti Natascha að dúsa í átta og hálft ár. MYND REUTERS Köngulóarmaður í Kaliforníu Ofurhuginn Dan Goodwin virðist hættur við að setjast í helgan stein því hann birtist við skýjakljúf í San Francisco í gær. Goodwin, sem einn- ig er þekktur sem Skyscraperman og Spider Dan, er frægur fyrir fífldirfsku sína þegar kemur að því að klífa skýjakljúfa. Og það er nákvæmlega það sem hann gerði í San Francisco í gær. Goodwin skreið eins og kóngu- ló upp allar 58 hæðir skýjakljúfsins með sérstökum sogskálum. Þegar á toppinn var komið dró hann fram bandaríska fánann og veifaði hon- um á þaki Millenium Towers í San Francisco áður en lögreglan hand- samaði hann. Sniðgengur kosningar Mohamed ElBaradei, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar og handhafi friðar- verðlauna Nóbels árið 2005, hvetur Egypta til að sniðganga þingkosn- ingar sem verða haldnar í landinu í nóvember og fullyrðir að yfirvöld muni hagræða úrslitunum. El Bara- dei sneri sér að stjórnmálum eftir að hann lét af embætti og hefur verið orðaður við forsetaframboð í heima- landi sínu, Egyptalandi. Núverandi forseti er Hosni Mubarak. Ekki brenna Kóraninn David Petraeus hershöfðingi og æðsti yfirmaður bandaríska her- aflans í Afganistan segir að her- menn sínir verði í hættu ef banda- rísku kirkjusamtökin Dove World Outreach Center og forvígismaður þeirra, séra Terry Jones, haldi sig við yfirlýsingar sínar og brenni stóran stafla af eintökum af Kóraninum. Petraeus segir að það geti hrint of- beldisöldu af stað í öllum heimin- um. Jones ætlar að brenna heilaga ritningu múslima til að minnast hryðjuverkaárásanna 11. september en það hefur hann verið mikið gagn- rýndur fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.