Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 8. september 2010 miðvikudagur Í skýrslutöku hjá lögreglunni árið 1996 sagði Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, að hann hefði tekið á móti Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur og hlustað á hana en það væri ekki það sama og að trúa því sem sagt hefði verið. Orðrétt er haft eftir Vigfúsi Þór: „Ég hlustaði á hana og leit þannig á að hún væri fyrst og fremst að létta af sér byrði. Ég tek það fram, í tilefni af því að ég hef séð haft eftir henni í fjölmiðlum að ég hafi sagt að ég tryði henni, að það að hlusta á ein- stakling í sálusorgarviðtali er ekki það sama og trúa því sem skjól- stæðingurinn setur fram. Fyrsta, önnur og þriðja regla okkar presta í sálusorgun er að hlusta og það var það sem ég var að gera í þetta sinn. Niðurstaða viðtalsins var í raun engin. Sigrún Pálína bað mig reyndar að tala við presta um þetta í þeim tilgangi að Ólafur Skúla- son hætti sem biskup og sagði að hann mætti ekki vera í því emb- ætti vegna þessa máls. Ég tók ekki að mér að gera eitt né neitt en ég man að ég minnti Sigrúnu Pálínu á þagnarskyldu mína sem prest- ur og að ég gæti ekki borið ósann- aðar upplýsingar út um fólk. Hins vegar mótmælti ég ekki því sem hún var að segja enda deilir prest- ur ekki við þann sem hann er með í sálusorgun um sannleiksgildi full- yrðinga hans. Varðandi þessar til- teknu fullyrðingar hennar í samtal- inu sagði ég henni að hér væri orð á móti orði.“ Þá var Vigfús spurður hvað hann hafi gert með þá vitn- eskju. „Ég hélt þessu leyndu fyr- ir öllum og ræddi þetta ekki við nokkurn mann, enda þessar ásak- anir ósannaðar og mjög alvarlegar.“ Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem DV hefur undir höndum. Leitaði til Vigfúsar Sigrún Pálína Ingvarsdóttir leitaði til Vigfúsar Þórs þegar hann fermdi son hennar árið 1995. Hún vildi koma reynslu sinni af Ólafi Skúla- syni, þáverandi biskupi, á fram- færi við Vigfús því þá tíðkaðist að biskup heilsaði upp á fermingar- börnin og hún vildi ekki að mað- ur sem hafði beitt hana ofbeldi væri með nokkrum hætti viðriðin þessa athöfn. Vigfúsi Þór brá mjög við þessi tíðindi en Sigrún Pálína aflétti af honum trúnaði og bað hann um að koma málinu áfram. Hún kærði Vigfús Þór síðar til siða- nefndar fyrir að hafa brugðist sér í því og einnig fyrir að hafa sent út opinbera stuðningsyfirlýsingu við Ólaf semma árs 1996, áður en bisk- upsmálið fór af stað en eftir fund þeirra. Sú stuðningsyfirlýsing varð- aði ekki þetta mál heldur var hún svar við yfirlýsingu þáverandi for- manns Prestafélags Íslands, Geirs Waage, sem sagði að trúnaðar- brestur ríkti á milli presta og bisk- ups. Vigfús Þór var í forsvari fyr- ir stuðningsyfirlýsinguna við Ólaf og sagði þetta ekki rétt hjá Geir, trúnaður ríkti milli biskups og fjöl- margra presta sem bæru traust til hans. Í samtali við blaðamann DV sagði Vigfús Þór að það væri ekki hægt að blanda þessum tveimur málum saman, kynferðisbrotamál- um biskups og yfirlýsingu þrjátíu presta sem hefði snúist um deilur innan kirkjunnar, stefnu hennar og strauma. Þá sagði Vigfús Þór einn- ig að hann hafi talað við Ólaf sama dag og Sigrún Pálína leitaði fyrst til hans, en Ólafur hafi brugðist illa við og reiðst mjög. Vigfús Þór hafi engu að síður rætt það tvisvar sinn- um við biskup að það væri best fyr- ir hann að víkja á meðan þetta mál stæði yfir. Sakaði fleiri presta um kynferðisbrot Í helgarblaði DV sagði Alfreð Wolfgang Gunnarsson frá því að Vigfús Þór hefði einnig setið fund með þeim Ólafi og Sigrúnu Pálínu þar sem reynt var að sætta þau. Fundurinn fór fram í Grafarvogskirkju og Al- freð segir að á fundinum hafi Ólaf- ur sagt frá því að hann hefði upp- lýsingar um fimm aðra presta sem hefðu verið ásakaðir um kynferðis- brot: „Allt í einu spyr hann byrstur hvort það ríki trúnaður á þessum fundi og Pála segir: „Nei, Ólafur ég lofa þér engum trúnaði.“ Þá segir hann: „Trúnaður eða ekki. Í skrif- borðsskúffunni minni eru fimm kærur eða ásakanir á hendur öðr- um prestum vegna kyn- ferðislegrar áreitni.“ Ég velti því fyrir mér á sínum tíma hvað það kæmi þessu máli við, hvort hann væri að réttlæta sinn gjörning með því að aðrir gerðu þetta líka. Ég velti því líka fyrir mér af hverju þessar kærur lægju í skrifborðs- skúffunni hans og af hverju þeim væri ekki komið í réttan far- veg. Síðan áttaði ég mig á því af hverju, hann geymdi þetta því að þá hafði hann tök á þessum prest- um. Þarna var hann með fimm presta í vasanum. Hann hafði reyndar svo gríðarlegt vald yfir prestum, hann var svo mikill sækópati að þeir gerðu nákvæmlega það „Ég hÉlt þessu leyndu fyrir öllum“ DV hefur undir höndum lögregluskýrslur frá biskupsmálinu. Þar kemur meðal ann- ars fram að í skýrslutöku árið 1996 sagði Vigfús Þór Árnason að það væri ekki það sama að hlusta á skjólstæðinga og trúa þeim. Pálmi Matthíasson taldi að Sigrún Pál- ína Ingvarsdóttir hefði ekki beðið sig um að fara lengra með málið og því hefði hann ekki gert það. Pálmi baðst afsökunar á fundi presta með fórnarlömbum Ólafs. Vigfús Þór Árnason mætti ekki á þann fund og það gerði Karl Sigurbjörnsson ekki heldur. Það varð til þess að Dagbjört Guðmundsdóttir afþakkaði fund með biskupi, þegar hann boðaði loks til fundarins um þremur vikum eftir að hún óskaði eftir honum. InGIbjörG DöGG KjartanSDóttIr blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Að hlusta á einstakling í sálusorgarviðtali er ekki það sama og að trúa því sem skjólstæð- ingurinn setur fram. nBiskupsmáliðhófstárið1996meðfréttíDVumaðSigrúnPálínaIngvarsdóttir hefðikærtVigfúsÞórÁrnasontilsiðanefndarfyriraðbregaðstekkiviðásökun- umhennaráhendurbiskupnum,enhúnsakaðihannumnauðgunartilraun. Árið1996sögðu2.344einstaklingarsigúrþjóðkirkjunni. Biskupsmáliðvarsvotekiðafturuppífjölmiðlumárið2010,enfyrstafrétt umbiskupsmáliðbirtistíDVþann11.ágúst.FjallaðihúnumaðbréfGuðrúnar EbbuÓlafsdótturhefðilegiðósvaraðhjábiskupiírúmtár,eníþvíbréfilýstihún kynferðisofbeldisemhúnvarðfyrirafhendiföðursíns,ÓlafiSkúlasynibiskupi, ogóskaðieftirfundimeðkirkjuráðitilaðræðaþað.Íágúst2010sögðu1.964 einstaklingarsigúrþjóðkirkjunni. úrsagnir úr þjóðkirkjunni Karl Sigurbjörnsson Dagbjört Guðmundsdóttirdrómálsitttilbaka eftiraðKarlogHjálmarJónssonhöfðu árangurslaustreyntaðsættaÓlafog konurnar.Dagbjörtóskaðieftirfundi meðKarlienafþakkaðisvofundarboð- iðþegarþaðbarstumþremurvikum seinna. Dagbjört Guðmundsdóttir Vildi afhendakirkjunnileyndarmálsittog gerðiþaðáfundimeðprestum.Fyrst biskupsásérekkifærtaðmætaáþann fundsáhúnekkiástæðutilþessaðfara áfundhans. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir Leitaði tilVigfúsarÞórsÁrnasonarogPálma Matthíassonaráðurenbiskupsmálið fórafstað.Markmiðhennareraðgera kirkjunaheila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.